Þjóðviljinn - 07.06.1987, Side 20
Hvítanesskáli er elsti skáli Ferðatélags íslands. Hér áir hópur göngugarpa í blíðviðri. Langjökull
er í baksýn.
Útivist er
lífsstíll
Spjallað vlð Ólaf Sigurgeirsson
um gönguleiðir, útivist o.fl.
Ólafur: Að vakna upp í
tjaldi á fjallstindi inní á
öræfum, - það er upplifun
sem varla er hægt að
lýsa...(Mynd:Sig)
Það er eins og fólk haldi að
það þurfi að fara austurfyrir
fjall eða upp í Borgarfjörð til að
komast í fallega, óspillta nátt-
úru. Það er hins vegar tilfellið
að í næsta nágrenni Reykja-
víkur er mikið af góðum
gönguleiðum. Eins er með
Reykjanesið, sem sumirvirð-
ast halda að sé tóm flatnes-
kja, segir Ólafur Sigurgeirs-
son í spjalli við Þjóðviljann um
. útivistog náttúruskoðun.
Ólafur er í stjórn Ferðafélags
íslands og útivist verður að teljast
aðaláhugamálið, - á síðasta ári
fór hann alls 36 dagsferðir með
ferðafélaginu!
Útivist, - getur hún orðið eins
og hver önnur árátta eða smit-
baktería?
Ólafur brosir að spurningunni:
„Já, svo sannarlega og ég er með
þessa bakteríu á háu stigi! Ég sé
helst eftir því hvað ég byrjaði
seint að sinna þessu áhugamáli.
fyrir alvöru.”
Það var fyrir 8 eða 9 árum og
Ólafur hefur ekki látið staðar
numið síðan. En hlýtur ekki úti-
vist að fara halloka fyrir áhuga-
málum eins og myndböndum,
dansiböllum og ferðum til út-
landa?
„Á tímabili fækkaði þeim sem
fóru í þessar skipulögðu ferðir,
en þeim er að fjölga aftur. Um
síðustu helgi vorum við í Ferðafé-
laginu t.d. með göngudag fyrir
fjölskylduna og buðum upp á til-
tölulega áreynslulausa göngu-
leið. Það komu hvorki fleiri né
færri en 350 manns.”
Ólafur hugsar sig um. „Sumir
halda að þessi útivistarfélög séu
bara fyrir einhverja göngugarpa
og að fólk þurfi að vera sérstak-
lega vel á sig komið. Það er nú
aldeiiis ekki tilfellið, þó við bjóð-
um upp á sérstakar ferðir fyrir
mestu kappana. Flestar göngu-
leiðir henta eiginlega öllu fólki,
sama á hvaða aldri það er. Mikið
til er þetta láglendisrölt og ekkert
span á mannskapnum.”
Landslagið segir
sögu
- En afhverju að labba öllþessi
ósköp? Er það ekki úrelt á öld
bíla og tunglflauga?
„Við kynnumst landinu á allt
annan hátt þegar við göngum.
Sjálfur er ég svolítið veikur fyrir
þessum gömlu vörðuðu leiðum,
þar sem sagan kemur eins og upp
í fangið á mér. Það er tilfinning
sem er erfitt að lýsa. Ég held að
þetta sé eitthvert besta meðal við
streitu sem til er - að ganga úti í
náttúrunni, anda að sér hreinu
loftinu og finna lyktina af gróðr-
inum.” Ölafur þagnar. Honum
hefur líklega orðið hugsað suður í
Herdísarvík. Svo heldur hann
áfram: „Flestir sem fara einu
sinni í ferð með okkur koma aft-
ur. Það er enda mikið af fólki sem
fer þetta einu sinni, tvisvar í mán-
uði.”
- Þannig að félagsskapurinn
hefur kannski sitt að segja lika?
„Alveg tvímælalaust. Við
leggjum áherslu á að rækta fé-
lagsskapinn og í raun er þetta allt
saman ákaflega frjálslegt hjá
okkur þótt við höfum alltaf farar-
stjóra. Það er sest niður og rabb-
að um það sem fýrir augu ber.
