Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 5
Hugvekja um ölæði Þýtur f holti áfengistófa... Tvennum sögum fer af hátíð- inni í Húsafelli um síðustu versl- unarmannahelgi, þó ekki hafi nema önnur sagan komist á prent. Að sögn unglinganna, sem voru yfirgnæfandi meirihluti gestanna, var hátíðin „algert æði, maður“ og fleira í þeim dúr, sem væntanlega má útleggja þannig á tungumáli fullorðinna, að hún hafi verið hið dýrðlegasta ævin- týri. En þeir menn fullorðnir sem slæddust inn á svæðið sáu eitthvað allt annað. Höfðu fjöl- miðlar eftir þeim miður fagrar lýsingar á skruggufullum ung- mennum, sem ráfuðu rænulítil um, uns þau duttu loks afvelta út af og voru borin inn í „dauða- tjaldið", þar sem þau voru látin sofa úr sér. Heimildarmaður minn sagði, að það væri eins og unglingarnir hefðu skipulagt þetta eins og vaktavinnu: þegar hinir þolbestu voru bornir inn í tjaldið um nóttina voru þeir sem fyrst höfðu lognast út af að rísa upp frá dauðum. Þannig hélt hringekjan áfram. Þessar sögur eru alveg ósættan- legar, og þó báðar sannar. Ekki er hægt að brúa bilið með því að segja, að ekki hafi nema hluti unglinganna verið á herðablöð- unum, þótt það sé vitanlega sannleikanum samkvæmt. í ung- lingahópum, sem eru að „skemmta sér“, fá gjarnan einn eða tveir það hlutverk að skand- alísera fyrir alla hina með skraut- legum drykkjulátum: þeir eru ambassadorar hópsins hjá Bacc- hó konungi, og í gegnum þá er allur hópurinn á einhvers konar sameiginlegu fylliríi og „fær út- rás“, þótt margir félagar hans séu kannski ekki með áfengi beinlínis í blóðinu eða a.m.k. ekki mikið af því. Stundum skiptast menn reyndar á um að hafa þetta hlut- verk með höndum, og er það önnur hringekjan. Þess vegna er það sami atburð- urinn sem tvennum ósættan- legum sögum fer af, þ.e.a.s. alls- herjarölæði, eins og það hugtak hefur nú verið skilgreint. Þeir menn fullvaxnir sem börðu ung- lingana augum í þessum dýrðlega fagnaði þeirra sáu ekkert nema skelfilegar hörmungar: að þeirra dómi leið unglingunum herfilega illa, þeir höfðu langtímum saman lítið við að vera og reyndu að telja sér trú um að það væri ofsa- lega gaman að rölta svona um í reiðileysi, æpandi og illa til reika og veifandi hálftómum flöskum. Unglingarnir litu hins vegar á hina fullorðnu sem hneykslunar- gjörn gamalmenni, sem væru af einhverri illyrmislegri mann- vonsku á móti því að æskan skemmti sér. Slíkum mönnum væri ekki hægt að svara á annan hátt en með því að ögra þeim sem mest, - enda er ekki efi á, að það hefur verið unglingunum góð við- bót við allt gamanið að lesa síðan frásagnirnar í blöðunum eftir helgina. Þeir unglingar sem ekki komust sáröfunda hina, ekki síst við lestur þessara blaðagreina. Af hverju stafar nú þessi grundvallarmunur á viðhorfum? Þegar fullorðnum mönnum verð- ur hugsað til sinna eigin víðáttu- svallferða úti í guðsgrænni nátt- úrunni, kannski nokkurra ára- tuga gamalla, er algengt að heyra þá hneykslast á því, hvað þeir hafi þá verið skelfilega „heimskir“. En hæpið er að beita slíkum skýringum á athæfi ung- linganna, sem sanna a.m.k. hug- arorku sína með því að þeir eru mun fljótari að læra á tölvudót og slíkt en nokkur sá sem vaxinn er úr grasi, hvort sem það telst til gáfna eða ekki. Hér virðist frem- ur vera um djúpstæðan og tilfinn- ingabundinn mun á hugarfari að ræða: Það að vera með foreldrum eða öðru fullorðnu fólki og hlýða boðum þess, hvort sem það er í heimahúsum, sumarbústað eða annars staðar, virðist sem sé vekja með unglingum alveg skelfilega ófrelsistilfinningu, og þeim finnst að „lífið sjálft" sé annars staðar og gangi þeim úr greipum ef þeir fari ekki þangað strax og fylgi fordæmi félaganna. Þess vegna finnst kannski ung- lingi sem er að veiða silung eða lesa í bók í sumarbústað foreld- ranna, að hann sé lokaður inni í einhverju grimmu gúlagi, en hins vegar að hann sé í miðri hringiðu lífsins þegar hann liggur hálfrot- aður milli svefns og vöku og vel vaktaður í einhverju „dauða- tjaldi“ á útiskemmtum. Stundum dettur manni í hug að þessi tilfinning unglinganna, sem fullorðnir eiga harla erfitt með að skilja, sé ráðstöfun móður nátt- úru, sem vill sjá um það - á sama hátt og hún rekur saman með brauki og bramli einstaklinga af gagnstæðum kynjum - að drífa ungviðið út úr hreiðrunum um leið og það er nokkurn veginn fært um að fljúga með eigin fjöðrum. Virðist það ekki skipta móður náttúru nokkru minnsta máli, þótt ótaldar hættur bíði fyrir utan hreiðrið og ungviðið væri kannski betur í stakk búið til að mæta þeim, ef það sæti svolítið lengur í hreiðrinu og hlustaði á viðvaranir eldri fugla. Það er eins og hún geri beinlínis ráð