Þjóðviljinn - 26.05.1987, Page 5
Einstakl ingsframtakið og sam-
vinnugeirinn í Sovétríkjunum
Hvað er til í dag? Sovéskir neytendur svipast um í GÚM við Rauðatorg.
Því miður hefur þýðing vinnu
og þjónustu einstaklingsins
verið vanmetin um langa hríð.
Við vonum að neysluvöru-
framleiðsla muni taka vel við
séránæstunni. Enviðvitum
að einstaklingar bjóða líka
fram ýmsa vöru og þjónustu
og við þurfum að koma því
svo fyrir að þetta nýtist samfé-
laginu án þess að farið sé á
bak við lögin. Því setjum við
lög um vinnu og framtak ein-
staklinga og samvinnuhópa,
-ekki sísttil aðfullnægja
ýmsum sérstökum kröfum og
smekk manna, sem engin
áætlun getur tekið tillit til. Lífið
sjálft hefur sýnt fram á það, að
frumkvæði einstaklingsins er
eina svarið í þessum málum.
Það er sveigjanlegra og
skjótaratil viðbragða þegar
eftispurn og smekkur breytist.
Og auk þess getur slíkt ein-
staklingsframtak eða sam-
vinnuframtak með nýju sniði
haft jákvæð áhrif á hina
þjóðnýttu framleiðslu..
Það sem hér að ofan var saman
dregið er kjarni máls úr grein um
„Einstakling og samfélag“ sem
nýlega birtist í sovésku tímariti.
Ríkið og ég
En eins og menn vita, þá merk-
ir perestrojka, breytingatími
Gorbatsjofs, meðal annars það,
að horfið er frá þeirri allsherjar-
trú á miðstýringu, áætlun og
þjóðnýtingu, sem lengst af hefur
einkennt sovéskt enfahagslíf.
Með þeim afleiðingum að neyslu-
vara í því landi hefur einatt verið
fátækleg og í besta falli hermt
eftir því mynstri sem þegar hafði
verið skapað vestur í kapítalism-
anum. Og þjónusta ýmisleg hefur
verið í skötulíki. Eða eins og er-
lendur gestur kemst að orði eftir
að hafa svipast um í verslunum í
Moskvu : það er engu líkara en að
afgreiðslufólkið muni þá fyrst líta
glaðan dag þegar viðskiptavinir
hafa allir verið frystir úti með
ísköldu viðmóti.. Eins og fyrri
daginn verða menn að hafa það í
huga, að ekkert er spánýtt undir
sólinni. Sovéskir þegnar hafa alla
sina sögu leitað á markaðinn, þar
sem samyrkjumenn seldu afurðir
sinna einkaskika, til að bæta sér í
munni og fá þann mat sem ríkis-
búðirnar höfðu ekki á boðstólum
- og greiddu þá fyrir allt annað og
hærra verð en það sem gilti í hin-
um vörusnauðu ríkisbúðum. Þar
fyrir utan hafa hagleiksmenn ým-
iss konar, iðnaðarmenn, við-
gerðamenn af öllu tagi, vitanlega
verið á flakki um sovéskar íbúðir
og gert við krana, sjónvörp og
kæliskápa. Þegar það er núna
boðað að einn veigamikill þáttur í
perestrojka sé að setja lög um
„starf einstaklingsins" þá er m.a
um að ræða viðurkenningu á því
sem að ofan segir. Og viðleitni til
að gera það einstaklingsaframtak
löglegt, sem áður gat orðið tugt-
hússök. Og innheimta af því skatt
í leiðinni.
Hvers kyns samvinna?
Best að taka það strax fram, að
Sovétmenn eru afar varfærnir í
þessum einstaklingsframtaks-
málum. í raun og veru vildu þeir
heldur tala um samvinnurekstur
með frjálslegra sniði en verið hef-
ur. Ég hefi heyrt og séð umræðu
Moskvu-
dagbók
eftirÁrna
Bergmann
nýlega, þar sem því er mjög á loft
haldið, að sjálfur Lenín hafi sett
mikið traust á samvinnurekstur,
sem kenndi mönnum að vinna
saman í réttlæti. En þá fylgir það
með, að þegar Stalín kom á sam-
yrkjubúskap í sveitum með of-
beldi, hafi botninn dottið úr sové-
skri samvinnuhreyfingu og hún
hafi ekki fengið að njóta sín síð-
an. Og þar með hafi svefnþorn
verið stungið veigamiklum þætti í
því þjóðfélagi sem gat orðið til
upp úr rússnesku byltingunni.
