Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 10
Skáldskapur, konur, ísrael ÁB.rœðirvið Svövu Jakobsdóttur og Vilborgu Dagbjartsdóttur sem sátu alþjóðlegt þing kvenrithöfunda í ísrael Við synagógu forna í Kapernaum: Nú skildi ég deilur Krists við landa sína um hvíldardaginn. Hringdans skáldkvenna - Svava er önnur frá vinstri, önnur frá hægri er Marilyn French. Það er mikilvægt að vera með áslíkuþingi, hitta konursem skrifa við aðrar aðstæður, kynna verk sín og kynnast öðrum. Og væri gaman ef framhald yrði á því að íslensk- ir kvenrithöfundar geti tekið þátt í svo nauðsynlegu og sjálfsögðu menningarstarfi, já og að ríkið styrki rithöfunda yfirleitttil slíkraferða. Með þeim er hægt að gera íslensk- um bókmenntum og menn- ingu mikið gagn með iitlum til- kostnaði - þetta er rétt að menn hafi hugfast nú á þeim dögum þegarfjölmiðlarsjá helst ekki nema dægurlaga- hátíðir. Svo fórust þeim orð Svövu Jak- obsdóttur og Vilborgu Dag- bjartsdóttur, sem um mánaða- mótin mars-apríl lögðu leið sína til ísrael á fyrsta alþjóðlegt þing kvenrithöfunda sem þar er hald- ið. Þingið er haldið í tengslum við mikla alþjóðlega bókasýningu sem efnt er til í Jerúsalem annað- hvert ár (íslenskir útgefendur voru ekki með). Til að efla sjálfstraust Frumkvæði að þessu málþingi hafði Alice Shalvi, prófessor í enskum bókmenntum við He- breska háskólann. Hún er for- maður ísraelskra kvennasamtaka sem vinna að réttindamálum kvenna. Alice Shalvi vill að fleiri þing komi á eftir og verði fram- vegis tengd bókasýningunni. Tilgangurinn, sagði Svava, var að því mér skilst ekki síst áhugi Alice Shalvi á að hefja ísraelskar kvennabókmenntir til vegs, efla þeim konum sem þar í landi skrifa sjálfstraust - og tengja þær íleiðinni við kvenrithöfunda ann- arra landa og hafi svo allir nokk- uð gott af. Gestir voru um 70 frá mörgum löndum, þeirra á meðal Marylin French frá Bandaríkjun- um, Margaret Drabble frá Bret- landi og Dea Trier Mörch frá Danmörku. ísraelsku skáldkon- urnar voru fimmtán talsins. Ein kona var frá hinum arabíska heimi, nánar tiltekið frá Egypta- landi. Bókmenntirnar sjálfar Þetta var mjög skemmtilegt allt, sagði Vilborg. Við settumst ekki niður eins og skandinavískir kvenrithöfundar gera einatt og fórum yfir kennisetningar og fé- lagsfræði sem lúta að stöðu kon- unnar. Við lásum upp úr verkum okkar (á ensku eða frönsku), og stóðum síðan fyrir svörum og öll áhersla var á bókmenntirnar sjálfar en ekki á félagsleg vand- kvæði ýmiskonar. Og allt var þetta á mjög góðu plani. Svava var boðin til ráðstefn- unnar af fyrrgreindum kvenna- samtökum, Vilborg sótti um styrk til ferðarinnar til íslenskra stjórnvalda en fékk ekki (þess má geta að sjö kanadískar skáldkon- ur mættu til leiks á kostnað sinna stjórnvalda). ísraelsku samtökin hlupu svo undir bagga með henni að nokkru. Þær lögðu mikla áherslu á að íslenskir höfundar þyrftu að nota tækifæri sem þessi - ef vel tekst til er hægt að vekja athygli annarra höfunda og útgefenda á því sem við erum að skrifa. Um hvað var spurt? Vilborg las Kyndilmessu og Skammdegisljóð og var spurð um reynslu sína og skoðanir, ekki síst í trúmálum, um svör marxista við ýmsum stórum spurningum. Sva- va las Sögu handa börnum og var m.a. spurð um viðtökur á íslandi - voru menn ekki hneykslaðir þegar þetta kom á prent? Um- ræðan var ekki bundin ákveðnu þema, þetta var allt mjög per- sónulegt og breiddin mikil. En margar konurnar voru af gyðing- legum uppruna og því varð það óhjákvæmilega eins og rauður þráður í samtölum hvar menn stóðu sem Gyðingar. Það voru líka haldnar panel- umræður, segir Svava um efni eins og „Eru kvennabókmenntir til?“ og „Rithöfundurinn sem vitni“. Þar sögðu konur frá sem höfðu orðið vitni að kúgun og misrétti og skrifað um það, kona frá Argentínu til dæmis og Suður- Afríku. Grace Paley frá New York sagði þá m.a. að Gyðingar ættu manna best að geta sett sig í spor þeirra sem hraktir hefðu verið af landi sínu „og við vitum öll hverjir það eru hér“. Það kom á fundarstjórann sem sagði: Nú var það sagt sem ekki mátti segja ...Vitanlega voru Palestínuarab- ar nálægir þótt þeir ættu ekki full- Við eigum að vera með í sjálfsögðu og nauðsynlegu menningarstarfi, sögðu þær Vilborg C trúa á þessari ráðstefnu, hjá því gat ekki farið. Landið og sagan En fleira gerðist í þessari ferð en að konur læsu upp og ræddust við um bækur. Það var farið til Galileu, komið á söguslóðir kristnar og gyðinglegar, m.a. komið til Kapernaum þar sem talið er að Kristur hafi byrjað að fræða. Jón Hnefill, eiginmaður Svövu, átti erindi til ísrael um þetta leyti á þing þjóðfræðinga. Hann hélt þar erindi um norræn- ar goðsagnir í íslendingasögum - og nokkur búhnykkur þótti þjóð- _fræðingum að skýrslu hans um 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.