Þjóðviljinn - 29.07.1987, Blaðsíða 6
Tilkynning
til matvörukaupmanna
frá fjármálaráðuneytinu
Samkvæmt reglugerð nr. 337/1987 ber frá og
með 1. ágúst n.k. að greiða 10% sérstakan sölu-
skatt af allri matvöru annarri en þeirri sem talin er
upp hér á eftir:
a) Nýmjólk, G-mjólk, léttmjólk, rjómi, sýrður
rjómi, kaffi- og þeytirjómi, skyr (hreint sem
blandað), sýrð mjólk, jógúrt (hrein sem
blönduð), mysa, undanarenna og smjör.
b) Allur ostur, þ.m.t. kostasæla.
c) Nýrfiskur, þ.m.t. vatnafiskur, humar, rækjaog
skelfiskur, hvort sem hann er heill, flakaður,
hakkaður eða bútaður. Sama á við um saltað-
an, siginn, frosinn, reyktan, grafinn, krydd-
leginn (einnig í brauðraspi) og kæstan fisk.
Fiskur sem hlotið hefur einhverja vinnslu- eða
geymslumeðferð umfram það sem að ofan
greinir er hins vegar skattskyldur.
d) Nýttjfrosið, reykt, sýrt og saltað kjöt. Sama á
við um niðurskorið, kryddlegið (einnig í
brauðraspi), úrbeinað og hakkað kjöt, kjöt-
álegg sem ekki er niðursoðið, kjötfars, pylsur,
bjúgu, svið, sviðasultu, hrútspunga og ótilreitt
sem og tilreitt slátur. Kjöt sem hlotið hefur
vinnslumeðferð umfram það sem að framan
greinir er skattskylt.
e) Matjurtir, þ.e. nýir ávextir, nýtt grænmeti og
garðávextir, sem ekki hafa fengið neina
vinnslumeðferð aðra en þvott og pökkun í
smásöluumbúðir.
f) Egg
g) Smjörlíki
h) Matvara sem er söluskattsskyld, sbr. 2. mgr.
2. tl. 13 gr. reglugerðar nr. 486/1982 um sölu-
skatt með síðari breytingum, svo sem gos,
sælgæti o.fl.
Fjármálaráðuneytið,
27. júlí 1987
Tilkynning
til bakara frá
fjármálaráðuneytinu
Athygli bakara er vakin á því að frá og með 1.
ágústn.k. beraðgreiða 10% sérstakan söluskatt
af framleiðsluvörum þeirra. Gjaldskyldum aðilum
ber að tilkynna viðkomandi skattstjóra um starf-
semi sína fyrir 1. ágúst n.k. Þeir sem þegar eru á
söluskattsskrá eru þó undanþegnir tilkynninga-
skyldu vegna sérstaks söluskatts.
Fjármálaráðuneytið
27. julí 1987
Deildar-
þroskaþjálfa
Vantar til framtíðarstarfa á sambýli og
skammtímavistun félagsins að Víðihlíð.
Upplýsingar gefa Solveig Theódórsdóttir í síma
31667, Sveinbjörg Kristjánsdóttir í síma 688185
og skrifstofa félagsins að Háteigsvegi 6, sími
15941.
Kennarar
Kennara vantar að Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Kennslugreinar: Enska, handavinna og almenn
kennsla. Húsnæði og önnur fyrirgreiðsla í boði.
Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í síma
97-4101 eða 97-4110.
Skólanefnd
Dýralæknar
Fræðsluna þarf
að auka
Engin rannsóknaraðstaðafyrir dýralœkna ísláturhúsunum.
Þörfá tilraunasláturhúsi og kennslufyrir starfsfólk
Fjölmargar ályktanir voru
samþykktar á aðalfundi Dýra-
læknafélags íslands á Selfossi og
á samhliða ráðstefnu um kjöt-
skoðun, kjötvinnslu, lyfjaleifar í
matvælum og sjúkdóma sem bor-
ist geta í menn úr matvælum. f
frétt frá Dýralæknafélaginu segir
að þar sem dýralæknar annist allt
heilbrigðiseftirlit með sláturaf-
urðum og í sláturhúsum snerti at-
burðir síðustu mánaða og vikna
þá mjög.
