Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 3
Borgarráð Opnunartíma frestað Davíð vill bíða eftir fullskipaðri borgar- stjórn. Skilafrestur at- hugasemda vegna að- alskipulags lengdur Borgarráð samþykkti í gær til- lögu Davíðs Oddssonar borg- arstjóra að fresta síðari umræðu um tillögu Árna Sigfússonar og fleiri borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um rýmkaðan af- greiðslutíma verslana, þar til borgarstjórn kemur saman eftir sumarleyfi 3. september n.k. Skiptar skoðanir eru meðal fulltrúa Sjálfstæðismanna um lengingu afgreiðslutímans og borgarstjóri því ekki tilbúinn að láta afgreiða málið fyrr en full- skipuð borgarstjórn tekur aftur við störfum í næsta mánuði. Á fundi borgarráðs í gær var jafnfram samþykkt tillaga full- trúa minnihlutans um að fram- lengja frest til að skila inn athuga- semdum við nýtt aðalskipulag borgarinnar fram til 23. septemb- er nk. en fresturinn hefði að öðr- um kosti runnið út í dag. _ |g_ FRE1TIR Smásöluverslun Hirðir Krínglan aukninguna? Veltan ísmásöluversluninni jókst umlOtil 13% á síðasta ári. Magnús Finnsson framkvœmdastjóri Kaupmannasamtakanna: Þróunin mjöghröð oghlýturað hafa áhrifá afkomu margra verslana Það er ákveðin þróun sem á sér stað í smásölu alis staðar í heiminum. Formið er að breytast frá hinni hefðbundnu verslun yfir í staði með margar verslanir, sagði Magnús Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamt- akanna þegar blaðið innti hann eftir þeim áhrifum sem tilkoma Kringlunnar hefði í för með sér. Með Kringlunni bætast um 9% verslunarrýmis við það sem fyrir er, og forsvarsmenn verslunar- samstæðunnar gera sér vonir um að ná 13% af smásöluversluninni i sinn hlut. Magnús sagði að velt- an í smásöluverslunínni hefði verið nálægt 22 milljörðum árið 1984, tæplega 31 milljarður ’85 og um 42 milljarðar í fyrra eftir því sem best væri vitað. í prósentum talið samsvara þessar tölur 4 til 5 prósent raunaukningu í magni milli ára ’84 og ’85 og 10 til 13 prósentum milli áranna ’85 og ’86. „í ljósi þessa má ætla að Kringlumenn ætli sér að selja væntanlega aukningu," sagði Magnús, „og mætti álykta út frá þessu að tilkoma Kringlunnar hefði ekki ýkja mikil áhrif. En því er ekki að leyna að þessi þróun hefur gerst mjög hratt hérna, og er óneitanlega sjokk fyrir smá- söluverslunina og hlýtur að hafa áhrif á afkomu margra verslana". Magr.ú; var spurður hvernig kaupmanninum á horninu reiddi af, og sagði hann að hann væri í hættu alls staðar. „Pað sem við höfum gert hér á landi er að styrkja stöðu hans með því að efla innkaupasambönd og að- drætti. Við reynum að sjá til þess að smákaupmenn njóti sömu eða svipaðra kjara og stóru aðilarnir. Því miður hefur okkur þó ekki tekist eins vel og við ætluðum í þessum efnum,“ sagði Magnús. í þessu sambandi sagði Magn- ús að það væri enginn pilsfaldaskapítalismi í því fólginn að leita til borgaryfirvalda til að létta ýmsum álögum af smákaup- mönnum, en þeir borga til að mynda hátt aðstöðugjald. „Það þarf að koma til móts við þá sem eiga óhægt um vik að komast úr sínu hverfi til að versla. Þessar hugmyndir höfum við kynnt borgaryfirvöldum og fengið já- kvæðar undirtektir, enda nýtur málstaður kaupmannsins á horn- inu samúðar,“ sagði Magnús. HS Þórshaninn Aðeins 45 pör sem fundust Iumfangsmikilli könnun á fjölda og útbreiðslu þórshana hér á landi sem gerð var í sumar á veg- um Fuglaverndunarfélagsins og Náttúrufræðistofnunar fundust aðeins 45 pör af fuglinum dreifð um allt land. Yfirleitt voru aðeins örfá pör á hverjum stað. Telur Fuglaverndunarfélagið fulla ástæðu til að vera uggandi um framtíð þórshanans hérlendis og leitar nú leiða til að tryggja framtíð þessarar fuglategundar á íslandi. Útvegsbankamálið Ættarveldi íhaldsins sameinast * Þverskurður afefsta lagi Sjálfstæðisflokksins sameinast um tilboð í Útvegsbankann Þrjátíu og þrjú fyrirtæki og ein- staklingar sameinast um til- boð í Útvegsbankann var fyrir- sögn dagsins í gær. En hvaða fyr- irtæki og einstaklingar eiga þar í hlut? Er það almenningur, einsog fyrrverandi viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason, kysi helst að ætti bankann, sem stendur að til- boðinu? Gefur þessi hópur breiða mynd af fyrirtækjum í útvegi og öðrum atvinnugreinum? Svarið er nei. Hér hefur gamla ættarveldi íhaldsins tekið sig sam- an með „óskabarn þjóðarinnar“ Eimskip í fararbroddi, og sam- einast í tilboði þessu. Lítum aðeins nánar á þá aðila sem standa að tilboðinu. Eimskip Eimskipafélag íslands á stærst- an hlut í tilboðinu, eða 