Þjóðviljinn - 29.08.1987, Blaðsíða 14
Staðreyndir um Útvegsbankann
Sameiningarleiðin er enn
eina færa leiðin
í umræðunni um Útvegsbank-
ann síðustu daga hefur furðu
mörgu verið sleppt sem skiptir
máli þegar allt er skoðað. Eðli-
lega staðnæmast menn við þau
undur að tugir fyrirtækja eru allt í
einu aflögufær um tugi og hundr-
uð milljóna rétt fyrir gerð kjara-
samninga. Það er sjálfsagt fyrir
verkalýðshreyfinguna að hagnýta
sér þær upplýsingar í kjarabar-
áttu næstu vikna. Þá hafa menn
eðlilega staðnæmst við sambúð-
arvandamál stjórnarflokkanna
og tök viðskipta-Jóns og fjár-
mála-Jóns á málinu. Hefur þar
margt verið kostulegt að ekki sé
meira sagt. Verður hér látið
nægja að benda á að ríkisstjórnin
hefur opinberað veikleika" sína
með áberandi hætti og vandséð
að stjórnarflokkarnir nái nokk-
urn tímann saman aftur af fullum
heilindum á kjörtímabilinu. Þar
vegur nú hver annan.
Hér verður ekki fjallað um þá
þætti málsins sem mest hafa verið
ræddir að undanförnu en dregnar
fram staðreyndir sem að mínu
mati er óhjákvæmilegt að hafa í
huga. Verður fyrst staldrað við
meðferð málsins á Alþingi sl. vet-
ur.
Útvegsbankamálið kom til um-
ræðu í fyrri deild, efri deild, 23.
febrúar. Viðskiptaráðherra
Matthías Bjarnason mælti fyrir
frumvarpinu og í ljósi þess sem
nú hefur gerst í málinu er rétt að
rifja fáein atriði upp úr framsögu-
ræðu hans.
Undanþága samþykkt
athugasemdalaust
Hann gerði grein fyrir því
ákvæði frumvarpsins - sem síðan
var samþykkt samhljóða - að þar
er einum aðila heimilað að eiga
meira en 1/5 samanlagðra at-
kvæða í hlutafélagsbankanum og
er þetta undanþáguatkvæði frá
gildandi hlutafélagalögum. Rök-
in voru þau að ríkið þyrfti að geta
farið með meira en fimmtung at-
kvæða meðan hlutabréfin eru á
hendi ríkisins. Ákvæðið er hins
vegar ekki bráðabirgðaákvæði og
opnaði fyrir það að aðrir aðilar
gætu einnig átt meira en
fímmtung atkvæða þrátt fyrir
ákvæði hlutafélagalaga. Þannig
opnaði ríkisstjórnin strax, undir
forystu Matthíasar Bjarnasonar,
fyrir því að einn aðili, Eimskip,
ísal, Islenskir aðalverktakar eða
hver annar gæti átt meira en
fimmtung hlutabréfa í bankanum
- og þar með opnaði Matthías
fyrir Sambandið. Ekki veit ég
hvort hér var um vísvitandi opn-
un að ræða - en það breytir engu:
Ekkert bendir til þess að vilji lög-
gjafans hafi verið annar og er
þetta vissulega rök með Sam-
bandinu í þeirri deilu sem nú
stendur yfir um hlutabréfin, enda
þótt undirrítaður kæri sig ekkert
um að tína þau fram sérstaklega
fremur en rök handa Thorsurun-
um.
Útveg "hankinn hefur ekki
verið . .atinn til hlutafjár!
En si grein hefur þann
tilgang benda á staðreyndir
sem ekki hafa verið ræddar að
undanförnu.
