Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 11
lORFRETTIR i
Átján Singalesar
biðu bana og 117 slösuðust al-
varlega þegar lögregla í Kól-
ombó, höfuðborg Sri Lanka, hóf
skothríð á gríðarfjölmennan hóp
mótmælenda í gær. Fólkið vildi
mótmæla samningi forseta
landsins og ráðamanna á Ind-
landi um málefni tamílska minni-
hlutans og vopnahlé stjórnar-
hersins og uppreisnarmanna í
norður og austur héruðum lands-
ins. Ríkisstjórnin sá sér ekki ann-
ars úrkosta en að setja útgöngu-
bann sem gilda mun fram á
fimmtudagsmorgun.
Flugkappinn
Matthías Rust, sá hinn sami og
flaug lítilli flugrellu sinni frá Hels-
inki til Moskvu án þess að nokkur
yrði varvið neitt, mun verðadreg-
inn fyrir dóm eystra. Hann hefur
gist dýflissur Lefortovo fangelsis-
ins allar götur frá því hann lenti
vél sinni á Rauða torginu þann
28. maí síðastliðinn. Honum
verður gert að svara til saka fyrir
þrjú afbrot; ólöglega för inní So-
vétríkin, brot á fluglögum og
hræðileg skrílslæti!
Olíumálverk
af á að giska 35 ára gömlum fúl-
lyndum, vonsviknum og mislukk-
uðum listmálara íklæddum
dökkgrænum týrólabúningi,
stuttbuxum og hnéháum sokk-
um, þætti ekkert merkilegt fyrir-
bæri né annálsvert ef ekki væri
um að ræða einu varðveittu
sjálfsmynd Adolfs nokkurs Hitl-
ers. Eða svo segir vesturþýskur
sagnfræðingur sem segist hafa
haft uppi á málverkinu á heimili
velmektarfjölskyldu einnar í Vín.
Að vísu er myndin ómerkt en finn-
andinn kveður ekki leika nokkurn
vafa á því að Hitler hafi málað
hana sjálfur skömmu eftir að
hann var látinn laus úr fangelsi,
það megi sjá á hvoru tveggja
fýlusvipnum á myndefninu og
hve verkið er gersamlega and-
laust.
ERLENDAR FRETTBR
Italía
Ný ríkisstjóm
Kristilega demókratanum Giovanni Goria tókst eftir japl ogjaml
ogfuðurað endurvekja fimm flokka stjórnina sálugu í gær
Eftir mikið þóf og stímabrak
varð það loks úr að kristilcgi
demókratinn Giovanni Goria
klastraði saman 47. ríkisstjórn
Italíu frá stríðsiokum. I gær-
kveldi gekk hann á fund Fran-
cescos Cossigas forseta og tjáði
honum að sér hefði tekist ætlun-
arverk sitt. Þar með er hann orð-
inn forsætisráðherra fjörutíu og
Ijögurra ára að aldri, sá yngsti í
sögu lýðveldisins.
Sömu fimm flokkar eiga aðild
að stjórninni og mynduðu stjórn
sósíalistans Bettinos Craxis en
hún lagði upp laupana þann
þriðja mars síðastliðinn vegna
hatramms ágreinings leiðtoga
Kristilega demókrataflokksins og
Craxis og félaga. Þeir eru auk
kristilegra og sósíalista: Repú-
blikanaflokkurinn, Jafnaðar-
mannaflokkurinn og Frjálslyndi
flokkurinn.
Nokkur töf varð á því að Goria
gengi á fund forsetans sökum ó-
ánægju jafnaðarmanna með þau
ráðuneyti er þeim féllu í skaut.
En um tíuleytið var honum ekk-
ert að vanbúnaði og hann gat lagt
ráðherralista sinn fyrir Cossiga.
í dag munu ráðherrar sverja
embættiseið en þvínæst munu
hefjast hefðbundnar umræður í
báðum deildum þingsins um
ágæti hinnar nýju stjórnar.
