Þjóðviljinn - 07.08.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Síða 2
■SPURNINGIN" Hvemig leist þér á skatt- seðilinn þinn? Vllborg Schram afgreiðslumaður: Ég veit nú ekki hverju ég á að svara þessu, en ég var nú ekki fyllilega ánægð ef ég á að segja eins og er. Svo vonar maður að staðgreiðslu- kerfið komi á næsta ári, það er eðli- legra kerfi. Sævar Finnbogason afgreiðslumaður: Ég er hress með skattana, þeir eru mátulega lágir. Persónuafslátturinn nýttist mér til fulls svo ég er ekkert spældur. Gunnar Lárusson bankamaður: Eins og ég bjóst við, en þó aðeins verri. Maður tórir þetta nú af samt. Ég býst við að staðgreiðslukerfið veröi kýlt í gegn og mér líst betur á slíkt kerfi. Jóhanna Blrnlr símamær: Mjög vel, ég fékk enga skatta enda vann ég svo lítið síðasta ár. Venju- lega hefur mér litist mjög illa á skatt- seðilinn svo þetta er tilbreyting. Jú ég vil gjarnan fá staðgreiðslukerfi. Jón Ingvarsson bílstjóri: Þetta hefur oft verið verra. Verðum við ekki að taka á vandamálunum með þeim? Ég veit nú ekki hvernig þeir ætla að framkvæma stað- greiðslukerfið, til dæmis hjá sjálf- stæðum atvinnurekendum. FRETTIR Brugftist vi6 hafnleysunni: Bændur una því illa í Barðastrandarhreppi að óskir þeirra um nothæfan lendingarstað fyrir báta þeirra við Haukabergsvaðal séu virtar að vettugi. Á Breiðalæk nota menn sérsmíðaðan vagn sem ýtt er út í sjóinn, sem síðan dregur bátinn Þrist BA 5 upp á land með aðstoð 70 hestafla dráttarvél. Um 100 tunnur af hrognum fengust að meðaltali á hvern bát. 15-20 bátar gerðir út á grásleppu í sumar. Mynd: Sig. Barðastrandarhreppur Daufheyrst við óskum okkar Kristján Þórðarson á Breiðalœk: 15-20 grásleppubátar gerðir út. Fengu 100 tunnur afhrognum að meðaltali. Hafnleysa. Óskir um nothæfan lendingarstað við Haukabergsvaðal ekki virtar Aðalhagsmunamál okkar hér í Barðastrandarhreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu er að fá nothæfan lendingarstað fyrir grásleppubátana við Hauka- bergsvaðai. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að opna augu þing- manna okkar og hins opinbera hefur verið daufheyrst við óskum okkar. í staðinn er fé veitt til hafnargerðar við Brjánslæk sem kemur aðeins 3-4 grásleppuk- örlum til nota. Við verðum að notast við dráttarvél sem ýtir þar til smíðuðum vagni út í sjóinn, sem báturinn er síðan dreginn með upp á land. En þar sem oft er mjög brimasamt hér við strönd- ina, segir það sig sjálft að ekki er hægt að stunda þessa útgerð á bátnum, nema þegar gott er í sjó, segir Kristján Þórðarson að Breiðalæk í Barðastrandar- hreppi. Að sögn Kristjáns gekk grá- sleppuvertíðin mjög vel í sumar og hafa bátarnir fengið að með- altali um 100 tunnur af hrognum. Um 15-20 bátar stunduðu grási- eppuveiðar í sumar, á stærðinni frá 1,5 tonnum og upp í 8 tonn. Það eru aðallega bændur í sveitinni sem stunda þessa út- gerð, sem þeir hafa snúið sér að í staðinn fyrir hefðbundinn bú- skap. Árið 1975 voru 26 bændur í sveitinni en þeim hefur fækkað um helming. Ástæðan er að margir þeirra misstu fullvirðisrétt sinn, meðal annars vegna niður- skurðar á fé vegna riðuveiki. í Krossholti, byggðakjarna sveitarinnar, var stofnuð hita- veita á árunum 1978-1980, eftir að heitt vatn fannst þar á 370 metra dýpi sem skilaði 30 sek- úndulítrum af 44 gráðu heitu vatni. í framhaldi af því var stofn- að fyrirtækið Klif Vf fyrir skreiðarþurrkun í 300 fermetra húsnæði, en þvíhefur verið lokað vegna mistaka og afglapa stjórn- ar kaupfélagsins á Patreksfirði. Einnig er í Krossholti saumastof- an Strönd Vt sem saumar fyrir Álafoss. íbúar í hreppnum eru 180. -grh Flatey á Breiðafirði Gott á grá- sleppunni Hafsteinn Guðmundsson: íbúar sex talsins. 