Þjóðviljinn - 28.04.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Page 6
MINNIN0 Guðmundur Magnússon Fœddur28. september 1927 -Dáinnl4. apríl!987 Grindavík er merkilegt pláss. Þaðan kom Guðmundur Magnússon, sem við kveðjum í dag. Bandaríska herstöðin á Miðnesheiði teygir klær sínar rétt niður undir túnfót Grindvíkinga. Svo hefur lengi verið. Samt halda margir þeirra áfram að sækja sjó og verka fisk en láta öðrum eftir að dilla rófunni og snapa úr rusla- kistum og öskuhaugum herranna í heiðinni. - Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn. Guðmundur Magnússon var fæddur í Grindavík 28. septemb- er 1927 og ólst þar upp í krepp- unni á fjórða áratug aldarinnar. Hann var sonur Magnúsar Guð- mundssonar trésmiðs, sem and - aðist fyrir rösklega þrjátíu árum, og konu hans Sigríðar Daníels- dóttur en hún lifir son sinn. Bæði voru foreldrar Guðmundar úr Þórkötlustaðahverfinu í Grinda- vík og átti hann þar ættir að rekja til sjómanna og bændafólks. Getur nokkuð gott komið frá Grindavík? kynni einhver að spyrja úr röðum þeirra nývill- inga, sem halda að allir geti lifað kóngalífi á fjármálabraski og fjöl- miðlafæðu. Látum þá spyrja en við skulum vona, að Grindvík- ingar heima og heiman haldi áfram að vera þeir sjálfir og sanni þannig með lífi sínu, að margt gott getur komið frá Grindavík. Þá kemur maður manns í stað. - Sagt hefur það verið um Suður- nesjamenn. Á fjórða áratugnum var Grindavík lítið en vaxandi sjávar- þorp með 250-500 íbúa. Lífsbar- áttan var hörð og virðing borin fyrir þeim sem drógu björg í bú. A slíkum stað orka himinhvolf, haf og land sterkt á unga hugi, svo og það líf, sem lifað er í glímu við náttúruöflin blíð og stríð. - Kunnu þeir að stýra og styrk var þeirra mund. Eitt og annað var á kreiki í Grindavík á uppvaxtarárum Guðmundar Magnússonar. í læknishúsinu sat Sigvaldi Kalda- lóns og samdi dáfögur iög við ym öldunnar eilífu. Þar bar að garði margan langferðamann. Þú, sem enn horfir á tigin málverk Gunn- laugs Scheving þar sem birtast sjómenn við störf í höfn eða á miðum úti, - minnstu Grindavík- ur í miðri kreppunni. Þar var Scheving á bryggjunni og teiknaði upp skissur, sem hann vann svo úr sín meistaraverk, ís- lenskri sjómannastétt til lofs og dýrðar. Að eigin sögn fann hann alltaf nóg af fyrirmyndum í Grindavík. Hann kom þar fyrst „að kvöldlagi og heyrði þungan nið af hafi, sem lá undir myrkr- inu“ og þegar hann vaknaði sá hann „lág snæviþakin fjöll, blátt sund og rauð þök“. Það var sá vettvangur sem Guðmundur Magnússon þekkti ungur. Sú var tíð, að flest sjávarþorp á íslandi töldu sig eiga sinn Jóhann Bogesen og mátti til sanns vegar færa. Halldór Laxness setti samt ekki punktinn aftan við Fuglinn í fjörunni nema í einu þessara piássa: „Leipzig, París, Grinda- vík 1931“, stendur þar. Mitt í allri þessari menningu var Guðmundur Magnússon að vaxa úr grasi, lítill maður og lágur til hnésins en teygðist úr honum seinna. Og kröfugangan í Grindavík 1. maí 1938 (eða 1939?), sú eina, sem þar hefur verið farin bæði fyrr og síðar, eins og klippt út úr kvikmynd um Sölku Völku og hennar fólk. „Niður við Franco“ - „Við krefjumst átta tíma svefns“, stóð á spjöldunum. Fjór- ir rauðir fánar, tíu sjómenn og eitt verðandi skáld, auk krakka- skarans, sem fylgdi æpandi á eftir. Þeir gengu ekki inn á torg- ið, sem ekkert var, heldur út úr þorpinu, og fánarnir blöktu frísk- lega í hvassviðrinu. Ein ræða og síðan gekk fram Hannes Sigfús- son, 16 ára gamall, og las upp úr Móðurinni eftir Maxím Gorkí, lokakafla fyrra bindis: „Vakna þú! Rís upp verkalýð- ur senn...