Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 9
MENNING Sagnfræði Þing norrænna sagnfræðinga Tuttugasta norræna sagnfræðingaþingið haldið hér á landi dagana 10. - 14. ágúst. Reikijað er með milli tvö og þrjúhundruð sagnfræðingum Dagana 10.-14. ágúst verður haldið norrænt sagnfræðinga- þing við Háskólann. Það er Sagnfræðistofnun og Sagnfræð- ingafélag fslands sem heldur þingið og er það í fyrsta skipti sem slíkt þing er haldið hér á landi. Slík sagnfræðiþing hafa verið haldin með reglulegu milli- bili allt frá árinu 1905 og er þetta hið tuttugasta í röðinni. Síðast var þingið haldið í Óðinsvéum árið 1984. í ár taka Færeyingar í fyrsta skipti þátt í þinginu. Búist er við að á þingið komi milli tvö og þrjúhundruð manns, sagnfræðingar frá öllum Norður- löndunum. Á síðustu þingum hefur verið tekinn upp sá siður að skipta um- fjöllun þingsins niður í annars vegar þrjú aðalefni og hins vegar sex aukaefni sem fjallað verður um en einnig verða um tuttugu frjálsir fyrirlestrar. Aðalefnin Fyrir þingið eru gefnar út bækur, á annað hundrað síður hver, með greinum um hvert að- alefnanna fyrir sig og er ætlast til að þeir sagnfræðingar sem þingið sækja lesi þær fyrirfram og kynni sér efnin, en umfjöllun á þinginu sjálfu fer síðan fram á umræðu- fundum. Skýrslur þessar eru samdar af hópi sagníræðinga og er í hverjum hóp einn eða fleiri frá hverju landi. Aðalefnin að þessu sinni eru: 1) Heimildir um fyrrihluta miðalda á Norður- löndum, og tekur þetta meðal annars fyrir sagnaritun á fslandi. Fjallað er um fornnorrænar bók- menntir og lög sem sögulegar heimildir, heimildir um byggða- sögu, yfirlit um söguritun og heimildagildi helgisagna. 2) Þjóðernisminnihlutar á Norður- löndum á 19. og 20. öld. Kenn- ingar og hugtakakerfi. Samar. ís- land, Færeyjar, Grænland, Slés- vík. Sænskt og finnskt í Svíþjóð og Finnlandi. Gyðingar og inn- flytjendahópar. 3) Lífskjör á Norðurlöndum 1750 - 1914. Tímabil sem nær yfir iðnvæðing- una. Tilgátur byggðar á athugun- um á tekjum, yfirlit yfir þróun verðlags, útreikningar á hita- einingafjölda í matvöru, rann- sóknir á dauðatíðni og frjósemi. Aukaefnin Meðal aukaefnanna sex sem fjallað verður um á þinginu eru meðal annars: Hernaðarsaga, Norðurlönd og stórveldin eftir síðari heimsstyrjöld, Skriftar- kunnátta og afkristnun og Mynd- ir og kvikmyndir sem sögulegar heimildir. í hverju þessara efna eru fyrirlesarar frá öllum Norður- löndunum. Eins og áður sagði verða um tuttugu frjálsir fyrirlestrar haldn- ir á þinginu utan við aðal- og aukaefnin og verða því þátttak- endur að velja og hafna þar eð margt verður að gerast á sama tíma þessa fimm daga sem þingið stendur. Þingið er ekki eingöngu bundið sagnfræðingum og er öllum frjálst að koma og getur fólk skráð sig til þátttöku hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. -ing Sönglist Brosandi söngbók Út er komin hjá útgáfufélaginu Bros hf. söngbókin Tökum lagið. Er þetta fyrsta bók útgáfufélags- ins en það var stofnað í júlí síðast liðnum og mun áætlað að gefa út bækur, tímarit, forrit og fleira. Söngbókin Tökum lagið er gef- in út í tilefni verslunarmanna- helgarinnar „svo landsmenn geti tekið saman lagið um mestu ferðahelgi ársins" segir í fréttatil- kynningu frá Brosi hf. Tökum lagið er í litlu vasa- broti, 323 síður að