Sagan og
samyrkjubúin
Einn útlægan rithöfund heyrði
ég halda því fram að Gorbatsjof
ætlaði að leysa upp samyrkjubú-
in. Ekki er það nú líklegt. En það
er athyglisvert að fylgjast með
því, hvernig frægir menn og lítt
þekktir sameinast nú um að segja
að eitt meginböl Sovétríkjanna
hafi verið að reka smábændur
nauðuga í samyrkubú. Það var
gert með tilvísun til þess að „kúl-
akkar“ eða stórbændur væru að
arðræna hina fátækari bændur í
sveitum landsins og að undir
þann leka þyrfti að setja. En í
umræðunni núna er því einmitt
haldið fram, að stórbændur hafi
raunar alls ekki verið til þegar
Stalín gaf út sína tilskipun um
samyrkjubúin um 1930. Það var
búið að taka landið af stórbænd-
um. Þeir sem kallaðir voru stór-
bændur og síðan sendir í útlegð
sem „stéttaróvinir" voru blátt
áfram dugmeiri smábændur, sem
höfðu látið sér verða meira úr því
landi, sem einmitt sovétstjórnin
hafði úthlutað þeim eftir að stóru
óðulin voru þjóðnýtt, en öðrum
tókst. Ogþegarþeirvoru,áþeirri
forsendu að þeir ættu tvo hesta
eða tvær kýr, lýstir óvinir sósíalis-
mans í bráð og lengd, kannski
gerðir útlægir til Síbiríu eða Kaz-
akstans (og komu ekki aftur) - þá
var mergur sá soginn úr sovésk-
um sveitum sem síðan hefur verið
spurt eftir.
Firringin fræga
Tíkhonof í landbúnaðaraka-
demíunni talar einmitt um þessa
hluti í merku viðtali, þar sem
hann segir m.a. að samyrkju-
hreyfingin sovéska hafi að því
leyti mistekist að hún „firrti “
bóndann bæði tækjum og árangri
starfsins - m.ö.o. tók frá honum
bæði kúna og mjólkina. Og hefðu
menn betur gert að prófa sig
áfram með allskonar möguleika í
samvinnurekstri sem væru
byggðir á þekkingu og þörfum
hvers og eins en ekki á allsherjar-
ótta við að allt það sem ríkisáætl-
unin nær ekki yfir hljóti að
breytast í versta kapítalisma.
Þá hefðu þeir heldur ekki,
segir Tíkhonof, þurft að upplifa
þá niðurlægingu að Rússland,
sem áður flutti út korn, varð öðr-
um háð um þá vöru.
í smáum stíl
En rétt er að taka það fram, að
þegar sovéskir talsmenn ræða
þennan geira umbótaskeiðsins,
þá leggja þeir jafnan áherslu á að
einstaklingsframtakið og sam-
vinnurekstur í smáum stíl - þetta
sé allt örlítill hluti af efnahagslíf-
inu í heild. Sem fyrr sé það „sam-
félagseign" á framleiðslutækjum
sem ráði. Eða eins og Verka-
mannaflokkurinn breski setti á
sína stefnuskrá eftir stríð: við
stefnum ekki að allsherjarþjóð-
nýtingu, en við viljum ná undir
okkur stjórnpöllum efnahagslífs-
ins. Ég bið forláts - þarna á milli
er mikill munur, en vissar hlið-
stæður þó.
Enginn veit
Satt að segja veit enginn enn
hve víðtækt einkafrmatakið og
hið frjálsa framtak samvinnu-
hópa verður. Enginn veit hve
langt verður gengið. Það er vitað,
að verið er að gefa út leyfi fyrir
einstaklinga til þess að t.d. reka
einkabfl sinn sem leigubfl (kostar
560 rúblur á ári), leyfi til að gera
við sjónvarpstæki (410 rúblur), til
að taka að sér saumaskap (310
rúblur) eða vélritun (165 rúblur).
Hugsunin á bak við þetta er ekki
endilega sú að auka þann litla
einkageira sem er, heldur að
viðurkenna hann, og kippa hon-
um út úr lögleysu. Um leið er sagt
sem svo : ríkið gat ekki séð þegn-
um sínum fyrir vissri þjónustu -
síðan var hún keypt á svörtum
markaði fyrir mikið fé. Hún var
svo dýr vegna þess að svarta-
markaðsmenn höfðu einskonar
einokun á þessari þjónustu og
verðlagi á henni. Ef við reynum
að setja alla undir leyfisskatt og
söluskatt, þá munu þegnar lands-
ins búa við bætta þjónustu - um
SJÖUNDA GREIN
þriðjudagur 26. maf 1987 WÓÐVIUINN - SÍÐA 5