Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 13
Lögmaðurinn varð mjög frægur af vörn sinni fyrir alsírska stúlku, Djamila Bouhired, sem hann seinna kvæntist. spekt við stefnu kínverskra kommúnista og birti risastórt einkaviðtal við Maó oddvita í lok mars 1963. Fáum vikum síðar slapp hann naumlega undan handtöku með því að flýja yfir landamærin til Marokkó að næt- urþeli. Fór hann þá til Frakk- lands, þar sem hann stofnaði mánaðarritið „Bylting" með stuðningi við Kína: var þar fjallað um byltingarhreyfingar um víða veröld og birtar greinar eftir Che Guevara, Giap hershöfðingja, Régis Debray og þeirra nóta. En sumarið 1965 var framið valdarán í Alsír og bolaði Búme- dien Ben Bella í burtu og lokaði hann inni í stofufangelsi. Pá sneri Verges aftur til Algeirsborgar, en hlutverki hans sem talsmanns byltingarstefnu í þriðja heimin- um var nú lokið. Vera má að hann hafi a;tlað sér stórt hlutverk í pólitískiim réttarhöldum, en yfirvöld litu hann hornauga og tóku þann kost að draga Ben Bella ekki fyrir rétt. Gerðist hann þá lögfræðingur í Algeirsborg undir nafninu „Jacques-Mansour Vergés“, en fékk ekki nema lítt spennandi einkamál. Lifði hann þá í kyrrþey með konu sinni og tók Múhameðstrú: þótti vinum hans spaugilegt að hann skyldi jafnvel fylgja föstureglum í ramadan-mánuði út í æsar. Árið 1969 kom hann aftur fram á sjónvarsviðið sem snöggvast: yfirvöld Alsírs mundu eftir því að hann var til og gerðu hann út af örkinni til að verja Palestínuar- aba, sem framið höfðu hryðju- verk á flugvöllum, í ísrael, en ís- raelsk yfirvöld leyfðu honum ekki að flytja varnarræðu sína. Gaf hann ræðuna þá út og réðst heiftarlega á síonisma. En bar- átta hans fyrir málstað Palestínu- manna varð ekki löng í þetta skipti, enda voru ýmsir fyrri vinir hans búnir að missa traust á hon- um: skömmu áður hafði hann nefnilega tekið að sér að verja Tsjombe þann, sem bar ábyrgð- ina á morði Lúmúmba og allir byltingarsinnar Afríku hötuðu. Leyndardómur Vorið 1970 gerðist það svo að Vergés hvarf skyndilega og kom ekki aftur fram fyrr en átta árum seinna. Hvað af honum varð þennan tíma er öllum hulið og hefur engum tekist að ráða þá gátu: fyrst héldu menn að hann hefði verið myrtur, svo varð hans vart á ýmsum stöðum, og franska leyniþjónustan taldi að hann hefði dvalist á Kúbu, í Norður- Víetnam og víðar. Sjálfur varðist hann allra sagna og sagði einung- is: „Ég fór í gegnum spegilinn. Þetta er minn leyndardómur". Þegar hann birtist snögglega haustið 1978 virtist hann illa hald- inn með tvær hendur tómar. Tók hann þann kostinn að hefja lög- fræðistörf í París, og gekk honum vel að koma undir sig fótunum á ný: síðan hann varði þjóðernis- sinna í Alsír átti hann líka marga aðdáendur meðal franskra lög- fræðinga, sem mundu eftir þrumuræðum hans með óbland- inni virðingu. Sagt er að honum hafi fénast harla vel með því að taka að sér að verja hagsmuni Ómars Bongo forseta Gabons og annarra afrískra einræðisherra: sýni hann fádæma lipurð og klók- indiíslíkum málum. Sjálfur held- ur hann því fram að í hlutverki sínu sem lögfræðingur haldi hann áfram baráttu sinni fyrir „málstað Araba“. f raun og veru hefur hann einkum tekið að sér að verja hryðjuverkamenn af ýmsu tagi, sem virðast sumir hverjir harla einangraðir og úr tengslum við raunveruleikann: þýska fylg- ismenn hins dularfulla „Carlos- ar“, sem gómaðir voru í París með sprengjuefni í farangrinum, Frederic Oriach, sem bar ábyrgð á hryðjuverkabrölti fyrrverandi róttæklinga í París, Ármeninga sem frömdu tilræði á Orly- flugvelli, líbanska skæruliðafor- ingjann Georg Ibrahim Abdallah o.fl. í öngstrœti Sagt er að andúð hans á „síon- isma“ gangi svo langt að hann taki stundum að sér mál fyrir raunverulega Gyðingahatara. En samt sem áður er erfitt að sjá hvað olli því að hann