stærð og hefur að geyma tæplega 400 texta, bæði nýja og gamla. Bókinni er skipt í sex meginkafla og í fyrsta kaflan- um eru þjóðlög og ættjarðar- söngvar. Ér þar að finna öll helstu og þekktustu sönglögin eins og Öxar við ána, Táp og fjör og frískir menn, allt upp í þjóð- sönginn. Annar kaflinn er ástar- söngvar og kennir þar ýmissa grasa. Þar eru ljóð eftir Jónas, Tómas og Davíð, en líka Magnús Eíríksson, Þorstein Eggertsson og Bubba Morthens. Næst koma sjómannasöngvar og drykkjuvís- ur, Það gefur á bátinn og Sfldar- valsinn og Hvað skal með sjó- mann. í þessum kafla er líka að finna þýðingu Sigurðar Þórarins- sonar á Gamla Nóa og hann keyrir sko engan kassabfl hjá Sig- urði. f fjórða kafla eru skáta- söngvar, Við varðeldana voru skátar palavú og Kveikjum eld. Fimmti kaflinn inniheldur ein- göngu erlend lög. Ótrúlegustu popplög í ýmsum dúrum er að finna þar og á öllum þekktum tungumálum má nánast segja. Gömul bítlalög og latneskar stú- dentavísur eru þarna saman hlið við hlið. Sjötti og síðasti kaflinn heitir svo Öll hin lögin og þá kemst söngfólk fyrst í feitt. Þarna eru Ingibjörg Þorbergs og Megas, Þorsteinn Erlingsson, Páll Ólafsson og Ómar Ragnars- son og margir fleiri. Tæplega 400 textar eru í bók- inni, og virðist obbinn af þeim vera nýlegir slagarar og einnig er hún algerlega ópólitísk. í bókinni er vandað efnisyfirlit, bæði eftir heitum kvæða og upphafi þeirra. Fyrst um sinn er söngbókin seld á sérstöku kynningarverði sem er' kr. 495.-. -ing A.. iwwm w ww \ 3 n w w *w Baráttangegntilraunumkjamorkuveldannameðkjarnorkuvopnhefurfráupphafiveriðeitt frönsku leyniþjónustunnar í júní 1985. Þá vildu Greenpeace-menn mótmæia tiirauna- helsta málefni Greenpeace-samtakanna. Myndin sýnir skip samtakanna, Rainbow Warri- sprengingum Frakka við Muruoa-eyjar. Sprengingin kostaði einn félaga Greenpeace- or í höfn í Auckland í Nýja-Sjálandi eftir að sprenging hafði orðið í skipinu að undirlagi samtakanna lífið. Greenpeace-samtökin Alþjóðleg samtök til vemdar umhverfis mannsins Rœtt við Birgit Seffmark, fulltrúa Greenpeacesamtakanna Náttúruvernd er siðfræðilegt vandamál. Við getum ekki leyft okkur að kasta eigin úrgangi í garð nágrannans. Mengunin þekkir engin landamæri, hún er alþjóðlegt vandamál sem þjóðir heimsins verða að vinna gegn í sameiningu ef jörðin á að vera byggileg fyrir komandi kynslóðir. Greenpeace-samtökin byggja ekki á þjóðernislegum grunni vegna þess að eyðing umhverfis- ins er ekki þjóðcrnislegt vanda- mál. Við erum ekki and-íslensk. Þvert á móti höfum við barist fyrir málum sem snerta hagsmuni Islands beint. En hvalirnir eru samkvæmt skilgreiningu Hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna sameiginlegur arfur mannkyns- ins og okkur ber skylda tii að standa vörð um þennan arf. Það eru fráleit vlsindi sem stefna við- fangsefni sínu í útrýmingarhættu eins og hvalarannsóknir íslend- inga gera. Þetta sagði Birgit Seffmark, starfsmaður Greenpeace- samtakanna í Svíþjóð, en hún var hér á ferð í síðustu viku til þess að kynna sér íslensk málefni og kynna hina nýju herferð samtak- anna gegn kjarnorkuvígbúnaði á höfunum og kjarnorkumengun hafsins. Birgit hefur starfað hjá Greenpeace-samtökunum frá 1983, fyrstu 2 árin sem sjálfboða- liði en síðan sem fastráðinn full- trúi samtakanna á skrifstofu