Þjóðviljinn - 29.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.08.1987, Blaðsíða 11
BRLENDAR FRÉTTIR Filippseyjar BlóðbaðT Manilu Að minnsta kosti29féllu og 100slösuðustíbardögum 800 uppreisnarmanna og dáta stjórnarinnar í og við höfuðborgina í gær Drottinhollir dátar leggja til atlögu viö uppreisnarmenn I Manilu í gær. Afvopnun Hvor vísar á annan Talsmenn beggja risaveldanna segja tilboð Helmuts Kohls um eyðingu 72 Pershing-IA flauga Vestur-Þjóðverja auka lík- ur á samningi um alheimseyðingu meðaldrægra kjarnflauga sinna. En hvor tveggja staðhæflr þó að allt velti nú á því að mótaðilinn taki af skarið. Sovétmenn kváðu hafa óskað eftir að Bandaríkjamenn greindu þeim frá því hvað þeir hefðu í hyggju að gera við kjarnoddana 72 sem heyra til flaugum sam- bandsstjórnarinnar en þær eru í vörslu þeirra. Reagan á semsagt næsta leik að þeirra mati. Vestan Atlantsála er viðhorfið annað einsog vera ber. Banda- ríkjamenn fullyrða að hin rausnarlega flaugafórn Kohls og nýjar tillögu þeirra sjálfra um eft- irlit með svindli sé hvort tveggja undanlátssemi við Kremlverja. Nú eigi þeir leik! - ks. Yfírmenn hers Filippseyja lýstu því yfir seint í gær að sveitir uppreisnarmanna í aðalstöðvum hersins, Aguinaldo búðum, og við nokkrar útvarps- og sjónvarps- stöðvar hefðu verið brotnar á bak aftur og stjórnarherinn hefði bæði töglin og hagldirnar í höfuð- borginni. Þetta var fimmta og jafnframt blóðugasta uppreisn hermanna á Filippseyjum frá því Corazon Aquino settist við stjórnvölinn fyrir átján mánuðum. Að minnsta kosti 31 maður lét lífið og 100 særðust. í hópi hinna föllnu voru fréttamaður frá Nýja Sjálandi og fimm úr lífverði fors- etans. Einn hinna særðu er einka- sonur forsetans, Benigno Aqu- ino. Ekki er vitað nákvæmlega hvað liðhlauparnir höfðu í hyggju en fyrirliði þeirra, fyrrum náinn samstarfsmaður Juans Ponce Enriles stjórnarandstöðuleið- toga, kvað hafa farið fram á af- sögn Aquinos en óljóst var hver átti að taka við, Markos, Enrile eða hann sjálfur? Einsog skýrt hefur verið frá hófst uppreisnin í fyrrakvöld er um 300 dátar slógu hring í kring- um forsetahöllina og reyndu að ryðjast inn. Árásinni var hnekkt og flúðu þeir þá inní Aguinaldo búðirnar þar sem samherjar voru fyrir. Skömmu fyrir hádegi réðust síðan hersveitir hollar stjórninni til atlögu og um tíma lék allt á reiðiskjálfi er sprengjum úr skriðdrekum og fallbyssum rigndi yfir búðirnar. Eftir snarpa bardaga gáfust liðhlauparnir upp en foringi þeirra komst undan í þyrlu. Uppreisnarmenn á öðrum stöðum í höfuðborginni lutu einnig flestir í lægra haldi fyrir stjórnarliðum en þó veittu ýmsir smáhópar enn viðnám síðast er fréttist. Bardagarnir í gær munu hafa verið þeir mestu í Manilu frá því í síðari heimsstyrjöld. - ks. Kvikmyndir Snillingur yfirgefiir hvíta tjaldið LátinnJohn Huston, höfundur Möltufálkans, Sierra Madre-fjársjóðsins, Fat City og Heiðurs Prizzianna. „Maður á ekki að leyfa sér að leiðast“ Igær lést á spítala í Massachus- etts John Huston, 81 árs, einn af fremstu kvikmyndaleik- stjórum bandarískum í hálfa öld. Huston (frb. höston) hóf kvik- myndaferil sinn með perlunni um Maltverska fálkann 1941 með Bogart í aðalhlutverki og af öðr- um myndum