Þjóðviljinn - 23.08.1987, Side 14

Þjóðviljinn - 23.08.1987, Side 14
Sýning ársins Loksins er sólartuðran horfin af himinsviðinu. Loksins er hvíta tjaldið dregið fyrir og klappið dynur á stéttum og stæðum. Loksins brýnir hún reykvísk nef á ný, gamla gufurigningin. Og fólk andar léttar og minnist æskuár- anna þegar rigningin suðaði heilu sumrin á tvöföldu gleri en sinfón- íurnar gauluðu úr Nordmende- tækjunum, sem á þeim dögum einokunaráranna voru til á hverju menningarheimili. Það er eitthvað yndislegt að fá aftur dumbunginn og inniveðrið, kaffi- bollinn öðlast fingurdýpri merk- ingu og sumir fara jafnvel að horfa á sjónvarp. Þegar upp stytt- ir er síðan fátt feykilegra en að aka austur Nýbýlaveg og virða fyrir sér borgina sína nýþvegna og nónskýra í rakalogni undir ilmbláum uppstyttuskýjum á himni sem endar neðarlega í Esj- unni þar sem tveggja ferkíló- metra sólskinsblettur færist hægt inn eftir Kollafirði og mætir að lokum skemmtilegri skúraleið- ingu ofan af Mosfellsheiðinni svo úr verður regnbogi með 5,3 prós- HALLGRÍMUR HELGASON SKRIFAR ent „áhorf“. Hinumegin í dalnum blasa við skipulagsleiðindi sem heita Fossvogshverfi en taka nú skyndilega á sig rétta mynd, akk- úrat þá sem höfuð arkitektsins fyllti í byrjun áttunda áratugar- ins, en sem hefur hingaðtil aldrei orðið að veruleika. Blokkirnar og raðhúsin renna saman í eina hreina mynd, tandurhrein og hvít húsin eru enn óþornuð þegar sól- in brýst í gegn og speglast í hinum stofustóru gluggum þeirra og allt minnir mann einhvernveginn á heilbrigðar tennur. Gatan er hinsvegar í miðri holufyllingu. Einmitt þá er rétti tíminn til þess að bregða sér á bestu sýning- una í bænum sem reyndar er rétt fyrir utan bæinn. Það er auðvitað BU ’87, landbúnaðarsýningin mikla, hún stelur hreinlega sen- unni þessa blautviðrisdaga þó Gallerí opni og Þjóðviljinn reyni að koma því inn hjá sínu list- saklausa fólki að norðmenn eigi einhverja alþjóðlega meistara í málverki frekar en skák. Upp við Elliðavatn er hinsvegar að finna aðra og merkilegri meistara í hin- um ýmsu og göfugu greinum landbúnaðarins, vinsælasta tóm- stundaviðfangs íslensinga. Hér eru öll landsins gæði, gagn og nauðsynjar samankomnar í niðurbásaða reiðhöllina og ná- grenni hennar. Og hvflfk veisla fyrir sanna unnendur og elskhuga þessa lands. Það virðist vesældarlega vin- sælt meðal fólks nú um stundir að vera á móti sveit og sveitastörf- um, á móti SÍS og Framsókn, á móti kjöti og mjólk, á móti landinu sjálfu, en við sem erum með á nótunum vitum auðvitað að það er bara hallærislegt og borgaralega keramískt kjaftæði. Handvissir í þeirri sök okkar verðum við á BÚ ’87, sem er í raun mesta framúrstefnusýning sem sést hefur hér á landi frá því Súm var og hét. Hvort það er til- viljun eða tímanna tákn er spurn- ing, en að innihaldi og útliti, upp- setningu og frágangi er engu lík- ara en maður sé kominn á Witney-bíenalinn í New York eða Dókúmentasýninguna í Kassel, að því fráskildu að hér er hvergi sjáanlegt neitt listrænt tildur eða merkingarfræðilegur tepruskapur. Allt er hreint og beint, eins og af skepnunni sé komið. Allt er í fullkominni harmóníu og heild, allt bara er, eins og sönn list alltaf er. Þegar inn kemur blasir hún við okkur, ein besta innstallasjón sem sést hefur hér á landi, allir fuglar Islands samankommr ásamt fjendum sínum