Þjóðviljinn - 28.04.1987, Side 15
Alit flokksfoimanna
Alþýðuflokkurinn
Vil endurmat á
samskiptum
smáflokkanna
Jón Baldvin Hannibals-
son: Bœttsamskipti við
Alþýðubandalagið for-
senda öflugs jafnaðar-
mannaflokks
„Við jafnaðarmenn þykjumst
mega alí vel við una. Alþýðufl-
okkurinn var sá eini hinna hefð-
bundnu fjögurra flokka sem bætti
hlut sinn verulega. Við horfum
björtum augum til framtíðarinn-
ar,„ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson formaður Alþýðuflok-
ksins m.a. um kosningaúrslitin.
„Þessar kosningar eiga að gefa
smáflokkum tilefni til þess að
endurmeta sín samskipti. Það er
yfirlýst markmið okkar að vinna
að uppbyggingu öflugs jafnaðar-
mannaflokks og það er augljóst
að það gerist ekki nema með
samstarfi við ýmsa þá sem styðja
Alþýðubandalagið og ég vona að
okkur takist að halda þannig á
málum að samskipti okkar fari
batnandi." Aðspurður um hvort
það þýddi að Alþýðuflokkurinn
myndi vilja fara í stjórnarmynd-
unarviðræður með Alþýbanda-
laginu sagði Jón Baldvin að það
væri vel inní myndinni og hann
hefði þegar rætt við formann Al-
þýðubandalagsins Svavar Gests-
son. Hins vegar væri rétt, £ ljósi
kosningaúrslitanna, að kanna
fyrst stjórnarmyndun Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Kvenna-
lista. K.Ói.
S iálfstœðisflokkurinn
Mikið
áfall
Porsteinn Pálsson:
Höfðum vœnst að það
yrði minna en raun varð á
„Við lítum á úrslitin sem býsna
mikið áfall fyrir okkur Sjálfstæð-
ismenn. Við gerðum okkur
auðvitað grein fyrir því að eftir
klofning flokksins yrði það
eitthvað, en við höfðum hins veg-
ar vænst þess að það yrði minna
en raun varð á,„ sagði Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins um úrslitin.
Aðspurður um hvort í kjölfarið
fylgdi afsögn hans sem formaður
sagði Þorsteinn að hann myndi
ekki segja af sér á meðan hann
nyti trausts til þess að vera for-
maður
Þá sagði Þorsteinn að fram-
undan væri erfið stjórnarmyndun
og að Sjálfstæðisflokkurinn úti-
lokaði enga möguleika í þeim
efnum. -K.Ól.
Framsóknar
flokkurinn
Ánægður
með úrslitin
Steingrímur Hermanns-
son: „Égfékk meiri
stuðning en ég þorði að
vona
Ég er eftir atvikum ánægður
með úrslitin. Það er vel að staðið
að halda sínum hundraðshluta
þegar hafðir eru í huga þeir fjöl-
mörgu nýju flokkar sem taka at-
kvæði frá öllu hinum. Ég er líka
sérstaklega ánægður með útkom-
una hjá mér, sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
um úrslitin.
Aðspurður um hvort Fram-
sóknarflokkurinn hafi tekið þátt í
þeim stjórnarmyndunarþreiy-
fingum sem nú þegar eru farnar
af stað sagði Steingrímur að hann
hafi lítillega rætt málin við menn,
en það hafi ekki verið stjórnar-
myndunarviðræður. Fyrst ætli
hann að biðjast lausnar og bíða
eftir að umboð forseta liggi fyrir.
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé
rétt að fara hægt í sakirnar í þess-
um málum. Það á ekki að mynda
stjórn í óðagoti heldur að vinna
að góðum málefnasamningi.
sagði Steingrímur. Loks sagði
hann að úrslit kosninganna væru
stuðningur við það að flokkur
hans héldi áfram í stjórn og að
Framsóknarflokkurinn væri til-
búinn til þess að ræða þátttöku í
ríkisstjórn. -K.Ól.
Samtök um Kvenna-
lista
Félagshyggju-
flokkarnir
okkur næstir
Kristín Halldórsdóttir:
Útilokum samt enga
möguleika
„Úrslitin eru okkur að sjálf-
sögðu mikið gleðiefni og við finn-
um vitaskuld til þeirrar ábyrgðar
sem þau hafa í för með sér. En ég
vil leggja áherslu á það að þessi
úrslit eru afskaplega skýr og skil-
merkileg skilaboð til þeirra sem
ráða og koma til með að ráða, að
þeir geti ekki vikið sér lengur
undan því að bæta kjör kvenna í
þjóðfélaginu og annarra sem
minna mega sín,„ sagði Kristín
Halldórsdóttir sem var í fyrsta
sæti Kvennalistans í Reykjanes-
kjördæmi.
