Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 3
■m ÖRFRÉTTIRwn Sumarslátrun er hafin á Hornafirði, í sláturhúsi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Slátrað verður 100 lömbum á viku frammað hefðbundinni slát- urtíð og stefnt að því að halda áfram slátrun að henni lokinni frammað jólum. Slátrað er á mánudögum og kemur kjötiö á markað á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudögum, í meðal annars Miklagarð, Kaupstað, Hagkaup og KRON-búðir. Þetta er þriðja sumarslátrunarárið í röð á vegum Búvörudeildar SÍS. Verð er í fyrstu um 30% hærra í heildsölu en á frystu kjöti, en mun fara stig- lækkandi frammað sláturtíö. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags húsgagna- og innanhússarki- tekta sem haldinn var fyrir skömmu. í henni eru Þórdís Zo- ega formaður, Heiða Elín Jó- hannesdóttir og Elísabet Ing- varsdóttir, varamenn Hallur Kristvinsson, Kristín Sætran og Oddgeir Þórðarson. Félagsmenn eru nú 59 talsins. Á fundinum var ákveöið að láta skrifa sögu fé- lagsins, sem nú er liðlega 30 ára gamalt, stofnað 1956. Því var sérstaklega fagnað að á síðasta þingi voru samþykkt lög um lög- verndun starfsheitisins hús- gagna- og innanhússhönnuður, en það hefur lengi verið barátt- umál félagsins. Fjórtán rithöfundar voru samþykktir nýir félagar í Rit- höfundasambandi Islands á síð- asta aðalfundi þess. Þeir eru, samkvæmt fréttabréfi sam- bandsins: Berglind Gunnarsdótt- ir, Dóra Stefánsdóttir, Eiríkur Brynjólfsson, Eyvindur Erlends- son, Franz Gíslason, Garðar Baldvinsson, Helgi Már Barða- son, Halldór Kristjánsson, Jó- hamar (Jóhannes Óskarsson), Kristín Ómarsdóttir, Kristján H. Kristjánsson, Magnús Gezzon, Ólafur Jóhann Engilbertsson og Þórunn Valdimarsdóttir. í stjórn Rithöfundasambandsins eru nú: Sigurður Pálsson (formaður), Einar Kárason (varaformaður), Vilborg Dagbjartsdóttir, Þor- steinn frá Hamri og Þórarinn Eld- járn, varamenn Andrés Indriða- son og Sigurjón Birgir Sigurðs- son (Sjón). Lennart Bodström er menntamálaráðherra Svíþjóð- ar og kemur hingað í dag í opin- bera heimsókn ásamt konu sinni Vönju og embættismönnum. Bodström heimsækir menning- arstofnanir í höfuðborginni, ferð- ast um Norðurland og ræðir við Birgi Isleif Gunnarsson mennta- málaráðherra um sænsk-íslensk samskipti á sviði menntamála og vísinda. Lennart Bodström hefur verið menntamálaráðherra síðan haustið 1985. Hann var áður ut- anríkisráðherra ( stjórn Olofs Palme. Vík Farsæll á sjó og landi Útgerð landgönguprammans í Vík hefurgengið vel, og nú er boðið upp á sjóferð ígegnum Dyrhólaey ogað Reynisdröngum um Verslunarmannahelgina Þetta virðist skynsamleg leið fyrir hafnlausa bæi, sagði Vigfús Þormar Guðmundsson oddviti í Vík í Mýrdal um útgerð- ina á landgönguprammanum Farsæli, sem gerður hefur verið út í eitt ár frá Vík. Þeir físka á handfæri og auk þess að sjá bæjarbúum fyrir soðningu hafa þeir verkað talsvert í salt og selt úr byggðarlaginu, og þetta hefur gengið það vel að nú hafa sömu aðilar keypt annan pramma sömu gerðar. Þetta eru upphaflega landgönguprammar, en Vigfús sagði að þessi tæki hefðu varla verið tekin til skynsamiegra brúks en þetta. Nú fer fjölskylduhátíðin um Verslunarmannahelgina í hönd í Vík, og verður þar margt á dag- skrá, meðal annars sjóferðir með Farsæli að Reynisdröngum og í gegnum gatið á Dyrhólaey. Þá hefur verið afmarkað 150 ferkfló- metra svæði fyrir fjórhjóla- eigendur á Mýrdalssandi, á svæð- inu frá Hjörleifshöfða að Hafurs- ey. Þetta er allt gróðurlaust svæði, sagði Vigfús, og það mun fjúka í sporin í næsta sandroki. -ólg. ísafjörður Fjömtíu leiguíbúðir Haraldur L. Haraldsson bœjarstjóri: Samstarf bœjarins og atvinnufyrirtækja Menn eru sammála um það, hvar í flokki sem þeir standa, að bygging leiguíbúða sé mjög brýn hér á ísafirði. Á fundi sem haldinn var fyrir skömmu meðal forráðamanna helstu fyrirtækja í bænum og mér, var hver einasti á því að taka þátt í samvinnu með bænum í byggingu leiguíbúða, ef vilyrði og hagstæð lán fengjust hjá hinu opinbcra, segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísa- fírði. Að sögn Haraldar hefur ísa- fjarðarkaupstaður þegar sótt um lán til Húsnæðismálastofnunar ríkisins fyrir byggingu 40 leigu- íbúða, með þeim fyrirvara að komast inn í kaupleiguíbúða- pakka félagsmálaráðherra ef hann verður að lögum í haust. Forráðamenn bæjarins hafa þeg- ar átt viðræður við félagsmála- ráðherra um þetta