Þjóðviljinn - 28.04.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þiömnuiNN Priðjudagur 28. apríl 1987 95. tölublað 52. árgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Þýskalandsmarkaður Hrunið á ábyrgð útgerðar Hundruð tonna af úrvals fiski ígúanó og á spottprís. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands: Stórfelld kjaraskerðing fyrir sjómenn. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá L.í. Ú. : Grátlegt að horfa upp áþetta. Vorum búnir að vara menn við. Atli Freyr Gunnarsson í viðskiptaráðuneytinu: Ómögulegt fyrir ráðuneytið að spá í markaðinn etta er með ólfldndum og við hljótum að hugsa okkar gang ef svona lagað kemur upp ítrekað að menn séu að flytja út flsk og láta skipin sigla og fá svo ekkert fyrir aflann. Því þetta er stórfelld kjarskerðing fyrir sjómenn, segir Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands. í vikunni varð stórfellt verðfall á físki á Þýskalandsmarkaði með þeim afleiðingum að hundruð tonna af fiski frá íslandi fór í gú- anó og annað á spottprís. Á sama tíma er slegist um fiskinn til verk- unar úti um allt land og boðið í hann 20%-30% hærra verð en opinbert verð segir til um. „Það er enginn möguleiki fyrir ráðuneytið að spá í verðlag á Þýskalandsmarkaði né öðrum mörkuðum sem fiskur héðan er seldur á. Það koma alltaf upp sveiflur annað slagið en þær standa sem betur fer stutt yfir, en það er að sjálfsögðu mjög slæmt þegar svona verðfall verður og gott hráefni fer fyrir ekki neitt,“ segir Atli Freyr Gunnarsson í við- skiptaráðuneytinu. I þessu tilviki sem hér um ræðir, sendu menn miklu meira út en þeim var ráðlagt. „Við vor- um búnir að vara menn við, en það hefur ekki dugað í þetta sinn. En það er grátlegt að horfa upp á þetta gerast eftir að mönnum var ljóst hvert stefndi með verðlag á markaðnum,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, hjá Landssamb- andi íslenskra útvegsmanna. „Ábyrgðin er alfarið í höndum útgerðaraðila því að það eru þeir sem ákveða físksölur erlendis og ef þeir eru ekki starfi sínu vaxnir betur sen svo, eins og dæmin sanna, verður að taka þessi mál öll til athugunar. Svona ævintýra- mennska skaðar ekki bara sjó- menn heldur allt þjóðarbúið. Fiskurinn í sjónum er ekki ótak- mörkuð auðlind og það verða menn að hafa í huga áður en þeir ákveða sölur á mörkuðum þar sem hætta er á verðhruni. Þetta háttalag gengur ekki til lengdar," sagði Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands. grh. Vertíðin Dauður sjór fyrir sunnan Ólafsvík: Vertíðin hefur verið sœmileg, áköflum Sandgerði: Fremur léleg. Vantar hrygningarfisk. Þorlákshöfn: Dauðursjór. Menn veltaþvífyrirsér hvort halda eigi áfram fram að lokadegi Það skiptist alveg í tvö horn eftir því hvar borið er niður á ströndinni, hvernig hljóðið er í mönnum i sambandi við yfir- standandi vertíð: í Ólafsvík er vertíðin búin að vera sæmileg og fiskurinn góður sem veiðst hefur. Að sögn Hjör- leifs Sigurðssonar, á hafnarvigt- inni, hafa bátarnir verið að leggja netin alveg upp við land, nánast uppí fjöruborði. Stærri bátarnir væru margir hverjir farnir að út- búa sig á rækju en minni bátarnir halda áfram veiðum út vertíðina, en hefðbundin lokadagur er 11. maí en að undanförnu hafa menn miðað við seinni lokadaginn sem er 15. maí. í Sandgerði er vertíðin búin að vera fremur léleg. Að sögn Þór- halls Gíslasonar á hafnarvigtinni var gott á línu í byrjun vertíðar en dapurt í net og í troll. Apríl með eindæmum lélegur. Ekki kvaðst Þórhallur vera með skýringar á þessu aflaleysi en þó væri það al- veg á hreinu að hrygningarfískinn vantaði alveg. „Það er spurning hvort það sé ekki