í frumvarpinu og síðar í lögun-
um er hlutaféð talið vera 1000
millj. kr. í ræðu ráðherrans kom
fram að hér er ekki um það að
ræða að Útvegsbankinn hafi ver-
ið metinn til hlutafjár eða orð-
rétt:
„... en Útvegsbanki íslands
sem slíkur verði ekki metinn til
hlutafjár.” Með öðrum orðum
eignir Útvegsbanka íslands hafa
aldrei verið metnar til hlutafjár!
Þetta þýðir með öðrum orðum
að hlutabréf í bankanum eru í
raun aðeins verðlögð með tilliti
til þess taps sem bankinn hefur
orðið fyrir, í því skyni að rétta við
eiginfjárstöðu bankans. Eignir
Útvegsbankans sem eru taldar
tæpir 10 milljarðar í árslok 1985
eru ekki metnar né heldur við-
skiptavild eða önnur aðstaða eins
og ríkisábyrgðin og ábyrgð á
innlánum fram eftir árinu 1989.
Ríkið borgar öll mistökin
Sá sem nú kaupir Útvegsbank-
ann getur treyst því að ríkið borgi
hvað sem kann að standa út af
eftir að matsnefndin hefur gert
bankann upp, en hún á að skila af
sér fyrir árslok 1987. Það eru
óvenjulega hagstæð kjör handa
kaupanda sem getur treyst því að
seljandi borgi allt það sem misfar-
ist kann að hafa!
Ríkisábyrgð á öllum
innlánum
Jafnframt er kaupandi Útvegs-
bankans á árinu 1987 að kaupa
ríkisábyrgð á innistæðum sem
lagðar hafa verið inn í bankann
allt til 30. apríl 1989.
Ríkisábyrgð á erlendum
lánum!
Auk þess er kaupandi Útvegs-
bankans að tryggja sér ríkisá-
byrgð á öllum erlendum lánum
hlutafélagsbankans allt til sama
tíma eða 30. apríl 1989.
Þessi atriði úr ræðu ráðherra
og úr lögunum sýna
1. Að ekki var lokað fyrir það
að einn aðili keypti alla hlutina í
bankanum ásamt Fiskveiðisjóði
sem á 20%.
2. Að ríkið ábyrgist alltþað sem
misfarist kann að hafa í bankan-
um, hver svo sem verður niður-
staða úttektarnefndarinnar, að
ríkið ábyrgist allar innistæður í
bankanum allt fram á árið 1989
og að ríkisábyrgð er sjálfkrafa á
öllum erlendum lánum bankans
allt til ársins 1989.
3. Að Útvegsbanki íslands hef-
ur ekki verið metinn til hlutafjár.
í ræðu sinni í efri deild benti
Ragnar Arnalds á að ríkisstjórnin
hefði valið verstu leiðina í bank-
amálunum að mati bankastjórnar
Seðlabankans. í annan stað
minnti hann á að fjármálaráð-
herra hafði lýst því yfir að ekki
ein einasta króna færi úr ríkis-
sjóði til að rétta við hag bankans,
en þessi yfírlýsing ráðherrans
virðist munu kosta skattgreið-
endur allt að tveimur milljörðum
króna, enda maðurinn nú orðinn
forsætisráðherra.
Ragnar lagði mikla áherslu á
það hve fráleitt það væri að ráð-
herra tilnefndi alla bankaráðs-
menn nýja bankans þó að ríkið
færi með meirihluta hlutabréfa.
Þannig tryggir Sjálfstæðisflokk-
urinn sér meirihluta í banka-
ráðinu strax með setningu lag-
anna sl. vetur og þess vegna voru
íhaldsmennirnir andvaralausir
þvíþeir treystu því aðfá bankann
fyrir lítið sem ekkert.
í ræðu talsmanns Kvennalist-
ans í efri deild kom fram að þær
höfnuðu stofnun hlutafélags-
bankans með þessum hætti, en í
Svavar Gestsson
skrifar
ræðu talsmannsins kom einnig
fram að hún hafði enga trú á því
að nokkur aðili vildi nokkurn
tíma kaupa hlutabréf í þessum
banka! Annað hefur nú komið á
daginn.