Svo leggja menn saman; einn
kann kannski góð skil á steinum,
annar á blómum og sá þriðji les
landslagið. Það er nú einu sinni
svo að maður er manns gaman
eins og þar stendur...”
- Landið og sagan, - þessir
þœttir hljóta iðulega að vefast
saman þegar náttúran er skoðuð?
„Það er víst óhætt að segja það.
Hvað sjálfan mig varðar þá hefur
sprottið upp hjá mér talsvert mik-
ill áhugi á sagnfræði í tengslum
við náttúruskoðun. Ef maður er
vel upplýstur um staðhætti og
sögu á ferðum sínum, þá nýtur
hann þeirra enn betur en ella. Þá
er landslagið ekki bara landslag,
heldur líka saga. Saga af raun-
verulegu fólki sem einhvern
tímann átti leið þar um.
Hvíld frá amstri
hversdagsins
- En hvaða staðir eru það sem
þú heldur mest upp á?
„Það er óskaplega erfitt að
gera upp á milli. Yfir hásumarið
leita ég meira inn á hálendið. Það
er alveg sérstök upplifun að
vakna í tjaldi upp á fjalli í öræfa-
kyrrð. Morgnarnir þar taka öllu
öðru fram.
Reykjanesið er afar hentugt til
ferðalaga síðla vetrar og fram á
vor. Þar er hægt að fara í göngu-
ferðir þó aur og drulla séu annars
staðar.” Það verður þögn. „Það
hafa allir staðir eitthvað til síns
ágætis,” segir Ólafur og treystir
sér greinilega ekki til að gera
frekar upp á milli staða.
- Er ungt fólk duglegt við
göngur og náttúruskoðun?
„Unga fólkið er ansi mikið
með, alveg þangað til það kemst
á þann aldur að stofna heimili. Þá
vill nú verða minni tími og svig-
rúm til að njóta móður náttúru.
En síðan kemur þetta fólk bara
seinna. Það er hins vegar ekkert
kynslóðabil. Fólk stundar útivist
þó það sé komið á efri ár.”
- Er það ekki lífsstíll út affyrir
sig að stunda þetta áhugamál?
„Jú, vissulega er það svo og á
mjög jákvæðan hátt. Það er
ómögulegt að eyða hverri helgi í
að grilla úti í garði eða fara á
dansstaði. Það er einfaldlega
leiðigjarnt til lengdar. Og eins og
ég sagði áðan þá er þetta svo góð
hvíld frá stressinu og amstri
hversdagsins.”
Svo ótal mikið eftir
- Er þetta dýrt sport?
„Nei, alls eicki. Númer eitt er
að eiga góða skó og einhvern
hlífðarfatnað. Þeir sem eru í kafi í
þessu kaupa sér náttúrlega alls
konar græjur og búnað. Fyrir
venjulega ferðalanga er það
óþarfi.
Ferðirnar sjálfar geta nú varla
talist dýrar, þetta 400-600 kall
fyrir síðdegistúrana um helgar.
Það er litlu meira en verð á ball-
miða svo dæmi sé tekið.”
- Og h vert œtlar þúsvoí sumar-
fríinu þínu?
„Þann 17. júní fer ég í fimm
daga ferð vestur á Látrabjarg og
Barðaströnd að skoða fugialífið.
Svo reikna ég með að fara að
Herðubreiðarlindum og Öskju.”
- Þú ert ekkert smeykur um að
dag nokkurn verðir þú búinn að
skoða ísland hátt og lágt og eigir
ekkert eftir?
„Nei, það held ég að verði nú
seint. Ég á ýmislegt eftir, t.d.
Lónsörævi, Kverkfjöll og ýmis-
legt þar um slóðir. Það er svo ótal
margt sem ég á eftir að skoða. Og
ég hlakka til!”
-hj
Hópur frá Ferðafélagi íslands uppi á Rauðkolli við Þjófadali.