Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Síða 16
Rokk- bannlisla Bandaríkin hafa löngum stært sig af því að vera eitthvert öflug- asta lýðræðisríki heims. Margt er rétt í þeirri fullyrðingu og er ekki ætlunin að fara að bölsótast út í Bandaríkin hér þó vera kunni að einhverjum þyki að svo sé er líða tekur á þessa greins. Það er ekki að ástæðulausu að þessi aðvörun er sett fremst í þessa grein því mörgum hefur hitnað í hamsi við það að vegið sé að veldi annars hvors risans (hvort sem er í austri eða vestri). Það að ákveðin öfl innan ein- hvers þjóðfélags vilji setja lög og PUNKTAR Það er úr nógu að velja af nýju og spennandi efni sem vænta má að komi í verslanir nú um miðjan júní. Simple minds eru að senda frá sér sína fyrstu tónleikaplötu (tvöföld) og nefnist hún „In the city of light”. Á henni er að finna lög frá tónleikum sveitarinnar á síðasta ári og má nefna lög eins og „Once Upon A Time”, „Ghost- dancing” og „Don’t You Forget About Me”. The Smiths virðast líka vera óþreytandi við að gefa út efni og nú er væntanleg með þeim ný plata sem hlotið hefur nafnið „Louder Than Bomb”. Maðurinn á bak við Sun City er líka að senda frá sér plötu og er þessi nýjasta afurð Little Steven nefnd „Freedom No Comprom- ise”. Fleiri eru væntanlegar því Decon Blue og Long Ryders hafa báðar verið að senda frá sér efni. Plata Decon Blue (með efnilegri bandarískum sveitum) heitir „Rain Town” en plata Long Ry- ders (sem nú eru á hljómleika- ferð um Bretland) heitir „The Two Fisted Tales”. Sumir hætta aldrei að gefa út plötur og Neil Young er einn af þeim. Hann er búinn að gefa út enn eina plötuna og er nafn hennar „Life”. Ekki er þó vitað hvort um hljómleikap- lötu er að ræða. Ný plata Holly- wood Beyond er líka á leiðinni og ber hún það hæverska nafn „If”. Önnur hljómsveit sem ekki held- ur kýs löng nöfn á plöturnar er hljómsveitin Asleep At The Whe- el en platan heitir „10”. Ein af betri sveitum dagsins í dag er Shelleyans Orphan og fyrir þá sem ekki hafa kynnst þessari sveit enn er tilvalið að fá sér glæ- nýja plötu frá sveitinni sem heitir „Hellebirine” og ef eitthvað er að marka orð breskra gagnrýnenda á þessi hljómsveit eftir að verða eitt af stóru nöfnunum innan tíð- ar. Go West sem ekki hafa látið mikið á sér bera að undanförnu voru líka að gefa út skífu og er nafn hennar „Dancing On The Couch” og fyrir þá sem vilja hafa léttan Bon Jovi stíl á hlutunum var Heart að senda frá sér skífu sem hlotið hefur nafngiftina „Bad Animals” (Það sérstaka við Heart er kannski að tvær systur eru meðlimir). Go Between send- ir frá sér plötu sem heitir „Tallul- ah” og ný plata með Jane Siberry „Speckless Sky” er komin út. Billy Bragg breskur söngvari í gæðaflokki út af fyrir sig er líka búinn að senda frá sér nýja plötu og ber hún heitið „Back To Bas- ics”. reglur um þá hluti sem þeim finnst skipta máli er vel þekkt í gegnum alla sögu hins vestræna heims. Það að vilja ritskoða efni á ákveðnum forsendum er líka ævagamalt fyrirbrigði sem kaþ- ólsku kirkjunni og rannsóknarrétti hennar tókst vel til við. Það er eðli þeirra sem völdin hafa að vilja gæta þessara hagsmuna sinna og því hefur rit- skoðun haldið velli allt til okkar daga. Eftir umbrotatíma síðan eftir lok seinni heimsstyrjaldar hefur krafan um frjálst flæði upp- lýsinga verið eitt af því sem hvað mestar deilur hafa staðið um. Rokksagan er þar engin unda- ntekning og allt frá því að bannað var að sýna-mjaðmirnar á Elvis í bandarísku sjónvarpi hafa íhalds- söm öfl innan Bandaríkjanna unnið að því leynt og ljóst að fá