200 tunnur af hrognum. Dúnhreinsun Grásleppuvertíðin gekk mjög vel hjá okkur í ár og við fylltum 200 tonnur af hrognum. Þetta er skásta vertíðin um ára- bil. Við erum þessa dagana að hreinsa æðardún, og ef að likum lætur verður það 20-25 kfló af dún sem við fáum af æðarvarp- inu, segir Hafsteinn Guðmunds- son í Flatey á Breiðafírði. Byggðin í Flatey man sinn fífil fegri hér áður fyrr, en nú eru ekki nema 6 manns með fasta búsetu þar. 4. júlí síðastliðinn var Flat- eyjarhreppur sameinaður fjórum öðrum hreppum í eitt sveitarfé- lag. Höfuðstaður hins nýja sveitarfélags er á Reykhólum í Reykhólahreppi. Flateyjarhepp- ur var þó ekki sá fámennasti því í einum hreppi í Austur-Barða- strandarsýslu var aðeins einn íbúi í einum hreppnum, sem samein- aður var. Bátafloti eyjarskeggja saman- stendur af tveimur Sóma 800 plastbátum, 6,5 tonn hvor, og einum 11 tonna báti. Pá eru Flat- eyingar með um eitt hundrað kindur og að sjálfsögðu með kvóta þar sem og í öðru. Enginn skóli er starfræktur í eynni þar sem nú eru þar engin börn á skólaskyldualdri. Töluvert hefur verið um ferðamenn í eynni, en þó mest, eins og undanfarin sumur, er þar um fólk sem hefur aðstöðu í þeim húsum sem fyrir eru í eynni. Allir aðflutningar til eyjarinnar fara fram með flóa- bátnum Baldri og nota menn símann til að panta sér það sem þarf frá Stykkishólmi. Húsin eru kynt með olíu. Að sögn Hafsteins verður ekk- ert um dansleiki í samkomuhús- inu um þessa verslunarmanna- helgi þar sem það hefur verið lagt undir kvikmyndatöku á mynd- inni um Nonna og Manna undir leikstjórn Ágústs Guðmunds- sonar, sem tekin verður þar í sumar að hluta. -grh Sagnfrœði Þjóðaitrot og innflytjendaliópur Norrœntsagnfrœðiþing ífyrsta skipti á íslandi. Búist við um 250þátttakendum þing Tuttugasta þing norrænna sagnfræðinga verður haldið Reykjavík í næstu viku, dagana tíunda til fjórtánda ágúst nánar tiltekið. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar verða í gestgjafa- hlutverkinu, en þing þessi hafa verið haldin allt frá árinu 1905. Þorsteinn Helgason er fram- kvæmdastjóri þingsins en undir- búningsnefndina skipa Gunnar Karlsson, Ingi Sigurðsson, Anna Agnarsdóttir, Helgi Skúli Kjart- ansson og Eggert Þór Bernharðs- son. Að sögn Þorsteins hafa íslensk- ir sagnfræðingar tekið þátt í þing- um þessum frá því um það bil 1920, en að vonum með hléum. Þá ber það til tíðinda að Færey- ingar eru nú með í fyrsta skipti sem sjálfstæður aðili, en fram til þessa hafa færeyskir sagnfræð- ingar verið partur af dönsku nefndinni. Þrjú viðfangsefni verða eink- um reifuð á þinginu: Heimildir um tímabilið 800-1050 í norrænni sögu; þjóðarbrot, innflytjenda- hópar og staða þeirra á Norður- löndum á síðustu tveimur öldum, og Lífskjör á Norðurlöndum 1750-1918. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands hefur gefið út á bókum erindi þau sem hér um ræðir. Að sögn Þorsteins er búist við 250 þátttakendum eða þar um bil, og giskar hann á að þar á meðal verði 50-60 íslendingar, sagnfræðingar og nemar. Ekki þurfa áhugamenn um sagnfræði að veifa prófskírtein- um til að fá inngöngu á þingið. Þátttökugjaldið er 3.500 krónur og fer skráning fram í Odda á sunnudaginn. Innifaldar í þátt- tökugjaldinu eru bækur þær um aðalefnin sem drepið var á. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.