Þjóðviljinn - 28.04.1987, Síða 12
ERLENDAR FRETTIR
Heims um ból
Móbnæli gegn
kjamorkuverum
Á sunnudag var eitt ár liðið frá kjarnorkuslysinu í
Tjernóbíl. Víða var efnt til mótmœla af því tilefni
Tugir þúsunda kjarnorkuand-
stæðinga efndu til mótmæla-
aðgerða vitt og breitt um heiminn
á sunnudag til að minnast þess að
þá var eitt ár liðið frá slysinu
hörmulega í kjarnorkuverinu í
Tjernóbýl í Sovétríkjunum. Þá
biðu að minnsta kosti þrjátíu
manns bana og geislavirk efni
bárust vfða um austur- mið- og
norðlæga Evrópu og ollu miklu
tjóni sem menn rekur minni til.
í Svíþjóð safnaðist mikill
mannfjöldi saman við kjarnorku-
verið í Barseback, sett var á svið
„jarðarför mannkynsins“ og til
átaka kom milli nokkurra andófs-
manna og lögregluþjóna er þeir
fyrrnefndu reyndu að príla yfir
girðingu sem umlykur verið.
Á Italíu höfðu verkalýðsfélög
og vinstriflokkar, þar á meðal
Kommúnistaflokkurinn, frum-
kvæði að aðgerðum við kjarna-
verið í Caorso. Um fimmtíu þús-
und manns tóku höndum saman,
umkringdu verið og sungu barátt-
usöngva.
í Bæjaralandi í Vestur-
Þýskalandi komu mörg þúsund
manns saman við þorpið Wack-
ersdorf þar sem í smíðum er stöð
til endurvinnslu kjamaúrgangs
og svipaður mannsöfnuður
krafðist lokunar kjarnavers við
franska þorpið Thionville sem er
við landamærin að Lúxemborg.
í Hollandi flykktust mótmæl-
endur til Borssele kjarnorkuvers-
ins og í Japan var farið í kröfu-
göngur í fjölda borga. í Hiros-
hima minntust íbúamir ekki síður
skelfilegra afleiðinga kjarnorku-
vopna en slysahættu við kjarn-
orkuver. Þar var allt rafmagn
tekið af í tíu mínútur.
í Lundúnum gengu tugir þús-
unda um miðbæinn og félagar í
hjálparsveitum og kjarnorku-
andstæðingar lögðu blómsveiga
við innganginn í breska þinghús-
ið.
í Moskvu dreifðu fjórir ein-
staklingar bæklingum til vegfar-
enda steinsnar frá múrum Kreml-
ar. í plagginu var þess krafist að
öryggi við kjarnorkuver yrði
aukið til muna og séð til þess að
hörmungar í líkingu við slysið í
Tjemóbýl gætu ekki átt sér stað
að nýju.
-ks.
Útför eiginmanns míns, sonar míns, föðurokkar, tengdaföð-.
ur og afa
Guðmundar Magnússonar
Verkfræðings
Kleppsvegi 84
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. apríl kl. 15.00
Margrét Tómasdóttir
Slgríður Daníelsdóttir
Már Guðmundsson
Svava Sigr. Guðmundsdóttir Pétur Tyrfingsson
Snorrl Guðmundsson Inglbjörg Geirsdóttir
Magnús Tumi Guðmundsson Anna Guðrún Lfndal
Elísabet Vala Guðmundsdóttir
og barnabörn
Systir mín,
Guðrún Oddsdóttir
Bræðraborgarstíg 53
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 29. apríl kl. 15.00.
Slgríður Benediktsson
og aðstandendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför föðursystur okkar
Ingunnar I. Guðjonsdottur
Bjami Magnússon
Andrés I. Magnússon
Sverrir Þ. Magnússon
Alúðarþakkir færum við öllum þeim er veittu okkur aðstoðpg
kærleiksþel vegna fráfalls og útfarar
Jóns Sigurðssonar
trésmiðs fró Hópi.
Hjúkrunarfólki á B-deild Borgarspítalans þökkum við frá-
bæra umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda
Guðríður Elnarsdóttir
Jose Sarney, forseti Brasilíu, og ein-
kennisklæddir undirsátar í bakgrunni.
Reka þeir rýting í bak hans?
