Þjóðviljinn - 26.05.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 26.05.1987, Side 13
Blikkiðjan1 Iðnbúð 3, Garðabæ. Önnumst hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. 46711 Síðumúla 6 0 68 13 33 ÖRFRÉTTIR Hungurverkfall stendur nú yfir í Modderbeefang- elsi skammt frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku, og taka rúmlega hundrað fangar þátt í því. í bréfi sem var smyglað út úr fangelsinu segir að hungurverkfallið sé til komið til að mótmæla áformum stjórnvalda um að senda fang- ana í svokallaðar endur- menntunarbúðir í heilaþvottar- skyni. Þá mótmæla fangarnir því að vera hlekkjaðir þegar þeir eru færðir á spítala, og gera kröfu um að fá að kaupa dagblöð. Garrí Kasparoff heimsmeistari í skák, var í gær sæmdur eftirsóttu heiðursmerki, Hinum rauða borða vinnunnar, fyrir framlag sitt til þróunar skák- listarinnar í Sovétríkjunum. Kasparoff er 24 ára að aldri og varð heimsmeistari árið 1985 þegar hann sigraði landa sinn, Anatólí Karpoff, í spennandi ein- vígi. Karpoff skoraði á hinn nýja heimsmeistara í fyrra, en tókst ekki að endurheimta titilinn. Þriðja einvígi þeirra félaga verður haldið í haust. Matargjafir eru ófullnægjandi lausn á hungr- inu í heiminum þegar til lengri tíma er litið, segir forstöðumaður FAO - Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Það er nóg af mat á boð- stólum, sagöi hann, en það er ekki málið, heldur það að milljónir manna í þróunarlöndunum hafa ekki aðgang að þeim mat. Mat- vælaaðstoð á að miða að því að leysa vandamál viðtakendanna, ekki gefendanna. Flóð hafa valdið miklum skaða í Suður-Kína síðustu daga. Út- varpið í Guangdong skýrði frá því í gær að hátt í hundrað manns hafi farist í flóðunum og að 33 þúsund hektarar ræktaðs lands séu nú í kafi. Vatnið er nú heldur tekið að sjatna. Á sama tíma geisa skógareldar í nyrstu héruð- um landsins, hinir illvígustu í þrjátíu og átta ára í sögu Kínver- ska alþýðulýðveldisins. Lafði Macbeth frá Mtsensk, ópera með satíruí- vafi eftir Dimitri Sjostakovits, ger- ir nú lukku í London, en það varð frægt er Jósep Stalín gekk út af sýningu á verkinu árið 1936. Skömmu síðar birtist leikdómur í Prövdu í líki leiðara, þar sem verkið var hakkað í spað: „Það er erfitt að fylgjast með „tónlistinni," og ógerlegt að muna nokkuð af henni. Tónlistin gaggar, gólar og rymur, og „ástin" á lágkúruleg- ustu nótum er það eina sem kemst að.“ þriðjudagur 26. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Grikkland Herinn burt? Papandreouforsœtisráðherra boðarþjóðar- atkvœðagreiðslu umframtíð bandarísku her- stöðvanna Sú ákvörðun Andreasar Pap- andreou forsætisráðherra Grikklands að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð bandarískra herstöðva í landinu er klókskaparbagð að áliti dipló- mata í Aþenu, en með þcirri skipan mála færist ábyrgðin að nýju yfir á háttvirtu kjósendur. Papandreou sagði á gríska þinginu í fyrradag að það væri í verkahring Bandaríkjamanna að æskja samningaviðræðna um framhaldið, en samningur ríkj- anna um herstöðvarnar rennur út í lok næsta árs. Hann bætti því við að eftir að niðurstöður úr fyrir- huguðum samningaviðræðum lægju fyrir yrði efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Papandreou komst til valda árið 1981, og gengu kosningalof- orðin út á að iosa sig við her- stöðvarnar og að Grikkland segði sig úr Atlantshafsbandalaginu og Evrópubandalaginu. Síðan hefur hann dregið nokkuð í land, og telur það nú nauðsynlegt fyrir ör- yggi Grikklands að vera áfram í NATÓ. Þá er úrsögnin úr Evr- ópubandalaginu ekki á dagskrá lengur. Ollu meiri véfréttarstíll hefur verið á yfirlýsingum Papandreo- us um framtíð bandarísku her- stöðvanna. í landinu eru nú fjór- ar stórar slíkar stöðvar og tuttugu minni. Talið er að gríski ríkis- kassinn hagnist um 500 milljónir bandaríkjadala á ári vegna þeirra. „Herinn burt“ er vafalítið um- deildasta krafan í grískum stjórnmálum