Þjóðviljinn - 28.04.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Side 2
Þóra Einarsdóttir fóstra. Nei eiginlega kom þetta mér ekki mjög á óvart en ríkisstjórnarmynd- un verður væntanlega erfið. Ég vona bara að kvennalistinn komist I ríkisstjórn. Guðmundur Daníelsson starfsmaður í flugstjórn. Ekki get ég sagt það, það mátti bú- ast við þessu. En það verður erfitt að mynda ríkisstjórn, þetta eru svo margir flokkar. Helst gæti ég trúað að kratarnir bætist við þá tvo flokka sem fyrir eru í stjórninni. Inga Lárusdóttir sölumaður. Þau komu mér ekki svo mjög á óvart en þó svolítið. Rikisstjórnar- myndun verður örugglega erfið en ég vil engu spá. Erlingur Hansson fyrrv. deildarstjóri. Já á vissan hátt, ég átti ekki von á að Boraaraflokkurinn fengi þetta mikið. Ég reiknaði hálfpartinn með því að gömlu flokkarnir héldu sinu nokkurn veginn. En við kjósum yfir okkur það sem við eigum skilið og við þriggja eða Ijögurra flokka stjórn eyðileggst allt sem hefur áunnist. Hjördís Guðmundsdóttlr nemi. Nei þau komu mér ekki óvart, en ég fylgist lítið með þessum málum og hef litla skoðun á þeim. —SPURNINGIN— spurningin Komu kosninga- úrslitin þér á óvart? FRÉTTIR Reykjavík Verðum að taka flokknum tak Svavar Gestsson: Höfum tapað orustu, en stríðið heldur áfram. Frambjóðendur ekki samstiga í kjaramálum, og okkur hefur ekki tekist að svara Kvennalistanum. Úrslitin nú einnig mál verkalýðshreyfingarinnar Við höfum tapað orustu, en stríðið heldur áfram, sagði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins og fyrsti mað- ur á Reykjavíkurlista þess um kosningaúrslitin í samtali við Þjóðviljann í gær. -Þau málefni og þær hugsjónir sem Alþýðubandalagið eitt ís- lenskra stjórnmálaflokka stendur fyrir eiga engu minni rétt á sér og engu minna erindi nú en áður, sagði Svavar, -reyndar benda úr- slitin til þess að okkar mál eigi 'brýnna erindi við þjóðina en nokkru sinni fyrr. Það sem við þurfum að gera er að athuga okk- ar gang um það hvernig við kom- um þeim betur á framfæri og hvernig við söfnum um þau liði. -Við fundum það vel hér í Reykjavík síðustu dagana að þegar við fórum að halda betur til haga grundvallaratriðunum, skýrri vinstristefnu, og til dæmis herstöðvaandstöðu, að það hafði bersýnilega mjög jákvæð áhrif. Við vorum skömmu fyrir kosn- ingar enn neðar í fylgi en úrslitin sýndu, en unnum á síðustu dag- ana og ef við hefðum haft meiri tíma hefði verið hægt að gera sér meiri vonir, jafnvel um vinning hér í þessu kjördæmi. Hinsvegar var þessi kosningabarátta háð við afbrigðilegar aðstæður og okkur auðnaðist ekki að láta okkar rödd berast. Niðurstöðurnar nú sýna mesta fylgistap Alþýðubandalagsins og forvera þess frá upphafi. Hverjar telurðu helstu ástœðurnar? -Ástæðurnar eru margþættar, og aðalatriðið er að menn gefi sér tíma til að skilja þær og skýra. Ég get til dæmis nefnt þrjár núna. Ekki í takt Fyrstu ástæðuna tel ég vera þá að við frambjóðendur flokksins í landinu vorum ekki samstiga, ekki í takt, í úrslitamáli, í kjara- málum. Þjóðin fann þetta, að við gengum svo að segja ekki heil til skógar í þeim efnum, og slíkt dugir ekki í kosningabaráttu. -Önnur ástæðan er sú að við höfum aldrei, fyrren þá síðustu sólarhringana fyrir kosningar, bent nógu vel á þá fjarstæðu að þverpólitísk hreyfing einsog Kvennalistinn geti á nokkurn hátt komið í staðinn fyrir flokk með tiltölulega einbeittan