þeirra í Svíþjóð. Greenpeace í 18 löndum Ég byrjaði á því að spyrja hana um uppbyggingu samtakanna, stjórnun þeirra og fjármögnun. - Greenpeace-samtökin byrj- uðu starfsemi sína með herferð gegn kjarnorkuvopnatilraunum kjarnorkuveldanna í Kyrrahafi 1971. Samtökin eru raunar upp- runnin í Kanada, en breiddust fljótt út og nú eru starfandi deildir í 18 Iöndum. Það eru Bandaríkin, Kanada, Nýja Sjá- land, Ástralía, Argentína og síð- an flest lönd V-Evrópu. í öllum þessum löndum hafa samtökin skrifstofu og stjórn, og hver stjórn á sér formann, sem jafn- framt er tengiliður við aðalskrif- stofuna, sem hefur aðsetur í litl- um bæ skammt fyrir sunnan London. Fulltrúar hinna ein- stöku samtaka kjósa svo yfir- stjórn Greenpeace, sem venju- lega er skipuð einum fulltrúa frá Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu og 2 fulltrúum frá Evr- ópu. Upphafsmaður samtakanna og forvígismaður þeirra Iengst af hefur verið David McTaggart, en hann er Kanadamaður af bresk- um uppruna. Starf aðalskrifstofunnar í London er fyrst og fremst fjár- magnað með framlögum hinna einstöku aðildarfélaga, og fé- lögin í hverju landi fyrir sig fjár- magna starfsemi sína með fél- agsgjöldum og frjálsum fram- lögum einstaklinga og fyrirtækja. Þannig eru t.d. um 250.000 fé- lagsmenn í samtökunum í Sví- þjóð, sem greiða hver um sig 120 s.kr. í félagsgjöld. Þá fjármagna félögin sig einnig með sölu á mer- kjum, merktum stuttermabolum, bæklingum og öðrum hlutum. Samtökin eru ekki starfandi í A- Evrópu, þar sem leyfi til slíkrar starfsemi er ekki veitt, en í bígerð er að koma upp skrifstofu í ein- hverju Afríkulandi. Alþjóðlegt vandamál Það er grundvallaratriði fýrir allt starf samtakanna, að þau eru ekki háð neinni einstakri ríkis- stjórn, heldur starfa algjörlega á sjálfstæðum og óháðum grund- velli. Við reynum að takmarka verkefni okkar við ákveðin mál- efni, sem snerta allt mannkyn, og sem eru á einhvern hátt dæmi- gerð fyrir þá víðtæku eyðilegg- ingu á umhverfi mannsins sem nú á sér stað svo víða í kringum okk- ur. Eitt þessara mála er hvalamál- ið. Útrýming hvalastofnanna er dæmi um græðgi mannsins, og þetta er mál sem varðar allt mannkynið, því eins og segir í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þá eru hvalir sameign alls mannkyns. Ályktun Alþjóða hvalveiðiráðsins um vísinda- veiðar íslendinga, sem við styðj- um, segir ekki annað en það sem hver og einn vísindamaður ætti að hafa í huga áður en hann hefur rannsóknir sínar á óþekktri dýr- ategund, það er að segja að rann- sóknin leiði ekki til þess að teg- undinni verði útrýmt. Mér finnst líka að margir hafí ekki áttað sig á því að þótt Bandaríkin hafi haft sig í frammi í þessu máli, þá voru það 18 lönd í viðbót sem stóðu að ályktuninni en aðeins 4 voru á móti og 7 sátu hjá. Bandaríkjastjórn lögsótt - Hvað munu Greenpeace- samtökin gera ef íslendingar halda áfram hvalveiðum í vís- indaskyni í trássi við vilja Alþjóða h valveiðiráðsins ? - Ég get ekki fullyrt neitt um það að svo stöddu, en ég veit þó að samkvæmt bandarískum lögum ber Bandaríkjastjórn að beita þau ríki efnahagsþvingun- um sem koma í veg fyrir að sam- þykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins nái fram að ganga. Ef stjórnvöld í Bandaríkjunum láta veiðar ís- lendinga óáreittar munu