Þjóðviljinn - 26.05.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 26.05.1987, Page 6
FLÓAMARKAÐURINN Til sölu sófi, skrifborð og 2 eldhússtólar. Komið og skoðið og gerið tilboð. Upplýsingar í síma 20145. Kisa 3 ára gömul, blíð og góð læða fæst gefins. Hún hefur verið gerð ófrjó. Upplýsingar í síma 20145. Til leigu góð 5 herbergja íbúð frá 7. júní til 15. ágúst. Leigist með húsgögnum. Sanngjörn leiga. Upplýsingar í síma 71880 í kvöld og næstu kvöld. Atvinna óskast 15 ára stúlka óskar eftir atvinnu í júní og júlí. Upplýsingar í síma 79649. Bamavagn til sölu Emmaljunga barnavagn, Ijósgrár, aðeins notaður af einu barni. Verð 10 þús. kr. Upplýsingar í síma 19331 e. kl. 18. Barnapössun Óska eftir stelpu eða strák til að passa 2 ára strák. Nánari upplýs- ingar í síma 29545. íbúð óskast 2ja herb. íbúð óskast til leigu, helst í vestur-, mið- eða austurbæ, þó er staðsetning þessi ekki skilyrði. Fyrirframgreiðsla. Reglusemi, góðri umgengni og öruggum mán- aðargreiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 74147. Wartburg ’80 Til sölu er Wartburg '80 station. Þarfnast viðgerðar og fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 74147. Barnagarðhús Okkur vantar gamalt hús fyrir börn að leika sér í - ódýrt eða gefins - má vera í stærra lagi. Upplýsingar í síma 77393. Sumarbústaður Sumarbústaður í Kjós til sölu. Gott verð. Upplýsingar í síma 43473 eða 42215. Síamskettlingur Til sölu er síamskettlingur (læða) af „Seal point" kyni. Upplýsingar í síma 13462 eftir kl. 18.. Saab '99 árg. ’71 til sölu. Gangfær en þarfnast við- gerðar. Verð 9 þús. kr. Upplýsingar í síma 73803. Garðplöntur til sölu Birki 40-80 cm verð 170-300 kr. ösp 70-100 cm 400-500 kr. Reyni- viður 80-100 cm 200-300 kr. Fjölær dagstjarna sem blómstrar rauðu á 25 kr. stk. o.fl. Upplýsingar í síma 681455. Ertu að skipta um á gólfinu? Mig vantar gefins notað gólftepi - því stærra því betra. Má vera slitið og óhreint ef það er þétt í botninn. Einnig þigg ég með þökkum aflögð leikföng, smá og stór. Hafðu sam- band í síma 97-3010. Kafarabúningur óskast Óska eftir að kaupa blautbúning. Hafið samband við Jón Pál í síma 11204 eða 76243. Nú er tiltektartíminn í skápum og geymslum Við þiggjum með þökkum það sem þið getið ekki notað. Sækjum ef óskað er. Flóamarkaður Sam- bands dýraverndunarfélaga Is- lands Hafnarstræti 17 kjallara. Opið máudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga kl. 14-18. Norsk stúlka 21 árs óskar eftir vinnu á Islandi. Stú- dentspróf og eins árs reynsla á barnaheimili. Margt kemur til greina. Skrifið til Anne Guri Solen, Gamle Kongevei 2, 7600 Levan- ger, Norge. Mótatimbur - uppistöður Óska eftir að kaupa mótatimbur ca 1000 m. Einnig uppistöður. Má vera ónaglhreinsað. Upplýsingar í síma 667098. Langar ykkur til Oslóar? Til leigu er ný tveggja herbergja íbúð með öllum þægindum á 1. hæð í hjarta borgarinnar á tímabil- inu 1. júnf-1. september, til lengri eða skemmri dvalar. Góð verönd, öll heimilistæki. Verð 1300 Nkr. á viku. Upplýsingar í síma 23124 í Reykjavík. Telpureiðhjól Vel með farið Winther 24“ telpu- reiðhjól til sölu. Verð 8 þús. kr. Upp- lýsingar í síma 25793 eftir kl. 19. Píanókennsla Tek að mér pianókennslu yfir sumarmánuðina. Er búsett í mið- bænum. Hafið samband við Elínu í síma 13686. HælHæ! Okkur vantar íbúð til leigu helst í Vesturbænum. Sértu með eina á lausu láttu þá Önnu vita í síma 19567. Til sölu fallegt, plussklætt sófasett 4+2+1 fyrir 5 þús. kr. Einnig vel útlítandi skenkur úr tekki fyrir 2 þús. kr. Upp- lýsingar í síma 76229. Til sölu 3 stk. sumardekk undir Austin mini (eitt á felgu) til sölu. Einnig til sölu sportstýri og stuðarahorn. Upplýs- ingar í síma 54178. Til sölu Subaru station '82 grænn að lit. Bíll í toppstandi. Upplýsingar í síma 54417. Notaðir ofnar óskast sem alldra ódýrastir, af stærðunum 100x60 cm 2 stk. og 50x60 cm 1 stk. Upplýsingar í síma 19055 milli kl. 1 og 5 alla virka daga. Páfagaukabúr úr áli óskast keypt. Upplýsingar í síma 74508. Herbergi til leigu strax, við Tómasarhaga. Aðgangur að snyrtingu, eldhúsi og þvottahúsi. Upplýsingar í síma 622829. Borðstofuborð óskast Vil kaupa gott borðstofuborð með