Þjóðviljinn - 23.08.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 23.08.1987, Qupperneq 10
sfell • Valhöll Kárastaðanes Þingvallavatn FRIÐLYSTUR HELGISTAÐi Þingvallanefnd hef- ursentfrásértillögu að framtíðarskipu- lagi Þingvallasvœð- Áningarstaöur hestamanna í Skógarhólum isins Nýtt tjaldstæði vestan Almannagjár. • Menningar-og þjónustumiðstöð rísi vestan Almannagjárvesturaf hringsjánni við Kárastaðastíg • Hótel og ráðstefnusalir rísi á sama stað eða niður á Kárastaðanesi • Öll þjónusta sem laðar að fólk og bíla verði flutt upp af völlunumvesturfyrir Almannagjá • Afdrep með snyrtingum verði þar sem nú er Valhöll og á Efrivöllum • Lítil ferðamannamiðstöð við Gjábakka • Nýtjaldstæðisunnan Biskupsbrekknahrauns vestan Almannagjár og núverandi tjaldstæðis • Takmörkuðtjaldaðstaða við vatnið hjá Vatnskoti • Hugsanlegthús Alþingisog Þjóðkirkju tengist menningar- og þjónustumiðstöð vestan Almannagjár Ofangreindar tillögur eru meginatriði í skipulagsdrög- um þeim sem landslagsarkit- ektarnir Einar E. Sæmundsen og Reynir Vilhjálmsson hafa útfærtfyrir Þingvallanefnd og nefndin hefur fallist á fyrir sitt leyti og gefið út í fjölriti til kynn- ingar. Skipulagsdrögin eru af- rakstur nærri tveggja ára vinnu sem lokið var við í síð- asta mánuði. Núverandi tjaldstæði á Leirunum. Fyrirhuguð Menningar- og þjónustumi^fs1 vestan Almannagjár. Lítil þjónustumiðstöð við Gjábakk. Fyrirhuguð stækkun á lögsögu þjóðgarðsins Tillaga um viðbótarstækkun á lögsögu þjóðgarðsins Núverandi þjóðgarðssvæði í skipulagsdrögunum segir að meginforsendur þeirra hafi verið að vernda á sem öruggastan hátt einstæða náttúru og menningar- sögu Þingvalla og því hafi verið leitast við að skipuleggja umferð um staðinn og dvöl gesta þar þannig að ofangreindra mark- miða sé gætt. Samfara skipulagsvinnunni var gerð úttekt á sögulegum og nátt- úrufræðilegum minjum staðarins sem og úttekt á gróðurfari hans og lífríki. Við þá úttekt komust starfsmenn Náttúrufræðistofnun- ar að þeirri niðurstöðu að gróður- þekjan í og við Almannagjá og á vatnsbakkanum, einkum í Vatns- vikinu „er sumsstaðar mun verr farin af átroðningi þjóðgarðs- gesta en við höfðum gert okkur grein fyrir, og á köflum alveg horfin af hrauninu sem undir er, enda hefur jarðvegur verið þar mjög þunnur. Virðist auðsætt að þeir staðir jafni sig ekki nema á löngum tíma.“ Þingvallanefnd telur að við þessum vanda þurfi að bregðast með því að beina umferð gang- andi fólks um varanlega gang- stíga. Dreifing umferðar - ný útivistarsvœði Þá eru það einnig hugmyndir Þingvallanefndar að til þess að minnka álagið á staðnum þurfi að dreifa því víðar og opna nýjar leiðir að eftirsóttum útivistar- svæðum. í þessu skyni er talið koma til greina að leggja nýjan veg til norðurs upp með Hrafna- gjá og að við þennan veg sem og við veginn annars staðar í hrauninu verði komið fyrir bíla- stæðum utan vegar ásamt með borðum og bekkjum. Þá er fyrirhugað að koma upp nýju tjaldstæði vestan Almanna- gjár á mólendisbala sem er vestur af þjóðgarðshliðinu þar sem akvegurinn sveigir nú niður á Leirurnar. Segir í greinargerð- inni að svæði þetta sé í skjóli af Öll þjónusta sem laðar að fólk og bíla verðifluttuppaf völlunum vestur fyrir Almannagjó. hrauni á alla vegu og vel tengt Þingvallakvosinni um Leynistíg niður í Stekkjargjá annars vegar og um suðurenda Hvanngjár hins vegar. Lagt er til að þegar verði hafin skipuleg trjárækt á þessu svæði til þess að gera það hlýlegra og skjólbetra. Telja höfundarnir að á þessu svæði ætti að vera hægt að gera alla sameiginlega aðstöðu það vel úr garði að fólk velji frek- ar tjaldstæði þar en annars stað- ar. Með þessu móti mætti stuðla að verndun sjálfrar Þingvalla- kvosarinnar og svæðisins við Bol- abás og norður með Ármanns- felli. Valhöll hverfi Umdeildasta atriði tillögunnar varðar sjálfsagt veitinga- og gisti- húsið Valhöll og þá þjónustu sem þar er nú veitt. Um þetta segir orðrétt í tillögunni: „í langri framtíð verði ekki aðrar bygging- ar í þinghelginni en gamla kirkj- an, bær og afdrep með snyrting- um, sem staðsett verði við bfla- stæði á Valhallarsvæðinu og á Efrivöllum." Þá segir ennfremur, að komið hafi til tals að reisa á Þingvöllum hús Alþingis og kirkju, og er það hugmynd höfunda að ef af þeim framkvæmdum verði, þá skuli þessar byggingar rísa á sama stað og þjónustumiðstöðin í námunda við útsýnisskífuna. Sumarbústaðir Annað viðkvæmt atriði í skipu- lagstillögunni varðar sumarbúst- aðabyggðina innan þjóðgarðsins, en nú eru þar nærri eitt hundrað sumarbústaðir á Ieigusamningi. Um þetta mál segir í tillögunni: „Samningar um sumarbústaði í þjóðgarðinum renna út á næstu Menningar- og þjónustumiðstöð rísi vestan Almanna- gjór vestur af hrings- jónnl við Kórastað- astíg árum. Lagt er til að þeir verði ekki framlengdir, nema þá til 5 ára í senn. Ákvæði verði sett, m.a. um hámarksstærðir húsa, frjálsa og hindrunarlausa um- ferð, forkaupsrétt og kauprétt, þannig að þjóðgarðurinn geti eignast þau mannvirki sem æskileg kynnu að verða talin vegna nýs skipulags. Girðingar verði ekki leyfðar umhverfís sumarbústaðina enda verði allir bústaðir innan einnar girðingar. Stœkkun þjóðgarðsins Varðandi umfang þjóðgarðs- ins, er það tillaga höfunda að nú- verandi þjóðgarðsgirðing verði færð vestur fyrir Brúsastaði upp í Ármannsfell og þaðan yfir í suðurhlíðar Lágafells, þannig að Meyjarsæti og Hofmannaflöt lendi innan þjóðgarðsins. Þá er lagt til að girðingin liggi austur fyrir Hrafnabjörg og þaðan yfír Gjábakkahraunið. Gert er ráð fyrir að Arnarfell verði að minnsta kosti innan þjóðgarðs- ins, og þá jafnframt jörðin Mjóa- nes. Jafnframt er settur fram sá möguleiki að þjóðgarðurinn verði stækkaður þannig að allt svæðið á austurbakkanum með tilheyrandi sumarbústaðabyggð falli undir þjóðgarðinn. Sumar- 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. ágúst 1987 Sunnudag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.