Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF Með bundnar hendur Fróðlegt hefur verið að fylgjast með opinskáum umræðum for- ystumanna og óbreyttra Alþýðu- bandalagsmanna um flokkinn og skellinn í kosningunum í apríl. Skoðanir manna eru mjög skiptar á köflum og það og ýmislegt ann- að gera það að verkum að ég hef ekki mikla trú á að fullar sættir náist í flokknum á „uppgjörs- fundum“ nú í haust. Samskipti flokksins og verka- lýðsforystunnar er e.t.v. það mál sem erfiðast verður að ná sáttum um. Á það hefur verið bent að ýmsir telja að fylgistap flokksins í kosningum megi að hluta til rekja til slakrar frammistöðu forystu- manna ASÍ innan flokksins í tíð síðustu ríkisstjórnar. Ekki skal ég fullyrða neitt um það en margir hafa ekki gleymt því að þegar kjaradómur var um það bil að kveða upp sinn síðasta úrskurð í launamálum BHMR, hafandi í höndunum gögn sem mikil vinna og löng hafði verið lögð í þá sá ASÍ-forystan sig knúna til að tjá sig um væntanlegan kjaradóm. Var á henni að skilja að hún var- aði við of miklum kauphækkun- um til handa BHMR. Afskipti ASÍ af þessum málum vöktu lítinn fögnuð meðal háskóla- manna og þeir áttu mjög erfitt með að skilja hvers vegna ASÍ þurfti að blanda sér inn í launa- deilurnar. Hefði það gerst ef Ás- mundur Stefánsson hefði einn ráðið ferðinni? Ekki veit ég það en engu að síður er Ásmundur forseti ASÍ og hann er í Alþýðubandalaginu og fólk setur samasem merki þar á milli. Einhvern veginn finnst mér eins og Alþýðubandalagsmenn innan ASÍ séu með bundnar hendur. Bundnar hendur af því Björn Pétursson skrifar þeir eru í samstarfi við menn úr gleyma því að ráðherrar höfðuðu Ekki dettur mér í hug annað en Sjálfstæðisflokknum, en það er mál gegn starfsfólki útvarps og að Ásmundur Stefánsson vilji kaldhæðni örlaganna að sá flokk- sjónvarps (sem eins og aðrir öllu launafólki vel. Hann ræður „Ég get ekki sœtt mig við það, að Al- þýðubandalagsmenn starfi með Sjálf- stæðismönnum ÍASI, svo dœmisé nefnt og vœgilega til orða tekið“ ur skuli hafa jafn sterk ítök í verkalýðshreyfingunni og raun ber vitni. Einkum þegar haft er í huga að sá flokkur hefur hag hinna betur settu ávallt að leiðarljósi. Framkoma Sjálfstæð- isflokksins í garð launafólks í tíð síðustu ríkisstjórnar jaðraði að mínu mati við hreina og klára fyrirlitningu á stundum. Má í því sambandi nefna eitt dæmi. Óljós stefna BSRB átti í löngu og ströngu verkfalli 1984. Þar spyrnti fólk við fótum gegn grimmilegri ríkis- stjórn. Eru menn búnir að gleyma viðbrögðum ráðherra Sjálfstæðisflokksins þegar ólög- legu útvarpsstöðvarnar byrjuðu að útvarpa? Eru menn búnir að BSRB-félagar höfðu ekki fengið greidd októberlaun sín eins og þeim bar), vildi jafnvel koma því bak við lás og slá? Þetta fólk fann fyrir litlum stuðningi frá ASÍ og hefði vafa- lítið þegið miklu meiri stuðning frá Alþýðubandalaginu. Hver var stefna flokksins þá? Voru þær kannski tvær? Eða engin? Fólki fannst og finnst líklega ennþá að Alþýðubandalagið sé hálf lamað, ekki síst vegna sam- starfsins við Sjálfstæðismenn innan ASÍ. Og þá sé fokið í flest skjól nema það skjól sem Kvennalistinn veitir. Hafa ekki skoðanakannanir sýnt að fylgi Alþýðubandalagsins hefur fyrst og fremst komið frá opinberum starfsmönnum? ferðinni