Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 20
Leikur allrar fjölskyldunnar. Rólegan œsing Nú á tímum Lottós og tölvu- leikja mætti ætla að leikir einsog Lúdó séu á hverfanda hveli. En Rólegan æsing, einsog ieikurinn heitir í heima- landi sínu, Þýskalandi.tekur þessu rólega. Leikurinn á um þessar mundir 75 ára afmæli og verður sjálfsagt lifandi ennþá þegar flestir tölvuleikir nútímans eru gleymdir og grafnir. Um 55 milljón Lúdó hafa veriö seld um allan heim síðan 1912 þegar leikurinn kom fyrst á mark- aðinn. í dag seljast um milljón leikir árlega og helmingur þeirra til útflutnings. í Þýskalandi sjálfu er Lúdó til á þremur af hverjum fjórum heimilum. Það var Josef Friedrich Schmidt sem bjó leikinn til. Það var árið 1905 að fyrsta Lúdóið sá dagsins ljós. Þremur árum seinna voru allir ættingjar, vinir og ná- grannar Josefs famir að spila Lúdó. Árið 1912 fékk leikurinn svo nafnið Rólegan æsing og Jos- ef opnaði verksmiðju í Munchen og hóf fjöldaframleiðslu á leiknum. Salan gekk þó ekki vel til að byrja með og árið 1914, þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á, var verksmiðjan á barmi gjaldþrots. Þá voru fleiri þúsund leikir á lager í verksmiðjunni. Skerandi tónlist Sjúklingar eru ekki alltaf svæfðir við skurðaðgerðir og þurfa þá að hlusta á spjall lækn- anna sem eru að krukka í þá. Slíkt er ekki það uppbyggilegasta sem hægt er að hugsa sér fyrir sjúkling sem veit oftast minna en ekkert um hvað verið er að gera. „Réttu mér saxið. Er ekki hak- inn nálægur,“ og þar fram eftir götunum. Þjóðverjar hafa gert sér grein fyrir þessu og bjóða nú sjúk- lingum að hlusta á kasettur í heyrnartólum á meðan þeir eru skomir upp. Geta þeir annað- hvort komið með eigin tónlist með sér eða valið úr safni sjúkra- hússins. Þá greip Josef til sinna ráða og gaf Rauða krossinum 3000 leiki, með þeim tilmælum að leiknum yrði dreift til særðra á sjúkrahús- um. Til er bréf sem hjúkmnar- kona sendi Josef: „Þú getur ekki ímyndað þér hvflíka ánægju spil- ið hefur veitt þeim særðu. Þeir hafa meðal annars efnt til móts í leiknum. Stærsti kosturinn við leikinn er sá að allir standa jafnfætis í hon- um, jafnt ungir sem aldnir, allir eiga sömu möguleika á að vinna. Leikurinn varð því leikur fjöl- skyldunnar. Gjöf Josefs varð til þess að orðstír leiksins barst víða og jókst sala hans mjög eftir að styrjöldinni lauk. Árið 1920flutti Josef í stærra húsnæði með verk- smiðjuna. Sú verksmiðja var eyðilögð í loftárásum banda- manna á Þýskaland 1945. Einn sona Josefs, Frans, hóf sjálfur framleiðslu á svipuðum leikjum og lenti í beinni sam- keppni við föður sinn. Salan dróst mjög saman hjá báðum árið 1948. Sama ár lést Josef en ekkja hans, dóttir og tengdasonur tóku við fyrirtækinu. Árið 1970 sam- einuðust bæði fyrirtæki fjölskyld- unnar. Samkvæmt Metabók Guinness stóð einn Lúdó-leikur yfir í 119 klukkutíma og 58 mínútur. Það var árið 1983. Árið 1985 léku fjórir menn Lúdó í 24 tíma og 12 mínútur í áltanki 3,5metra undir yfirborði vatns. -Sáf Byggt á The German Tribune Opiðhús í KOSNINGAMIÐSTQÐINNI í dag sunnudag kl. 16.00-18.00 GUÐRÚN HELGADÓTTIR alþingismaður tekur á móti gestum og situr fyrir svörum um atburði líðandi stundar í þjóðmálum í Kosningamiðstöð- inni Hverfisgötu 105,4. hæð. Jóhanna Linnet söngkona og öm Magnússon píanóleikari flytja nokkur góð lög. Bamahomið öllunr opið. Kaffi og meðlæti. Húsið opnað kl. 14.00. ALLIR VELK0MNIR í Reykjavík Alþýðiibandalagið Reykjavík G-LISTINN REYKJANESI HÁDEGtSFUNDUR UM KOSNINGABARÁTTUNA Á REYKJANESI á aðalkosningaskrifstofu G-listans að Hamraborg 11, Kópavogi í dag, laugardag, frá kl. 12-14. Frambjóðendur mæta. Heitt á könnunni. Hádegisfundir verða á sama tíma, sama stað alla laugardaga fram að kosningum. ALLIR VELKOMNIR! G-LISTINN REYKJANESI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.