Þjóðviljinn - 29.08.1987, Blaðsíða 8
titli. En ég veit við verðum að
hafa mikið fyrir því.“
Haukur Hafsteinsson, þjálfari
Víðis:
„Við förum að sjálfsögðu með
því hugarfari að vinna og staða
liðanna í deildinni hefur engin
áhrif. Það eru fyrst og fremst
fyrstu mínúturnar sem ráða úr-
slitum og ef við náum upp ein-
beitingu þá er ég bjartsýnn.“
„Það er mikil stemmning fyrir
ieiknum og svolítil skrekkur í
mönnum, en við höfum sýnt að
við eigum erindi í úrslitaleikin og
ætlum að gera okkar besta.“
Mikil spenna
Þessi leikur hefur að sjálfsögðu
mikla þýðingu fyrir leikmenn og
undirbúningur nokkuð frábrugð-
inn.
„Maður reynir að hugsa sem
minnst um leikinn. Skrekkurinn
kemur nógu snemma samt“,
sagði Guðjón Guðmundsson fyr-
irliði Víðis.
„Þó að ég hafi leikið sex sinn-
um í úrslitaleik þá er ég alltaf
spenntur, enda mikið í húfi,“
sagði Pétur Ormslev, fyrirliði
Fram.
Það er því greinilegt að leik-
menn leggja mikið í þennan leik,
enda hápunktur sumarsins og hjá
mörgum hápunktur ferilsins.
Liðin í tölum
Þegar bornar eru saman tölu-
legu hliðar liðanna, s.s. mörk ofl.
þá hafa Framarar nokkra yfir-
burði. Þcir hafa einnig yfírburði í
Stjörnugjöf Þjóðviljans, en ekki
víst að það nýtist þeim í leiknum.
Bæði liðin hafa leikið 16 leiki.
Framarar hafa fengið úr þeim 28
stig, en Víðismenn 11.
Framarar hafa sigrað í átta
leikjum gert fjögur jafntefli og
tapað fjórum leikum. Þeir hafa
skorað 31 mark og fengið á sig 20
mörk.
Víðismenn hafa aðeins sigrað í
einum leik, gert átta jafntefli og
tapað sjö leikjum. Þeir hafa
skorað 14 mörk, en fengið á sig
30.
Markahæstu menn liðanna:
PéturOrmslev, Fram............12
GuðmundurSteinsson, Fram......5
Grótar Einarsson, Víði.........4
RagnarMargeirsson, Fram.......3
PóturArnþórsson, Fram..........3
Mörk Framara skiptast milli
átta leikmanna og þeir hafa feng-
ið tvö sjálfsmörk. Það gerir að
meðaltali tæp fjögur mörk á
mann.
Það eru einnig átta Víðsmenn
sem hafa skorað í sumar, að með-
altali tæplega eitt og hálft mark á
mann.
Þegar litið er á Stjörnugjöfina
hafa Framarar enn vinninginn.
Þeir hafa fengið fleiri stjörnur og
svo er einnig með leiki þeirra.
Leikir Fram hafa fengið 45
stjörnur, eða að meðaltali 2.8
stjörnur hver leikur. Leikir Víðis
hafa fengið 36 stjörnur, eða að
meðaltali 2.2 stjörnur hver
leikur.
Leikmenn Fram hafa fengið 54
stjörnur í sumar, en leikmann
Víðis 40 stjörnur.
Alls hafa 11 leikmenn Fram
fengið stjörnur, en stjörnur
Vðíðis dreifast á 12 leikmenn.
Stjömuhæstu leikmann lið-
anna:
PéturOrmslev, Fram............16
Vilhjálmur Einarsson, Víði.....8
Pétur Arnþórsson, Fram..........8
OrmarrÖrlygsson, Fram...........6
Janus Guðlaugsson, Fram.........6
Daníel Einarsson, Víði..........6
Gísli Eyjólfsson, Víði..........5
Viðar Þorkelsson, Fram..........5
Guðjón Guðmundsson, Víði........4
Friðrik Friðriksson, Fram.......4
Fram og Víðir hafa leikið 8
leiki frá því að keppni hófst í
deildum, en aldrei leikið saman í
Bikarkeppninni.
Framarar hafa sigrað í sex
leikjum, en tveimur hefur lokið
með jafntefli.
Úrslit í leikjum Fram og Víðis:
1983 (2.deild)
Fram-Víðir 1-0
Viðir-Fram 0-0
1985 (l.deild)
Fram-Víðir 2-1
Víðir-Fram 3-4
1986 (l.deild)
4-1
Víðir-Fram 0-4
1987 (l.deild)
Fram-Víðir 3-1
Víðir-Fram 1-1
Um næstu helgi átt þú von á fólki
sem mun bjóöa þér svona penna
Getur þú séð af
fimmtíu krónum?
Allur ágóöinn mun
renna til starfsemi
SÁÁ.
í 10 ár hefur SÁÁ
byggt upp þessa
starfsemi til þess
að byggja upp fólk.
Viö erum ennþá að
en þurfum á þínum
stuöningi aö halda.