Þjóðviljinn - 29.08.1987, Blaðsíða 7
PóturOrmslev og Guðjón Guðmundsson, fyrirliðar liðanna með bikarinn glæsilega á milli sín. Það verður þó aðeins annar þeirra sem hampar honum i leikslok.
Suðumes eða Safamýri?
Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninnar á sunnudag
Bikarkeppni hefur gjarnan
vcrið kölluð „tækifæri litlu lið-
anna“. Þau lið sem eiga ekki
möguleika á meistaratitli, fá ann-
að tækifæri, þarsem úrslitin ráð-
ast í einum leik.
Davíð og Golíat?
Þrátt fyrir að ekki sé langt síð-
an Framarar voru í 2. deild, þá
hljóta þeir að teljast eitt af stór-
liðum íslenskrar knattspyrnu. ís-
landsmeistarar í fyrra og eru nú
þriðja árið í röð í úrslitum Bikar-
keppninnar. Liðið hefur getið sér
orð fyrir skemmtilega knatt-
spyrnu og mikið af mörkum.
Víðismenn eru nú á sínu þriðja
ári í 1. deild. Þeim hefur ávallt
verið spáð falli, en látið slíkt sem
vind um eyru þjóta og haldið sæti
sínu í 1. deild. Útlitið er þó með
svartasta móti nú og fátt sem
bendir til að Víðismenn nái að
halda sér í deildinni. Þeir eru
þekktastir fyrir baráttu, en hafa
Texti: Logi Bergmann Eiðs-
son
Myndir: Einar Olason
oft sýnt það að liðið getur leikið
góða knattspyrnu.
Komu á óvart
Víðismenn komu mjög á óvart
með því að komast í úrslita-
leikinn og fóru ekki einföldustu
leiðina. Fyrst sigruðu þeir Þrótt á
Neskaupstað, 2-0, en fengu svo
svo erfiða andstæðinga, KR-
inga. Flestir töldu þá úr leik, en
Víðismenn sigruðu nokkuð sann-
gjarnt, 2-0. Síðan voru það Vals-
menn og þá voru jafnvel
bjartsýnustu Suðurnesjamenn
vissir um að nú væri draumurinn
á enda, en Víðismenn sigruðu og
þá komnir í úrslitaleikinn.
„Við áttum aldrei von á
þessu,“ sagði Guðjón Guð-
mundsson fyrirliði Víðismanna.
„Þegar við lékum fyrsta leikinn
gegn Þrótti þá vorum við ekki
farnir að hugsa út í það. Það var
ekki fyrr en að við sigruðum KR-
inga að við einsettum okkur það
að fara alla leið. Vonir okkar
minnkuðu þegar við fengum Val,
en við gáfumst ekki upp.“
„Þegar við skoruðum gegn
Val, þá vorum við ákveðnir að
gefa ekkert eftir og það tókst.
Það var svo ekki fyrr en seint um
kvöldið að maður áttaði sig á
þessu, að við vorum komnir í úr-
slitin og nú erum við ákveðnir í að
gefa okkur alla í leikinn og stefn-
um að sigri.“
En hvernig leggst leikurinn í
Víðismenn?
„Við erum ekki smeykir. Ef
við náum okkur á strik í upphafi
leiks, þá er ég bjartsýnn. Þetta
eru ekki nema 90 mínútur og við
ætlum að selja okkur dýrt. Við
megum ekki bera of mikla virð-
ingu fyrir þeim og munum ekki
gera það.“
Framarar fóru heldur auðveld-
ari leið. Fengu tvö lið úr 2. deild,
ÍR og Leiftur. Þeir áttu reyndar í
vandræðum með Leiftursmenn,
en sigruðu, 3-1. í undanúrslitum
unnu þeir svo öruggan sigur yfir
Þórsurum, 3-1.
„Ég hlakka til að spila þennan
leik“, sagði Pétur Ormslev fyrir
liði Fram. „Það er alltaf gaman
að spila úrslitaleik í bikarnum, þó
að engir tveir leikir séu eins. Við
erum með leikreynt lið og föllum
ekki í þá gryfju að vanmeta Víðis-
menn. Þeir hafa baráttu og kom-
ast langt á henni.“
„Við bjóðum liðum uppá að
spila góða knattspyrnu og leikir
okkar gegn Víði hafa verið góðir.
Ég á von á að þetta verði
skemmtilegur leikur og gaman að
leikahann." Framarar leika nú
í 12. sinn í úrslitum bikarkeppn-
innar. Víðismenn eru þar hins-
vegar í fyrsta sinn.