“ Ungir bolsévikkar voru að verða til í Grindavík. Guðmund- ur Magnússon var þar. Einn dag átti ég með honum í Grindavík fyrir margt löngu. Það var góður dagur. Guðmundur yfirgaf sitt fæð- ingarpláss á unglingsárum, settist í skóla og lauk stúdentsprófi með frábærum árangri 18 ára gamall. Prófi í byggingarverkfræði lauk hann 1953 frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði æ síðan verkfræðistörf. Strax á námsárum hlóðust á Guðmund félagsstörf af ýmsum toga. Formaður Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn var hann í tvö ár og tengdist þá þegar alþjóðlegu æskulýðs- og stúd- entastarfi, sem víða stóð með blóma á þessum fyrstu árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Á þeim vettvangi mættist æskufólk úr Austur- og Vestur- Evrópu og ungmennafjöld úr öllum heimshornum, ekki síst frá hinum gömlu nýlenduþjóðum Asíu og Afríku, sem margar hverjar höfðu þá nýlega öðlast stjórnarfarslegt sjálfstæði. í þessu alþjóðlega starfi, sem Guð- mundur sinnti í allmörg ár, naut hann sín ákaflega vel. Hann átti einkar auðvelt með að ná góðum tengslum við fólk af ólíkum upp- runa og ávann sér hvarvetna per- sónulegar vinsældir. Leiðir okkar Guðmundar Magnússonar lágu fyrst saman haustið 1953 í ungliðasamtökum gamla Sameiningarflokks al- þýðu. Hann kom að utan, ég að norðan. Hann var formaður, ég féhirðir og funktioner í daglegum störfum á Þórsgötu 1. Með okkur tókst strax hið besta samstarf og áttum við sitthvað saman að sælda næstu árin. Á þessu skeiði var Guðmundur að kalla hvers manns hugljúfi. Hann átti auðvelt með að laða menn til samstarfs og tryggja að hver og einn gerði skyldu sína en reyndi hins vegar aldrei að stjórna með tilskipunum, talaði aldrei niður til manna en umgekkst alla sem jafningja. Það kom af sjálfu sér því hann var gersneyddur öllu yf- irlæti. Guðmundur Magnússon var þolinmóður maður í félags- starfi, flanaði að engu en vildi skoða hvert mál vandlega og frá öllum hliðum áður en ákvörðun væri tekin. Trúlega er einmitt þetta ekki síður nauðsynlegt í verkfræði en pólitík. Um langt árabil gegndi Guðmundur marg- víslegum forystustörfum fyrir þá stjórnmálahreyfingu, sem hann gekk ungur til liðs við, en fáa menn hef ég þekkt frábitnari því en Guðmund að vilja ryðja sjálf- um sér til rúms á slíkum vett- vangi. Hann vann störf sín öll af ýtrustu skyldurækni og hollustu við málefni en hafði líka framan af ævi nokkra ánægju af félags- málastússi, var félagslyndur og vissi sem er, að maður er manns gaman, þegar sæmilega tekst til um nábýlið. Guðmundur var jafnan hýr í geði á hverju sem gekk, ljúfmannlegur í allri fram- göngu og sérhverju samkvæmi bót að návist hans. Úr fjölbreytilegu safni fornra minninga leita þrjár myndir fast- ast á pappírinn. Guðmundur átti sæti í fram- kvæmdanefnd fyrstu Keflavík- urgöngunnar vorið 1960. Hann var aldrei mikill göngumaður og fæturnir svolítið veilir en sæmd hans sem Suðurnesjamanns bauð honum að ganga alla leið fyrir málstaðinn, þessa 45 kílómetra á einum degi. Það var hvatning að sjá hann bíta á jaxlinn er leið á gönguna. Hann kveinkaði sér ekki. - Fast þeir sóttu sjóinn. Með Guðmundi kom ég fyrst til Kaupmannahafnar sumarið 1955. Hann var hagvanur þar í Babýlon við Eyrarsund, ég heimaalið barn. Den röde Pim- pernel við Kattasund og gamli Kannibalinn við Norðurgötu voru þá enn á sínum stað. í þeirri ferð vorum við líka í Póllandi og aðeins tíu ár liðin frá lokum hild- arleiksins mikla. Borgir í rústum og engin þó harðar leikin en Var- sjá, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í stríðslok, en sjálft helvíti fangabúðanna í Auschwitz á næstu grösum. Söngur okkar þá var Söngur Varsjárborgar: Við, sem að enn eigum þrek til að þreyta þróttmikið stríð móti skorti og neyð, tókum við byrðum af bræðrum, sem féllu blóðgan í valinn, en ruddu oss leið. Svo þegar skeið vort að sköpum er runnið skýlir oss jörðin vor orustuslóð. Fáninn, sem reis yfir feðranna draumi, fylkir