Þjóðviljinn - 26.05.1987, Side 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þjómnuiN
Priðjudagur 26. maí 1987 111. tölublað 52. örgangur
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Umferðarráðstefnan
Utanríkisráðuneytið
Svartan
kassa
í hvem
bíl
Hvalkjöt á NATO-funtí
Milliríkjadeila íaðsigi? Matthías Á. Mathiesen: Þjóðverjar hafa um
tvo kostiað velja. Mun taka málið upp á NATO-fundinum ef ekki
verður komin viðunandi lausn
Katrín Fjeldsted borgar-
fulltrúi: Æskilegt að hafa
mœlitœki íhverjum bíl
sem skráir upplýsingar
um ökuhraða við árekst-
ur
„Svartur kassi,“ sem skráði
upplýsingar um ökuhraða og
ástand bifreiðar gæti gefið trú-
verðuga mynd af ökuhraða bíia,
sem lenda í slysum. En á því er
misbrestur í dag. Kassahug-
myndin kom fram hjá Katrínu
Fjeldsted, borgarfulltrúa, á um-
ferðarráðstefnu sem haldin var á
laugardaginn.
Kartín taldi, að slysavaldar
hefðu tilhneigingu til að gefa upp
ökuhraða sem væri talsvert undir
hinum raunverulega ökuhraða.
Því væri erfitt að byggja á upplýs-
ingum þeirra um hraða bifreiða
sem lentu í árekstrum.
Til að ráða bót á þessu taldi
Katrín ráðlegt að setja sérstakan
„svartan kassa" í sérhvern bfl,
sem skráði sjálfkrafa nauðsyn-
legar upplýsingar. Ekki kom
fram hjá kassahöfundi, hversu
mikill kostnaður yrði fólginn í því
fyrir þjóðarbúið að setja slíka
kassa í alla bíla landsins. Jafn-
framt var bent á í umræðum, að
ekki væru líkur á að unnt yrði að
fækka slysum þó upplýsingar um
ökuhraða slysavalda lægju fyrir.
Tilgangurinn með þeim væri því
nokkuð óljós.
-ÖS
Laxeldið
Hvalkjötsmálið er orðið að
milliríkjamáli og munu Is-
lendingar grípa til mótmæla og
jafnvel einhverra aðgerða ef ekki
fæst viðunandi lausn pá því. Mál-
ið tók nýja stefnu þegar íslenska
sendiráðið í Bonn lét það til sín
taka og Matthías Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra, kallaði síðan
sendiherra Þýskalands á sinn
fund til að reyna að fá lausn á
deilunni. Áður var þetta bara mál
Hvals við þýsk stjómvöld.
„Þeir hafa bara um tvo mögu-
leika að velja,“ sagði Matthías í
samtali við Þjóðviljann í gær.
„Annarsvegar að leyfa Hval að
flytja kjötið úr landi og hinsvegar
að gera það upptækt. Velji þeir
síðari kostinn er þetta orðið að
alvarlegu milliríkjamáli."
Matthías sagðist reyndar búast
við lausn á deilunni síðar í þessari
viku, en verði sú lausn óviðun-
andi þá muni hann ræða þetta
mál við utannkisráðherra Þýska-
lands á NATO-fundinum, sem
haldinn verður í Reykjavík í júní.
Sagði hann enn óvíst hver við-
brögð íslenskra stjórnvalda yrðu,
það myndi ekki skýrast fyrr en
ljóst væri hvað þýsk stjórnvöld
hyggðust fyrir.
^Sáf
I góða veðrinu um helgina var fjölmenni í heita læknum í Nauthólsvíkinni. Fólk veginn að vippa sér í lækinn og ekki er annað að sjá á svip þess sem fyrir er en
þyrptist í lækinn til að baða sig og sóla sig á eftir. Ungi drengurinn er í þann að plássið só nóg.
