Þjóðviljinn - 07.08.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Side 7
Föstudagur 7. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Flokkar jafnaðarmanna og frjálslyndra munu brátt verða flokkur frjálslyndra og jafnaðarmanna. En án Davids Owens, til vinstri, sem hér sést á tali við nafna sinn Steel. Bretland Kratar vilja sameiningu Vonsvikinn Owen lætur afformennsku íJafnaðarmanna- flokknum Lokið er atkvæðagreiðslu 58 þúsund félaga breska Jafnað- armannaflokksins um það hvort leggja eigi flokkinn niður og stofna nýjan með Frjálslyndum eður ei. Niðurstaðan varð sú að 57 af hundraði félaga reyndust því hlynntir en 43 af hundraði andvígir. Úrslit atkvæðagreiðslunnar ollu formanni flokksins, David Owen, miklum vonbrigðum og sagði hann af sér formennskunni strax og honum bárust tíðindin. Hann hafði ítrekað hvatt menn til að halda lífinu í Jafnaðarmann- aflokknum og sagst mundu snið- ganga nýjan flokk krata og frjáis- lyndra. „Flokksmenn hafa kveð- ið upp sinn dóm og hafa, þrátt fyrir aðvaranir mínar, ákveðið að stofna nýjan flokk með frjáls- lyndum. Að svo komnu máli tel ég ekki rétt að ég gegni for- mennsku í Jafnaðarmanna- flokknum lengur.“ Jafnaðarmenn og frjálslyndir hafa haft nána samvinnu á und- anförnum árum og boðið fram í kosningum sem miðjubandalag. Bandalagið galt afhroð í þing- kosningunum í júnímánuði síð- astliðnum, tapaði fimm sætum í neðri deild breska þingsins og hefur nú aðeins umráð yfir 22 af 650. Strax og úrslit þingkosning- anna lágu fyrir fór David Steel, formaður Frjálslynda flokksins, að gera því skóna að sameining flokkanna væri eina leiðin til að halda lífinu í miðjuhreyfingunni. í sama streng tóku ýmsir forystu- manna úr Jafnaðarmannaflokkn- um, þar á meðal þrír brotthlaups- mannanna fjögurra úr Verka- mannaflokknum. Allir nema Owen. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið því nú hefjast langar og strangar viðræður flokkanna um stefnuskrá og skipulag nýja flokksins. Þegar þær eru til lykta leiddar verða fé- lagar Jafnaðarmannaflokksins að ganga til atkvæða að nýju. -ks. Mið-Ameríka „Friðaraætlun“ fær draemar undirtektir Daníel Ortega, forseti Nicaragua, lagði fram tilboð um beinar viðrœður við Bandaríkjamenn en Shultz utanríkisráð- herra hafnaði því Ekki eru taldar neinar líkur á því að ríkisstjórn Nicaragja gangi að vopnahléstilboði því er Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti lagði fram í fyrradag. Daníel Ortega svaraði Reagan seint í fyrrakvöld og kvað ríkisstjórn sína reiðubúna til viðræðna við Bandaríkjamenn um frið hvar og hvenær sem væri en við málaliða þeirra hefðu þeir ekkert að tala. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafnaði þessu boði í gær og lét þau orð falla að Bandaríkjastjórn myndi ekki ráðskast með málefni Mið- Ameríku heldur væri það ríkj- anna á því svæði að ráða fram úr vandanum með samningum sín á milli! Það er einkum tvennt í til- lögum Reagans sem Managua- stjórnin getur ekki fallist á. Hið fyrra er krafa um að þegar í stað verði efnt til kosninga undir eftir- liti erlendra aðila. Hið síðara er að þeir setjist að samningaborði öndvert Kontraliðunum. Kosningar fóru fram í Nicarag- ua árið 1984 og fylgdust fjölmarg- ir útlendingar með framvindu þeirra, þar á meðal nefnd á veg- um Alþjóðasambands jafnaðar- manna, og öllum bar