Þjóðviljinn - 01.09.1987, Síða 8
ERU VINNUSL'
FÖST STÆRE
RættviðCarin
Sund-
ström-Frisk
ená vinnuum-
hverfisþinginu
áSögu ísíð-
ustu viku reif-
aði hún kenn-
ingarum
áhættujafn-
vægi.
Frá samnorræna
vinnuumhverfismála-
þinginu á Hótel Sögu í
síðustu viku: Ekkert er
eins praktískt og góð-
arkenningar. Mynd:
Fer fólk óvarlegar við vinnu
eftir því sem varúðarráðstöf-
unum er betur sinnt? „Borgar
sig“ að taka áhættu? Eykst
slysahættan á einu sviði þegar
henni er útrýmt á öðru? Þessar
og þvílíkar spurningar reifaði
sænski sálfræðingurinn Carin
Sundström-Frisk á samnor-
rænu þingi um vinnuumhverf-
ismál sem haldið var á Hótel
Sögu í síðustu viku. Carin
starfar við Vinnuverndarstofn-
unina í Solna, sem er smábær
skammt frá Stokkhólmi, og
kenningar þær sem hún fjall-
aði um mætti kenna við
áhættujafnvægi á íslensku.
Kenningasmiðir hafa velt því
fyrir sér hvernig standi á því að
fyrirbyggjandi aðgerðir hafi ekki
skilað sér í færri slysum en raun
ber vitni. Samkvæmt kenningun-
um um áhættujafnvægi eru tvær
skýringar mögulegar. I fyrsta lagi
verður breyting á hegðun fólks í
þá veru að það tekur aðra áhættu
þegar nýjar tæknilegar varúðar-
ráðstafanir koma til. Hér má taka
dæmi af velklifrandi fjallgöngu-
mönnum; eftir því sem klifurút-
búnaðurinn verður betri og
fullkomnari, þeim mun erfiðari
tinda leitast þeir við að klífa.
Dæmisaga
af skósólum
í öðru lagi er mögulegt að
slysahættan aukist á einu sviði
þegar henni er útrýmt á öðru.
Dæmi um þetta má taka úr
skógarhöggi. Fyrir nokkrum
árum voru menn að pró.fa sig
áfram með nýja tegund af skósól-
um fyrir skógarhöggsmenn. Nýju
sólarnir voru stamari en áður
hafði tíðkast, og áttu að setja
undir þann leka að menn rynnu
til við vinnu sína, en augljóslega
getur það haft skelfilegar afleið-
ingar í för með sér. Nýju skósól-
arnir voru ágætir í þessu tilliti, en
á hinn bóginn varð skóbúnaður-
inn svo klossaður að mönnum
varð hættara við að hrasa.
Kenningar um samvægi eða
jafnvægishneigð eru raunar rót-
grónar í greinum eins og Iífeðlis-
fræði, en það er ekki fyrr en á
síðustu árum að fyrirbæri á borð
við umferð og vinnuumhverfi
hafa verið skoðuð undir þessu
sjónarhorni. Kenningin um
áhættujafnvægið í vinnuumhverf-
inu hefur þróast út frá vangavelt-
um um umferðina og slysatíðnina
þar, og því byrj um við þetta spj all
á þeim nótum. í því sem hér fer á
eftir á umferðin reyndar eftir að
verða drjúgt dæmasafn.
Áhættan sem við
erum tilbúin
að taka
Fjölmargir hafa reynt að búa til
kenningar um áhættujafnvægi á
undanförnum árum, segir Carin
Sundström-Frisk. Til að mynda
telur G.J.S. Wilde sig hafa komist
að því með tölulegum rannsókn-
um að jafnvel þótt fjölmargar ör-
yggisráðstafanir séu gerðar þá
hafi þær ekki skilað tilætluðum
árangri. Hann leggur áherslu á að
svo lengi sem varúðarráðstafan-
irnar hafi ekki áhrif á þá hættu
sem einstaklingurinn er tilbúinn
að taka þá breyti þær engu.
Það sem er nýtt í þessu að mínu
áliti er það að Wilde lítur ekki
fyrst og fremst á fólk út frá lífeðl-
isfræðilegum eiginleikum í þessu
samhengi, heldur tekur hann fé-
lagslegt samspil einnig með í
reikninginn.
En nú setur maður ekki endi-
lega samasemmerki milli umferð-
arinnar og vinnuumhverfisins?
Nei, og þessvegna er ekki hægt
að heimfæra kenningar um
áhættujafnvægi beint úr umferð-
inni og yfir í vinnuumhverfið.
Það skiptir miklu máli að í um-
ferðinni eru það bílstjórarnir
sjálfir og vegfarendur sem ák-
veða að verulegu leyti hvað þeir
gera, og geta þar af leiðandi haft
áhrif á hættuþáttinn. Auk þess
geturðu litið á akstur sem mark-
mið í sjálfu sér - fólk er úti að aka
að gamni sínu - en þegar þú
mætir í vinnu ertu kominn í fram-
leiðslu.
Þetta siampast
Ég get nefnt þér dæmi úr um-
ferðinni sem hefur verið
rannsakað vendilega, en það er
notkun bíldekkja eftir árstíðum.
Ef maður keyrir í hálku á sumar-
dekkjum þá hefur maður til-
hneigingu til að draga úr hraðan-
um. Það sem skeður svo aftur hjá
mörgum er að þeir auka hraðann
þegar þeir eru komnir á vetrar-
dekk. Fyrir því vill margt fólk
meina sem hefur rannsakað þessa
hluti að einstaklingurinn taki
sömu eða svipaða áhættu þegar
upp er staðið, og því hafi varúð-
arráðstafanir lítið að segja.
Vetrardekk og
hraðaaukning
Samkvæmt þessum rannsókn-
um hefur það komið í ljós að þeg-
ar fólk vissi að það var komið á
vetrardekk þá jók það hraðann,
og þetta gæti virst staðfest rétt-
mæti kenningarinnar um að
áhættan sem fólk tekur leiti
jafnvægis. Reyndar sýndi það sig
nú að hraðaaukningin var ekki
það mikil að hún yrði til að upp-
hefja með öllu jákvæð áhrif þess
að skipta yfir í vetrardekkin.
Finnst þér dœmi af þessu tagi
staðfesta réttmœti kenningarinnar
um áhœttujafnvcegið?
Það er óneitanlega sann-
leikskorn í þessum kenningum,
en þær gilda ekki við allar að-
stæður. Einkum og sér í lagi gilda
þær ekki við þær aðstæður þegar
fólk veit ekki á hvern hátt áhætt-
an breytist með tilkomu nýrra
varúðarráðstafana. Hitt skiptir
þó meira máli að mínu viti að
kenningar þessar gilda aðeins
þegar fólk hegðar sér eins og það
gerir af ásettu ráði. Það finnst
mér vera aðalatriðið.
Skálkaskjól
atvinnurekenda?
Kenningar af þessu tagi eru
mjög hættulegar og vandmeð-
farnar vegna þess að slysaskuld-
inni er skellt á einstaklinginn.
Þær geta séð iðnaðinum fyrir
pottþéttri afsökun fyrir því að
láta það vera að fjárfesta í örygg-
isútbúnaði og þess háttar. Bíla-
8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 1. september 1987