Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 15

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 15
Ogþetta líka.... Sveppa- gróður ó augn- linsum Sveppirdafna velá sumum tegundum mjúkra linsa. Geta vaxið gegnum linsuna og vald- ið sárum á hornhimnunni Linsur hafa veitt mörgum gler- augnaglámnum lausn frá gömlu hornspöngunum. Harðar linsur eru nú á undanhaldi fyrir mjúk- um linsum, sem eru mun þægi- legri og auðveldari. Nú hefur hins vegar komið í ljós að mjúkar lins- ur geta verið gróðrarstía sveppa, séu þær ekki tryggilega hreinsað- ar. Sveppagróðurinn getur svo valdið skemmdum á hornhimnu augans. Þetta kemur fram í nýlegri könnun, sem gerð var í Banda- ríkjunum. Linsurnar, sem athug- aðar voru, eru hafðar í augunum í nokkrar vikur í senn, áður en þær eru teknar út til hreinsunar. En könnunin var gerð vegna þess að augnlæknar höfðu fundið sár, af völdum sveppa, á hornhimnu í augum fólks sem notaði viðkom- andi linsur. í ljós kom, að ýmsar sveppa- gerðir lifðu góðu lífi á linsunum. Frá þeim uxu þræðir, sem gjarna undu sig gegnum linsuna, og inn í augað. Af þeim hlutust svo sár í sumum tilvikum. Frekari tilraunir sýndu svo, að sveppir vaxa einkar vel á linsum, í saltlausnum sem eru nánast eftir- líking af tárum mannsins. Gylltar stól- fyllingar Tannlæknar geta nú sparað með minni gullnotkun í tannvið- gerðum en áður. Aðferðin bygg- ist á sovéskri uppfinningu. Með henni eru fyllingar í tönnum, sem áður voru úr gulli, gerðar úr ryð- fríu stáli. Utan á stálið er svo lögð örþunn gullhimna. Tíðir og sjólfs- morð Franskir vísindamenn hafa ný- lega kunngjört niðurstöður at- hugana á 108 konum, sem reyndu að fremja sjálfsmorð. í ljós kom, að greinileg fylgni virðist vera á milli sjálfsmorða og framleiðslu sérstakra estrógenhormóna en magn þeirra breytist með tíða- hringnum. Af konunum notuðu 73 getn- aðarvarnarpillur, en 35 ekki. Hjá konunum, sem ekki not- uðu pilluna, áttu sjálfsmorðs- drögin sér stað meðan lítið magn af estrógeni var í blóðinu. 42 prósent reyndu sjálfsmorðin í fyrstu viku tíðahringsins, en að- eins 12 prósent í síðustu vikunni. Hjá konum, sem notuðu pill- una, var svipuð tíðasveifla ekki sjáanleg. Vegna þessa ályktuðu Frakk- arnir, að í tíðahringnum séu viss tímaskeið, þar sem estrógen fra- mleiðslan sé lág, og því fylgi þunglyndi. Tilraunir til sjálfs- morðs séu því tíðastar þá. ída Ingólfsdóttir ásamt ungri vinkonu í síðustu Keflavíkurgöngu: og við brúum kynslóðabilið með glæsibrag... Keflavíkurgöngur Ég hefði skammast mín fyrir að vera ekki með Rætt við ídu Ingólfsdóttur sem hefurgengið allar Keflavíkurgöngur nema eina Ég ætla að vona að þetta verði hin myndarlegasta ganga, segir ída Ingólfsdóttir, sem áðurstjórnaði dagheimil- inu í Steinahlíð, en hún hefur gengið allar Keflavíkurgöngur nema þá fyrstu - og kom ekki til af góðu: hún var veik. - Það er ósköp einfalt að segja frá því hvers vegna við fórum að ganga segir ída: maður er á móti her á Islandi og vill hann burt. Og ég er reyndar afar tortryggin á allt sem heitir hermennska, það er svo mikil niðurlæging fýrir mann- eskjuna að vera troðið inn í þetta kerfi sem kallast her, eiga að lúta skilmálalaust fyrirskipunum, hversu fáránlegar sem þær eru, og eru svo ekki menn lengur í raun og veru. Það var sýnd í sjónvarpinu á laugardaginn bíómynd sem sýnir vel þennan fáránleika og þessa niðurlægingu, Grein 22 og vitan- lega hafa margir fjallað um sömu fyrirbæri í bókum og öðru formi. Eg skal segja þér eitt - þegar ég