ekki einn og verður að taka tillit til annarra. Og kem ég þá að því sem mér finnst vera kjarni málsins: Eg get ekki sætt mig við það að Alþýðubandalags- menn starfi með Sjálfstæðis- mönnum í ASÍ svo dæmi sé nefnt og vægt til orða tekið. Mótrökin eru líklega sú að ekki sé um annað að ræða eigi flokks- menn að hafa einhver ítök í verkalýðshreyfingunni. Ég segi fyrir mig: Alþýðubandalagið á að hafa sérstöðu. Það á að hafa fastmótaða kjarastefnu bæði fyrir opinbera starfsmenn og þá á al- menna markaðinum. I þeirri stefnu eiga launþegar að geta séð að Alþýðubandalagið er flokkur þeirra. Þessa stefnu á að fara með inn á ASÍ-þing. Sé henni hafn- að þá verða flokksmenn að sætta sig við að vera í minnihluta. Það er nefnilega betra að vera trúr umbjóðendum sínum og vera í minnihluta heldur en að starfa með mönnum úr flokki sem ber hag hinna betur settu ávallt fyrir brjósti. Ég hefði hald- ið að þrátt fyrir allt ættu Alþýðuflokks- og Alþýðubanda- lagsmenn að geta unnið betur saman innan ASÍ og það væri mun betra fyrir launþega. Sam- starfið við Sjálfstæðismenn innan ASÍ hefur dregið mátt úr Al- þýðubandalaginu. Bandalagið virkar ekki sem ein sterk heild. Það tók Svavar og Ragnar ekki nema 15 mínútur að komast að því á fundi með Þorsteini og Friðriki um að samstarf Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn væri útilok- að. Er í raun betri grundvöllur fyrir samstarfi þessara flokka innan verkalýðssamtakanna? Talsvert hefur verið rætt og rit- að um innra starf Alþýðubanda- lagsins, uppbyggingu flokksstarfs o.fl. Lítið þekki ég til þeirra mála og því síður hef ég skoðun á því hver eigi að verða næsti formaður flokksins. Má það einu gilda, hann mun varla verða „sterkur" ef átökunum lihnir ekki og sættir nást, sem vonandi verður því launþegum og þeim sem minna mega sín er nauðsyn að hafa sterkan samhentan vinstriflokk. f lokin vil ég senda því fólki sem kaus Alþýðuflokkinn nú síð- ast í þeirri trú að hann væri fyrst og fremst félagshyggjuflokkur og flokkur uppstokkunar einlægar samúðarkveðjur mínar. Björn Pétursson er íþróttakennarl í Reykjavík Alþýöubandalagiö - einnota flokkur Alþýðubandalagið er gott dæmi um stjórnmálaflokk sem hefur gengið sér til húðar. Hann hefur smám saman tapað áttum og misst jarðsamband við lifandi fólkið í landinu. Forysta flokks- ins er með hattbörðin dregin nið- ur fyrir öll skilningarvit og gekk því fálmandi til síðustu Alþing- iskosninga. Á sjálfan kjördag lét svo örmagna forystan sig falla endanlega fram á sverðið. Það eru því miður engin frekari not fyrir flokk eins og þennan. Þessar staðreyndir eru nú svona rifjaðar upp af gefnu tilefni - doktor í fískeldisfræðum þótti rétt að hreyta köpuryrðum í ferskasta stjómmálaflokk þjóð- arinnar um þessar mundir, Borg- araflokkinn, og þótti flestum sem þar væri á ferðinni grjótkast úr glerhúsi. (Klippt og skorið, 24. júlí). En áfram með smérið. Þriggja nafna þvottur í rauninni er Alþýðubandalag- ið jarðneskar leifar af gamalli byltingu austur á Volgubökkum. Enda hét flokkurinn fyrst Kommúnistaflokkur íslands og notaði það nafn upp til agna á sínum tíma. Þá tók flokkurinn í notkun annað nafn og hét Sósía- listaflokkur um skeið uns það nafn varð líka ónýtt. Þá greip flokkurinn til þess