Þjóðviljinn - 23.08.1987, Qupperneq 20
Rúdolf
Hess
hœgri hönd
foringjans á
uppgangsárum
nasista
Rúdolf Hess fyrirfór sér í Spandau fangelsinu á mánudaginn
var. Hann var 93 ára gamall og kominn að fótum fram. Hann
hélt tryggð við foringja sinn, Adolf Hitler, allar götur frá því hann
gekk í Þjóðlega sósíalíska þýska verkamannaflokkinn árið
1920 og fram til hinstu stundar. Hann fór í „friðarför“ til Bret-
lands árið 1941 í miðri síðari heimsstyrjöld þegar lánið virtist
leika við þýska herinn. Þar var honum varpað í Tbwer og úr
fangavist átti hann ekki afturkvæmt.
Staðgengill
foringjans
Völd hans voru mikil á fyrstu
árunum eftir að nasistar sölsuðu
undir sig völd í Þýskalandi og var
hann þá staðgengill Hitlers eða
„varaforingi". Fíflskuför hans til
Skotlands þann tíunda maí árið
1941 þegar nasistar voru á hátindi
valda sinna kom því öllum mjög á
óvart. Þegar vinur Winstons
ChurchiHs, þáverandi leiðtoga
Breta, sló á þráðinn til hans og
tjáði honum hvaða gest hafði
borið að garði hélt leiðtoginn að
viðmælandi hans væri genginn af
göflunum.
46 ár í fangelsi
Hess var dæmdur til ævilangrar
fangelsisdvalar í stríðsglæparétt-
arhöidunum í Niirnberg árið
1946. Hann var sýknaður af
ákæru um glæpi gegn
mannkyninu og að hafa átt þátt í
skipulagningu verstu hryðju-
verka nasista en fundinn sekur
um að hafa unnið að stríðsáætl-
unum Þjóðverja og sagður bera
ábyrgð á árásarstefnu þeirra til
jafns við aðra ráðamenn Þriðja
ríkisins.
í rúma fjóra áratugi var Hess
fangi í steinkastala sem Prússar
byggðu á velmektarárum sínum
yfir bandítta og rúmar 600 slíka.
Frá því samfangar hans tveir og
fyrrum vopnabræður, Albert
Speer og Baldur von Schirach,
voru látnir lausir árið 1966 var
hann eini bandinginn.
Bandamenn eða þau fjögur
ríki er stóðu uppi sem sigurvegar-
ar í lok stríðsins skiptust á að
senda eitt hundrað dáta mánað-
arlega til að gæta fangans. Kostn-
aður við rekstur fangelsisins var
greiddur af sambandsstjórninni í
Bonn og mun hún hafa þurft að
punga út með 22 mitjónir króna á
ári hverju.
Fyrir nokkrum árum lýstu
stjórnvöld í Frakklandi, Banda-
ríkjunum og Bretlandi því yfir að
þau gætu fyrir sitt leyti fallist á að
Hess fengi frelsi og eyddi síðustu
æviárum sínum í faðmi fjölskyld-
unnar. En Sovétmenn ljáðu
aldrei máls á því.
Fulltrúi nasismans
Kremlverjar hafa ávallt haldið
því fram að Hess væri „táknrænn
fulltrúi þýska nasismans“, lifandi
minnisvarði um þá ófreskju sem
varð 20 miljónum Sovétmanna
að aldurtila í heimsstyrjöldinni.
Það kæmi ekki undir nokkrum
kringumstæðum til greina að
leysa hann úr haldi. Það var held-
ur ekki til að draga úr ósveigjan-
Walter Richard Rúdplf Hess. Ungur
fríðleiksmaður í fína úníforminu sínu.
leika þeirra í þessu máli að Hess
hélt ætíð tryggð við nasismann og
foringja sínum hallmælti hann
aldrei. Við þetta bætast svo
ákveðnar grunsemdir Sovét-
manna um tilgang farar hans til
Bretlands árið 1941.
Frá því Hess sveif yfir Skot-
iandi í fallhlíf sinni og þangað til
þýski herinn réðist innf Sovétrík-
in liðu ekki nema sex vikur.
Löngu síðar gaf hann sterklega í
skyn að hann hefði þá vitað ná-
kvæmlega hvaða dag átti að
hrinda „Barbarossa" áætluninni í
framkvæmd.
Krossför gegn
kommúnisma?
Margir sovéskir sagnfræðingar
hafa gert því skóna að Hess hafi
farið í einkaför þessa til að freista
þess að ná friðarsamningi við
Breta svo Þjóðverjar gætu beitt
öllum hemaðarmætti sínum í
austurveg. Sumir telja jafnvel að
hann hafi ætlað að bjóða þeim
með í krossför gegn kommúnism-
anum.
Aldrei mun fást úr því skoriö úr
þessu hvort Hess hélt til Bret-
lands að undirlagi Hitlers, sem
síðan afneitaði öllu saman þegar
ljóst var að staðgengillinn upp-
skar ekki árangur erfiðis síns, eða
hvort hann tókst ferðina á hendur
að eigin frumkvæði í einhvers-
konar stundarbrjálæði.