til baráttu sigrandi þjóð. Forhlið uppbyggingarinnar var glæst og andstæður stríðs og friðar æpandi. Seinna kynntumst við betur köldum veruleika þess- ara ára, eins og hann var þar um slóðir, og best hefur verið lýst af snilling Pólverja Andrzej Wajda, meðal annars í kvikmyndinni um Stálmanninn. Við Guðmundur Magnússon lentum oftar í ferðalögum og flugum saman yfir Ólympstind haustið 1966, þennan bústað guð- anna. Þá voru menn komnir nokkuð langt frá sundinu bláa í Grindavík en við fögnuðum þess í stað bláma Eyjahafsins. í Aþenu dvöldum við þrjá daga og nutum þar leiðsagnar Grikkjans Antoni- os Ambatielos og enskrar konu hans, Betty. Tony Ambatielos, sem verið hafði formaður gríska sjómannasambandsins, hafði verið fangelsaður í lok grísku borgarastyrjaldarinnar og setið samfellt í sautján ár í dýflissum á grísku fangaeyjunum. Állan tím- ann hafði Betty barist fyrir frelsi eiginmanns síns og orðið heimskunn af þeirri baráttu. Nú hafði hann loks verið látinn laus fyrir skömmu og þarna stóðu þau hjónin á flugvellinum að taka á móti okkur Guðmundi. Það var merkilegt. Skömmu síðar brutust herforingjarnir til valda og Tony var hlekkjaður á ný. Jú, hér erum við öll fjögur á Akropolis fyrir tuttugu árum, bráðum verða það fjörutíu ár. Og þarna hefur Betty skrifað aftan á gamla mynd: „Með kveðju frá Sounion 20. nóvember 1966“. Á þeim landsenda stendur minnis- varðinn um Byron lávarð, skáldið breska sem barðist í frels- isstríði Grikkja og lét líf sitt með- al þeirra 19. apríl 1824. Guð - mundi var ætíð kært að ræða þessa Grikklandsför okkar. Hún gíeymist ekki strax. Hér skal nú staðar numið og kvaddur gamall og góður lags- bróðir. Okkar fundum fækkaði hin síðari ár svo sem löngum vill verða. En fárra mínútna spjall á förnum vegi gat boðið upp á andartaks nálgun við þá löngu liðnu daga, þegar við héldum okkur á stundum eiga framtíðina að góðviljuðum bandamanni. Eiginkona Guðmundar, Mar- grét Tómasdóttir, hefur staðið við hlið hans í aldarþriðjung. Henni votta ég nú á kveðjustund dýpstu samúð, svo og börnum Guðmundar og móður hans aldr- aðri. Hann verður áfram einn af okkur, sem þekktum hann ung- an. Kjartan Ólafsson Fáein /cveðjuorð Guðmundur Magnússon var einn þeirra sem leiddi félagsstarf ungra sósíalista í Reykjavík á sjötta áratugnum. Þá var háð eins konar varnarbarátta í næðingi kalda stríðsins. Ekki var látið við það sitja að reyna að stugga út- sendurum bandarískra heims- valdasinna úr herstöð sinni á Miðnesheiði. Það varð líka að heyja friðarbaráttu og sýna æskulýð frá iöndum þriðja heimsins og ríkjum sósíalismans sólídarítet. Það var gert með því að taka þátt í heimsmótum æskunnar með myndarbrag. Við kynntumst Guðmundi Magnússyni í starfi fararstjórnar á Moskvumótinu sumarið 1956. Það var ekkert smáfyrirtæki að skipuleggja á þeim árum för 150 æskumanna til höfuðborgar Sov- étríkjanna. Og lærdómsríkt og minnisstætt að vinna í því með Guðmundi. Einkum fyrir glað- væra, hlýlega og ráðsnjalla fram- göngu hans. Dæmalaust starfs- þrek og seiglu. Vandamál voru til þess að leysa þau. Markviss verkaskipting og ósérplægni Guðmundar átti mestan þátt í hversu vel það tókst. Aldrei var of mikið á sig lagt til þess þátttaka íslendinga yrði með glæsibrag - eftirminnileg jafnt fyrir okkur ferðalangana og þá sem ætlunin var að hitta og kynnast. Öðrum störfum Guðmundar kynntumst við ekki sérstaklega. En vitum að þeir eiginleikar, sem við kynntumst, nutu sín vel jafnt við verkfræðistörfin og trúnaðar- störfin í sambandi við pólitíkina. Heimili þeirra Guðmundar og Margrétar kynntumst við sem ná- grannar þeirra í Hlíðunum. Þar var jafnan opið hús og margt um manninn á gamlárskvöld. Og börnin ekki síður velkomin en þeir fullorðnu. Guðmundur sagði listilega frá. Kímni hans