Það kom almenningi í opna
skjöldu þegar Cossiga fól Goria
umboð til stjórnarmyndunar og
sniðgekk með því flesta eldri og
reyndari forystumenn Kristilega
demókrataflokksins. En eftir á
að hyggja hefur mat forsetans
virst mönnum hafa verið
laukrétt.
f kosningabaráttunni fyrir
rúmum sex vikum virtust gömlu
mennirnir í flokknum ekki hafa
neitt brýnna til málanna að leggja
en hnýfilyrði í garð sósíalista.
Goria tók ekki þátt í þeim leik og
var því eini kristilegi demókrat-
inn sem Craxi og félagar gátu sætt
sig við í embætti forsætisráð-
herra.
En ágreiningur sósíalista og
kristilegra demókrata er óleystur
Giovanni Goría. Fertugasti og sjö-
undi og jafnframt yngsti forsætisráð-
herra í sögu ítalska lýðveldisins.
þrátt fyrir stjórnarmyndunina og
þeir eru margir sem spá því að
ríkisstjórnin springi á limminu
næsta vor, jafnskjótt og fjárlög
hafa verið afgreidd. ks.
Búlgaría
Leiðtoginn boðar nýsköpun
Zhivkofformaður kommúnistaflokksins boðaði miklar breytingar í búlgörsku
þjóðlífi á fundi miðstjórnar í gœr
r
I
ræðu sem Todor Zhivkof hélt á
aukafundi miðstjórnar búlg-
arska kommúnistaflokksins í gær
sagði hann mikilla breytinga að
vænta í stjórnkerfi landsins á
næstunni.
Athygli vakti að skýrsla for-
mannsins var ekki lögð fyrir sem
vinnuplagg fundarins fyrr en eftir
langar umræður í framkvæmdan-
efndinni sem bendir til að hug-
myndir Zhivkofs hafi mætt and-
spyrnu.
Hann kvað brýna nauðsyn
bera til þess að æðstu stjórnar-
stofnanirnar yrðu leystar upp og
að flokkurinn þyrfti að slaka á
klónni í samfélaginu. „Nú verður
sjálfstjórn fyrirtækja á dagskrá
en það er skilyrði fyrir því að
kraftur og sköpunargleði miljóna
manna verði leyst úr læðingi.“
Hann sagði núverandi skipan
mála bjóða heim „skrifræði og fé-
lagslegri hnignun.“
Það er ekki ný bóla að Zhivkof
Afvopnun
Nýjar tillögur
Bandaríkjamanna
Reagan forseti kveður afvopnunarsamninga á næsta leiti eftir að samningamenn
hans lögðufram nýjar hugmyndir í Genf. Shultz og Shevardnadze munu funda í
september
Ronald Reagan forseti greindi í
gær frá efnisatriðum nýs til-
boðs Bandaríkjamanna sem þeir
lögðu fyrir samninganefnd Sovét-
manna í Genf í gær.
Reagan vék að afvopnunar-
málunum skömmu áður en hann
ávarpaði vísindaráðstefnu í Was-
hington og kvað brátt geta komið
að því að stórveldin undirrituðu
„sögulegan samning" um
eyðingu allra meðaldrægra
kjarnflauga.
Hann kvað tvenn mikilvæg ný-
mæli að finna í tillögum stjórnar
sinnar og hvor tveggju væru til-
slakanir gagnvart Kremlverjum.
Þau eru á þá lund að Bandaríkja-
menn fallast á að engum kjarn-
flaugum sem samkomulag næst
um verði breytt í annars konar
vopn né að þeim verði skotið
undan til þriðja ríkis.
Þetta kemur til dæmis í veg
fyrir að Vestur-Þjóðverjar geti
eignast bandarískar Pershing-2
flaugar eftir að kjarnoddarnir
hafa verið numdir á brott úr þeim
og að Bandaríkjamenn geti
breytt Cruise landflaugum í sæ-
flaugar.