Verslunarfólk á landsbyggðinni
Gert en ekki gleymt
Steini Þorvaldsson, ístjórn Landsbyggðarsamtaka verslunarfólks: Gerð
fastlaunasamningsins verður ekki breytt. Fengum fyrirheit um
að við yrðum ekki svipt samningsréttinum aftur
Hrogna-
flutningur
vafasamir
Flutningur laxahrogna á milli
landa eru skemmdarverk,
segir Jón Kristjánsson, fiskifræð-
ingur hjá Veiðimálastofnun í
grein eftir hann í síðasta tölublaði
Veiðimannsins. Þar getur hann
þess, að eigi að síður hafi norsk
hrogn verið flutt til landsins að
minnsta kosti þrisvar sinnum, og
séu nú til í landinu á tveimur stöð-
um.
Miðað við stöðuna í laxeldis-
málum í dag telur Jón að íslenskir
laxastofnar séu í yfirvofandi
hættu vegna erfðamengunar.
Jafnframt setur hann fram þá
skoðun, að flutningar á fiski milli
landa eða landshluta, jafnvel áa,
séu óæskilegir frá sjónarhorni
sjúkdómavarna. Fiskarnir hafa
visst erfðabundið mótstöðuafl
gegn sjúkdómum sem ríkja í
þeirra eigin umhverfi, segir í
grein Jóns. Séu þeir fluttir annað,
eru þeir varnarlitlir fyrir þeim
sjúkdómum sem eru ríkjandi á
nýja staðnum. Það telur hann ef
til vill vera skýringu á því þegar
„nýir“ sjúkdómar skjóta allt í
einu upp kollinum. _ ÖS
Við stöndum frammi fyrir
orðnum hlut og við þessari
samningagerð er ekkert að gera.
Á sambandsstjórnarfundi Lands-
sambands íslenskra verslunar-
manna í síðustu viku fengum við
fyrirheit um það ekki kæmi til
þess á nýjan leik að kröfur okkar
um samningsrétt við gerð sérs-
amninga yrðu hunsaðar af for-
ystu landssamtakanna,“ sagði
Steini Þorvaldsson, í stjórn
Landsbyggðarsamtaka vers-
lunarfólks.
Eins og kunnugt er skrifaði
Biörn Þórhallsson, formaður
LIV, undir fastlaunasamning við
Vinnuveitendasambandið, fyrir
verslunarfólk á landsbyggðinni.
Landsbyggðarsamtök verslunar-
fólks telja að með þessari samn-
ingsgerð Björns Þórhallssonar
hafi þau í raun verið svipt samn-
ingsréttinum, en áður höfðu sam-
tökin gert fastlaunasamning við
Vinnumálasamband samvinnufé-
laga.
„Það þýðir ekkert að láta þetta
á sig fá og við munum áfram
freista þess að rétta hlut verslun-
arfólks á landsbyggðinni innan
LÍV. Sökum þess hvað við erum
sundurlaus hópur og félögin úti á
landi eru mörg hver mjög fá-
menn, hafa okkar sérmál og sjón-
armið óhjákvæmilega orðið
nokkuð útundan innan LÍV. Til-
gangurinn með stofnun Lands-
byggðarsamtakanna er einmitt
að fá okkar hlut leiðréttan. Hvert
framhaldið á okkar starfi verður
ræðst á aðalfundi samtakanna um
næstu helgi. Þar verðuir trúlega
gengið frá tilögugerð um ákveðn-
ar skipulagsbreytingar á Lands-
sambandinu, sem lagðar verða
fyrir þing LÍV í haust,“ sagði
Steini Þorvaldsson.
-RK
Aukaefni
Oþverri í matvöni
Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkisins: Ný reglugerð á árinu
„Á markaðnum eru matvörur
sem innihalda aukaefni sem ekki
hafa verið leyfð. Þessa hefur orð-
ið vart í sælgæti, drykkjarvörum
og oftast eru þetta litarefni, en
verið er að kanna þessi mál nú,“
sagði Jón Gíslason hjá hollustu-
vernd ríkisins. f
Jón sagði að á þessu ári tæki
gildi ný reglugerð um aukaefni í
mat og yrðu þessi mál tekin um
leið til rækilegrar athugunar og
mörg efni sem nú væru leyfð færu
á bannlista samkvæmt nýju reglu-
gerðinni og væru þar á meðal
ýmis litarefni sem nú eru notuð
við gosdrykkjaframleiðslu hér-
lendis.
Hin nýja reglugerð væri mjög
breytt frá þeirri sem enn gildir og
yrði mun skýrari og einfaldari í
notkun.
-sá.