og mannúð birtust í frásögnum hans og orðræðum. Og eftir á að hyggj a er eins og þau Margrét hafi alltaf verið að koma úr ferðalagi þegar fundum bar saman í seinni tíð. Þjóðmála- áhugi Guðmundar spannaði nefnilega afar vítt svið. Menn, málefni og síðast en ekki síst menningu og háttu framandi þjóða. Margháttuð kynni hans af þeim gerðu hann menntaðan á sérstaka og eftirminnilega vísu. Manni bregður við þegar slíkir menn eru kallaðir úr samfélagi lifenda í miðjum klíðum. Dórothea Einarsdóttir, Hörður Bergmann Seinasta heilsa úr Föroyum Summarmáladag 14. apríl komu deyðsboðini av Gudmundi Magnussyni, sum hevði ligið sjúkur í nakrar dagar. Vit vónaðu, at Gudmundur fór at fáa heilsuna aftur. Men fjörð- urin var rógvin, og hann hevur lent í lívsins landi. „Tíðin rennur sum streymur í á, títt munu bylgjurnar falla. Lítlum báti rekist eg á, áraleysur at kalla. “ Skjótt er fjórðingsöld runnin, síðani eg fyrstu ferð hitti Gud- mund. Manga góða lötu havi eg sitið væl inni hjá honum og kon- uni Margrét. Lötur, sum ongant- íð fara at verða gloymdar, men sum fara at verða væl goymdar. Gudmundur var ein hjartaliga blíður maður. Hann hevði ein stóran alsk til Föroyar og til alt föroyskt. í nógv ár ætlaði hann sær at koma til Föroyar at ferð- ast. Á Ólavsvöku 1984 kom hann og konan til Föroyar. Gudmundur kom ikki sum ferðagestur, ið onki veit um landið og fólkið, hann vitjar. Hann hevði frammanundan keypt sær föroyskar bökur og hevði lært seg föroyskt mál. Hann visti um menningina í fólk- inum og í landinum. Sum verk- fröðingur hevði hann áhuga fyri vega- og bergholsgerðini. Hann ferðaðist í Streymoynni, Eystur- oynni og í Norðuroyggjum. Hann sigldi við postbátinum til allar bygdirnar í Kallsoynni, áður enn nakar bilur kom í oynna. Hann var fegin um at hava sæð, hvussu harðbalið lív fólkið í útoyggjun- um hevur livað. í Eysturoynni koyrdi hann við bili ígjönum bergholið í Skálafjalli, og hann gekk ígögjnum bergholið í Rita- fjalli, sum tá ikki var opnað fyri ferðslu. Hann ætlaði at koma aft- ur til Föroyar og tá at ferðast í Sándoynni og í Suðuroynni. Saknurin er stórur hjá okkum, nú Gudmundur er farin, men störstur er saknurin hjá konuni og börnunum og hjá mammuni. í takklæti minnast vit Gud- mund Magnusson. Friður veri við minni hansara. Óluva Húsgarð Guðmundur var fæddur í Grindavík og foreldrar hans voru Magnús Guðmundsson trésmið- ur og Sigríður Daníelsdóttir. Magnús var fæddur á Þorkötlu- stöðum í Grindavík, en faðir hans Guðmundur Pétursson var ætt- aður úr Landeyjum. Sigríður móðir Guðmundar var frá Garð- bæ í Grindavík, en faðir hennar Daníel Daníelsson var frá Stark- aðarhúsum á Stokkseyri og var af hinni alkunnu Bergsætt. Þótt við Guðmundur værum um stuttan tíma samtímis við nám í Kaupmannahöfn veturinn 1949- 50 kynntist ég honum ekki að neinu ráði fyrr en hann hóf störf á verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen að námi loknu 1953 og hófst með því langur samstarfs- ferill okkar sem verkfræðinga. Mér þótti Guðmundur þá strax mjög athyglisverður persónuleiki og þá í fyrstu fyrir sinn eldlega áhuga á stjórnmálum og flokks- starfi hans fyrir Alþýðubandalag- ið. Ég geri ráð fyrir því, að aðrir muni minnast þessa, enda er ég því lítt kunnugur nema af af- spurn, þótt óneitanlega yrðu menn þess varir í samtölum við Guðmund, hvar hugur hans lá í þessum efnum. Ég geri ráð fyrir því, að störf okkar undir handleiðslu þess ágæta manns og verkfræðings, Sigurðar Thoroddssen, hafi mótað talsvert vinnubrögð okkar síðar meir sem ráðgjafarverkf- ræðinga. En við yfirgáfum verkf- ræðistofu Sigurðar á mjög svip- uðum tíma árið 1960, en það voru 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þridjudagur 28. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.