Þjóðviljinn - 28.04.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Síða 7
MINNING engan veginn samantekin ráð, því ég vissi ekki um brotthvarf Guðmundar fyrr en það var yfir- staðið. Við höfðum starfað í sitt hvoru lagi einir sér í tvö ár, þegar við ákváðum að leigja okkur sam- eiginlegt húsnæði og gengum því í félag við Þorvald Kristmundsson, arkitekt, og opnuðum stofu að Hverfisgötu 82. Það er harla erf- itt fyrir ráðgjafarverkfræðing að vinna einn og sér en með þessu móti höfðum við stuðning hvor af öðrum og gátum gengið inn í störf hvors annars ef með þurfti. Nokkrum árum síðar fluttum við inn í stærra húsnæði í Skipholti 36. Yfirleitt höfðum við aðskilinn rekstur og útveguðum okkur verkefni í gegnum persónuleg sambönd. Við stærri verkefni höfðum við þó samstarf og minn- ist ég sérstaklega tveggja slíkra sökum þeirra áhrifa, sem þau höfðu á áframhaldandi starfs- rekstur okkar Guðmundar. Guðmundur hafði krækt sér í stórt verkefni við hönnun þjóð- vegar í gegnum Húsavíkurkaup- stað og hafði lagt verkið niður fyrir sér og hafið undirbúnings- vinnu, þegar hann gerði sér ljóst umfang verksins og bauð mér samstarf. Guðmundur hafði af sinni alkunnu kostgæfni og vand- virkni lesið sér til um allt, sem verkinu kæmi að gagni, þannig að ég lærði mikið af honum í þessu samstarfi við hann. Greinargerð sú, sem verkinu fylgdi var að langstærstum hluta verk Guð- mundar og fékk hún mikið hrós umsagnaraðila að verki loknu. Haustið 1967 kom góður vinur minn og starfsbróðir Stefán Ól- afsson að máli við mig og bauð mér til samstarfs við hönnun þjóðvegar í gegnum Kópavogs- land og vitnaði þá til hönnunar- innar á Húsavík. Ég tók því boði með því skilyrði, að Guðmundur væri með okkur, minnugur hins góða samstarfs okkar fyrrum. Hönnun Kópavogsvegar hafði legið niðri um skeið, en nú hafði veriö kosm harðskeytt nefnd, sem samanstóð af bæj arfulltrúum allra flokka í Kópavogi. Nefndin hafði sett Stefáni ansi þröngan frest um að fullljúka verkinu og hafa tilbúið til útboðs eigi síðar en vorið 1968. Nú voru góð ráð dýr og ýmisleg vandamál óleyst, sérstaklega allar tengingar vegar- ins við Kópavog og útboðsgögn. En með sameiginlegu átaki tókst að ljúka verkinu á tilsettum tíma. í þessum tveimur verkefnum hef ég eiginlega kynnst Guð- mundi hvað nánast. Mest áber- andi í fari hans var sérstök vand- virkni hans og var honum ekki haggað fyrr en hann var fullviss um að hafa fundið bestu lausnina hverju sinni. Hin nánu samskipti við bæjar- fulltrúanefndina í Kópavogi leiddi til góðs vinskapar okkar Guðmundar við þá ágætu menn, sem hefur haldist æ síðan. Fljót- lega eftir þetta gerðum við verk- efnasamning við Kópavogskaup- stað og að lokum fluttum við stofu okkar á Álfhólsveg 7 (nú Hamraborg 7) í Kópavogi. Það féll þó frekar í hlut Guðmundar að uppfylla þennan samning, því nú byrja leiðir okkar Guðmundar að skilja að nokkru leyti. Ég hafði tekið að mér tæknilegt eftir- lit með uppbyggingu Kópavog- svegar og reyndist það fullt starf. Þegar kom eyða í þær fram- kvæmdir vorið 1970 gerðist ég verkfræðingur Norðurverks við byggingu Laxárvirkjunar III árin 1970-3. Þegar ég kom suður aftur sá ég um eftirlitsstörf fram til 1975. Ég átti að vísu mína að- stöðu á verkfræðistofunni með Guðmundi fram til 1975, en eftir það skilja leiðir okkar að fullu. Þó ég nýtti lítið þessa aðstöðu á þessum árum fylgdist ég nokkuð vel með rekstri Guðmundar. Hann bar sig alltaf vel en hann hafði nú meira umleikis en þegar við vorum saman. Starfsmanna- fjöldi hafði aukist en um leið höfðu þær sveiflur, sem auðkenn- du íslenskt athafnalíf, mikil áhrif á reksturinn. Ýmist var vitlaust að gera eða lítið var að fá. Erfitt