fram höft á roícktónlist. Banda- ríkjamenn hafa þó alltaf verið stoltir af rétti sínum til að tjá sig „First Amendment”. Þessu hafa þeir ekki viljað fórna hvað sem tautar og raular og hæstiréttur Bandaríkjanna hefur veigrað sér við að leyfa nokkur þau höft sem skert gætu þennan rétt. Á undan- fömum mánuðum hafa þó borist fréttir frá Bandaríkjunum sem ekki virðast leiða annað í ljós en að Bandaríkin séu á sömu leið og vinurinn í austurvegi. Þetta eru stór orð og hvað veldur því að ég leyfi mér að gerast svo djarfur að halda þessu fram? Heldri konur gegn klámi Árið 1984 hittust nokkrar kon- ur sem voru giftar valdamiklum mönnum í Washington. Fyrir utan að eiga áður nefnt atriði sameiginlegt áttu þær annað sam- eiginlegt. Nefnilega það að vera orðnar langþreyttar á því að hlusta á klám og ofbeldiskennda texta tónlistarmanna eins og Prince og Madonnu. Á þessum fundi sínum ákváðu þær að stofna með sér samtök sem þær nefndu Parents Music Resource Center (Tónlistarráðgjöf foreldra) eða P.M.R.C. og stefndu að því að koma ýmsum höftum á þann hluta rokktónlistar sem þær töldu að gæti haft slæm áhrif á börn. Þetta vakti í fyrstu ekki mikla at- hygli því ekki er hægt að segja að þetta séu fyrstu samtökin sem stofnuð hafa verið rokktónlist til höfuðs. Fljótlega varð þó breyting þar á, t.d. fengu konumar mikinn stuðning frá öðrum hreyfingum, svo sem eins og Moral Majority. Síðan gerðist það líka að með hjálp eiginmanna þessara kvenna var stofnuð þingoefnd til að at- huga málið. Þar vom hinir ýms- ustu kvaddir fyrir og konurnar komust í pressunar. Helstu kröf- ur þeirra voru þær að plötur yrðu Prince - foreldrasamtökin í Banda- ríkjunum hafa sitt hvað við texta hans að athuga. Verður tónlist hans bönnuð? merktar (svipað og gert er við kvikmyndir) textar yrðu prentað- ir utan á umslög platna, sett yrðu aldurstakmörk inn á rokktón- leika og útvaipsstöðvum yrði bannað að leika klámfengna rokktónlist. Segja má að við- brögðin við þessum tíðindum hafi verið mjög á tvo vegu. Annars vegar glöddust þeir sem alltaf telja að ungdómur dagsins í dag sé verri heldur en sá í gær og ætíð stendur á móti breytingum sem leitt geta til aukins frelsis. Hins vegar vom tónlistarmenn, útge- fendur og blaðamenn skemmt- anaiðnaðarins sem stóðu strax í byrjun á móti þessum breyting- um. Meðal þeirra sem hvað harð- ast hafa barist gegn þessum sam- tökum er Frank Zappa. „Það að ætla sér að banna eða hefta popt- ónlist er svipað því að búa til svit- alyktareyði sem ekki er hægt að ná lokinu af,” sagði hann við blaðamenna Newsweek skömmu áður en þingnefndin kom til starfa. Aðeins 7% muna texta Fundir þessarar þingnefndar vöktu talsverða athygli því þar voru leiddar fyrir margar af stærri stjörnum poppsins sem konurnar báru þungum sökum. Þessir menn báru ábyrgð á því að spilla bandarískum ungdómi, frjálsu kynlífi (A.I.D.S.) og eiturlyfja- neyslu. Svo fór á endanum að plötufyrirtækin samþykktu að einhvers konar viðvörunum yrði komið fyrir á plötunum og þótti ýmsum sem hér væri verið að setja stefnuna á enn meiri höft. Rétt þótti að rannsaka málið og athuga raunveruleg áhrif poppt- exta á bandarísk ungmenni. í ljós kom að aðeins 7% þeirra gátu munað allan texta þess lags sem var í uppáhaldi hverju sinni. Madonna - kyntákn nýrrar kynslóðar sem sumum þykir ansi klúr á köflum. Tónlist hennar er eitur í beinum valdamikilla hópa... Meirihluti sagði að það skipti meira máli að laglínan væri gríp- andi. Eitt af því sem konurnar höfðu lagt hvað mesta áherslu á var það að hljómsveitir og útgáfufyrir- tæki