í dag. Vinstri armur stjórnarflokksins, Sósíalista- flokks Papandreous, og Komm- únistaflokkur Grikklands eru í fylkingarbrjósti fyrir þessari kröfu. Kosningar verða haldnar í landinu árið 1989, og hætt er við að loðmulluleg afstaða í hermál- inu yrði Papandreou dýr í vinstri atkvæðum talið. „Ef til vill er þessi hugmynd um þjóðarat- kvæðagreiðslu byrjunin á kosn- ingabaráttu Papandreous," sagði vestrænn diplómat í Aþenu í vik- unni. í umræðum á gríska þinginu sagði Papandreou að George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefði fullyrt að ríkis- stjórn sín legði áherslu á að halda í herstöðvarnar. Hann bætti því við að í samningaviðræðunum yrði byrjað á byrjuninni og öll mál tekin til endurskoðunar. Talið er að hugmynd Papand- reous um þjóðaratkvæði verði til þess að Bandaríkjamenn haski sér við að fara fram á samninga- viðræður. Þá er talið að einni eða tveimur herstöðvum verði fórnað af bandarískri hálfu til að lægja gagnrýnisraddir frá vinstri, jafn- framt því sem tekjur gríska ríkis- ins vegna herstöðvanna yrðu auknar. Papandreou setti fram hug- mynd sína tveimur mánuðum eftir að miklar viðsjár voru með Grikkjum og Tyrkjum vegna réttinda til olíuleitar á hafsvæð- um milli landanna sem þau hafa bitist um. í þessari deilu voru Bandaríkjamenn í sáttasemjara- hlutverki, enda í mun að ekki kæmi til stríðs milli NATÓþjóð- anna tveggja. Undir sjónarhorni Bandaríkjastjórnar áttu her- stöðvarnar sinn þátt í því að ekki kom til vopnaðra átaka í þetta skipti, og því er ráðamönnum í Washington í mun að ganga frá nýjum herstöðvasamningi við fyrstu hentugleika. HS Mikjáll Gorbatsjof, leiðtogi Sovétríkjanna, kom síðdegis í gær til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu, þar sem hann mun dveljast fram á miðvikudag og eiga viðræður við Nicolai Ce- ausescu forseta. Rúmenski leiðtoginn hefur ekki sýnt neina tilburði í þá átt að feta í fótspor koljega síns í Kreml nema síður sé. Öllum hugmynd- um um nýsköpun í efna- hagsmálum hefur hann snarlega vísað á bug og rúmensku lýðræði telur hann í engu ábótavant. Má þá einu gilda þótt hungur sverfi að landslýð og öll völd séu á hans eigin hendi. Heimsókn Gorbatsjofs voru gerð fremur lítil skil í fjölmiðlum Rúmena og athygli vakti hve seint myndum af Sovétleiðtogan- um, slagorðaborðum og öðru þess háttar skrauti var stillt upp á almannafæri í höfuðborginni. Engu að síður var honum tekið fagmannlega í gær, skólaæsku var stefnt út á götur til að hylla for- ingjana tvo er þeir óku framhjá í opinni bifreið og tvær konur drógu þá með sér í léttan þjóð- dans í glæstri móttökuathöfn. Valdsmennirnir hófu þessu næst einkaviðræður sem fram verður haldið í dag. Rúmenska Ceausescu og Gorbatsjof. Illt er að egna óbilgjarnan. sjónvarpið greindi frá gangi við- ræðnanna með hefðbundnu vé- fréttartungutaki og sagði þær hafa „verið í hlýlegum anda og einkennst af gagnkvæmum skiln- ingi og trausti“. Dulmálsfræðing- ar hafa ráðið orð þessi á þá lund að leiðtogarnir hafi forðast að ræða þau efni þar sem ekki var „gagnkvæmum skilningi og trausti“ fyrir að fara. Ólíklegt er talið að Gorbatsjof leggi hart að Ceausescu að fylgja sínu fordæmi. Hvort tveggja er að rúmenski kolleginn myndi án efa skella skolleyrum við slíku hjali og að Sovétmenn sjá hags- munum sínum betur borgið í álf- unni með Rúmeníu í farteski Varsjárbandalagsins en utan þess. Forseti Rúmeníu er skap- ríkur maður sem fer sínar eigin leiðir í utanríkismálum og Gor- batsjof ætti að vita að illt er að egna óbilgjarnan. -ks. DJÓÐVILJINN Rúmenía Á öndverðum meiði Gorbatsjof Sovétleiðtogifer á fund kollega síns í Búkarest. Efnahagur Rúmeníu íkaldakoli en Ceausescu Ijœr ekki máls á neinum „kapítalisma“ DJOÐVIIJINN MFT.TT.IWI 0 68 18 66 Timinii Blaðburóur er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig Blaðbera vantar víðsvegar um borgina

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.