var að sjá fyrir þessar sveiflur eða samstilla starfskrafta í samræmi við þær. Ég varð var við það, að Guðmundur hafði undirbúið stórt verkefni, sem síðan var hætt við á síðustu stundu og hann stóð uppi með aukinn mannskap við ekíci nægjanleg verkefni. Slíkar sveiflur gátu leikið verkfræðistof- ur á stærð við þá sem Guðmund- ur rak æði grátt. En ekki veit ég þó annað en að Guðmundur hafi rekið sína stofu með ágætum þar til yfir lauk og mætt öllum erfið- leikum af rósemi og festu. Ýmislegt er mér minnisstætt úr fari Guðmundar af löngum kynn- um. Hann hafði sérstaklega leikandi létta frásagnargáfu og sagði oft skemmtilegar sögur um menn og málefni, sem við þekkt- um báðir. Var það ávallt græsku- laust gaman. Hann hafði sérstak- an áhuga á allskonar bókum um hagfræðileg efni og þá sérstak- lega á sviði landafræði, þjóðlífs og atvinnuhátta. Þær virtust í fljótu bragði vera uppbyggðar af þurrum talnarunum, en af þessu grúski varð hann manna fróðast- ur um þær breytingar, sem urðu á högum landa og þjóða upp úr síð- ustu heimsstyrjöld og við fall hinna gömlu heimsveldisríkja. Það hefur verið erfitt fyrir venju- legt fólk að fylgjast með þeim breytingum, en þar var aldrei komið að tómum kofunum hjá Guðmundi. Guðmundur kvæntist 1954 Margréti Tómasdóttur, mikilli mannkostakonu. sem var honum samhent og hafði sama eldlega áhugann á flokksstarfi og hann og studdi hann óspart í þeim efnum. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og minnist ég margra góðra stunda á þeirra heimili. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn, Má f. 1954, Svövu Sigríði f. 1955, Snorra f. 1960, Magnús Tuma f. 1961 og Elísabetu Völu f. 1963. Guðmundur lagði mikinn metnað í það að styðja börn sín til mennta og sparaði í engu í þeim efnum. Þá bjó hjá honum móðir hans, Sigríður Daníelsdóttir, sem enn er á lífi háöldruð. Ég sendi þeim öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú þegar ég kveð minn góða vin og samstarfsmann um langan aldur er mér efst í huga þakklæti fyrir okkar ágætu samskipti í líf- inu. Theodór Árnason verkfræðingur Guðmundur Magnússon lést 14. apríl sl. tæplega sextugur að aldri. Okkur samferðamönnum hans finnst hann hafi dáið langt fyrir aldur fram, því hann virtist fullur af lífskrafti nokkrum dögum áður en hann lést. Guð- mundur lifði ríku lífi, enda mann- inum gefið mikið í vöggugjöf af fjölþættum gáfum og starfsþreki. Guðmundur var fæddur 28. september 1927 í Grindavík. For- eldrar hans voru Sigríður Daní- elsdóttir og Magnús Guðmunds- son trésmiður. Guðmundur átti eina systur, Sigríði Svövu, sem lést 1944 aðeins 21 árs að aldri, úr berklum. Fóstursystir Guðmund- ar er Guðmunda Sæunn Krist- jánsdóttir, búsett í Grindavík. Strax í barnaskóla komu fram frábærar námsgáfur Guðmund- ar, það var því nokkuð sjálfsagt mál að hann færi í framhaldsnám. Hóf hann nám í Flensborg og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1943. Frá Flensborg lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri og var hann þar einn vetur, þá flutt- ust foreldrar hans til Reykjavík- ur, og hélt Guðmundur námi sínu áfram í Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúd- entsprófi vorið 1946, með svo góðum árangri, að hann átti kost á svokölluðum „Stóra-styrk" til náms erlendis, en hugur hans stóð til náms í verkfræði, og hóf hann því nám í verkfræðideild Háskóla íslands haustið 1946 og lauk fyrri hluta verkfræðináms árið 1949. Fór hann þá til Kaupmannahafnar og lauk prófi í byggingarverkfræði árið 1953. Þegar hann kom heim hóf hann störf hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens og vann þar til 1960. Hann stofnsetti eigin