bara búið að drepa hann áður en hann kemst á hin hefðbundnu vertíðarsvæði", sagði Þórhallur. „Það vantar alveg fiskinn. Hér er dauður sjór,“ segir Ásgeir Ben- ediktsson, á hafnarvigtinni í Þor- lákshöfn. Sagði hann aprílmánuð hafa verið alveg sérstakan í afla- leysi. Göngufiskinn vantaði al- veg. „Menn hér velta því fyrir sér hvort þeir eigi að hanga í þessu fram að lokadegi eða hætta áður. Það er ekki kvikindi að hafa upp úr sjó og er þetta alveg með ein- dæmum“, sagði Ásgeir. grh. Pótur Ásbjörnsson félagi í Hjálparsveit skáta I Reykjavík fyrir framan heimkynni sín á þaki Laugardalshallarinnar. í gær var hann búinn að vera rúma 150 tíma upp á þakinu og var hann þá hálfnaður því ætlunin er að hann verði þar í 300 tíma samfellt. Tilgangurinn með veru Péturs þarna uppi er að safna peningum til styrktar Krýsuvíkursamtökunum sem eru að setja á fót meðferðarheimili handa ungum fíkniefnaneytendum á aldrinum 14-20 ára. Tekur Pétur á móti áheitum í síma 91-687115. Krýsuvíkursamtökin Nýstárleg aðferð til fjáröflunar Pétur Ásbjörnsson úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík: Búinn að vera í tjaldi á þaki Laugardalshallar í 150 tíma og er hálfnaður. Gengið illa að safna áheitum. Kosningarnar hafa settsinn svip áþetta og einnig höfum við ekki að var ákveðið að ég skyldi dvelja hérna uppi á þaki Laugardalshallarinnar í tjaldi í 300 tíma og í gær klukkan þrjú var ég hálfnaður með þann tíma, segir Pétur Ásbjörnsson í Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík. Tilganginn með veru sinni upp á þaki Laugardalshallarinnar sagði Pétur vera þann að safna áheitum handa Krýsuvíkursam- tökunum í viðleitni þeirra til að setja á stofn meðferðarheimili handa ungum fíkniefnaneytend- um á aldrinum 14-20 ára. „Stefnan var sett á miljón krónur en það sem af er þá hafa aðeins verið gefín áheit fyrir 40 þúsundum króna, svo það er næsta víst að sú áætlun stenst ekki. Það hefur gengið illa að hringja í fyrirtæki og vafalaust hafa kosningamar sett sinn svip í dæmið. Einnig má halda því fram auglýst nægilega mikið að við höfum ekki auglýst þetta óður um að úr myndi rætast áður framtak nægilega mikið,“ sagði en yfir lyki. Þeir sem vilja hafa Pétur og var þrátt fyrir allt vong- samband við Pétur og styrkja Aflaleysið Mjög lélegir argangar JakobJakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Lítill vertíðarafli vegna lélegra árganga 1977-1982. Mikið af smáþorski í afla togara Það hvað vertíðaraflinn hefur verið litill er því fyrst og fremst að kenna að árgangarnir frá 1977-1982 voru lélegir í klaki jafnframt því sem mjög hart hef- ur verið sótt í þá, segir Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrann- sóknar stofnunarinnar. Sagði Jakob að lítið væri af vertíðarfiski í stofninum og upp- istaða væri 3-4 ára fiskur sem tog- ararnir veiddu áður en hann kæmist á hefðbundin vertíðar- svæði. Hjá þeim byggðist veiðin á smáþorski, annað væri ekki að hafa. Til dæmis hefði Hafrann- sókn, það sem af væri árinu, þurft að beita skyndilokunum 49 sinn- um, sem væri algjört met á ekki lengri tíma. „Okkur er fyrirmunað að skilja það, nú þegar við íslendingar höfum verið einráðir á fiskimið- um okkar í ellefu ár, að ekki skúli vera staðið betur að nýtingu þorskstofnsins, í samræmi við til- lögur okkar. Aftur á móti hefur það verið gert hvað varðar bæði sfld og humarveiðar. En vonandi rennur það fljótlega upp fyrir ráðamönnum okkar að það verð- ur að nýta þorskstofnana betur og þá í samræmi við þær rann- sóknir sem við gerum," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar. grh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.