fyrir því, að hluti af ungviðinu fari í kjaft- inn á einhverjum „náttúrulegum óvinurn". Frá þessu er sagt í hnot- skurn í frönsku sögunni um geitinahans monsjörSéguin: hún vildi ólm fara upp á fjall, þar sem hún var viss um að grasið væri svo miklu grænna og bragðbetra. Stoðaði ekki þótt monsjör Séguin segði henni frá úlfinum og reyndi jafnvel að loka hana inni. Hún strauk upp á fjallið - og þar át úlfurinn hana. Þessi ráðstöfun móður náttúru er svo sem nógu vísdómsleg eins og margt fleira sem gamla konan hefur ákveðið. Því einungis með því að fara út á lífið og standa á eigin fótum geta unglingar aflað sér þeirrar reynslu sem þarf til þess að verða sjálfstæður og skapandi einstaklingur og halda áfram að trekkja upp gangverk mannlífsins. En ekki er nema von, að það sé erfitt fyrir menn að sætta sig við að þegar ungviðið rýkur burt úr hreiðrinu og út í frelsi náttúrunnar þjóti þar líka í holti áfengistófa, - og margir rnuni verða henni að bráð. Þótt kannski megi segja, að hún sé „náttúrulegur óvinur“ mann- kindarinnar líkt og úlfurinn geitarinnar, vildu menn að ung- viðið gæti þreifað fyrir sér þar sem grasið er grænna og bragð- betra, án þess að áfengistófan sé beinlínis að setja í það tennurnar. Hér er við ramman reip að draga, því burtséð frá þeim mun á viðhorfum sem áður var rakinn, er eins og unglingar skilji mjög iila það sem verið er að segja þeim um þessi mál. Eitt dæmi nægir til að sýna það. Ef fullorðn- um manni, sem gengur full rösk- lega fram í ölteitinni, er bent á fordæmi „Jóns frænda“, sem drakk sig í hel, eru góðar líkur á að hann taki því vel um síðir, hann fari að hugleiða hvort hann sé ekki sjálfur kominn út á þá hálu braut, sem varð „Jóni frænda“ að falli, - og kannski ákveður hann að gera eitthvað róttækt í málinu. En ef unglingi er bent á sama hátt á fordæmi „Jóns frænda" eru því miður allar horfur á því að það hafi alveg þveröfug áhrif. Hann sér einung- is muninn sem er á drykkju hans sjálfs og drykkju frændans undir lokin, og honum finnst að dæmið sýni að það sé allt í lagi fyrir hann að halda áfram einmitt af því að hann drekki ekki eins illa og „Jón“ gerði. Vandinn liggur í því að tímaskynið er allt annað: ung- lingurinn getur ekki gert sér grein fyrir þeirri þróun sem liggur í tím- ans rás frá því að „drekka hressi- lega“ á góðri stund eins og ung- lingar gera oft, jafnvel í Húsa- felli, og til þess að vera orðinn aðfram kominn og viljalaus drykkjusvelgur. Sá maður, sem fyndi upp að- ferð til að segja unglingu im á þeirra eigin máli frá lifnað Uátt- um áfengistófunnar og enna þeim að þekkja hljóðin, gerði hið þarfasta verk. Og þótt bið verði á því er margt hægt að gera. Ekki væri t.d. úr vegi, að ungmenna- sambandið sem stóð fyrir Húsa- fellshátíðinni skipti um nafn og kallaði sig „Ungmennafélagið Egil Skallagrímsson“, svo að menn þurfi ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvers konar hefð er enn við lýði. e.m.j. Hornstrandir Alltaf jafn vinsælar Gísli Hjartarson leiðsögumaður: Töluverð umferð ferða- manna ísumar. Nýuppgerð 20 metra sundlaug íReykjarfirði. Vekur mikla athygli Það hefur verið töluverð um- ferð ferðamanna um Horn- strandir í sumar, þó svo að það hafi ekki verið f neinni líkingu við toppsumrin 1981-83, en þá var fjöldinn hvað mestur, allt upp í 80 manna hópa í hverri ferð, sagði Gísli Hjartarson, kennari og leið- sögumaður. Að sögn Gísla verður síðasta áætlunarferð Djúpbátsins norður á Strandir 24. ágúst næstkom- andi, en báturinn hefur farið í sumar tvær áætlunarferðir í viku á Hornstrandir og einu sinni í viku í Jökulfirði. Þeir ferðamenn sem ferðast um óspillta náttúru Strandanna eru í fyrsta lagi fólk sem er ættað af svæðinu og gistir þá á eyðibýlum eða í nýjum sumarbústöðum sem reistir hafa verið, þó aðallega í Aðalvík. f öðru lagi fólk sem ferðast með Ferðafélagi íslands og Útivist, en bæði þessi félög hafa skipulagðar ferðir á Strandir á sumrin og svo eru það erlendir ferðamenn. í sumar hefur mest borið á Þjóð- verjum og Svisslendingum. Mikla athygli ferðamanna hef- ur vakið nýuppgerð sundlaug í Reykjarfirði í Norður-ísafjarðar- sýslu, Húnaflóamegin. Þar v fyrst byggð sundlaug árið 1932 að hægt væri að kenna þar sun en eftir að byggð lagðist þar nið 1959, hefur sundlaugin aðalle verið notuð af ferðamönnum gestum. Hún er 20 metra lör hvítmáluð og nýtur mikilla vi sælda. - Ég er búinn að vera leiðsög maður fyrir ferðahópa á þessr slóðum í 17 sumur og alltaf ja skemmtilegt, enda umhverl stórbrotið og hefur uppá mil náttúrufegurð að bjóða,“ saj Gísli Hjartarson að lokum. g Mlðvikudagur 19. ógúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.