Þjóðviljinn - 26.05.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.05.1987, Qupperneq 7
AFMLÆU íbúar Egilsstaðabæjar hafa tólffaldast á s.l. 40 árum og gera það líklega áfram á næstu 40 ef veðurblíðan heldur áfram að leika við hvern sinn fingur. (Mynd jis). Egilsstaðir Kaupstaðarréttindi á 40 ára afmæli Egilsstaðabúar héldu upp dfjöru- tíu ára afmœli kauptúnsins í ein- stakri blíðu um helgina. Hátíða- dagskrá í Valaskjálf myndlistar- sýning og sögusýning opnaðar. Kauptúnið fékk kaupstaðarrétt- indi ýmsum félagasamtökum. Má þar nefna hringsjá sem Lionsmenn gáfu og sett hefur verið upp á Hömrunum fyrir ofan bæinn og sér yfir allt Fljótsdalshérað frá henni, 20 blágrenitré og stórt skilti með korti af Egilsstöðum frá JC Héraði, örnefnakort yfir meira en 200 örnefni innan bæjarmarkanna, fundarhamar fyrir bæjarstjórnina frá Kvenfé- laginu Bláklukkunni, en þennan dag fékk Egilsstaðakauptún kaupstaðaréttindi. Einnig bárust gjafir frá einstaklingum. Tvær sýningar voru opnaðar á afmælishátíðinni, myndlistarsýn- ing þar sem fjórir listamenn á Eg- ilsstöðum, Olöf Blöndal, Helga Sigurðardóttir, Steinþór Eiríks- son, en hann er einn af frumbyg- Blandaður kór undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar syngur á afmælishátíðinni. gjum Egilsstaðakauptúns, og Vil- hjálmur Einarsson, sýna teikningar, olíu-, vatnslita- og ol- íukrítarmyndir. Hin sýningin er sögu- og skipulagssýning um þró- un kauptúnsins og eru þar einnig til sýnis tillögur sem bárust í sam- keppni um útivistarsvæði á Egils- stöðum sem haldin var í tilefni afmælisins. Á afmælisdagskránni voru veitt verðlaun fyrir bestu til- löguna og hlaut Þóra Guðmunds- dóttir arkitekt á Seyðisfirði fyrstu verðlaun. í Egilsstaðaskóla var einnig haldin ritgerðasamkeppni í tilefni afmælisins fyrir nemendur í 7. ,8. og 9. bekk og hlaut einn nemandi úr hverjum árgangi verðlaun. Skyldu ritgerðirnar fjalla á einn eða annan hátt um þróun sveitarfélagsins. Ingi Páll Sævars- son úr sjöunda bekk las síðan rit- gerð sína upp og fjallaði hún um draum sem hann dreymdi um árið 1987, en hann var sjálfur drengur á sauðskinnsskóm árið 1922. Loks var settur hreppsnefndar- fundur á sviðinu og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra lýsti Egilsstaðakauptún hér með Egilsstaðabæ með fullgild kaupstaðaréttindi. Þá var hreppsnefndarfundi slitið með fundarhamrinum góða og bæjar- stjórn Egilsstaðabæjar tekin til starfa. Að lokinni dagskrá var boðið upp á kaffi og meðlæti og síðan tíndust menn út í góða veðrið. Hátíðahöldin eru þó ekki búin, því ýmsar uppákomur í tengslum við afmælið verða haldnar á næstu vikum. -ing Egilsstaðir 40 ár en ekkí 200 Bjarni Björgvinssonformaður afmœlisnefndar Egilsstaðabœjar: Látlaus hátíðahöld voru markmið nefndarinnar Það var sólarlandaveður á Eg- ilsstöðum og Fljótsdalshérað skartaði sínu fegursta þegar Eg- ilsstaðahreppur hélt upp á fjöru- tíu ára afmæli sveitarfélagsins og fékk kaupstaðaréttindi. 