náttúru- verndarsamtök þar í landi kæra stjórnvöld fyrir þarlendum dóm- stólum fyrir að framfylgja ekki eigin lögum. - Nýverið hefur íslenskur vís- indamaður bent á þá tvöfeldni Bandaríkjamanna að amast við tiltölulega litlum hvalveiðum ís- lendinga á meðan þeir áskilja sér sjálfir rétt til þess að mega stunda höfrungadráp í Kyrrahafi í mun stcerri stíl. Hafa Greenpeace- samtökin haft afskipti afþví máli? - Já, við höfum haft afskipti af í Svíþjóð því eins og mörgum öðrum alvar- legum málum í Bandaríkjunum, þótt það heyrist kannski ekki mikið um það hér á landi. Kjarnorkuvopna- laus úthöf - Nýverið hafa Greenpeace- samtökin auglýst herferð gegn kjarnorkuvopnum í hafinu, í hverju felst hún? - Hvalamálið er langt í frá eina málið sem Greenpeace-samtökin beita sér fyrir. Samtökin beita sér einnig fyrir afvopnun, og kjarn- orkumálin hafa frá upphafi verið veigamesti þátturinn í starfi þeirra. Samtökin höfðu lengi bar- ist gegn tilraunum með kjarn- orkuvopn, og það var sögulegur árangur sem náðist þegar Sovét- menn stöðvuðu kjarnorkuvopna- tilraunir sínar. Bandaríkjastjórn hafði áður réttlætt sínar tilraunir með tilraunum Rússa, en þegar Rússar hættu sínum tilraunum, þá fundu bandarísk stjórnvöld upp nýjar röksemdir fyrir að halda sínum tilraunum áfram út frá „hernaðarlegri nauðsyn.“ Þetta er svartur blettur á fram- ferði Bandaríkjamanna, því stöðvun tilrauna með kjarnorku- vopn er afar mikilvægt skref í átt til afvopnunar. Herferðin sem nú er hafin beinist hér í norðurhöfum fyrst og fremst að tvennu: að stöðva umferð sovéskra kjamorkuskipa um Eystrasalt og að vinna að því að sett verði hafnbann á öll her- skip sem ekki vilja gefa upp hvort þau hafi kjamorkuvopn innan- borðs. Geislavirkir fiskar við A-Grænland -Hafa samtökin haft afskipti a{ kjarnorkuverum á landi og losun geislavirkra úrgangsefna í hafið? - Já, vissulega. Við höfum fylgst náið með öilu því ferli sem fylgir vinnslu kjamorkunnar, allt frá sjálfri úranvinnslunni, flutn- ingum þess til kjamakljúfanna og Birgit Seffmark: Geislavirkur úrgangur frá endurvinnslustöðinni t Sellaf ield í Englandi hefur mælst í fiski við austurströnd Grænlands. Þetta sýnir okkur að mengunin á sór ekki landamæri og að íslensk fiskimið eru líka í stórri hættu. síðast en ekki síst endurvinnslu- stöðvanna, sem endurvinna geislavirka úrganginn frá kjarn- orkuverunum. Það síðasttalda er mál sem skiptir íslendinga miklu, sérstak- lega endurvinnslustöðvarnar sem eru á Bretlandseyjum. í Cumbriu á Énglandi við ír- landshafið er til dæmis slík endur- vinnslustöð í Sellafíeld, sem sleppir geislavirkum úrgangi í hafið. Geislavirk efni frá þessari endurvinnslustöð hafa fundist í fiski, ekki bara á írlandshafi, heldur allt upp að austurströnd Grænlands. Bretar eiga aðra minni endurvinnslustöð á Doun- reay á Skotlandi og em nú að stækka hana til muna. Þessar framkvæmdir fela vægast sagt í sér mikla hættu fyrir íslensk fiski- mið, og Greenpeace-samtökin hafa hafið harða baráttu gegn þessum framkvæmdum í Doun- reay. Reyndar hefur Thatcher- stjórnin á Bretlandi verið sú ríkis- stjórn í V-Evrópu, sem hvað minnstan skilning hefur sýnt á umhverfismálum, og Green- peace-samtökin hafa því beitt sér fyrir mörgum málum þar. En eðli málsins samkvæmt, þá vilja Bret- ar helst tala um hvalina, því