Alþýðuflokkurinn hjálpaði
málinu í gegnum þingið
Alþýðuflokkurinn sat hjá við
meðferð þessa máls og hafði uppi
almennar athugasemdir. Þannig
tók Alþýðuflokkurinn á sig
ábyrgð á málinu strax fyrir kosn-
ingar En Alþýðuflokkurinn gat
stöðvað málið eða haft áhrif á
það í vetur vegna þess að það
voru brestir í stjórnarliðinu. Það
kom gleggst fram í ræðu Björns
Dagbjartssonar í efri deild, sem
sagði meðal annars:
„Ég er, eins og Geir Hallgríms-
son og fleiri góðir Sjálfstæðis-
menn, andvígur þessari leið. Mér
segir svo hugur um að það séu
ekki öll kurl komin til grafar í
þessu máli. Mér segir svo hugur
um að þetta mál sé alls ekki búið
þó hæstv. ríkisstjórn takist að
hnoða þessu í gegn á síðustu
dögum þingsins. ” Framsýnn
maður, Björn Dagbjartsson.
Matthías Bjarnason fyllyrti
meðal annars í svarræðu:
„Það eru fjölmargir aðilar, sér-
staklega í sjávarútvegi, sem hafa
mikinn hug á því að legga fram
hlutafé í þennan banka.” Við-
skiptaráðherra gekk með öðrum
orðum út frá því að aðilar í sjáv-
arútvegi beittu sér aðallega fyrir
því að eignast bankann. Nú kann
íhaldið að halda því fram og hefur
reyndar þegar gert, að þessi orð
séu sérstök meðmæli með aðilun-
um 33, en það er í raun ekki, því
sjávarútvegshagsmunir standa
engu að síður að Sambandinu en
þeim 33 sem gerðu tilboð í
hlutabréf bankans.
Gerðu íhald og Framsókn
samkomulag strax
sl. vetur?
Síðar í sömu ræðu ráðherrans
kom fram: „Ég er sannfærður um
að það eru bæði samtök í atvinnu-
lífinu og sömuleiðis ákveðnir líf-
eyrissjóðir sem eru að hugleiða
að leggja fram hlutafé. Það getur
komið til greina samstarf við
ákveðnar lánastofnanir sem telja
sér hag í því að stofna til slíks
samstarfs, sérstaklega í sambandi
við erlendar ábyrgðir og erlend
viðskipti ....”
Með öðrum orðum: Ráðherr-
an vissi strax 23. febrúar að
1. aðilar í sjávarútvegi
2. aðrir aðilar í atvinnulífinu sem
oftast eru ákveðnir fjáraflamenn í
munni Sjálfstæðisflokksmanna
3. bankar, væntanlega Iðnaðar-
bankinn, Verslunarbankinn og
Samvinnubankinn jafnvel líka og
4. lífeyrissjóðir, sennilega lífeyris-
sjóður verslunarmanna
- undirbjuggu þá strax 23. febrú-
ar að bjóða í bankann. Jafnframt
er óhjákvæmilegt að draga þá á-
lyktun að Framsóknarmönnum í
ríkisstjórninni hafi verið þetta
ljóst því ráðherrann nefnir þetta í
ræðu sinni. Því gat ráðherrann
litið svo á að samkomulag lægi
fyrirmilli íhaldsins og Framsókn-
ar um að einhverjir aðilar, líkir
33-menningunum, myndu kaupa
bankann. I ljósi þessa verður að
skoða hörð viðbrögð Matthíasar
Bjarnasonar sem telur að Fram-
sókn hafi gengið á bak orða sinna
með tilboði Sambandsins og að
íhaldsmennirnir hafi vegna þessa
beina eða óbeina samkomulags
gengið út frá því að þeir hefðu
sumarið allt og tíma fram til 15.
nóvember til þess að bjóða í
bréfin. Viðtal við Kristján Ragn-
arsson í Morgunblaðinu á mið-
vikudag bendir ótvírætt í þessa
átt þar sem hann segir að gengið
hafí verið út frá því að sjávaraf-
urðadeild SÍS yrði boðin aðild að
fyrirtækinu.