bragðs að not- ast við nafnið Alþýðubandalag en það er nú líka orðið ónothæft. Þetta eru nú meiri ónotin. - og því miður búið að nota hann að fullu Asgeir Hannes Eiríksson skrifar En nú víkur sögunni að veit- ingahúsi einu hér á landi. Þar stóð þjónustufólkið oft dögum Alþýðubandalagið stóð með vegi vinnandi fólks. Það eru góð sverðshjöltun úr miðjum kvið býti fyrir fólkið. eftir kosningamar og kemur því Þess vegna átti forysta Alþýðu- „En Borgaraflokkurinn er nú að skjóta rótum til langframa þarsem slitnar rœt- ur gömluflokkanna ganga upp úrfrjó- um jarðvegi vinnandifólks. Það eru góð býtifyrir fólkið“ saman við að þvo upp einnota borðbúnað til að nota næsta dag. Þetta þóttu mér heldur merkileg tíðindi þegar ég heyrði fyrst. Síð- an hef ég stundum séð fólk rogast með einnota hluti til þvotta. Þó má öllum vera ljóst að það erfíði er unnið fyrir gýg. Við getum hæglega tekið hvaða óbreytta doktora í fiskeldi sem er og þvegið honum rækilega á bak við eyrun með sápu. En hann heldur nú samt áfram að hafa sama nafnnúmer og áður. Svo er nú það, Laxmaður og Gróa. En það er nú önnur Ella. varla að frekari notum í íslenskri pólitík sem stjórnmálaflokkur Frá Volgubökkum til Varmalands Örlög Alþýðubandalagsins em einfaldlega tímanna tákn. Hluti af kærkominni uppstokkun á flokkakerfi landsins og hófst hún þegar Borgaraflokkurinn kvaddi sér hljóðs á vettvangi þjóðmála. En Borgaraflokkurinn er nú að skjóta rótum til langframa þar sem slitnar rætur gömlu flokk- anna ganga upp úr frjóum jarð- bandalagsins að hlýða kalli tím- ans og veita flokki sínum ná- bjargimar strax eftir síðustu kosningar með hæfilegum yfír- söng og nokkmm eftirmælum. Horfast í augu við orðinn hlut en berja ekki höfðinu áfram við steininn eða stinga því aftur í sandinn. En hver er sinnar gæfu smiður. Ég kenndi því í brjósti um fólk- ið í Alþýðubandalaginu um dag- inn. Forystan lét það drösla gamla flokknum sínum upp í Borgarfjörð. Stóðu þó hjöltun í kviðnum og oddurinn út um bakið. Að Varmalandi dvaldi svo hópurinn og þvoði leifarnar af flokknum sínum öllum flakandi í sámm. Stóð sá þvottur dögum saman og mestan part á fastandi maga. Fullnotaður flokkur En það er sama hversu mjög húskveðja Alþýðubandalagsins verður dregin á langinn. Hversu oft flokknum verður dröslað á jarðhitasvæði landsins þar sem aðstæður em góðar til þvotta. Hversu oft leifarnar verða laugaðar í heitum hvemm og skolaðar í volgu vatni Varma- lands. Einnota hlutir em til þess gerð- ir að nota einu sinni og búið. Að vísu tókst vertinum okkar hér að framan að láta leggja einnota hnífapör á borð hjá sér í nokkra daga en upp komst um strákinn Tuma. Sömu sögu er að segja um Alþýðubandalagið: Það þvoði sér á bakvið eyrun á milli nýrra nafna. En allt er þegar þrennt er og nú em þrjú nöfn Alþýðu- bandalagsins að fullu notuð. Alþýðubandalagið er því eini stjórnmálaflokkurinn sem vitað er um í samanlagðri veraldarsög- unni sem er framleiddur til einna nota. Hann er einnota flokkur. En nú er því miður búið að nota hann að fúllu. Ásgeir Hannes Eiríksson, er versl- unarmaður og varaþlngmaður Borgaraflokksins I Reykjavík. Miðvikudagur 29. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA '5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.