Englandsvinur
Hess ólst upp meðal Englend-
inga á Egyptalai^di og er talinn
hafa verið í hópi þeirra valds-
manna Þriðja ríkisins sem þótti
mjög súrt í broti að standa í stríði
við „bræðurna" bresku.
Walter Richard Rúdolf Hess sá
fyrst dagsins ljós þann 26. apríl
Föðurkomplex? Litli foringinn tekur í hönd stóra foringjans árið 1939. Þá þegar voru völd Hess í rénum.
Hátíðarfundur í bjórkjallara í Munchen. Hér brugguðu Hitler og Hess Weimar-
lýðveldunum banaráð árið 1923. Valdaránstilraunin fór út um þúfur og þeim
fóstbræðrum var varpað í fangelsi.
árið 1894 í hinni fornfrægu borg
Alexandríu á Egyptalandi. Faðir
hans var vel stæður kausýslumað-
ur þar í borg.
Hann gekk í skóla í Neuchatel í
Sviss og Godesberg í Þýskalandi
en þegar evrópskir leiðtogar
kveiktu ófriðarbálið mikla árið
1914 gekk hann í þýska herinn.
Þar kynntist hann korpórali
nokkrum og uppgjafalistmálara,
Adolf Hitler.
Númer 16
Sem fyrr er getið gekk Hess í
Nasistaflokkinn árið 1920.
Flokksskírteini hans mun hafa
verið númer 16 en Hitler sjálfur
var félagi númer sjö. Hess tók
þátt í skipulagningu stormsveit-
anna og árið 1924 var honum
varpað í dýflissu ásamt foringjan-
um vegna tilraunar nasista til
valdaráns í Múnchen sama ár.
Þar mun hann hafa gerst ritari
Hitlers og lagt honum lið við sam-
setningu bókarinnar „Mein
Kampf“ sem varð stefnuskrá nas-
istahreyfingarinnar.
Hess dýrkaði foringja sinn og
tók hann sér til fyrirmyndar að
öllu leyti. Hann ástundaði svipað
líferni, reykti hvorki né drakk
áfenga drykki og nærðist
mestmegnis á jurtafæðu.
Þegar leið á vaidaskeið nasista
í Þýskalandi tóku áhrif og völd
Hess að dvína og árið 1941 var
hann ekki lengur í hópi nánustu
ráðgjafa foringjans.
Hertogi með
taugakvilla
Hess flaug Messerschmitt orr-
ustuflugvél sinni til Skotlands
þann tíunda maí þetta ár og stökk
út yfir herragarði Hamiltons her-
toga. Hertogi þessi var hægri
sinnaður stjórnmálamaður og
vinur Churchills. Fundum þeirra
Hess hafði borið saman á ol-
ympíuleikunum í Berlín fimm
árum áður.
Hafi varaforinginn gert sér
vonir um að ná fundi Churchills
og konungsins, Georges sjötta,
þá brugðust þærskjótt. Hamilton
yfirheyrði Hess í herbúðum við
Glasgow og hringdi í forsætisráð-
herrann sem tjáði þingheimi að
hann teldi hertogann hljóta að
þjást af einhverjum taugakvilla.
Lái honum hver sem vill. Á
þessum tíma gerðu Þjóðverjar
miklar loftárásir á Lundúni sem
ekki báru því vitni að þeir hygð-
ust friðmælast. Það var því næsta
ótrúlegt að sjálfur Rúdolf Hess
skyldi hafa gefið sig Bretum á
vald.
Hess var í hópi síðustu fang-
anna í hinum fornfræga Tower
kastala í Lundúnum og þar dvaldi
hann í fimm ár. Hann kvað löngu
síðar hafa sagt eiginkonu sinni,
Ilse, að hann hafi haldið ýmsum
mikilvægum upplýsingum
leyndum fyrir Bretum á þessum
tíma, hann hafi til að mynda ekki
greint þeim frá áætluninni um
innrás í Sovétríkin né látið uppi
um það að Þjóðverjar ynnu að
smíði orrustuþotu.
Hitler vildi
hann feigan
Hitler hefur ugglaust óttast
lausmælgi síns gamla vopnabróð-
ur og sagnir herma að hann hafi
reynt að koma honum fyrir katt-
arnef. í öllu falli voru tveir þýskir
útsendarar handteknir á Skot-
landi áður en Hess var fluttur
suður og höfðu þeir báðir í fórum
sínum kort af landssvæðinu
kringum herragarð Hamiltons.
Sem fyrr segir slapp Hess með
skrekkinn úr Númbergréttar-
höldunum og var dæmdur til lífs-
tíðardvalar í Spandau. Framan af
fangavistinni vildi hann hvorki
heyra né sjá ættingja sína en þeg-
ar hann var fluttur á breskt her-
sjúkrahús árið 1969 féllst hann á
að taka á móti syni sínum og
eiginkonu.
Árið 1977 reyndi hann að fyrir-
fara sér en allt kom fyrir ekki. Tíu
árum síðar gerði hann aðra til-
raun og hún heppnaðist. _^s