minkum og refi. Uppstoppaðir í handunnum klettum og flóafeni með jökla- hring í baksýn. Allir fulltrúar hins íslenska himins saman á þingi með jafnan atkvæðisrétt. Frá- bærlega „artificial" og yfirborðs- kennt verk sem þó er svo trúverð- ugt uppruna sínum og fyrirmynd að það nær æskilegri dýpt. Síðan liggur leiðin um hina ýmsu fyrir- tækjabása og kynningarstíur sem með sínum hreinflatarlegu veggs- kreytingum og vörumerkjum slær allt neó-geó-málverkið út, SÍS-merkið í öllu sínu veldi er ekkert annað en hreinræktaður Helmut Federle eða Lars Emil. Og öll þessi nýju New York áhrif sem ég hef svo saknað hér í sumar eru hér lifandi komin á einhvern frábærlega eðlilegan hátt. Fullkomnar samstillingar á ready-made-um eru í hverju horni, fáni hrossaræktarsam- bandsins yfir vídeótæki með ruslafötum á sína hlið og kynn- ingarbæklingar á borði framan við, Haim Steinbach gæti ekki gert betur. Og vakúm- pökkunarvélin með plastkótilettum á færibandi er hreinræktaður Jeff Koons. Ekki veldur tölvudeildin vonbrigðum og engu er líkara en að þar hafi Peter Halley séð um allar upps- etningar. Ekki má heldur gleyma gamla góða olíumálverkinu, hér er eitt frábært eftir „Jónda“ af Gunnarsholti frá 1958 og yfir svíf- ur vél landgræðslunnar. Það er undarlegt en gleðilegt að sjá hvernig aldagömul hefð og inni- hald landbúnaðarins rennur svo léttilega inní og saman við það nýjasta formið í Póst- Módernismanum, sem enn er þó ekki farinn að sjást hér í öðrum listgreinum. Það kemur kannski seinheppnum listasvírum á óvart að Stéttarsamband bænda verði fyrst til að átta sig á breyttum tím- um en þannig er þetta þó, rétt eins og í framleiðslunni þar sem neytendur eru langt á eftir og löngu staðnaðir í neyslu sinni, hafa ekki undan hinni eljusömu framsýni bænda. Sumir eru jafnvel enn á grænmetisstiginu , í bragðlausum baunaréttum, um leið og kjötfjallið hækkar og smjörfjallið bráðnar í sólinni. Mín tillaga er sú að ríkisstjórnin dæmi svo og svo mikið kjöt á hvern einstakling og rukki það á skattseðlinum. Fólk myndi þá etv. hætta að borða þessa út- iensku dellu, eins og pítsur og spagettí eða mexíkanska pott- rétti. En áfram með sýninguna, merkilegasta installasjónin á BÚ ’87 er tvímælalaust í deildinni „Fornir búskaparhættir". Þar hafa verið innréttaðar baðstofur í upphaflegri mynd og stekkir, móar og kvíaból. Uppklæddar í þjóðsmalabúninga eru síðan nútíma-gínur úr Últímu með öllum sínum fölsku augnahárum og naglalakki. Á þær hafa verið málaðar skeggrætur og tóbaks- taumar og útkoman er stórkost- leg tvíræðni og háð, plastfólki jogging-tímans er dröslað inn í forneskjuna með sínum sauðskinnsskóm og malpokum, frábært verk sem tjáir samspil þá- og nútíðar á ferskan og óvæntan hátt. Hápunktur þess er konan við strokkinn sem stendur ekki við hann heldur reigir sjampó- makkann aftur og glennir úr leggjum í einskonar holda- nautnastellingu, erótískt samspil undir skotthúfu. Að ógleymdum Barbie-smalanum. Svipuð snilld- artvíræðni blasir við okkur fyrir utan sýningarhöllina, í mazda- steisjon-bfl situr söðlasmiður og selur ístöð og múla út um hálfrúll- aða japanska rúðu. Hnakkur og beisli hanga utan á fagurbónaðri blikkmerinni. Stórkostlegt. Hér er líka deild fyrir pervert- ana og David Lynch-aðdáendur. Sködduð innyfli dýra geymd í glerkrúsum og tréspíra. Beinkröm í lambsleggjum, krabbamein