Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 2
FLOSI Nliku skamrintur af hagfrœði Börs Ég var búinn að taka fyrstu tönnina þegar ég fæddist. Við það tækifæri voru lagðar þúsund krónur inná bók í íslandsbanka. Þetta var kallað tannfé og var víst hálfsárslaun verkamanns í þá daga. Þessa peninga átti ég ekki í íslandsbanka nema þrjá mánuði, því þá fór hann á hausinn. Úr rústum þessa ógæfusama íslandsbanka reis svo Útvegsbankinn. Samdægurs hóf ég þar viðskipti, þriggja mánaða gamall. Það er því ekkert skrítið þó ég beri óblandinn hlýhug til Útvegsbankans, sem hefur frá upp- hafi skotið skjólshúsi yfir það sem mér var löngum kærast, semsagt peningana mína. Allt mitt sparifé hefur í hálfa öld og sjö árum betur farið inní Útvegsbankann. Stundum hefur inneignin aukist að vöxtum, en oftar orðið að engu, eins og gerist og gengur í heimi fjármál- anna. Hérna í gamla daga, áður en ég komst í álnir og varð auðugur maður, kom það stundum fyrir að ég skuldaði Útvegsbankanum meira en ég átti inni. Slík fjárhagsstaða gat valdið mér óvær- um nætursvefni, hugarangri og jafnvel kveisu, hvernig sem á því stóð. Þetta var áður en fundist hafði sú lausn á skuldavanda manna við bankakerfið að kaupa bara bankana þegar ekki var lengur hægt að standa í skilum við þá. Fróðir menn telja að sú hagfræðilega undra- lausn hafi fyrst komið fram í skáldverkinu Bör Börssyni, sem verður að telja tímamótaverk í hagfræði og hefur líklega markað dýpri spor í íslenska fjármálapólitík en önnur rit um hag- fræðileg efni. Það var einmitt Bör sem sagði, þegar hann var orðinn gjaldþrota og átti að gera hann upp: - Ég kaupi bara allt heila helvítis klabbið. Það vekur eiginlega furðu mína að það skuli ekki vera fyrr en fyrst núna, hartnær hálfri öld eftir að hagfræðikenningar Börs Börssonar litu dagsins Ijós, sem farið er að taka þær í gagnið. Svo ég geri nú langt mál stutt, þá virðist Ijóst að þeir sem skulda öðrum meira í bönkum séu ákafastir í að eignast bankana og lái þeim hver sem vill, þegar haft er í huga að stjórnvöldum virðist mikið í mun að koma bönkunum í hend- urnar á skuldakóngum. Guð forði mér ef ég fer með rangt mál, en er það ekki staðreynd að Sambandið og dótturfyr- irtæki þess Olíufélagið h/f skuldar þó nokkuð á þriðja miljarð í Landsbanka íslands? Og skyldi ég hafa á röngu að standa ef ég held því fram að skuldir hinna þrjátíu og þriggja sem vilja nú kaupa Útvegsbankann séu snöggt um meiri en par miljarðar? Líklega eru nú komnir framí dagsljósið allir þeir sem svo illa er komið fyrir fjárhagslega að þeir eiga einskis annars úrkosti en að fara að dæmi Börs Börssonar og „kaupa bara allt heila helvítis klabbið". Og sárt til þess að vita, eða öllu heldur grát- legt að Hafskipsmenn skyldu ekki færa sér að- ferðina í nyt. Auðvitað átti Hafskip að kaupa Útvegsbank- ann, þegar skuldirnar keyrðu úr hófi. Þá hefði sko ekki farið einsog fór. Kaupa bara allt heila helvítis klabbið. Krossapróf voru ekki komin í tísku þegar ég var enn á aldur við forsætisráðherra landsins. Fyrsta krossaprófið tók ég fyrir nokkrum árum uppúr jólablaði Tímans, en niðurstaðan átti að gefa vísbendingu um það, hvort ég væri góður elskhugi eða ekki. Þess vegna er það nú að ég er klár á því að krossapróf geta verið gulls ígildi þurfi maður að vita hvers maður er megnugur. Nú hefur verið riðið á vaðið með krossapróf fyrir ákvarðanatöku í ríkisstjórninni og líklega verður það plagsiður frá og með krossaprófinu sem forsætisráðherra kom með í vikunni - að alltaf þegar þeim hinum sama forsætisráð- herra dettur eitthvað í hug, þá láti hann 250 flokksráðsmenn Sjálfstæðisflokksins taka krossapróf í því hvort hugdettan sé ekki bara nokkuð snjöll. Ef einhver skyldi nú láta sér detta í hug að svona starfsaðferðir séu þungar í vöfum, þá verður bara að hafa það. Og vonandi leiða krossaprófin, sem Þor- steinn hefur lagt fyrir flokksráðið, það í Ijós hverjir séu nægilega skuldugir við íslenska bankakerfið til að rökrétt sé að þeir kaupi Út- vegsbankann. Ef hinsvegar miljarðaskuldir Sambandsins við Landsbankann nægja til að ástæða sé til að þeir kaupi Útvegsbankann, þá fá þeir hann sjálf- sagt, en halda-einsog Valur Arnþórsson sagði í sjónvarpinu á dögunum - „áfram að eiga góð viðskipti við Landsbankann". Halda semsagt áfram að skulda þar tvö til þrjúþúsund miljónir, en flytja önnur umsvif í Út- vegsbankann. Það merkilegasta sem um þetta mál hefur verið skrifað í dagblöðum er ótvírætt sú upp- götvun Þjóðviljans - undir yfirskriftinni „Ættar- veldi sameinast“ - að Hallgrímur Benedikts- son og Sveinn Ben hafi verið bræður og er þá komin skýring á því hvernig Valur Arnþórsson er kominn inní myndina, því móðuramma hans var dóttir Boga Smith dóttursonar Boga Bene- diktssonar, langafa Bryndísar konu Geirs Zo- éga rektors og ömmu Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra bróður Hallgríms Benedikts- sonar og kó. í Ijósi þessara staðreynda er talið fullvíst að Sambandið fái sitt og sjálfstæðismenn sitt, allir sem eru nægilega skyldir og skuldum vafnir eignist banka og ríkisstjórnin sitji áfram, ekki síst þar sem nú er talið fullvíst að Skúli Alexand- ersson sé sonur Alexanders Stefánssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.