mál og hefur hann lýst yfir miklum áhuga á fyrirætlunum bæjarstjórnar- manna. Samkvæmt könnun sem gerð var síðastliðið haust á þörf á íbúð- arhúsnæði á ísafirði virðist skorta þar um 100 íbúðir, sem mundu geta hýst um það bil 10% af nú- verandi íbúafjölda kaupstaðar- ins, en íbúar hans eru um þrjú þúsund. Björn Hcrmannsson, skrif- stofustjóri hjá Vélsmiðjunni Þór á ísafirði, sagði að það væri engin spurning um að þetta mál væri hið besta sem fram hefði komið um langan tíma þar vestra. „Það er engin launung á því að það hefur staðið atvinnustarfsemi hér mikið fyrir þrifum að eiga ekki kost á leiguíbúðum handa starfs- mönnum sem hingað vilja koma og vinna. Fólk vilí að sjálfsögðu ekki byrja á því að kaupa sér íbúð án þess að vita hvernig það er að búa hér, og ef við getum ekki út- Hofsós Fiskur frammá kvöld Mikið unnið á Hofsósi. Sveitarstjórinn: Útsvarstekjur hœkka um 20%. Slitlag og götulýsing helstu verkefnin Hér er og hefur verið mikil vinna í fiski að undanförnu og Pingflokkur krata Eiður formaður Þingflokkur Alþýðuflokksins kaus sér í gær stjórn, og er Eiður Guðnason þingflokksformaður. Varaformaður. er Karl Steinar Guðnason og ritari Jón Sæmund- ur Sigurjónsson. Þingmenn krata höfðu frestað þessu kjöri þartil stjórnarmynd- un væri tryggilega lokið þarsem ekki var vitað hvaða vegtyllur hlæðust á einstaka þingmenn vegna hennar. Á síðasta þingi var Eiður þing- flokksformaður einsog nú, vara- formaður var Guðmundur Ein- arsson sem féll af þingi í vor og ritari Karl Steinar Guðnason. -m enginn verið á atvinnuleysisskrá síðustu tvo mánuði. Vinnutíminn hefur verið frá 5-6 á morgnana til 5 eða 7 á kvöldin eftir því hve mikið hefur verið að gera, segir Ófeigur Gestsson sveitarstjóri á Hofsósi. Á Hofsósi búa um 270 manns. Stærsti vinnuveitandi er hrað- frystihúsið en þar vinna 60-70 manns. Að auki eru á staðnum tveir saltfiskverkendur og fyrir- tækið Stuðlaberg h/f sem fram- leiðir hljóðkúta í bifreiðar, sem veitir lOÍ-15 manns vinnu. Að sögn Ófeigs voru tekjur manna á Hofsósi hlutfallslega litl- ar á síðari hluta ársins í fyrra sökum þess að tveir togarar Út- gerðarfélags Skagfirðinga, en Hofsós-, Fells- og Hofshreppar eiga 1/3 í því fyrirtæki og fá til vinnslu sama hlutfall af lönduð- um fiski togaranna frá Sauðár- króki, voru frá veiðum. Fyrir sveitasjóðinn þýðir þetta að út- svarið hækkar ekki á milli ársins í fyrra og í ár nema um 20%. Út- svarstekjur í ár eru rúmar 7 milljónir en voru í fyrra tæpar 6 milljónir. Bjóst Ófeigur við því að þeir yrðu 5-10% undir lands- meðaltali í útsvörum. Helstu framkvæmdir sveitarfé- lagsins eru í malbikun gatna og götulýsingu. Kaupstaðir og sveitarfélög á Norðurlandi vestra stofnuðu með sér Malbik h/f. Eru þeir með hreyfanlega malbikun- arstöð og hefur það komið að góðum notum fyrir smærri sveitarféiögin í gatnagerðarfram- kvæmdum þeirra. Hafnaraðstaða er þokkaleg á Hofsósi en þar er aðeins aðstaða fyrir smærri báta. Allir aðflutningar til þorpsins fara fram með bflum. í ár hefur enginn sótt um lóð til byggingar sem er sveitarstjórninni mikið áhyggjuefni. grh Miðvikudagur 29. júlí 1987 |ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 vegað því leiguíbúð, þá er það borin von að fá einhvern hingað til að vinna. Hér eru næg verk- efni, en það vantar húsnæði,“ sagði Björn Hermannsson. grh Verslunarmannahelgi Spáð blíðu í Atlavík Unnar Vilhjálmsson: Veðurspáin lofargóðu. Búumst ekki viðfœrra en 3000 manns íAtlavík um helgina Að venju verður stanslaust fjör í Atlavík alla verslunar- mannahelgina. Spáin er góð fyrir helgina og það má búast við sumri og sól í Atlavík, sagði Unnar Vil- hjálmsson, hjá VÍA, sem stendur fyrir Atlavikurhátíð um helgina. - Við erum mjög varkár í áætl- unum um mannfjölda. Við reiknum okkur til um 3000 gesti, en með góðu lagi gætu þeir orðið allnokkru fleiri, sagði Únnar Vil- hjálmsson. Stórstjörnur og verðandi stjörnur verða á hverju strái í Atlavík. Hinirsíkátu Skriðjöklar leika fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, ásamt Sú Ellen og fleiri síður þekktum hljómsveitum. Hljóm- sveitakeppnin verður á sínum stað. Meðal annarra dagskráratriða má nefna að indversk söng- og dansmær fækkar fötum um leið og hún fremur söngvaseið einn mikinn og keppt verður um nafn- bótina „sterkasti maður Atlavík- ur.“ Aðgangseyrir að Atlavíkur- hátíð er 3000 krónur. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.