23 stiga hiti og bæjalogn og Snæfellið ský- laust fyrir botni Fljótsdalsins. Egilsstaðabúar gerðu sér dag- amun í tilefni afmælisins með ýmsum hætti um helgina en ýms- ar sýningar og uppákomur í tengslum við afmælið munu standa fram í júlí. Á fimmtudags- og föstudags- kvöld stóðu Menningarsamtök Austurlands fyrir kvöldvökum. Á þeirri fyrri var fjallað um stofn- un sveitarfélagsins, en það mun vera einsdæmi á landinu að sveitarfélag sé stofnað með þeim hætti sem hér var gert fyrir fjöru- tíu árum að ríkisvaldið stofnar og skipuleggur þéttbýlið á Egils- stöðum þar sem þá bjuggu aðeins um eitt hundrað manns. Á kvöld- vöku þessari var rakinn aðdrag- andinn að stofnun sveitarfélags- ins og komu ýmsir af frumbyggj- um Egilsstaðahrepps fram og sögðu frá atburðum sem þessu tengdust og síðan var fyrsta starfsár hreppsnefndar rakið og var það fróðlegt. Síðari kvöldvakan byggðist á umfjöllun um framtíðina og komu þar ýmsar hugmyndir fram um hvernig mætti best byggja upp sveitarfélagið, bæði atvinnu- lega og félagslega séð og nýta möguleika þess sem best. Sjálf aðalhátíðin var síðan á sunnudaginn og var mikil hátíð- ardagskrá í Héraðsheimilinu Val- askjálf. Menningarsamtök Austurlands með hjálp Leikfé- lags Fljótsdalshéraðs fluttu stutta dagskrá um tilurð sveitarfélags- ins, ávörp voru flutt, blandaður kór söng, svo og karlasextett af staðnum og voru sveitarfélaginu færðar margar góðar gjafir frá ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7 Bjarni Björgvinsson er formaður afmælisnefndar Egilsstaðabæjar og hefur ásamt Ragnari Steinarssyni og Birni Ágústssyni haft veg og vanda af hátíðahöldunum. „Nefndin var skipuð í nóvember síðast liðnum," sagði Bjarni, „og er þriggja manna .nefnd. Við byrjuðum að leggja línurnar í desember og ákváðum þá strax að sníða hátíðahöldin að því, að þetta er fjörutíu ára afmæli en ekki tvö hundruð ára, og höldum okkur í látlausari kantinum. Við komum tveim samkeppn- um af stað, annars vegar ritgerða- samkeppni innan efstu bekkja grunnskólans og svo samkeppni um skipulag útivistarsvæðis sem á að koma hér neðan við Héraðsheimilið Valaskjálf. í þeirri tillögu sem vann fyrstu verðlaun er tjörnin sem er þarna fyrir látin halda sér, en auk þess gerir tillagan ráð fyrir útileikhúsi og skemmtanaaðstöðu, veitingaaðstöðu, leiksvæði og sóltorgi.“ Bjarni sagði enn fremur að leitað hefði verið til félagasamtaka um hvort þau hefðu eitthvað á prjónunum í tenglsum við afmælið og eins og komið hefði fram á afmælishátíðinni hefðu ýmis félagasamtök gefið sveitarfélaginu margar góðar gjafir. Þar nefndi hann hringsjá, hannaða af Sveini Þórarinssyni verkfræðingi, sem Lionsmenn gáfu, 20 blágrenitré og skilti með korti af Egilsstöðum sem JCmenn gáfu og sett verða upp við báðar innkeyrslur inn í bæinn, og örnefnakort sem Rótarýmenn gáfu. „Þetta kort er lengi búið að vera í vinnslu og var settur lokahnykkurinn á verkið fyrir afmælið. Rótarýmenn leituðu til eldra fólks eftir upplýsingum um örnefni og nú er ekki lengur hætta á að þau glatist. Þetta eru um 200 örnefni hér innan bæjarmarkanna og það er ákaflega mikilsvert að fá þetta kort,“ sagði Bjarni. Aðspurður um framhald hátíðahaldanna sagði Bjarni að í júní yrði afmælismót hjá íþróttafélaginu Hetti sem væri óbeint í tengslum við afmæli sveitarfélagsins, einnig yrðu sýningarnar opnar áfram og 8. júlí yrði sérstakur hátíðarfundur í Bjarni Björgvinsson: Það hefur verið mjög skemmtilegt að undirbúa þessi hátíðahöld og veðrið leikur við okkur. hinni nýju bæjarstjóm Egilsstaðabæjar, en þá eru liðin nákvæmlega fjörutíu ár frá fyrsta hreppsnefndarfundi Egilsstaðahrepps. -ing.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.