„Dýralæknar gera sér fyllilega
grein fyrir sinni ábyrgð. Þeim er
því miður ekki gert kleift í dag að
hafa eftirlit með ósýnilegum
göllum eins og t.d. salmohellu.
Þeir hafa enga rannsóknaaðstöðu
í sláturhúsunum og engin
rannsóknarstofa er nógu öflug til
að taka við sýnum frá öllum slát-
urhúsum samtímis, sé það
nauðsynlegt. Úr þessu þarf að
bæta. Einnig þarf að koma á
reglubundnu eftirliti með aðskot-
aefnum í matvælum, svo sem lyfj-
um. Við teljum ekki að lyfjaleifar
séu í kjöti, en viljum ganga úr
skugga um það með reglubundnu
eftirliti eins og gert er með mjólk
og mjólkurvörur.
Mjög brýnt er að koma á fót
tilraunasláturhúsi og kennslu
fyrir starfsfólk sláturhúsa.“
í stjórn Dýralæknafélags ís-
lands eru: Birnir Bjarnason for-
maður, Höfn í Homafirði, Magn-
ús H. Guðjónsson ritari, Kefla-
vík, Guðbjörg Þorvarðardóttir
gjaldkeri, Hólmavík og Gísli
Sverrir Halldórsson meðstjórn-
andi, Hofsósi.
Umhverfisvernd
Græn framb'ð
græðir iand
Ný „grœn“ samtök standafyrir landgrœðsluferð um
verslunarmannahelgina. Samtök um grœna framtíð:
ofbeldislaustþjóðfélag þarsem virðing fyrir
náttúrunni ræður ríkjum
Ný samtök umhverfisverndar-
fólks, Samtök um græna framtíð,
hafa gefið út stefnuyfirlýsingu
þarsem mjög er slegið á svipaðar
nótur og pólitísk samtök græn-
ingja gera erlendis, en fyrsta
verkefni samtakanna er land-
græðsluferð um verslunarmanna-
helgina í samráði við land-
græðslustjóra. Skal sáð í rofa-
börð í nágrenni Laugarvatns eins
og kraftar leyfa.
„ Allir þeir sem láta sér annt um
íslenska náttúru eru hvattir til að
taka þátt. Farið verður með bif-
reið frá Guðmundi Jónassyni á
föstudagskvöld kl. 20.30 frá BSÍ.
Tjaldað verður á Laugarvatni að-
faranótt laugardags og farið tii
baka á laugardagskvöld. Ferðin
er farin til að sýna fram á að al-
menningur getur gert eitthvað
raunhæft til að stöðva uppblástur
landsins og ^nnfremur er ætlunin
að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda
í þessum efnum," segir í tilkynn-
ingu frá samtökunum.
I ferðinni verður Regina Op-
itz, sem er áhrifamaður í flokki
Græningja í Svartaskógi í Þýska-
landi og hefur undanfarið ferðast
um ísland.
í stefnuyfirlýsingu samtakanna
segir meðal annars að þau séu
„samtök fólks sem vill búa í of-
beldislausu þjóðfélagi þar sem
virðing fyrir náttúrunni, hinu fé-
lagslega umhverfi og manneskj-
unni ræður ríkjum. Samtök um
græna framtíð berjast fyrir því að
mannkynið lifi í samræmi við fé-
lagslegt og náttúrulegt umhverfi
sitt. Við höfnum öllu sem ógnar
lífinu, friði og umhverfinu. Við
vinnum að breytingum á friðsam-
legan hátt án ofbeldis."
Forsvarsmaður samtakanna er
Sigurður B. Sigurðsson.