bauðst sjálf- ur til að taka að sér að verj a Klaus Barbie. Eru þetta, eins og ein- hver sagði, örvæntingarfull við- brögð manns sem séð hefur alla drauma sína hrynja til grunna, - sósíalisma í Alsír, byltingu í Afr- íku, Maóisma? Er Vergés dæmi um það, eins og einstöku rithöf- undar úr hópi Gyðinga hafa sagt, að barátta fyrir „málstað Araba“ gegn ísraelsríki leiði að lokum til stuðnings við Gyðingahatur af versta tagi? Er hann jafnvel kom- inn í bland við þá „endurskoðun- arsinna“ sem vilja nú draga í efa að nasistar hafi nokkurn tíma framið þjóðarmorð á Gyðingum? Eða ætlar Vergés að fara þessar krókaleiðir til að rifja upp ódæði- sverk Frakka í Alsírstríðinu, sem hann telur að verið hafi jafn grim- múðleg og hryðjuverk Þjóðverja á hernámsárunum en aldrei hafa komið fyrir neina dómstóla. Kannske kemur svarið í ljós við réttarhöldin, en yfirlýsingar Vergés hafa verið í meira lagi tví- ræðar. Fyrsta tilraun hans til að draga framferði Frakka í Alsír á sínum tíma inn í málið varð held- ur endaslepp. Þá var André Frossard kominn í vitnastúkuna í hárri elli: þar sem hann hafði kynnst grimmdaræði Þjóðverja af eigin raun og síðar risið upp til að deila á pyndingar í Alsír gat hann komið með samanburð, og leiddi hann ýmis rök að því að á þessu tvennu hefði þrátt fyrir allt verið munur, - „glæpir gegn mannkyninu“, sem Barbie er ákærður fyrir, væru annað en „stríðsglæpir". e.m.j. (eftir ,,Libération“) Sunnudagur 7. júni 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Bygging K á Landspítalalóð Tilboö óskast í innanhússfrágang á hluta bygg- ingar K á Landspítalalóð í Reykjavík. Húsið, sem er fjórar hæðir, auk þakhæðar, er nú uppsteypt með ísettum og glerjuðum gluggum og fullfrá- gengið að utan. Stærð hússins er 19.060 m3 og heildargólfflötur um 4.600 m2. Verkið felur í sér fullnaðarfrágang á tveimur neðstu hæðum hússins, innrétting og lagnir, ein- angrun og múrhúðun útveggja tveggja efri hæð- anna með ofnakerfi og fullnaðarfrágang á þak- hæð sem lagnarými. Auk þess uppsteypu á lagnastokk og loftinntaki. Verkinu á að skila í tvennu lagi, svæði A, sem skilgreint er nánar í útboðsgögnum, skal skila fullgerðu og lögnum að því svæði, eigi síðar en 1. maí 1988, en verkinu öllu fulllokið 1. september 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Rvk, gegn 30.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 7. júlí n.k., kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Kennarar- kennarar Kennara vantar á Akranes við Brekkubæjar- skóla: - sérkennara við deild fjölfatlaðra. - almenna kennara - smíðakennara Upplýsingar veita skólastjóri, Viktor Guðlaugs- son, vs. 93-1388, hs. 93-2820 og yfirkennari, Ingvar Ingvarsson, vs. 93-2012, hs. 93-3090. Við Grundaskóla: - sérkennara - almenna kennara - kennara á bókasafn Upplýsingar veita skólastjóri, Guðbjartur Hann- esson, vs. 93-2811, hs. 93-2723 og yfirkennari, Ólína Jónsdóttir, vs. 93-2811, hs. 93-1408. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Skólanefnd Grunnskolann á ísafirði vantr kennara í eftirtaldar stöður: Almenna bekkjarkennslu Smíðar Sérkennslu Tungumál íþróttir Heimilsisfræði Tónmennt Þúgetur komið til ísafjarðar þér að kostnaðrlausu því flutningskostnaður er greiddur fyrir þig. Þú færð leigða íbúð langt undir markaðsverði. Eigirðu börn er aðstoðað við að fá gæslu fyrir þau. Kennarhópurinn er áhugasamur og já- kvæður og skólahúsnæðið er í uppbyggingu. Það bendir því margt til framfara í skólamálum á ísa- firði á næstu árum. Hvers vegna ekki að kanna möguleikana? Hringdu og fáðu nánari upplýsing- ar. Upplýsingar gefa: Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri, v.s. 94-3044, h.s. 94-4294 eða Björn Teitsson, formaður skólanefndar, v.s. 94-3599, h.s. 94-4119.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.