horfði á þessa mynd þá varð það mér efst í huga að til einhvers höfum við gengið Keflavíkurg- öngu - fólk verið að spássera - það er alltaf ærin ástæða til að láta í Ijós afstöðu sína til viður- styggðar hermennskunnar - og svo gróðafi'knar sem henni teng- ist. Já, eins og ég sagði áðan, þá hefi ég farið í allar Keflavíkur- göngur nema þá fyrstu. Þá var ég veik. Ég fór líka í Hvalfjarðar- gönguna seinni daginn sem hún stóð - þótt ég væri þá illa lasin. Ég var svona að vona að ég hrykki upp af í þeirri göngu, þá hefði ég orðið eins konar íslenskur dýr- lingur! Eg hefi gengið af því mig lang- aði tii þess og ég hefi alltaf haft þá tilfinningu að ef ég tæki ekki þátt í þessum aðgerðum þá mundi ég skammast mín. Ég get vel tekið undir með Jón- asi okkar Árnasyni sem sagði einu sinni svo ágætlega: Ég geng einn ef ekki vill betur. En sem betur fer hefur alltaf verið mikill og skemmtilegur félagsskapur í Keflavíkurgöngum, samkennd mikil og kynslóðabiiið brúað með miklum glæsibrag. Ég veit að margt hefur mistek- ist. Þeir eru ekki orðnir nógu margir sem eru andvígir her eða láta það í ljós með virkum hætti. UT-r.t Akraneskaupstaður Laust starf bæjarstjóra Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjar- stjóra á Akranesi. Frekari upplýsingar um starfið veita IngimundurSigurpálsson, bæjarstjóri, (sími 93-11211) og Ingibjörg Pálmadóttir, forseti bæjarstjórnar, (sími 93-11818). Umsóknarfrestur er til 4. júlí n.k. Bæjarstjóri. Það fór stundum í taugarnar á fólki sem annars vildi vera með að sumir hópar vildu láta fara mest fyrir sínum rauðu fánum í göngunni. Kannski þyrfti líka að hressa upp á vígorðin. En hvernig sem það er og þótt ýmsir hafi helst úr lestinni, þá hafa göngurn- ar haft sin áhrif og þau drjúg. Þær hafa örvað þá sem voru sama sinnis og við og þær fóru yndis- lega í taugarnar í herstöðvasinn- um sem kannski köstuðu í okkur eggjum og skít. Eg vona að gangan á laugar- daginn kemur verði hin myndarl- egasta. Mér finnst mikils virði að hún sé farin og ekki bara fyrir okkur íslendinga. Og þar með er bráðum hálfátt- ræð baráttukona kvödd og við biðjum hana vel að lifa með vísu þessari sem mun ort um svipað leyti og Keflavíkurgöngur hófust: Látum fljóðin líða skort lemjum góða vini heldur en bjóða frelsi vort falt í gróðaskyni... ÁB AUS UNGMENNASKIPTI Nicaragua Alþjóðlegum ungmennaskiptum hafa borist upplýsingar um skóla í Nicaragua sem AUS eru tilbúin til að aðstoða fólk við að sækja. Aðstoðin felst einkum í skipulagningu ferða og undirbúnings. Casa Nicaragúense de Espanol (CNE). Skólinn er í Manag- ua og varir í 2-16 vikur. Hver vika kostar um kr. 7000, verð fer lækkandi með lengri skólavist. Námið skiptist í spænskunám og styttri ferðir og heimsóknir. Dvalið er hjá fjölskyldu. NICA, Nuevo Instituto de Centro America. Skólinn er i Estelí sem hefur verið miðpunktur baráttu Nicaraguabúa fyrir sjálfstæði sínu. Estelí er nálægt fjalllendi, á landbúnaðar- svæði. Skólinn er byggður upp svipað og CNE og kostnaður svipaður en skólinn varir í fimm vikur. Hægt er að sækja hann tvisvar með hléi og halda þá áfram þar sem frá var horfið í síðara skiptið. NICA býður verkafólki með lágar tekjur afslátt. AUS stendur einnig til boða að senda þátttakendur með hópi spænskra kennara til Nicaragua í næsta mánuði að byggja skóla. Skilyrði er að viðkomandi tali spænsku. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni, sími 91 -24617, kl. 13-16. ALÞJÓÐLEG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.