Þjóðviljinn - 07.07.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 07.07.1987, Page 6
Uppi á Hvannadalshnúk sér niður í Öræfasveit þokum hulda. Grímsvatnaleiðangur Húsfíutningar oa immsókna 50 manna leiðangur Jöklarannsóknafélagsins til Grímsvatna 17. til27. júnís.l. Helgi Björnsson, jöklafrœðingur og leiðangursí. upplýsingarfengustúrþeimathugunumsemvið gerðum. Grímsvatnasvæðiðmestajarðhitasvæðilandsins. Skáli fluttui, Jöklarannsóknafélagið fer árlega leiðangur sem þennan. Tilgangur Gríms- vatnaferðar í þetta sinnið var tvíþættur. Annarsvegar að flytja nýjan skála upp á jökul og hins vegar almenn rannsóknastörf, sagði Helgi Björnsson, jöklafræðingur, sem var leiðangursstjóri í Grímsvatnaferð Jöklar- annsóknafélagsins 17. til 27. júní s.l. í ferðinni voru um 50 manns og segja leiðangurs- menn markverðar niðurstöð- ur hafa fengist úr leiðangrin- um. „Félagið hefur farið slíkan leiðangur árlega síðan 1950, þannig að það má segja að þeir sem oftast hafa farið eru orðnir nokkuð kunnugir svæðinu, en það er þó enginn hörgull á athug- unarefnum við Grímsvötn,“ sagði Helgi Björnsson. Með heilt hús í eftirdragi Einn tilgangur Grímsvatna- ferðarinnar var að koma upp skála fyrir jöklarannsóknarmenn á Vatnajökli. Félagar Jöklar- annsóknafélagsins smíðuðu hús- ið í vetur, sem er sextíu fermetrar að flatarmáli. Skálinn var fluttur í heilu lagi og fulltilbúinn upp á jökul, þar sem honum var fund- inn staður á Eystri-Svíahnjúk í 1720 metra hæð yfir sjávarmáli. „Með tilkomu þessa skála, er öll aðstaða til rannsókna við Grímsvötn stórlega bætt og sama gegnir um aðstöðu til björgunar og leitar á Vatnajökli. Skálinn er vel í sveit settur, - um það bil miðsvæðis á jöklinum,“ sagði Helgi Björnsson. Fjölþœtt rannsókna- störf í leiðangrinum gerðu jökla- rannsóknamenn margvíslegar at- huganir og mælingar á Gríms- vötnum og næsta nágrenni. Þykkt íshellunnar yfir vötnunum var mæld, með rafsegulbylgjum og kom í ljós að hún er litlir 250 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 7. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.