Þjóðviljinn - 07.08.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Side 5
Umhverfi Sundaborgin til fyrirmyndar Lóðin í kring um Sundaborgina er núfullgerð svo aðkoman er öll önnur bœðifyrir starfsfólk og viðskiptavini. Plantaðvar 1600 trjáplöntum og hitalagnir settar í gangstéttir Það er alltaf skemmtilegt til þess að vita þegar fólk gerir átak til þess að fegra og snyrta um- hverfi sitt og ástæða til að vekja á því athygli þegar gengið er á undan með góðu fordæmi í þess- um efnum. Inni við Sundahöfn stendur Sundaborgin, sambygging fjölda innflutningsfyrirtækja, og nú í sumar hefur öll lóð sambygging- arinnar verið tekin í gegn svo um munar. Þarna eru komin malbik- uð bflastæði, vel merkt beggja vegna hússins, trjám hefur verið plantað í stóra reiti allt um kring, húsið sjálft málað og listaverkin á suðurhlið þess njóta sín vel. Sigurður Jónasson er fram- kvæmdastjóri húsfélags Sunda- borgar og húsvörður hússins er Kristinn Sigurðsson. Þeir gengu með blaðamanni um lóðina og út- skýrðu framkvæmdirnar. Þarfir starfsfólks í fyrirrúmi Þeir sögðu húsið hafa verið byggt fyrir um þrettán árum en það væri fyrst núna sem mögulegt hefði verið að ganga endanlega frá lóðinni. Nú hefði hins vegar verið ráðist í þessar framkvæmdir og við þær hefði verið haft til hlið- sjónar að um 200 manns vinna í húsinu og nauðsynlegt að bæta umhverfið fyrir það fólk, svo og viðskiptavini að sjálfsögðu. Sigurður sagði það hafa verið óvanalegt á þeim tíma sem húsið var byggt að láta gera svona lista- verk á fyrirtæki, en þar sem ekki fékkst leyfi hjá skipulagsyfirvöld- um fyrir gluggum á suðurhlið hússins var Sigurjón Ólafsson beðinn að hanna listaverk á þann vegg. „Síðast liöið sumar þegar húsið var málað fengum við svo ekkju listamannsins Birgittu Spur til að vera með í ráðum um litaval á listaverkunum. Kristján Davíðs- son aðstoðaði hana og nú njóta verkin sín betur en nokkru sinni á veggnum. f tilefni af þessu veitti félag húseigenda hér styrktar- sjóði listamannsins 100 þúsund króna styrk.“ Við göngum meðfram suður- veggnum þar sem listaverk Sig- urjóns eru og nú eru komin merkt bflastæði þar, trjágróður við alla innganga í húsið og luktir sitt hvoru megin við allar dyr. Sig- urður og Kristinn segja þessi bfl- astæði eingöngu ætluð starfs- fólki, en stór bflastæði eru líka hinum megin við húsið. „Bfla- stæðin eru fyrst og fremst fyrir starfsfólkið enda segir sig sjálft að þar sem svo margt fólk vinnur þarf að vera góð aðstaða fyrir bfla. Bfllinn er orðinn hluti af lífi okkar í dag. Merkingarnar á stæðunum eru gerðar eftir er- lendri fyrirmynd og eiga að auðvelda fólki að leggja í þau. Þetta eru um 7000 m2 sem búið er að malbika nú í sumar.“ Allt í kringum bflastæðin eru trjáreitir og segja þeir að plantað hafi verið 1600 trjám og runnum í kringum húsin. „Þau eru reyndar ekki há í loftinu ennþá en það kemur.“ Mikið hefur líka verið lagt af gangstéttum beggja vegna húss- ins og verið sett hitalögn í þær allar. Það verður því mikill mun- ur fyrir starfsfólk og aðra að koma að húsinu á komandi vetri. Álagahóllinn Rétt á lóðamörkunum er stór hóll og þegar gengið er upp á hann sér út yfir sundin og eyjarn- ar í allri sinni dýrð. Hóll þessi er í eigu borgarinnar en borgaryfir- völd og Sundaborgarmenn eru sammála um að hólinn megi ekki skerða eða hrófla við honum á nokkurn hátt. „Það má kannski segja að þetta sé eins konar álagahóll, að minnsta kosti er hann kallaður það, en við vitum nú ekki hvaða álög nákvæmlega hvfla á honum. En sagan segir að á þessum hól hafi þau Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður langbrók eitt sinn kvaðst með miklum blíðulátum. Það eitt er nægileg ástæða til að vernda hólinn ásamt því hve út- sýnið af honum er fallegt. Við höfum orðið varir við eftir að þetta umhverfisátak var gert að fólk kemur hér um helgar og leggur í bflastæðin og gengur upp á hólinn til að njóta útsýnisins. Þetta finnst okkur ákaflega skemmtileg þróun og sú hug- mynd hefur komið upp að stinga upp á því við borgaryfirvöld að setja bekk á hólinn til að fólk geti setið þar í góðu veðri. Við höfum átt mjög gott sam- starf við borgaryfirvöld og nú þegar við erum búin að gera þetta átak hér, hafa þeir tekið við sér og eru farnir að snyrta í kring það land sem liggur að lóðinni okkar. Eitt af því sem borgin ætlar að gera hið fyrsta er að setja nýja girðingu á álagahólinn. Þá vantar ekkert nema fallegt listaverk á hann,“ segir Sigurður. í hólnum eru líka eins konar fornminjar, gryfja sem Bretinn gróf í hólinn og hlóð innan með grjóti. Þetta mannvirki hefur líka verið látið halda sér ósnert. Út á hólinn liggur nú gangstígur og starfsfólk hússins fer þangað í góðu veðri í hádeginu og nýtur veðurblíðunnar og útsýnisins. -ing Listaverk Sigurjóns Ólafssonar njóta sín til fulls á suðurvegg Sundaborgarinnar eftir að húsið var málað og umhvefið í kring snyrt. Ekkja Sigurjóns, Birgitta Spur, var fengin til að aðstoða við litaval á listaverkin. (mynd ari) Kristinn Sigurðsson húsvörður og Sigurður Jónasson framkvæmdastjóri húsfélagsins úti á álagahólnum með Sunda- borgina í baksýn. Þeir eru að vonum stoltir af umhverfisátakinu enda hefur allt umhverfið breytt um svip svo um munar. (mynd ari) Brekkan framan við húsið hefur verið tyrfð og steinlögð og tröppur lagðar í hana vinstra megin niður á planið fyrir neðan. Umhverfi hússins hefur tekið stakka- skiptum. (mynd ari) Föstudagur 7. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.