Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Blaðsíða 11
hÖRFRÉTTIRm Sovéskir ráöamenn eru nú ekki jafn tregir til aö veita einstaklingum sem haft hafa aögang að ríkis- leyndarmálum leyfi til að flytja úr landi og hér fyrr á árum. Þorri Sovétborgara sem fengið hafa synjun af þessum sökum á um- liðnum árum en hafa áfrýjað munu fá heimild til að hleypa heimdraganum Tveir pólskir blaðamenn og tveir Danir sitja nú í gæsluvarðhaldi og verða brátt dregnir fyrir rétt og sakaðir um njósnir. Ef mennirnir verða fundnir sekir geta þeir átt dauða- dóm yfir höfði sér. Hér er um tvö aðskild mál að ræða. Pólverjarnir eru grunaðir um að hafa selt er- lendri leyniþjónustu upplýsingar um viðskiptatengsl Sovétmanna og Pólverja, pólskar neðanjarð- arhreyfingar og samskipti ríkis og kirkju í Póllandi. Danirnir eru sak- aðir um að hafa valsað um her- stöð við strönd Eystrasalts og Ijósmyndað í gríð og erg. Ilona Staller hefur komist að því að undan- förnu að fallvalt er veraldargengi. Eftir að hún var kjörin til setu á ítalska þinginu hefur henni gengið afleitlega að verða sér úti um störf í sinni sérgrein, dóna- legum tilburðum fyrirframan feita karla. Næturklúbbur á nætur- klúbb ofan hefur aflýst sýningum með þingmanninn (aðalhlutverki þar eð sýningar hennar vekja at- hygli lögreglunnar á því sem fram fer innandyra og þolir ekki dags- ins Ijós. Bruggun áfengra drykkja er um það bil að verða eftirlætis tómstundaiðja þegna Mikjáls þess Gorbatsjofs sem veit hið fornkveðna að „esa svá gótt/sem gótt kveða/öl alda son- um.“ En ráðamenn eystra hafa ráð undir rifi hverju og lögregluyf- irvöld í Kazakhstan hafa til að mynda fengið þær Taigu og Pölmu til liðs við sig. Stöllur þess- ar þefa uppi einkabrugghúsin í lýðveldinu og verði þær varar við slíka starfsemi segja þær voff, voff. Þegar er búið að loka fjölda áhugamanna um guðaveigar bak við lás og slá fyrir tilverknað Taigu og Pölmu. Sri Lanka Forseta sýnt banatilræði Einn þingmaður beið bana ogfjölmargir slösuðust þegar reynt varað ráðaJayewar- deneforseta af dögum í gœr Forseti Sri Lanka, Junius Jay- ewardene, slapp naumlega þegar honum var sýnt banatil- ræði á þingfundi í gær. Tveim handsprengjum var varpað f átt að honum þar sem hann sat við háborð við hlið ráðherra sinna og einu skoti var hleypt af. Forsetann sakaði ekki en for- sætisráðherrann, Ranasingne Premadasa, og fimm samráð- herra hans slösuðust og einn þingmaður lét lífið. Talsmaður stjórnvalda kvað skotið hafa hæft aðstoðarmann forsætisráðherrans er sat næst Ja- yewardene. Strax eftir að skotinu hafði verið hleypt af var hand- sprengju kastað að forsetanum en hún skall á borðplötunni, skoppaði niður á gólf fyrir fram- an öryggismálaráðherrann og sprakk þar. Annarri handsprengju var varpað og lenti hún í kös þing- manna og slasaði sautján þeirra. Jayewardene var samstundis fluttur á brott í fylgd öryggis- varða og þingmanna en hinir slösuðu voru færðir á sjúkrahús. Forsætisráðherrann mun ekki hafa hlotið alvarleg meiðsl. ERLENDAR FRÉTTIR Danmörk Þingkjör 8. september Paul Schlueter segir Dani standa á tímamótum og því sé æskilegt að þeir kjósi strax stjórn næstu ára Forsætisráðherra Danaveldis, Paul Schlueter, lýsti því yfir á neyðarfundi danska þingsins í gær að hann myndi rjúfa þing og efna til kosninga sem fara muni fram þann áttunda september næstkomandi. Fjórum mánuðum áður en ráð var fyrir gert. „Það er bæði nauðsynlegt fyrir almenning og efnahagslífið að ekki dragist á langinn að taka ákvörðun um hver eða hverjir eigi að axla ábyrgð á stjórn þessa lands og hvaða stefnu eigi að móta í landsmálum á komandi árum. Ef kosið verður bráðlega getur nýtt þing tekið til starfa fyrsta þriðjudag í októbermánuði og hafist handa um að leysa hin mörgu vandamál sem að okkur steðja.“ Yfirlýsing Schlueters kemur ekki ýkja mikið á óvart í Dan- mörku þar eð legið hefur í loftinu frá því á fimmtudag í síðustu viku að hann hygðist efna til þingkjörs í haust. Stjórn Schlueters tók við völd- um í landinu árið 1982 og hélt veili í kosningum tveim árum síð- ar. Hún er minnihlutastjórn fjög- urra flokka, íhaldssams þjóðar- flokks Schlueters sjálfs, Vinstri- flokksins, Miðdemókrata og Kristilega þjóðarflokksins. Forsætisráðherrann boðaði til neyðarfundar danska þingsins í fyrri viku vegna launadeilu hins opinbera og 600 starfsmanna við tölvur ríkisins. Tölvumenn hafa verið í verkfalli frá því í apríl og fyrir vikið er starfsemi kerfisins lömuð að stórum hluta. Krefjast þeir 15 prósent launahækkunar og afturvirkni en stjórnin hefur boðið þeim ellefu prósent hækk- un. Þegar Schlueter kallaði þingið