100 milljónir króna. Þykir reyndar ýmsum að fjárhagur fyrirtækisins sé með eindæmum góður þar sem félagið hefur nýverið keypt stærsta hluta þrotabús Hafskips. í stjórn Eimskips sitja m.a. þeir Halldór H. Jónsson, sem er stjórnarformaður, Indriði Páls- son, varaformaður, Thor Ó. Thors, Jón Ingvarsson og Bene- dikt Sveinsson. Þeir Halldór H. og Thor Ó. eru svo einu einstaklingarnir sem eru aðilar að tilboðinu, en þeir eiga hvor um sig 25 milljónir í pakkan- um. Undir tilboð þeirra skrifar svo Indriði Pálsson, varaformað- ur stjórnar Eimskips og forstjóri og stjórnarformaður Skeljungs, sem á 40 milljón króna hlut í fé- laginu. Halldór H. Jónsson situr einnig í stjórn Skeljungs auk þess sem hann er stjórnarformaður ís- lenskra aðalverktaka, en fram- kvæmdastjóri þeirra er Thor Ó. Thors. í stjórn Eimskips situr einnig Jón Ingvarsson, sem á sæti í stjórn Granda, sem á 20 milljónir í púkkinu, auk þess sem Síldar- og fískimjölsverksmiðja Reykja- víkur, sem að meirihluta til er í eigu Granda, á 20 milljónir. Undir þessi tilboð skrifar Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi íhalds- ins í Reykjavík og stjórnarfor- maður Granda. H.Ben œttin Benedikt Sveinsson, stjórnar- maður í Eimskip, er formaður stjórnar Sjóvá og skrifar undir 10 milljón krónur sem Sjóvá á í til- boðinu. í stjórn Sjóvá eiga auk þess sæti Ingvar Vilhjálmsson, faðir Jóns Ingvarssonar hjá Granda og Eimskip. Björn Hallgrímsson, bróðir Geirs Hallgrímssonar, fyrrver- andi ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins og sonur Hallgríms Benedikts- sonar, bróður Sveins Benedikts- sonar föður Benedikts Sveins- sonar. á einnig sæti í stjórn Sjóvá. H. Benediktsson hf er svo með 5 milljón króna hlut í tilboðinu og skrifar Björn undir þann hlut. SHog Tryggingamiðstöðin Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna og Tryggingamiðstöðin eru samanlagt með jafn stóran hlut í tilboðinu og Eimskip, eða 50 milljónir hvort fyrirtækið fyrir sig. Samnefnari þessara tveggja fyrirtækja og Eimskip nefnist Jón Ingvarsson, en hann er stjórnar- formaður SH auk þess sem hann situr í stjórn Tryggingamiðstöðv- arinnar, Eimskip og Granda. Auk Jóns eiga sæti í stjórn SH Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki á Eskifirði), en Hraðfrystihús Esk- ifjarðar, sem Aðalsteinn stýrir á 10 milljónir í tilboðinu. Þá má nefna Guðmund Karlsson fyrrum þingmann Sjálfstæðisflokksins og Agúst Einarsson, Sigurðssonar ríka, stórútgerðarmanns og fyrr- verandi alþingismanns Sjálfstæð- isflokksins. Ágúst skrifar undir 15 milljón króna hlut Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur. Bróðir hans Sig- urður Einarsson, forstjóri Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja, sem á 35 milljónir af tilboðinu, situr í stjórn Tryggingamiðstöðv- arinnar. Undir tilboð Tryggingamið- stöðvarinnar skrifar Gísli Ólafs- son, formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins á Reykja- nesi. Bankarnir Tveir bankar standa einnig að tilboðinu, báðir með 50 milljónir. Það eru Iðnaðarbankinn, en for- maður bankaráðs hans er Davíð Scheving Thorsteinsson, mið- stjórnarmaður Sjálfstæðisflokks- ins. í bankaráðinu situr einnig Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda. Formaður bankaráðs Verslun- arbankans er Árni Gestsson, sem á Globus, en Globus á 5 milljónir af tilboðinu og skrifar Árni bæði undir tilboð fýrirtækis síns og bankans. í bankaráði Verslunarbankans er einnig Guðmundur H. Garð- arsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og blaðafulltrúi Sölu- miðstöðvarinnar. Hann er einnig áhrifamikill innan stjórnar Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, sem skrifar upp á 60 milljónir af til- boðinu. Minni spámenn Tengsl Sjálfstæðisflokksins við flesta aðra sem hlut eiga í máli eru yfirleitt augljós. Þannig er Gísli Jón Hermannsson, sem skrifar undir 25 milljón króna hlut Ögurvíkur, bróðir Sverris Hermannssonar fyrrverandi ráð- herra. Dagbjartur Einarsson, sem skrifar undir 10 milljón króna hlut Fiskaness í Grindavík, er áhrifamaður í Sjálfstæðis- flokknum á Reykjanesi. Svona mætti halda áfram upp- talningunni, Hekla og Sigfús- synir, Soffanias Cecilsson í Grundafirði o.s.frv., o.s.frv. Sé Sambandið tengt Framsókn augljósum böndum er þessi þver- skurður af einkageiranum ekki síður tengdur íhaldinu. Almenn- ingur er því alveg út úr myndinni hver sem niðurstaða viðskipta- ráðherra og ríkisstjórnarinnar verður. -Sáf Ml&vikudagur 19. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.