Dátar níðast á almenningi. T rauðla eru þeir sestir i helgan stein fyrir fullt og allt.
Rómanska-A meríka
Lýðræði á brauðfótum
Veikburða lýðrœðisstjórnum stafar ógn afherforingjum sem kynnu að rífa völdin
í sínar hendur og nota sem átyllu ólgu vegna afleits efnahagsástands
Aundanförnum vikum og mán-
uðum hafa herforingjar í
þrem ríkjum Rómönsku-
Ameríku minnt lýðræðiskjörna
ráðamenn eftirminnilega á að
þótt herinn fari ekki með völdin
sem stendur þá hefur hann fjarri
því hætt afskiptum af
stjórnmálum og sú stund kynni að
renna upp að hann rifi öll völd í
sínar hendur.
Eigi alls fyrir löngu tóku víga-
menn úr flugher Ekvador forseta
landsins höndum, héldu skamm-
byssuhlaupi að höfði honum og
kröfðust þess að félagar þeirra
sem sátu í dýflissum vegna bylt-
ingartilraunar yrðu látnir lausir.
Það var orðið við kröfu þeirra.
í Uruguay gera herforingjar
því skóna að þeir muni skella
skollaeyrum við öllum kröfum
um að þeir axli ábyrgð fyrir borg-
aralegum dómstólum á hryðju-
verkum sem þeir frömdu á vald-
skeiði kollega sinna. Felmtri
slegin ríkisstjórn landsins treður í
gegnum þingið frumvarpi um
uppgjöf saka þótt slík tillaga hafa
verið kolfelld í tvígang áður á
þessari sömu löggjafarsam-
kundu.
Um páskahelgina gera land-
gönguliðar í tveim herbækistöðv-
um í Argentínu uppreisn, krefj-
ast þess að „skítugum herforingj-
um“ verði gefnar upp sakir og að
yfirstjóm hersins verði sparkað.
Uppþotin voru skammvinn en yf-
irstjórn hersins var gert að segja
af sér!
Þessir atburðir eru alvarleg
áminning ráðamönnum og al-
þýðu þeirra ríkja Rómönsku-
Ameríku þar sem lýðræði hefur
verið endurreist á undanförnum
árum. Herir ríkjanna kunna að
verða að afsala sér völdum en
þeir sitja ætíð á svikráðum við
borgaralegar stjórnir, einkum ef
þær gera sig líklegar til að bæta
hag berfætlinganna.
Láti þær hinsvegar allt reka á
reiðanum eða ráði þær ekki við
efnahagsvanda þá afla þær sér
óvinsælda almennings einsog
dæmin sanna og þá kemur herinn
enn til skjalanna, í þeim tilfellum
til að „forða þjóðinni frá upp-
lausn.“
Þær iýðræðislega kjörnu
stjórnir sem nú sitja við stjórnvö-
Unn í álfunni eru því milli tveggja
elda, öðru megin stendur vopna-
sveit grá fyrir járnum og hinum
meginn er almenningur sem
krefst bættra kjara á sama tíma
og efnahagsástandið er afleitt“.
Gott dæmi um þetta er Brasil-
ía. Þar hafði herinn haldið um
stjórnartaumana í tuttugu ár þeg-
ar aftur var snúið á braut lýðræð-
islegra stjórnarhátta árið 1985.
Núverandi forseti, Jose Sarney,
vann glæsilegan sigur í kosning-
um og ekki dró það úr vinsældum
hans er hann gerði heyrinkunn-
ugt að hann hygðist ráða niður-
lögum gífurlegs efnahagsvanda
með róttækum aðgerðum.
Efnahagsáætlunin fór út um
þúfur, verðbólga geystist fram úr
öllu valdi og skuldir ríkisins nema
nú á annað hundrað miljarði
bandaríkjadala. Verkföll og mót-
mælaaðgerðir færast mjög í vöxt
og vinsældir Sarneys meðal al-
þýðunnar hafa gufað upp sem
dögg fyrir sólu.
Stjórnmálaskýrendur segja að
enn sjáist þess fá merki að herinn
hugsi sér til hreyfings en engum
blandist hugur um að verði ekki
lát á ólgunni í landinu þá kynni
svo að fara að Sarney yrði steypt
af stóli. _ks.
16 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 28. aprll 1987