Amnesty International
Fangar mánaðarins
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International vilja vekja at-
hygli almennings á máli eftirfar-
andi samviskufanga í júlí. Jafn-
framt vonast samtökin til að fólk
sjái sér fært að skrifa bréf tii
hjálpar þessum föngum og sýna
þannig í verki andstöðu sína við
að slík mannréttindabrot eru
framin. fslandsdeild Amnesty
gefur einnig út póstkort til stuðn-
ings föngum mánaðarins og fást
áskriftir á skrifstofu samtakanna.
Jórdanía:
Mazin ’Abd
al-Waid ai-As’ad
er 28 ára rithöfundur. Hann var
handtekinn 6. nóv. 1985 af leyni-
þjónustumönnum og haldið í að-
alstöðvum þeirra í 6-7 vikur þar
sem hann var pyntaður til að láta í
ljósi stjórnmálaskoðanir sínar.
Hann var dæmdur í ágúst 1986 af
herrétti í 3 ára fangelsi. Ákæran á
hendur honum var aðild að ólög-
legum samtökum, sem eiga að
hafa það markmið að velta stjórn
Jórdaníu, og að taka þátt í fjár-
mögnun og dreifingu á ritum sem
gefin eru út á vegum þessara sam-
taka. Hann mun hafa neitað þess-
um ákærum. Mazin’Abd al-Waid
al-As’ad var aldrei ákærður fyrir
að hafa beitt eða hvatt til ofbeldis
né heldur hafa ólöglegu samtökin
hvatt til ofbeldis gegn ríkisstjórn
Jórdaníu í ritum sínum.
Tyrkland:
Erhan Tuskan
er þrítugur hagfræðinemi. Hann
var dæmdur í rúml. 48 ára fang-
elsi fyrir kommúnistaáróður.
Hann var þá ritstjóri tímarits
samtakanna IGD (framfarasinn-
uð ungmennasamtök). Hann var
dæmdur af herrétti og var þá vitn-
að í ýmsar greinar í tímariti því
sem hann ritstýrði. Hann var
fyrst hafður í haldi í herfangelsi
en síðar fluttur í fangelsi sem er
eingöngu ætlað pólitískum föng-
um. Erhan Tuskan var aldrei sak-
aður um að hafa hvatt til né beitt
ofbeldi. Fangelsun hans er því í
andstöðu við grein 10 í
Mannréttindasáttmála Evrópu
sem Tyrkland er aðili að.
Kína:
Chen Erjin
er fyrrverandi kennari og töl-
fræðingur. Hann hefur verið í
fangelsi síðan 1981 vegna
stjórnmálaskoðana sinna en þær
voru í anda jafnaðarstefnunnar
sem ríkti árin 1978-1980. Chen
Erjin var handtekinn í apríl 1981
ásamt ritstjórum margra óopin-
berra tímarita sem útgefin voru á
árunum 1978-1980. Hann var
dæmdur 3. júlí 1982 og fékk 10
ára fangelsisdóm. Ákæran á
hendur honum var sú að hann
hefði haft í huga að stofna and-
byltingarsinnaðan stjórnmála-
flokk. Chen Erjin skrifaði á árun-
um 1975/76 ritgerð sem fjallaði
um stéttaskiptingu í Kína og
komst að þeirri niðurstöðu að í
landinu væri að myndast emb-
ættismannayfirstétt. Hann hafði
samband við ritstjóra margra
óopinberra tímarita til að fá rit-
gerð sína útgefna. Hann var
handtekinn í kjölfar þess.
Þeir sem vilja leggja málum
þessara fanga lið, og þá um leið
mannréttindabaráttu almennt,
eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við skrifstofu fslands-
deildar Amnesty, Hafnarstræti
15, Reykjavfk, sími 16940. Skrif-
stofan er opin frá 16-18 alla virka
daga. Þar fást nánari upplýsingar
sem og heimilisföng þeirra aðila
sem skrifa skal til. Einnig er veitt
aðstoð við bréfaskriftir ef óskað
er.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júlí 1987