Þjóðviljinn - 07.08.1987, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Qupperneq 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Föstudaour 7. ágúst 1987 170. tölublað 52. árgangur SKÓLAVELTA LEON *5 AÐ FAR5ÆLLI SKÓIACÖNGU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Heimilisþjónustan Ekkert fólk að fá Jónína Pétursdóttir, forstöðukona: Til lítils að auglýsa eftirfólki: Lokun margra sjúkrahúsdeilda ísumargerir ástandið verra Okkur bráðvantar fólk í vinnu. Við auglýstum síðast eftir fólki um miðjan júlí og reynum varla aftur fyrr en um miðjan þennan mánuð, enda hefur það sýnt sig að það er til lítils. Það er ekkert fólk að fá, sagði Jónína Pétursdóttir, forstöðukona Heim- ilisþjónustunnar, í spjalli við blaðið í gær. „Margar deildir á sjúkrahúsun- ura hafa verið lokaðar í allt sumar og það þyngir ástandið hjá okk- ur,“ sagði Jónína. „Við verðum áþreifanlega vör við hvað ástand- ið er slæmt. Langmest vantar alltaf af fólki í ræstingar. Það er ekki eins löng bið eftir daglegri aðstoð og umönnun, enda þykir það léttara en að þrífa til dæmis fimm heimili á viku.“ Umferðin Ágúst skæðastur 456 látnir á tveimur áratugum Ungu fólki á aldrinum 17-20 ára er langhættast í umferð- inni samkvæmt nýrri skýrslu Um- ferðarráðs um slys í fyrra. Þar kemur fram að slasaðir og látnir undir tvítugu voru í fyrra 46,2% heildarinnar, og fólk á aldrinum 17-20 ára myndar tæp- an fjórðung allra slasaðra og lát- inna í umferðinni. Alls slösuðust 768 í umferðinni í fyrra, 345 þeirra mikið. 24 létust í umferðarslysum. í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að ágúst er hættulegasti umferðarmánuðurinn. Að með- altaii hafa um 80 slasast í ágúst á síðasta áratug, en um 70 bæði í júlí og september. Hættuminnst- ur mánaða er samkvæmt þessu janúar, þá slasast að meðaltali um 40. Síðustu tvo áratugi, 1967- 1986, dóu 456 manns í umferð- arslysum á íslandi. -m Um fimm hundruð manns vinna hjá Heimilisþjónustunni, mest konur, en hún er deild innan Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Stærsti hluti þessa hóps er í hlutastörfum og fær laun sam- kvæmt Sóknartöxtum. Tímakaup í byrjunarflokki er liðlega 175 krónur án orlofs, en losar tvö hundruð krónur í efstu flokkun- um ef orlofið er talið með. Nokkur hluti starfsfólksins er á mánaðarkaupi. í byrjunarflokki er mánaðarkaupið 27.866 krón- ur. Eftir níu ára starf fer það upp í 30.450 krónur og eftir fimmtán ára starf 32.304 krónur. Ekki er ýkja mikill munur á launum eftir flokkunum; þær sem fá greidd laun í efsta flokki, en það er lítill minnihluti, komast þannig hæst í 34.788 króna mánaðarlaun eftir fimmtán ára starf. Til samanburðar má geta þess að lægstu mánaðarlaun hjá Heimilishjálpinni í Kópavogi eru 30.765 krónur. Hæst fara launin þar upp í 41.299 krónur, og eru þeir starfsmenn sem þeirra njóta komnir með hámarksstarfs- reynslu og eiga tvö námskeið að baki. HS Sól um allt land í gær, og þeir sem gátu flykktust í laugar og á sólbaðsbletti. (Mynd: Ari). Sveitarfélög Dalasameining könnuð Dalamenn íhuga sameiningu í einn, tvo eða þrjá hreppa. Könnun um mánaðamót Skoðanakönnun um samcin- ingu hreppa í Dalasýslu fer fram öðru hvoru megin við næstu mánaðamót, og er nú verið að