verk- fræðistofu 1962 og rak hana til dauðadags. Guðmundur giftist systur minni Margréti R. Tómasdóttur 1954 og eignuðust þau 5 börn. Þau eru Már f. 1954, Svava Sig- ríður f. 1955, Snorri f. 1960, Magnús Tumi f. 1961 og Elísabet Vala f. 1963. Barnabörnin eru fjögur. Áttu þau hjónin miklu barnaláni að fagna því börn þeirra eru öll mikið mannkosta- fólk. Ekki minnist ég þess nákvæm- lega hvenær fundum okkar Guð- mundar bar fyrst saman, en það er enn ljóslifandi fyrir mér er ég heimsótti hann í Kaupmanna- höfn þegar ég var við nám í Osló og átti með honum þar eftir- minnilegar stundir. Það sem leiddi okkur fyrst saman var sam- eiginlegur áhugi okkar á pólitík en við vorum báðir sósíalistar og höfðum margt að spjalla um. Guðmundur var víðlesinn maður og fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í íslenskum stjórnmalum, sérstaklega hrær- ingum á vinstri væng. Hann var því mjög veitandi þegar talað var um stjórnmál, en umræður þess- ar breyttust talsvert með árunum bæði breyttumst við og stjórnmálin. Guðmundur var í miðstjórn Sósíalistaflokksins 1962-1964 og formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík 1978- 1980. Þar að auki átti hann sæti í ýmsum ráðum og stjórnum á veg- um Alþýðubandalagsins. Hann hafði mikinn almennan félags- legan áhuga, t.d. var hann for- maður íslenska stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn veturinn 1951- 1952. Þó Guðmundur hafi hugsað mikið um alvarlegri hliðar tilver- unnar kunni hann vel að skemmta sér og öðrum og slá á létta strengi á góðri stund. Þegar Guðmundur varð mágur minn kynntist ég nýjum hliðum á hon- um og var hann ekki aðeins mágur, hann var einnig hollráður og hjálpsamur vinur. Hann var mikill fjölskyldumaður og hafði gott lag á börnum. Guðmundur tók af lífi og sál þátt í félagslífi stórfjölskyldunnar. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Ég kynntist honum sem áhuga- sömum ferðamanni í fjölskyldu- ferðalögum sem við fórum í með- an börnin voru yngri. Ferðalög Guðmundar voru ekki endilega til hefðbundinna ferðastaða, og á seinustu árum fóru þau hjónin til jafn ólíkra staða eins og Norður- Noregs, Færeyja og Equador. Guðmundur undirbjó sínar ferðir vel með því að lesa um þá staði sem hann ætlaði til og jafnvel með því að læra mál þeirra þjóða sem hann sótti heim. Sumarið 1984 heimsóttu Guðmundur og Margrét Færeyjar, eyddum við hjónin sumarfríinu hjá teng- dafjölskyldu minni og áttum við þar saman ánægjulegar stundir. Árið 1982 tóku Guðmundur og Margrét skiptinema frá Equador, Söndru, sem dvaldi hjá þeim í eitt ár. Þau tóku henni sem eigin dóttur og sem dæmi má nefna að þau létu sig ekki muna um að fara með hana í ferðalag um Evrópu áður en hún hélt aftur til Equa- dor. Þegar Sandra giftist árið 1985, var þeim hjónum boðið til Equador í brúðkaupið og þáðu þau það boð. Gaman var að heyra Guðmund segja frá þessu ferðalagi, gestrisni fólksins og hvernig þeim var tekið sem fóst- urforeldrum Söndru. Þau hjónin ferðuðust einnig til Galapagos eyjanna að skoða hið sérstæða dýralíf sem þar þrífst og sagt er að hafi opnað augu Darwins fyrir þróunarkenningunni. Á þessu má sjá að Guðmundi var ekki nóg að lesa um hlutina heldur vildi hann einnig upplifa þá. Okkur sem stóðum Guðmundi nærri, finnst vera höggvið stórt skarð í fjölskylduna, en sárastur er þó söknuður þeirra sem stóðu honum næst, konunnar, barn- anna og aldraðrar móður. Við fjölskyldan vottum þeim öllum okkar innilegustu samúð. Jens Tómasson Fyrir enda síðari heimsstyrj- aldarinnar sá sumarið 1944, og hér á landi var vor í lofti. Lýð- veldi var stofnað, og nýsköpunar- stjórn mynduð um síðir upp úr kosningasigri Sósíalistaflokksins 