er ekki hægt annað en að nefna Fjársjóðinn í Sierra Madre (líka Bogart), Key Largo (Bogart og Edward G. Robin- son), The Misfits (Marilyn Monr- oe, eftir leikriti Artúrs Millers), Afrísku drottninguna (Bogart og Katrín Hepburn), Fat City og Heiður Prizzianna, sem var síð- asta mynd gamla mannsins og ein af þeim allra bestu, tengdasonur- inn Jack Nicholson í aðalhlu- tverki glæfralegs mafíósa, eitt af aukahlutverkunum í höndum dótturinnar Anjelicu. Ferill Hustons var viðburða- ríkur mjög; hann var boxari, rit- höfundur, ofursti í Mexíkóher, myndhöggvari, málari, blaða- maður, veiðimaður, barðist í seinni heimsstyrjöldinni, -en hóf feril sinn sem sviðs- og kvik- myndaleikari og tók upp þann þráð aftur seinna á ævinni, til dæmis í Chinatown Polanskis. Huston kom illa saman við mógúlana í kvikmyndaverunum enda urðu sumar mynda hans illa úti í lokaklippingum fjármálabé- John Huston: „Samsettur úr því sem heillar mig“ usa, og hann stóð iðulega útí kanti í Hollywood-selskapnum, drakk með ævintýramönnum einsog Bogart og Hemingway. Þegar galdraofsóknir McCarthy- tímans stóðu sem hæst fór hann úr landi og settist um tíma að á írlandi og varð þar ríkisborgari. Hann kvæntist fimm sinnum, -og sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að helsti lærdómur sinn af lífinu væri að maður eigi ekki að leyfa sér að leiðast, heldur breyta hik- laust til þegar áhuginn á viðfangs- efninu er horfinn, „ég er samsett- ur úr því sem heillar mig“. Þótt Huston sé viðurkenndur einn af bestu kvikmynda- mönnum sögunnar er erfitt að sérkenna verk hans með einni setningu, til þess er ferillinn alltof fjölbreyttur. Hann lagði mjög af mörkum til kvikmyndatækninnar og mótaði sérstakan afskipta- lítinn samstarfsstíl við leikara þannig að hið besta sem þeir áttu laðaðist fram, -og einna helst þemu í verkum hans eru annars vegar utangarðsmaðurinn, gullgrafarinn í Sierra Madre, boxarinn í Fat City, - hins vegar hin miskunnarlausa græðgi þvert á tilfinningar. í fyrstu mynd Hu- stons neitar spæjarinn ást sinni til sökóttrar konu, - í síðustu mynd- inni verða hagsmunir ýmissa maf- íudeilda yfirsterkari heitu ástar- sambandi. Huston varð til þess ásamt kol- legum á borð við Howard Hawks og John Ford að brúa bilið á milli spennuiðnaðar í B-myndum og raunverulegrar kvikmyndalistar, að sameina almenna höfðun og handbragð snillingsins, - ekki síst þessvegna verður ekki minnst á hina sérlegu listgrein 20. aldar- innar af viti nema nafn hans sé nefnt í leiðinni. _ m NÚ líður mér vel! Ljósaskoðun LAGU Útboð Sm Hólavegur, Hjaltadalsvegur rn um Hóla 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4,7 km, magn 34.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 1. september n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. september 1987. Vegamálastjóri Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Guðjón Klemenzson læknir lést á Borgarspítalanum 26. ágúst Margrét Hallgrímsdóttir Margrét J. Guðjónsdóttir Ólafur Marteinsson Auðbjörg Guðjónsdóttir Guðmundur Arnaldsson Hallgrímur Guðjónsson Ragnheiður Haraldsdóttir Guðný Védís Guðjónsdóttir Olafur Marel Kjartanss. Laugardagur 29. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.