saman um að heiðarlega hafi verið að þeim stáðið. Féllist ríkisstjómin á að láta kjósa áður en kjörtímabilið rennur út væri hún að lýsa því yfir að hún hefði haft rangt við í síð- ustu kosningum. Hvað snertir Kontraliðanna þá segjast Sandinistar ekki hafa um neitt að ræða né semja við fyrrum böðla Somozastjómarinnar sál- Danlel Ortega: Semja við Kontraliða? Nei takk! U8U- Lunginn úr forystusveit Kontraliðanna em fyrrverandi yfirmenn úr hinu alræmda þjóð- varðliði Somozas. Hryðjuverk þeirra gegn almenningi í Nicarag- ua á undanförnum ámm sýna svo ekki verði um villst að þeir hafa engum framfömm tekið. Ymsir fulltrúa Demókrata- flokksins í báðum deildum Bandaríkj aþings halda því fram að tillagan sé bragð af hálfu Reaganstjórnarinnar sem eigi að slá ryki í augu almennings og þingmanna. Hugmyndimar séu settar fram á þann veg að útilok- að sé að Managuastjómin geti fallist á þær og þegar hún hafi sagt nei muni Reagan heimta aukið fé til handa Kontraiiðunum þar sem Sandinistar „vilji ekki friðmæ- last“. „Þetta eru tóm látalæti, “ sagði Edward Kennedy um til- lögumar í gær. -ks. Eduard Shevardnadze Þýsk/bandarískir kjam- oddar hindra samkomulag Utanríkisráðherra Sovétríkjanna segir kjarnodda í 72 vesturþýskar Pershing 1-A flaugar standa í vegi fyrir „tvöfaldri núlllausn<( Shevardnadze. Ómyrkur í máli I Genf. fórna flaugum sínum til þess að samkomulag náist. -ks. Eduard Shevardnadze, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, ávarpaði í gær afvopnunarfund 40 ríkja sem haldinn er í Genf um þessar mundir í tilefni þess að 42 ár eru liðin frá því Bandaríkja- menn vörpuðu kjarnsprengju á japönsku borgina Hiroshima. Hann gerði afvopnunarvið- ræður stórveldanna að umtals- efni og krafðist þess að sam- bandsstjómin í Bonn gerði hreint fyrir sínum dymm og greindi frá því hver ætti margumrædda 72 kjarnodda í Pershing 1-A flaugar Vestur-Pjóðverja. Pað væri grundvallaratriði því Sovétmenn myndu aldrei geta fallist á að vesturþýski herinn ætti kjamvopn í fómm sínum. Hann ávarpaði vesturþýska fulltrúann beint og spurði: „Em kjarnvopn í vopnabúrum ykk- ar?“ Þegar hann hafði lokið máli sínu kvaddi fulltrúi Vestur- Þýskalands, Paul-Joachim nokk- ur von Stuelpnagel, sér hljóðs og sagði: „Nei.“ Shevardnadze sagði stjórn sína hafa gert allt sem í hennar valdi stæði til að auðvelda samkomu- lag um „tvöföldu núlllausnina“ en það sama væri ekki hægt að segja um viðsemjendurna og helsta ljónið í veginum væri spumingin um framtíð flauganna 72. „Ef við ræðum um að eyða öllum kjamoddum þá eigum við vitaskuld einnig við þessa 72 kjarnodda Bandaríkjamanna ... og nú er staðan sú að 72 banda- rískir kjamoddar standa í vegi fyrir því að stórveldin semji um eyðingu allra meðal- og skammd- rægra kj arnskeyta úr heiminum. “ Bandaríkjamenn eru hinsveg- ar ekki á því að láta undan þess- um kröfum Sovétmanna. I gær fullyrti háttsettur vesturþýskur embættismaður að öryggismála- fulltrúi Reagans, Frank nokkur Carlucci, hefði sannfært ráða- menn í Vestur-Þýskalandi um að ekki yrði samið um flaugamar 72 né kjamoddana í þær. Málið virðist því vera í sjálf- heldu og ekki sýnt að afvopnun- arsamningar risaveldanna verði undirritaðir í bráð nema því að- eins að sambandsstjórnin í Bonn taki sjálf af skarið og failist á að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.