kynna helstu kosti sem til greina koma. í Dölum eru átta hreppar og eru íbúar samtals rúmlega þús- und. Þrír hreppanna eru á mörk- um þess að verða lagðir niður með ráðuneytisvaldi samkvæmt löguin og telja rétt yfir 50 manns, Hörðadalur, Haukadalur og Skarðsströnd. Samstarfs- og sam- einingarnefnd hefur starfað í sýsl- unni frá því í fyrrahaust, skipuð tveimur mönnum frá hverjum hreppi, og hefur hún helst athug- að þrjá kosti, að stofna einn hrepp jafnstóran sýslunni, að hafa hreppana tvo, þannig að suðurhrepparnir fjórir væru ann- arsvegar og vesturhrepparnir fjórir hinsvegar, eða þrjá þannig að Laxárdalur yrði sér (og þar- með Búðardalur), en sinn hrepp- urinn hvorum megin. Marteinn Valdimarsson sveitarstjóri í Búðardal sagði Þjóðviljanum að skoðanir væru nokkuð skiptar um þessar hug- myndir, en ágreiningur færi þó hvorki eftir landfræðilegum né pólitískum línum. Marteinn sagðist sjálfur á því að annað- hvort væri að sameina í einn hrepp eða halda skiptingunni óbreyttri. Ýmsir Dalamenn munu vilja haida í sitt sveitarfélag, meðal annars af tilfinningalegum ástæð- um, en einnig er uppi ótti við j vald mundi safnast í Búðardal, i í sumum hreppum líst mönnu ekki of vel á að tengjast Láxí dalshreppi fjárhagsböndum. Þ hafa verið töluverðar frai kvæmdir undanfarin ár og þei fýlgja nokkrar skuldir. I óformlegri símakönnun fýi skömmu kom fram mikill vilji sameiningar, en einnig skipt skoðanir um hversu langt eigi; ganga. Hitaveita/Rafmagnsveita Lakari og dýrari þjónusta Trúnaðarskýrsla um innheimtumál Hitaveitu og Rafmagsnveitu: Aðskilin innheimta leiðir til gjaldskrárhœkkana og óhagrœðis. Neytendurfá verriþjónustu Sameiginleg innheimta Raf- magnsveitu og Hitaveitu hefur ótvfræða kosti í för með sér. Hún leiðir til sparnaðar í mannahaldi, þjónustugjöldum og nauðsyn- legum vélbúnaði. Verði inn- heimtan aðskilin leiðir það til gjaidskrárhækkana á rafmagni og heitu vatni og lakari þjónustu við neytendur, segir m.a. í úttekt sem unnin hefur veríð á vegum Rafmagsnveitu Reykjavíkur, um fyrirhugaðan aðskilnað á inn- heimtu fyrirtækisins og Hitaveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum blaðs- ins, er kurr meðal stjómenda Rafmagnsveitunnar, með ákvörðun Hitaveitunnar, að slíta áratuga sameiginlegri innheimtu fyrirtækjanna og taka sín inn- heimtumál í eigin hendur. í trúnaðarskýrslu, sem unnin var á vegum Rafmagnsveitunnar um þetta mál, er svo fast að orði kveðið að aðskilin innheimta fyrirtækjanna leiði óhjákvæmi- lega til gjaldskráhækkana og lak- ari þjónustu við neytendur. Samkvæmt heimildum blaðs- ins segir í skýrslunni að jafnvel þótt hugsanlegt sé að Hitaveitan kunni að hafa einhvern hag af eigin innheimtu, hljóti heildar- innheimtukostnaður að aukast. Sameiginleg innheimta rafmagns og heits vatns sé eðlileg þar sem nær aliir rafmagsnotendur kaupi jafnframt heitt vatn. Aðskilin innheimta krefðist tvíverknaðar við álestur af rafmagns- og hita- veitumælum og þarfnist notendur upplýsinga um orkunotkun, eða þurfi þeir að tilkynna flutning eða leita annarrar fyrirgreiðslu, verða þeir að leita til tveggja að- ila í stað eins, eins og nú er, til að fá úrlausn sinna mála. _rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.