stólum. Borðstofusett kemur til greina. Upplýsingar í síma 24149 næstu daga. Óska eftir vinnu, allt kemur til greina Á sama stað óskast þvottavél, eld- húsborð og stólar gefins. Hafið samband við Helgu í síma 16502. íbúð óskast Vantar tveggja herbergja íbúð frá 1. sept. eða fyrr. Góð umgengni og skilvísar greiðslur. Upplýsingar í síma 11528 kl. 18-20 næstu daga. ísskápur óskast Mig bráðvantar góðan en ekki dýr- an ísskáp. Vinsamlegast hringið í síma 75875. Tl sölu Skrifborð til sölu, selst ódýrt. Upp- lýsingar í síma 21799 e. kl. 20. Meinatæknar! Meinatækna vantar til sumarafleysinga á Heilsu- gæslustööina Egilsstöðum. Góð laun, fríar ferðir og húsnæði í boði. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu Tryggvadóttur meinatækni í síma 97-1400 Auglýsið í Þjóðviljanum Á samyrkjubúi; fjölskyldur taka að sér vissan rekstur með láns- og leigukjörum. Hanskar eru ekki til, en þú gætir kannski notað þetta hér? (Skopmynd úr Krokodil.) leið og samkeppnin milli „lög- leyfðra” þjónustumanna mun lækka verðið á þjónustunni. Upp á þína Það gæti svo orðið afdrifarík- ara fyrir Sovétríkin í heild, hvern- ig löggjöf og umræða Ieikur sjálfsprottna samvinnuhreyf- ingu. Sem fyrr segir hafa margir góðir menn kvartað yfir því, að ekki skyldi boðið upp á aðra sam- vinnuhreyfingu en nauðungar- samyrkjubú Stalíns. Nú er í vax- andi mæli tekið upp „ábyrgðar- kerfi“ sem um margt minnir á Kína - fj ölsky lda tekur að sér t. d. landskika og kýr (án þess að eiga kýrnar), semur við ríkið eða ríkisbúið um að selja ákveðið magn af mjólk á föstu verði en fær svo allt sjálf sem þar er um- fram. Þá er þessu ábyrgðarformi og beitt á nokkrum matsölustöð- um og kaffihúsum. Nokkrir menn taka sig saman um að reka slíkt fyrirtæki. Þeir leigja hús- næði og búnað, borga fyrsta árið 10% veltuskatt - sem síðar mun fara upp í 35 % - en ráða því svo sjálfir á hvaða verði þeir selja sína þjónustu. Hún reynist kann- ski tvisvar - þrisvar sinnum dýrari en sú sem viðskiptavinur ætti von á í ríkisgeiranum - en hann hefur þá það frelsi að kaupa betri mat og þjónustu ef hann telur aurum sínum skemmtilegar varið með þeim hætti. Nú munu margir spyrja hversu útbreitt er þetta fyrir- komulag? Óttinn við gróðann Satt best að segja er þetta allt á byrjunarstigi, og miklu skemur á veg komið en t.d. í Ungverja- landi eða Kína. Það er líka ljóst að fjöldi Sovétborgara eru and- vígir þessari tilraun - einna helst á þeim forsendum að í þessum einkageira eða samvinnugeira án eftirlits verði til tekjur, sem skipi þeim einstaklingum sem þar vinna langt fyrir ofan sovésk meðallífskjör. Þessu svara þá hugmyndafræðingar perestrojku með því, að samkeppni milli þessara aðila muni draga úr þeirra ofsagróða. Það er líka auðséð af sovéskum blöðum þessa daga, að yfirvöld á hverjum stað vita hreint ekki hvað þau eiga að gera við þá möguleika á úthlutun starfsleyfa til einstak- linga eða til að stofna til sam- vinnurekstrar, sem nú eru upp komnir. Um leið og ýtt er undir fjölskylduábyrgð ílandbúnaði, er hert á lögum hér og þar sem banna mönnum að selja á borg- armarkaði aðrar kartöflur eða jarðarber en þau sem koma úr eigin garði ( m.ö.o. sá sem selur sína vöru er nytasamlegur, sá sem um leið kaupir af öðrum og fer með á markað er að brjóta lög). Óviss framtíð Nú fer mér sem mörgum öðr- um: sé ég spurður um framtíð einkageirans og samvinnugeirans í Sovétríkjunum, þá verður fátt um svör. Það sem breyst hefur er viðurkenning á nauðsyn þess að sú starfsemi, sú þjónusta, sem ekkert ríkisfyrirtæki getur veitt í snatri, fái að vera til án þess að hún sé talin til glæpa. Það væri mjög merkilegt og fróðlegt ef upp úr þessu spryttu merkar hug- myndir um t.d. lítil framleiðslus- amvinnufélög (ísovéskri umræðu ber tölvert á því núna að menn trúa ekki sem fyrr á töfra stærðar- innar). En þessi umræða er, sem fyrr segir, varla af stað farin, hvað sem síðar verður. Á morgun birtum við næstsíðustu greinina í þessari lotu, hún fjallar um stjórn hins þjóðnýtta efnahagsgeira, um möguleika á að kjósa forstjóra og fleira þesslegt. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN þriðjudagur 26. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.