Við 2. umræðu í efri deild tal-
aði Eyjólfur Konráð fyrir nefnd-
aráliti meirihlutans. Eyjólfur
Konráð er sem kunnugt er talinn
einna mestur vitmaður í íhalds-
flokknum í efnahagsmálum.
Hann komst þannig að orði með-
al annars: „Ég held því að það séu
óþarfa áhyggjur sem menna hafa
af því að bankinn verði ekki nægi-
iega öflugur ...” og „... bankinn
verður sterkur banki með þessum
hætti.” Mikið var nú Björn Dag-
bjartsson framsýnni en Eyjólfur
Konráð f þetta skiptið! Enda
sagði Ragnar Arnalds við sömu
umræðu, að vart myndi líða
langur tími þar til enn á ný yrði að
grípa til nýrra bjargráða fyrir
bankann.
Minnihluti samþykkti
frumvarpið
Atkvæðagreiðsla fór fram um
málið í efri deild 4. mars. Frum-
varpið var samþykkt með 10 at-
kvæðum gegn 4. Á móti voru
þingmenn Alþýðubandalagsins
og Kvennalistans. Sex þingmenn
sátu hjá. Með öðrum orðum þeir
sem sátu hjá höfðu það á valdi
sínu að fella frumvarpið. í þeim
hópi voru fjórir þingmenn Al-
þýðuflokksins.
Enn skýrara var þetta við 4.
umræðu, sem fór fram sama dag.
Þá fór fram nafnakall. Aðeins 9
greiddu frumvarpinu atkvæði,
fjórir voru á móti, en þessir voru
fjarverandi:
Albert Guðmundsson
Arni Johnsen
Karl Steinar Guðnason
Kolbrún Jónsdóttir
Þrír greiddu ekki atkvæði:
Björn Dagbjartsson
Stefán Benediktsson
Magnús H. Magnússon
Pað er: Alþýðuflokkurinn, for-
maður Borgaraflokksins og
Björn Dagbjartsson björguðu
málinu í gegn og létu minnihluta
deildarinnar komast upp með að
afgreiða málið. Og aðild Alþýð-
uflokksins var svo undirstrikuð
með því að Matthías Bjarnason
tilnefndi Alþýðuflokksmann í
bankaráð hlutafélagsbankans.
„Miklar vonir“
Framsóknarmanna
Sama dag, 4. mars var málið
tekið til 1. umræðu í neðri deild
og var því þá vísað til nefndar.
Umræðan var stutt, en formaður
Alþýðuflokksins sagði meðal
annars:
„Getuleysi þessa stærsta flokks
þjóðarinnar til að standa við
áform sín sannar það rækilega nú
að etv. er það Sjálfstæðisflokkur-
inn sjálfur sem er báknið sem helst
þarf burt úr íslensku stjórnkerfi. “
Talsmaður Framsóknarflokks-
ins kvaðst binda miklar vonir við
frumvarpið um sölu Útvegsbank-
ans: „...ég bind miklar vonir við
að frumvarpið nái hér afgreiðslu
oghaðfljótt..."
Ég átti sæti í fjárhags- og við-
skiptanefnd neðri deildar og gaf
út svofellt nefndarálit um Út-
vegsbankamálið:
Afsfaða
Alþýðubandalagsins
„Nefndarálit
um Útvegsbankann
frá minni hluta fjárhags- og við-
skiptanefndar (SvG)
Það er engin lausn á vandamál-
um ríkisbankanna að gera þá að
einkabönkum eins og stefnt er að
með frumvarpi þessu. Þvert á
móti er ijóst að íslenskir atvinnu-
14 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. ágúst 1987