pólit- ískan vilja. Og við höfum aldrei svarað Kvennalistanum. Kvennalistinn hefur ráðist að okkur óbeint með gagnrýni, án þess þó að vera í rauninni með neinn málatilbúnað sem væri í andstöðu við okkur. Ég tel að við hefðum mikið fyrr átt að reyna að skýra út stöðu Kvennalistans og muninn á honum og okkur. -Þriðja ástæðan: Ég tel að verðbólguniðurstaðan úr ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen hafi verið okkur fjötur um fót. Við höfum í raun og veru orðið núna fyrur því tapi sem við hefðum frekar átt að verða fyrir 1983. -Þetta eru þrjár almennar ástæður, allar mjög umhugsunar- verðar og snerta allar alvarlega galla á okkar framgöngu að mínu matri. Helsti ósigur Alþýðubanda- lagsins er í öðru af höfuðvígjum þess, Reykjavík, þar sem þú ert í fyrsta sceti. -Það er auðvitað ekki á mínu færi að meta frambjóðendur af því ég er einn þeirra, og ekki sanngjarnt að ég sé að viðra skoð- anir á þeim, það er annarra. Alþýðubandalagið og ASÍ -Það sem ég held að hafi gerst í Reykjavík er í fyrsta lagi að kjar- adeilur opinberra starfsmanna nú í vetur, sem einkum voru háðar af kvennastéttum, ýttu undir endur- minningar um deilurnar milli ASÍ og BSRB 1984, og niðurstaðan varð andstaða við Alþýðubanda- lagið í þessum hópum og stuðn- ingur við Kvennalistann, vegna þess að menn upplifðu Alþýðu- bandalagið að einhverju leyti sem Alþýðusambandið. -Ég held að þetta hafi haft mikið að segja hér í Reykjavík þar sem hlutfall opinberra starfs- manna er hærra en í nokkru öðru kjördæmi. í öðru lagi er svo ann- að mjög alvarlegt umhugsunar- efni, að almennt verkafólk hefur hugsanlega í nokkrum mæli snúið sér að Borgaraflokknum í þess- um kosningum. Þetta eru tvær mikilvægar skýringar. Ég fann það hinsvegar síðustu dagana hér í Reykjavík að margir sem höfðu ætlað að kjósa annað komu til liðs við okkur. Hugsjónafólk, herstöð vaandstæðingar, menningar- og listafólk stóð með okkur og hinir síðastnefndu, fólk úr menningar- og listalífi betur en ég hef nokkru sinni upplifað áður. Skorast ekki undan ábyrgð Pú ert ekki bara fyrstur í Reykjavík, heldur einnig formað- ur flokksins. Telurðu að þú berir sjálfur ábyrgð á þessum niður- stöðum, -og hverjar verða afleið- ingarnar ef svo er? -Ég ber meiri ábyrgð en nokk- ur annar á þessu, og skorast ekki Svavar Gestsson: Menn upplifðu Alþýðubandalagið að einhverju leyti sem Alþýðusambandið. undan því. Ef þú ert að spyrja um mína formennsku þá er það augljóst að samkvæmt endurnýj- unarreglu á ég rétt á að hætta og flokkurinn rétt á að losna við mig. Þetta er hinsvegar mál sem mér finnst eðlilegra að rætt sé á flokksvettvangi áður en ég gef endanlegar yfirlýsingar. Við munum ræða þessi mál öll í fram- kvæmdastjórn í dag, í þing- flokknum næstu daga og síðan vonandi fljótlega í miðstjórninni, og ég skorast ekki undan neinni ábyrgð í þessum efnum. Fyrir utan þinn þátt, -þarf ekki Alþýðubandalagið sjálft að stokka spilin uppá nýtt? -Aðalatriðið við þessar kosn- ingar er kannski það að aðeins um 75 prósent kjósa gömlu flokk- ana fjóra í því flokkakerfi sem Jónas frá Hrifla lagði grunn að kringum 1916. Það hefur í stórum dráttum haldist lítið breytt frá 1942 þegar Sósíalistaflokkurinn vinnur mikinn kosningasigur og verður stærri en kratarnir. Það höfum við verið síðan, þangað til núna. -Þessar kosningar núna sýna mér það að kjósendur telja þetta flokkakerfi