saman sagði hann vinnudeiluna komna á það alvarlegt stig að hætta væri á að margvísleg þjón- usta myndi falla niður. En efa- semdamenn þóttust vita hvar fiskur lá undir steini og þeir hafa reynst sannspáir. Efnahagssér- fræðingar hafa spáð því að nokk- uð halli á ógæfuhliðina í efnahag landsins í lok ársins og að atvinnuleysi muni aukast. Það er því mun skynsamlegra fyrir stjórnarflokkana að láta þingkjör fara fram nú en í janúar á næsta ári þegar hætt er við að menn hugsi ríkisstjórninni þegjandi þörfina. Ennfremur benda menn á ann- an augljósan kost á því fyrir Schlueter að láta kjósa í septemb- erbyrjun því um þær mundir mun landsfundur Jafnaðarmanna- flokksins fara fram, helsta óvin- arins. Hætt er við að hann veki litla athygli í öllu kosningafárinu. -ks. Blakkir námamenn í Suður-Afríku hafa nú verið í verkfalli í níu daga og láta ekki <tei9*n*'9‘ Suður-Afríka Námamenn slíta viðræðum Paul Schlueter. Rauf þing í gær og boðaði til kosninga. Suður-Kórea Stjómin hyggst miðla málum Aöðrum degi viðræðna Leið- toga sambands námamanna og forráðamanna Ensk-amerísku gullsamsteypunnar um leiðir til að binda enda á ofbeldi i námam- annaverkfallinu bárust þær frétt- ir að sveitir öryggisvarða og lög- regluþjóna hefðu ráðist á hóp verkfallsmanna, skotið fugia- höglum og gúmmíkúlum að þeim og barið þá með svipum. Námamenn, með Ciril Ramap- hosa í broddi fylkingar, siitu við- ræðunum þegar í stað og gengu út. Verkfallsmenn voru staddir við strætisvagnabiðstöð steinsnar frá gullnámu „Steyns forseta“ í fríríkinu Orange þegar ráðist var á þá. 15 slösuðust. „Félögum samtaka okkar á námasvæðunum blæðir meðan við sitjum hér á samningafundi,“ sagði Ramaphosa og var heitt í hamsi. Hann hélt því fram að ör- yggisverðir Ensk-amerísku sam- steypunnar hafi tekið þátt í atlög- unni sem gerð hafi verið án þess að námamennirnir hafi ögrað þeim á nokkum hátt. „Við eigum í deilum við svikulan, ragan og ruddafenginn andstæðing," sagði hann um námafyrirtækið. Talsmenn gullsamsteypunnar sögðu að árásin hefði verið gerð í trássi við vilja forráðamanna fyrirtækisins og að þeir væru reiðubúnir að halda viðræðunum áfram. Hann hélt því fram að lög- reglan bæri alla ábyrgð á þessum ofbeldisverkum og að atlagan hefði ekki verið gerð á náma- svæðinu sjálfu. Verkfallið hefur nú staðið ó- slitið í níu daga. Ýmsir þóttust vera farnir að eygja lausn á deilunni eftir að samningsaðilar tóku upp viðræður í fyrradag en atburðirnir í gær juku svartsýni á að samningar takist bráðlega. Ofbeldi hefur færst jafnt og þétt í aukana og var skotárás ör- yggisvarða og lögregluþjóna á verkfallsmenn í gær sú þriðja á nokkrum dögum. Leiðtogar námamanna fullyrða að yfir 200 félagar sínir hafi slasast í átökum við sveitir öryggisvarða og lög- reglu frá því vinnustöðvunin hófst. -ks Itvo daga hefur ekki verið unnið við fyrirtæki Hyundaisam- steypunnar í Suður-Kóreu en hún framleiðir lungann úr útflutn- ingsvörum landsins. Verkamenn krefjast ríflegrar launahækkunar og réttar til að stofna verkalýðsfé- lög í fyrirtækj unum. Um 8 þúsund verkfallsmenn höfðu í hyggju að efna til verk- fallsvöku á almenningsleikvangi í borginni Ulsan í nótt, þar sem flestar verksmiðjur fyrirtækisins eru, en þeir féllu frá þeim áform- um þegar leiðtogum þeirra bárust boð frá ríkisstjórninni um að hún hygðist beita sér fyrir lausn deilunnar. Um 100 þúsund verkamenn í verksmiðjum samsteypunnar gengu fylktu liði um götur Ulsan í gær og hrópuðu slagorð gegn stjórn fyrirtækisins en ekki skarst í odda með þeim og lögreglu- sveitum. Talsmaður ríkisstjórnarinnar hvatti menn til að fara varlega í sakirnar í dag og sagðist ætla að koma á fót fundi leiðtoga verk- fallsmanna og yfirstjómar Hy- undaifyrirtækjanna. Sagðist hann vonast til að samningavið- ræður myndu ganga hratt og vel fyrir sig þannig að vinna gæti haf- ist á ný á morgun. Vericfallsmenn efndu til mótmælaaðgerðanna í Ulsan þegar yfirstjómin hótaði að loka sex verksmiðjum ef ekki yrði lát á verkföllum. Hyundai verksmiðjurnar í Uls- an framleiða allt sem nöfnum tjá- ir að nefna en viðamest er fram- leiðslan á vörum í þungaiðnaði svo sem bifreiðum, skipum og stórvirkum maskínum. Einnig er þar framleiddur háþróaður raf- eindabúnaður, og risavaxnar trésmiðjur era þar ófáar. -ks. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í að smíða og reisa stálburðargrind birgðaskemmu á Nesjavöllum. Gólfflötur er 15x37 m, hæð 7,8 m. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 1. september n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Mi&vlkudagur 19. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.