það snertir ekki þeirra hagsmuni á neinn hátt. Allar þjóðir eiga sína veiku bletti í þessum efnum, en það þýðir ekki að við eigum að Íeggja hendur í skaut. Samvinna austurs og vesturs - Hvaða fleiri málum hafið þið haft afskipti af? - Verkefnin eru óþrjótandi og mun fleiri en við getum sinnt. En meðal þess sem má nefna er bar- átta okkar gegn losun efnaúr- gangs í hafið, barátta okkar gegn súru regni og fyrir takmörkun eiturefnalosunar í andrúmsloftið frá bifreiðum og olíu- eða kola- kyntum orkuverum. Þá höfum við sinnt selavernd, en selir eru víða í hættu vegna efnamengunar í sjó, t.d. í Eystrasalti. Við höfum gert út skip, sem farið hefur með- fram ströndum Svíþjóðar tii þess að mæla efnamengun og vekja at- hygli á hættunni. En mengun Eystrasaltsins er dæmi um vanda- mál þar sem fleiri þjóðir eiga sameiginlega sök, og því er fyrir- sjáanlegt að ekki verður tekið á því máli nema með sameiginlegu átaki. Því höfum við nú í bí gerð sameiginlegt rannsóknarverkefni með þátttöku A-Evrópuríkjanna sem eiga land að Eystrasalti, en ætlunin er síðan að vinna að því að þessar rannsóknir leiði til beinna aðgerða. Það er ekki hægt að bíða stöðugt með frekari rann- sóknir, því ef bíða á með aðgerðir þangað til allt er fullkannað er fyrirsjáanlegt að búið verður að drepa allt líf í Norðursjónum og Eystrasaltinu áður en menn taka við sér. Greenpeace í A-Evrópu - Hafið þið starfað í A- Evrópu? - Við höfum lítið gert af því, enda kunna þeir ekki að um- gangast frjáls og óháð samtök á borð við Greenpeace. Þegar fé- lagar okkar klifruðu upp í skor- stein á orkuveri í Tékkóslóvakíu til þess að vara við loftmengun og súru regni var skotið á þá af varð- mönnum verksmiðjunnar, og þeim síðan vísað úr landi. Og þegar við fórum á iand í Síberíu til að sannreyna að Rússar drepa hvali til þess að nota í minkafóð- ur, þá var 5 félögum okkar haldið þar í fangelsi í viku. Og þegar loftbelgur okkar fór frá V-Berlín yfir A-Berlín og A-Þýskaland með áletrunum okkar um hætt- una af kjarnorkuvígvæðingunni, þá var hann tekinn í vörslu af a- þýskum yfirvöldum sem ólög- mætt hernaðargóðs. Við fengum hann fyrst aftur eftir 2 ár. En þrátt fyrir þetta teljum við bæði mikilvægt og nauðsynlegt að ná fram samstarfi ríkja austan og vestan járntjalds um sameiginleg umhverfisvandamál Evrópu- þjóða. Greenpeace á íslandi? - Er þess að vœnta að Greenpeace-skrifstofa verði opn- uð á Islandi? - Auðvitað væri æskilegt að hafa slíkar skrifstofur sem víðast, og vonandi verður svo í framtíð- inni. En það útheimtir mikla vinnu, mikla peninga og fólk sem hefur bæði reynslu og þekkingu. Mér virðast íslendingar flestir vera uppteknir í störfum upp fyrir haus, þannig að við höfum ekki séð möguleika á opnun skrifstofu í bráð, en vonandi kemur að því. Starf okkar er tvíþætt, annars vegar upplýsingamiðlun og hins vegar áróðursherferðir og að- gerðir, þar sem mikið er í húfi. Það þarf fólk með mikla þekk- ingu og reynslu til þess að stýra slíku starfi sem unnið er í nafni Greenpeace, og við treystum ekki hverjum sem er til slíks. Þess vegna er mikil undirbúnings- vinna samfara því að opna skrif- stofu samtakanna í nýju landi. -ólg. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júlí 1987 Miðvikudagur 29. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.