„Af okkar hálfu var stærsti
kosningasigurinn unninn áður en
kosningadagurinn rann upp.
Hann var fólgin í því að geta rek-
ið málefnalega, heiðarlega og
einlæga kosningabaráttu. Eg dá-
ist sérstaklega af þeim konum
sem að báru þessa stefnu fram úti
á landi og ekki síst þeim sem
komu inn í baráttuna á síðustu
stundu. Þrátt fyrir takmarkaðan
tíma þá virtust þær hafa átt ákaf-
lega létt með að ná til fólksins,“
sagði Kristín.
Um hvort leitað hafi verið til
Kvennalistans í þeim óformlegu
viðræðum sem nú eru hafnar um
stjórnarmyndun, sagði Kristín að
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins hefði
beðið um viðræður við Kvenna-
listakonur og fóru þær fram í gær.
„Frá okkar sjónarmiði er ekkert í
þessum viðræðum sem hægt er að
túlka sem undirbúning að stjórn-
armyndunarviðræðum. Þar til
umboð frá forseta íslands liggur
fyrir erum við ekki virkir þátttak-
endur í stjórnarmyndunarvið-
ræðum,“ sagði Kristín. Þá sagði
Kristín að Kvennalistakonur
væru ekki búnar að útiloka neina
möguleika hvað stjórnarmynd-
unarmöguleika varðaði. „Mér
þykir að vísu líklegast að þeir
flokkar sem kenna sig við félags-
hyggju geti best borið fram okkar
mál með okkur. -K.Ól.
Borgaraflokkurinn
Mikið afrek
hjá Þorsteini
Albert Guðmundsson:
Þarflíka sterka stjórnar-
andstöðu eins og sterka
stjórn
,,-Ég er afskaplega ánægður með
þessa útkomu. Þetta er heldur
meira en ég átti von á en ég vissi
að hún yrði góð,„ sagði Albert
Guðmundsson um úrslit kosning-
anna.
,,-Þegar Þorsteinn rak mig úr
Sjálfstæðisflokknum varð vakn-
ing meðal fólksins sem gerði það
kleift að bjóða alls staðar fram.
Slíkt gerist ekki nema réttlætis-
kennd fólks sé misboðið. Fylgis-
tap Sjálfstæðisflokksins er meira
en ég átti von á og það er fyrst og
fremst framkoma formannsins
sem er orsök þessa. Hann er bú-
inn að afreka að kljúfa flokkinn,
hrista af honum fylgið og fella
ríkisstjórnina. Það er ekki lítið
afrek.
Ég á ekki von á því að byrja
stjórnarmyndunarviðræður þrátt
fýrir þennan góða árangur. Við
munum ekki láta okkar eftir
liggja í þeim efnum og það er
ekkert lögmál að menn þurfi að
hafa flokksskírteini í Sjálfstæðis-
flokknum til að komast í ríkis-
stjórn. Ég hef ekki hugsað enn
um neina óskastjórn og ekki
heldur gert upp minn hug til þess
hvort við eigum að stefna að
stjórnarþátttöku eða ekki. Það
þarf líka að vera til sterk stjórnar-
andstaða eins og sterk stjórn,
sagði Albert Guðmundsson.,,
Þriðjudagur 28. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboð-
um í steyptar gangstéttir, gerð stíga og ræktun
Víðsvegar í Reykjavík.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 5 þúsund kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 6. maí kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
W REYKJAVIKURBORG
Starfsmaður óskast í fullt starf við Áfangastaðinn
Amtmannsstíg 5A, sem er heimili fyrir konur sem
hafa farið í áfengismeðferð.
Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg há-
skólamenntun áskilin eða reynsla á sviði áfeng-
ismeðferðar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
26945, f.h. virka daga.
Umsóknarfrestur er til 18. maí n.k.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
PIÚÐVUJINN
4? 68 13 33
Tíminn
0 68 18 66
0 68 63 00
Blaðbera
vantar
víðsvegar
um borgina
Blaðburður er
Hafðu samband við okkur
Síðumúla 6
þJÓÐVIUINN
Áskriftarsími (91)68 13 33
Vinningstölurnar 25. apríl 1987.
Heildarvinningsupphæ&: 4.396.408.-
1. vinningur var kr. 2.200.508,-
Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur.
2. vinningur var kr. 658.952,- og skiptist hann á 164 vinnings-
hafa, kr. 4.018,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.536.948,- og skiptist á 6099 vinningshafa,
sem fá 252 krónur hver.