Reagan sagði ennfremur að í
tillögunum væri að finna ákvæði
um strangt eftirlit með því að að-
ilar stæðu við gefin heit en sér-
fræðingar fullyrða að það verði
Þeir félagar Shultz og Shevardnadze niunu eiga með sér fund í New York í
haust.
næsta auðvelt eftir að Sovétmenn
féllust á að eyða 100 Asíuflaugum
sínum jafnhliða þeim evrópsku.
Gorbatsjof samþykkti eyðingu
þeirra í síðustu viku en gat þess
um leið að Sovétmenn krefðust
þess að 72 vesturþýskar Pershing
1-A yrðu látnar foícka um leið og
meðalflaugar risaveldanna í Evr-
ópu.
f gær sagði einn af samninga-
mönnum Bandaríkjastjórnar í
Genf að hún hvikaði hvergi frá
þeirri afstöðu sinni að þýsku
flaugunum yrði haldið utan
samnings þar eð þær væru eign
geri tilraunir með nýjungar í
Búlgaríu en hann hefur allur
færst í aukana eftir að Gorbatsjof
kollegi hans hófst til valda í
Kreml.
Hann sagði verkssvið þjóð-
þingsins þurfa að breytast og að
ríkisráðið og ráðherranefndin
yrðu að víkja fyrir nýrri stofnun
sem tæki yfir hlutverk beggja.
Ennfremur kvað hann þöif á
stjórnarskrárbreytingu og endur-
skipulagningu flokksins.
Zhivkof boðaði til sérstakrar
flokksráðstefnu í desember þar
sem fjallað yrði um breytingarnar
og hvernig auka mætti áhrif
þegn’a á gang landsmálanna með
því til dæmis að skjóta mikilvæg-
um málum í dóm þjóðarinnar og
heimila fleiri en einum einstakl-
ingi að bjóða sig fram til trúnað-
arstarfa í samfélaginu.
-ks.
Bonnstjórnarinnar. Sem kunn-
ugt er eru kjarnoddar flauga
þessara í vörslu bandaríska setu-
liðsins í Vestur-Þýskalandi.
Blaðafulltrúi Hvíta hússins
upplýsti menn um það í gær að
þeir fóstbræður og utanríkisráð-
herrar Shultz og Shevardnadze
myndu hittast að máli í New York
um miðbik septembermánaðar
þegar sá síðarnefndi verður við-
staddur setningu allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna. Umræðu-
efnið mun að öllum líkindum
verða afvopnunarmál.
-ks.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar aö ráöa bréfbera.
Um er að ræða hálfsdagsstörf frá kl. 8.00 til
12.00.
Upplýsingar á skrifstofu póstmeistaraÁrmúla25.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða starfsfólk til póstafgreiðslustarfa.
Upplýsingar á skrifstofu póstmeistara Ármúla 25.
DJOÐVItJIN'J I íniinn
(,8 13 33 . « .‘68 63 00
Blaðburður er
BESTA TRIMMIÐ
LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR:
Bakkagerðl
Steinagerði
Skálagerði
Stekklr
Eskihiíð
Mjóahlíð
Hvassaleiti
Háaleitlsbraut 68
Akurgerði
Grundargerðl
Búðargerði
Sogavegur 2-70
Sogavegur 101-212
Borgargerði
Rauðagerði
Austurgerði
Hafðu samband við okkur
Siðumúla 6
0 68 13 33
Bræðratunga
Hrauntunga 2-48
Vogatunga
Háteigsvegur
Langahlíð
Flókagata
Viðjugerði
Seljugerði
Hiyngerðl
Furugerði
Espigerðl
Helðargerði
Hvammsgerði
Brekkugerði &
Stóragerðl
Miðvikudagur 29. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11