í kýrlunga, band- ormur úr manni, tveggja vikna tvflembingafóstur, tvíhöfða lamb, æðahnútar hænsna, borð- tuska úr hundi, búktal úr hrafni og smokkar fyrir mink. Fyrir ann- arskonar áhugamenn, um austantjaldskitsch og sovét- litteratúr, eru hér fáanlegar allar ræður Jóns Helgasonar á mynd- böndum og spanna þær allan feril þessa litríka stjórnmálamanns, allt frá svallárunum á Hvanneyri til þessara síðustu daga mjólk- urkokteila í ráðherraveislum. Hér er semsagt allt á milli þindar og heila. Útí útihúsunum eru svo bless- aðar skepnurnar, málleysingj- arnir með mannsnöfnin. Það er metnaðarfull unun að horfa á gölt og gyltu velta sér í stíu og nudda stírur á meðan litlu gríslingarnir keppa frjálshyggjulega um hylli spenans, er sú mynd ekki tákn- ræn fyrir Útvegsbankamálið? Burt frá ríkisjötunni hverfum við að angórakanínum, þessum nýju smalabörnum íslenskrar náttúru. Verður ekki sætt að sjá eftir tvö hundruð ár þegar smalamenn koma af fjalli með safnið, 5000 kanínur feitar af afrétti og mark- aðar á eyrum? Hrafnaflókamir krúnka fyrir utan og í næsta búri eru landnámshænur og hani. Þar getur maður ioksins séð það sem maður beið eftir öll sín sveitam- ennskuár, að sjá hana taka hænu. En það er reyndar eftirtektarvert hve náttúran sjálf á mikið í öllum þessum börnum sínum. í búrum og girðingum er gegnumgang- andi gredda. Bolamir haggast þó ekki í stálbásum sínum með hring í nefi. Á veggnum hangir eina myndin sem náðist af Villa í lif- anda lífi, aftan frá. Öll venjulegu dýrin, hestar, kindur og kýr, eru hinsvegar lítið spennandi fyrir sýningargestum og aðeins ferh- yrndu hrútarnir fá einhverja at- hygli. Segir það sína sögu um áhuga mannsins, hann beinist alltaf frekar að hinu sem betur mætti fara. Heilbrigðið og norm- alítetið er hornaugum litið. Útí hestagirðingu eru þeir saman minnsti hestur landsins og sá stærsti. Og fólkið flissar framan í þá en sjálfir em þeir á hærra plani og lúta höfði af leiðindum, fínnst þetta frekar fúll brandari. í brekkunni er svo að finna allar trjátegundir landsins auk jurta, sannur fengur okkur sem ekki nennum að lesa flóruskáldin. En sjálf er sýningin BÚ ’87 alls enginn brandari og er synd að hana sæki aðeins rauðkinnaðir utanbæjarmenn. Hér ættu borg- arbúar að geta fyllst af energí og trú á landið og þess framtíðar- gæði, og þarmeð komist út úr sinni eigin sveitamennsku sem er hin sanna sveitamennska, að halda að Reykjavík sé einhver borg sem tilheyri heiminum og að restin sé bara kúkur og piss í vind- inn. Þessari linmælsku auðvalds- ins og þýlyndi kapítalismans. Nei, vei yður borgarbusum og diskókusum! Skundið á skemmtilegustu sýningu ársins og minnist þess nú að íslandi eigum við allt og íslandi viljum við allt. Ekkert er nokkru sinni meira „inn“ og meira töff en það. Farið svo heim og hámið í ykkur kjöt, iambakjöt, hrossakjöt, nautakjöt (ekki kjúklinga), drekkið mjólk og kókómjólk, jógúrt á eftir og jógúrtbúðingur, skyrbjúgur og brómberja-hræringur. Minnug þess að „Sveltur sauðlaust bú“. Sýningunni lýkur 23. þessa mán- aðar og er opin frá 14-22 daglega. PS. Fyrirsögn síðustu greinar átti að vera Óborg, ó borg! BÚ ’87 20. ágúst Hallgrímur Helgason 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. ágúst 1987 i'.'JÁ, - KVilLilVííöi.1 ’tV.f 9 f

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.