Flestir Framararnir hafa leikið
í úrslitaleik og þeir Pétur Orms-
lev og Guðmundur Steinsson
leika sinn 7. úrslitaleik. Þrír leik-
menn leíka sinn fyrsta úrslitaleik.
Pétur Arnþórsson, Kristján Jóns-
son og Arnijótur Davíðsson.
Þó að Víðismenn hafa aldrei
náð svo langt í Bikarkepninni þá
hafa tveir Ieikmenn liðsins leikið
til úrslita. Það eru þeir Daníel
Einarsson og Gísli Eyjólfsson, en
Íieir voru í liði ÍBK sem lék gegn
A árið 1982.
Reynd lið
Framarar eru með leikreynt
lið. Þeir leikmenn sem líklega
byrja inná hafa leikið að meðal-
tali 106 leiki fyrir Fram. Alls hef-
ur hópurinn leikið um 77 leiki
fyrir Fram. Þá eru með liðinu
leikmenn sem hafa leikið með
öðrum liðum. Keflvíkingarnir
Ragnar Margeirsson og Einar
Ásbjörn Ólafsson, Þróttararnir
Kristján Jónsson og Pétur Arn-
þórsson, Janus Guðlaugsson sem
lék með FH. Ormarr Orlygsson
lék með KA og Friðrik Friðriks-
son sem lék eitt ár með Breiðab-
liki.
Lið Víðismanna er einnig mjög
leikreynt. Leikmenn liðsins hafa
leikið að meðaltali 135 leiki fyrir
félagið. Þeir leikmenn sem að lík-
indum byrja inná hafa leikið að
meðaltali 165 leiki með Víðis-
mönnum.
Þá hafa Gísli Eyjólfsson og
Daníel Einarsson leikið með
ÍBK.
Bjartsýnir
þjálfarar
Þjálfarar liðanna, Ásgeir
Elíasson og Haukur Hafsteinsson
voru bjartsýnir fyrir leikinn.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram:
„Þetta leggst ágætlega í mig,
svona svipað og aðrir leikir og ég
er bjartsýnn. Það eru alltaf von-
brigði að tapa, og að tapa þessum
leik væri verra en að tapa þessum
venjulegu deildarleikjum.“
„Það er mikilvægt fyrir okkur
að sigra, því að við eigum litla
möguleika á meistaratitlinum og
þetta er eini möguleiki okkar á
Sjá opnu
Lið Firam
leikir
1. Friðrik Friðriksson ...90
2. Þorsteinn Þorsteinsson 154
3. Kristján Jónsson ...25
4. PéturOrmslev .232
5. Viðar Þorkelsson .165
6. Kristinn Jónsson .138
7. PéturArnþórsson ...25
8. GuðmundurSteinsson 185
9. RagnarMargeirsson.... ...13
10. JónSveinsson ...69
11. OrmarrÖrlygsson ...72
12. ÓlafurK. Ólafs 1
14. örn Valdimarsson ...60
15. EinarÁsbjörnÓlafsson 9
16. Arnljótur Davíðsson...;. ...38
17. JanusGuðlaugsson.... ...23
Lið Víðis
leikir
1. JónörvarArason ....24
2. KlemensSæmundsson 175
3. Bjöm Vilhelmsson ....69
4. VilhjálmurEinarsson... ..224
5. Ólafur Róbertsson ..182
6. Daníel Einarsson ..256
7. GuðjónGuðmundsson 265
8. Vilberg Þorvaldsson.... ..200
9. Svanur Þorsteinsson... ....85
10. Grétar Einarsson .174
11. Gísli Eyjólfsson ..159
12. Gísli Heiðarsson ..159
13. HlíðarSæmundsson.... ....41
14. HalldórEinarsson ..162
15. GuðmundurKnútsson. ..280
16. Sævar Leifsson ....28
17. HlynurJóhannsson 0
18. ÞorsteinnEyjólfsson.... 0
Leiðin í úrslitin
Fram
Fram-Þór 3-1
Leiftur-Fram 1-3, Þór-ÍBK 4-3
Reynir-Leiftur 3-4, ÍR-Fram 0-6, Þór-KA 6-5, ÍA-ÍBK 1-2
Víðir
Víðir-Valur 1-0
Víðir-KR 2-0, Valur-Völsungur 4-3
Þróttur Nes.-Víðir 0-2, ÍBV-KR 5-6, Grindavík-Valur 1-2, FH-Völsungur 1-2