ekki fullnægjandi, ekki svara sínum kröfum, og þessvegna verður í fyrsta lagi að taka flokknum tak og í öðru lagi stjórnmálunum öllum, ef við eigum að fylla út í þann ramma sem kjósendur virðast gera kröfu um. -Flokkurinn verður að fara rækilega yfir þetta allt, bæði mál- efni, vinnubrögð, áherslur, áróður, og raunar alla hluti. Líka vandi verkalýðs- hreyfingarinnar Það er nauðsynlegt að menn horfi ekki bara á þessi mál útfrá sjálfum sér, útfrá tilfinningum sínum og sárindum í augnablik- inu, heldur sem hluta af stórri heild og taki ákvarðanir sam- kvæmt því. Menn mega ekki setja sig í neinar hefndarstellingar gagnvart einum né neinum, -þetta þarf að íhuga af rósemi og stefna síðan að nýrri sókn, af festu og með samstöðu. Þú sagðir áðan að menn hefðu jafnvel litið á Alþýðubandalagið sem tvíbura Alþýðusambandsins, viðhorf sem meðal annars kristal- last í forsetanum í þríðja sœti í Reykjavík. Þarf Alþýðubanda- lagið ef til vill að taka sérstaklega fyrir afstöðu sína til Alþýðusamb- andsins og kjaramála í kjölfar þessara úrslita? -Ég tel að það sé óhjákvæmi- legt. Og það þarf einnig að ræða það mjög alvarlega í verkalýðs- hreyfingunni hvernig fyrir henni er komið sem tæki til kjarabar- áttu og til jöfnuðar í þjóðfé- laginu. Skipulag verkalýðssam- takanna er afskaplega alvarlegt umhugsunarefni, og fjarlægðin frá verkalýðsforystunni til al- mennra vinnustaða er orðin æp- andi í mörgum tilvikum. -Þessi kosningaúrslit snúa ekki bara að flokkunum heldur einnig að verkalýðshreyfingunni sem slíkri, og hún þarf líka að skoða sína stöðu, bæði faglega og póli- tískt. Það eru að fara í gang stjórn- armyndunarþreifingar. Afstaða Alþýðubandalagsins? -Það eru þrír flokkar sem unnu sigur í kosningunum, í fyrsta lagi Borgaraflokkur og Kvennalisti, og í annan stað vann Framsókn sigur, á auglýsingum og á Steingrími Hermannssyni, hér á suðvesturlandi, en tapar víðast annars staðar. Alþýðuflokkurinn vinnur ekki þann sigur sem menn voru að gera sér vonir um þar, en kemur alveg sæmilega út. -Það er auðvitað eðlilegt að ábyrgð á stjómarmyndin hvíli í fyrstu umferð á þessum flokkum, og ekki á þeim sem tapa kosning- unum, Alþýðubandalaginu og Sj álfstæðisflokknum. Þeir eiga nú að glíma við það að koma sín- um stefnumálum, ef einhver eru, í framkvæmd í krafti þess stuðn- ings sem þeir fengu í kosningun- um. Það getur ekki verið að menn ætlist til þess af okkur eftir þetta tap að við leysum þau vandamál sem uppi eru þótt við höfum auðvitað okkar tillögur og úrræði. En geturðu hugsaðþér Alþýðu- bandalagið í stjórn? —Auðvitað verðum við að meta þetta allt eftir málefnum, en mér fínnst beinlínis óeðlilegt að flokk- arnir sem töpuðu í kosningunum séu að fara í stjórn eftir þessi úr- slit. Hinir verða að byrja, þeir verða að segja til um hvernig þeir ætla að leysa þau hrikalegu vandamál sem blasa við hér í efnahagsmálum eftir þá ríkis- stjórn sem nú er fallin. Þeir verða að sýna hvað í þeim býr. Dagur eftir þennan -Ég vil gjarna fá að nota þetta tækifæri til að þakka af heilum hug því fólki sem hefur unnið fyrir Alþýðubandalagið í þessari kosningabaráttu, sagði Svavar að lokum, - þetta fólk hefur unnið framúrskarandi starf, og nú er aðalatriðið að enginn missi móð- inn. Það kemur dagur eftir þenn- an dag. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 28. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.