kæmu sér upp eigin eftirliti og fylgdust sjálf með því að efnið væri boðlegt hverjum sem væri. Þetta varð til þess að einstaka hljómsveitir settu sína eigin við- vörunarmiða á plöturnar. Meðal þeirra var þungarokkhljóm- sveitin Metallica en eftirfarandi áletrun var að finna á öllum bandarískum útgáfum plötu þeirra „Masterof Puppets”: „The only track you probably won’t want to play is „Damage inc” due to multible use of the infamous „F’word. Otherwise there aren’t any ,jhits”, ,fucks", „cunts,” „pisses”, „motherfuckers" or „cocksuckers" anywhere on this record. ” Öfgafullir trúarhópar Síðan þetta var hefur verið í gangi mikil umræða, þó sérstak- lega meðal þeirra sem telja sér málið skylt. Athygli hefur vakið að með nýjum reglum um áritanir og vinnuleyfi hafa hljómsveitir, sem áður áttu auðvelt með að fá leyfi til hljómleikahalds í Banda- ríicjunum, í síauknum mæli orðið fyrir því að þeim sé neitað um vegabréfsáritun. Það er gert á þeim forsendum að þær séu ekki nægilega vel þekktar innan Bandaríkjanna. Einnig hefur þess orðið vart að ákveðnar tónl- istarstefnur og hljómsveitir fá ekki aðgang að stóru dreifingar- aðilunum. Það nýjasta í þessum efnum er það að nú hefur banda- ríska útvarpsnefndin (F.C.C.) sett reglur sem meina hlustend- um að ákveða hvað þeir hlusta á. Allur flutningur efnis sem segir Frank Zappa. Gamli maðurinn berst nú hatrammlega gegn hugmyndum um að setja höft á það sem útvarps- stöðvar mega leika. Hætt er við að lítið af hans lögum og textum hljóti náð fyrir augum siðprúðra vestur þar. frá eða lýsir kynferðislegu eða óeðlilegu athæfi líffæra er bann- aður. Auk þess er bannað að út- varpa efni sem talist gæti ósið- legt, svo og bölv á þeim tíma sem talið er að börn gætu verið að hlusta. Þetta þýðir með öðrum orðum að slíku útvarpsefni má aðeins útvarpa um hánótt og horfið hefur verið frá fyrra marki sem miðaðist við 10 e.h. Stóri bróðir er enn á ferð. Það þarf ekki að undrast það að ýms samtök í Bandaríkjunum hafa mótmælt þessum nýju reglum þar sem þær skaði skoðanafrelsi manna og brjóti því í bága við stjórnarskrána. Á móti kemur að P.IVI.R.C. heldur því fram að hér sé ekki verið að brjóta rétt manna til skoðanafrelsis, aðeins sé verið að vernda óþroskaða unglinga og börn frá því sem talist getur mið- ur heppilegt fyrir þroska þeirra og andlega heilsu. Ándstæðingar svara sem svo að nær væri að endurskoða byssulöggjöfina, stemma stigu við útbreiðslu klámrita og ýmiss konar ofbeld- istóla. Látum nú Frank Zappa hafa síðasta orðið og dæmi svo hver fyrir sig: „Það eru engar vísindalegar sannanir fyrir því að fólk fari eftir því sem stendur í popptextumþ Samkvæmt viðmiðun þessa for- eldrafélags eru aðeins 5% allra texta um eitthvað athugavert að þeirra mati. Það þýðir að 95% texta eru í lagi. Til dæmis ást. Allir heyra ástarsöngva, - en finnst þér að fólk elski hvert ann- að? Þetta er óraunsætt. Vandamálið er að fólkið sem berst gegn höftum af þessu tæi lætur ekki í sér heyra. Það er mikið af þessu fólki, en það hefur ekki aðgang að fjölmiðlum og sumir virðast halda að þetta lagist af sjálfu sér. Eina fólkið sem lætur í sér heyra eru þessir öfga- fullu trúarhópar!” POPPSÐA SIMMA Sigmundur Halldórsson hefur tekið að sér að skrifa um tónlist í Sunnudagsblaðið nú í sumar. Hann er maður fróður í þessari grein. Einn af sigurvegurum Menntaskólans við Hamrahlíð í Denna-spurningakeppninni, sem flestir skólar í landinu tóku þátt í. Þjóðviljinn býður Sigmund velkominn til starfa og væntir góðs af.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.