1942. Snemma það sumar réð ég mig til vinnu í næsta nágrenni borgarinnar ásamt Högna ís- leifssyni, sem þá var við tónlistar- nám. Kynntumst við þá Guð- mundi Magnússyni og Ólafi Jenssyni. Guðmundur hafði um veturinn verið í 4. bekk stærð- fræðideildar Menntaskólans á Akureyri og Ólafur las utan skóla undir stúdentspróf (og sletti lat- ínu í tíma og ótíma). Fátt mann- legt var okkur óviðkomandi, en einkum ræddum við gang styrj- aldarinnar og orsakir, spillta þjóðfélagshætti að okkar áliti. Um haustið settust Guðmundur og Ólafur í 5. bekk Mennta- skólans í Reykjavík, en Högni hvarf frá tónlistarnámi og hóf að lesa undir stúdentspróf. í tveimur efstu bekkjum Menntaskólans í Reykjavík kynntist ég vel frábærum náms- gáfum Guðmundar Magnús- sonar, en hann varð efstur okkar á stúdentsprófi vorið 1946, og var þá mjög leikinn í reikningslist. Framkvæmdahugur mótaði þá hugi ungra manna, og hugðumst við báðir leggja stund á verk- fræði. Mér snerist hugur, en Guðmundur lauk fyrri hluta verkfræðináms við Háskóla ís- lands 1949, og síðar prófi í bygg- ingarverkfræði í Kaupmanna- höfn 1953. Þeim, sem þekktu hann best var samt ekki grunlaust um, að hann kynni að hafa notið sín enn betur í námi í eðlisfræði, efnafræði eða stærðfræði. í félag ungra sósíalista í Reykjavík, ÆFR, gekk Guð- mundur Magnússon veturinn 1944-1945 og varð einn burðarása þess um hálfan annan áratug, en úr því fékk Sósíalistaflokkurinn og síðan Alþýðubandalagið margan ötulan liðsmann. Þegar á unga aldri fór Guðmundur að leggja sitt af mörkum til þeirra lýðræðislegu stjórnarhátta, sem eru meginárangur alþýðubarátt- unnar, og þeim upptekna hætti hélt hann til dauðadags. Var hann formaður félagsins í Reykjavík 1953-54 og lands- sambanddins 1958-1960. Að loknu námi vann Guð- mundur Magnússon á Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen til 1960, en frá 1962 rak hann eigin verkfræðistofu. Að auki gegndi hann mörgum nefndarstörfum á vegum Alþýðubandalagsins, en slík störf létu honum mög vel. Hann var í umferðarnefnd Reykjavíkur 1964-1979, vara- maður í stjórn Landsvirkjunar í mörg ár frá 1971, stjórnarfor- maður Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins 1974-1978. varamaður í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar nokkur ár frá 1978, í nefnd iðnaðarráðuneytis- ins um hagnýtar hafbotnsrann- sóknir frá 1980, svo að taldar séu nokkrar hinar helstu. Þá var hann formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1979-1980. Guðmundur Magnússon var ljúfmenni, glaðvær, kíminn og ræðinn. Frásagnargleði og ná- kvæmni var honum gefin. Á vin- áttu okkar var ekki lát, frá því að kynni okkar hófust. Frá þeim minnist ég margra góða stunda og margs með þakkarhug. Reykjavík, 29. apríl 1987 Haraldur Jóhannsson Kveðja frá barnabörnum. Það er skrítið að hugsa til þess að afi skuli vera dáinn. Með afa Guðmundi áttum við margar skemmtilegar stundir. Þær stund- ir sem við gistum hjá afa og ömmu verða okkur ógleyman- legar. Alltaf var hann afi tilbúinn til að lesa allar bækurnar sem við komum með, þó það tæki allt kvöldið, og hann sagði okkur mikið af ævintýrum. Já, hann var skemmtilegur hann afi. En nú er hann farinn, farinn í ferðina miklu, sem eng- inn snýr aftur úr. Við viljum þakka honum fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, sem voru alltof fáar, en dýrmæt- ar. Við vitum að góður guð tekur vel á móti góðum manni, eins og afi var. Magga og Daði Þegar tveir vetur voru eftir til stúdentsprófs kom Guðmundur Magnússon í bekkinn minn. Þetta var 5. bekkur stærðfræði- deildar í Menntaskólanum í Þriðjudagur 28. aprtl 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.