Þjóðviljinn - 01.09.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 01.09.1987, Side 10
ERLENDAR FRETTIR Suður-Afríka Unnið í námum á ný Mesta verkfalli ísögu landsins lauk á sunnudag. Kauphœkkanir lœgri en námamenn höfðu krafist en þorri brottrekinna verkfallsmanna endurráðinn Leiðtogar um 250 þúsund blakkra verkfallsmanna úr gull- og kolanámum Suður- Afríku lýstu því yfir á sunnudag að verkfallinu væri lokið þótt námaeigendur hefðu ekki gengið að kröfum þeirra um launa- hækkanir. Cyril Ramaphosa, aðalritari Landssambands námamanna, kvað það ekki vera rétt að verk- fallsmenn hefðu lotið í lægra haldi. Verkfallið hefði verið mjög umfangsmikið og menn aflað sér dýrmætrar reynslu fyrir stéttarátök framtíðarinnar. Sam- staðan hefði eflt sjálfstraust námamanna og fært námaeigend- um heim sanninn um að þeldökk- ir starfsmenn þeirra væru ekki þrælar er létu misbjóða sér. „Við lítum ekki á niðurstöðuna sem ósigur fremur en sigur. Félagar Landssambands námamanna hafa þegar ákveðið að árið 1988 verði árið þegar blakkir náma- menn ná fram verulegum kjar- abótum.“ Samningar tókust eftir hálfrar fjórðu klukkustundar langan fund deiluaðila á sunnudag. Námaeigendur voru í sjöunda himni og sagðist formaður sam- bands þeirra vera „einkar ham- ingjusamur“ vegna þess að deilunni væri lokið. Verkfall svartra námamanna stóð yfir í réttar þrjár vikur og hefur verkalýðshreyfing blökku- manna aldrei áður staðið jafn lengi uppf hárinu á hvítu yfirstétt- inni. Fyrri vinnustöðvanir náma- manna höfðu allar farið út um þúfur örfáum dögum eftir að þær hófust. En það er engu að síður talið vera nokkurt áfall fyrir náma- menn að ekki skuli hafa tekist að knýja fram launahækkanir um- fram það sem eigendur höfðu boðið. Einn fulltrúa námaeigenda fullyrti að þeir hefðu ekki boðið verkfallsmönnum neitt á sunnu- dagsfundinum umfram það sem þeir voru reiðubúnir að semja um á miðvikudag í fyrri viku. Þá gerðu þeir námamönnum tilboð um aukin orlof og hækkun líf- tryggingar auk launahækkanna á bilinu frá 15 og uppí 23,4 af hundraði. Verkfallsmenn höfnu- ðu þessu boði samdægurs og héldu fast við kröfu sína um 27 prósent hækkun. Blaðafulltrúi Ensk-amerísku námasamsteypunnar, Bobby Godsell, fagnaði málalyktum en sagði ofmælt að námaeigendur hefðu borið sigur úr býtum. Ramaphosa sagðist hafa gengið til samninga við náma- eigendur vegna þess að þeir hefðu verið staðráðnir í að segja öllum verkfallsmönnum upp störfum. Hann sagðist hafa feng- ið vilyrði fyrir því að allir þeir 40 þúsund námamenn sem reknir voru á verkfallstímanum yrðu endurráðnir og sérstakar við- ræður færu fram um námur sem eigendur höfðu sagst ætla að loka. Að minnsta kosti níu náma- menn létu lífið og um 300 slösuð- ust í átökum verkfallsmanna og öryggisvarða námaeigenda og í skærum stuðningsmanna og and- stæðinga verkfallsins í hópi St. Jósefsspítali Landakoti Starfsstúlka/maður Landakotsspítali rekurbarnaheimili og skóladag- heimili við Holtsgötu 7, fyrir börn starísfólks. Okk- ur vantar aðstoðarfólk á bæði heimilin. Það er um 100% starf að ræða á Dagheimilinu Brekku- koti, upplýsingar gefnar í síma 19600-250 og svo 60% starf á Skóladagheimilinu Brekkukoti, upplýsingar í síma 19600-260. Röntgendeild Okkur vantar aðstoð á Röntgendeild Landakots- spítala. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf strax. Upplýsingar gefur deildarstjóri í síma 19600-330. Ræsting Landakot er notalegur vinnustaður. Ef þú hefur áhuga þá vantar okkur gott fólk til ræstinga. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 19600- 259 frá kl. 10-14. HAFNARBÚÐIR Sjúkraliðar Það vantar sjúkraliða í Hafnarbúðir, öldrunar- deild Landakotsspítala. Um er að ræða fullt starf, en hlutastarf kemur einnig til greina. Upplýsingar veittar í Hafnarbúðum í síma 29466. Blakkir námamenn eru mættir til starfa á ný í Suður-Afríku. námamanna sjálfra. Verkfallið lamaði alla vinnslu í helmingi gullnáma í Suður- Afríku og í fimmtungi kolanáma. Fulltrúar Ensk-amerísku náma- samsteypunnar vildu ekki láta uppi hve miklu fé fyrirtækið tap- aði á verkfallstímanum en sér- fræðingar segja það vera mjög mikið. Sumir ætla að námaeig- endur hafa orðið að sjá á bak 600 miljónum króna á dag. Ef það er nærri lagi þá hefur verkfallið í heild sinni kostað þá hálfan þrett- ánda miljarð króna! -ks. Allra þjóða Grœningjar Deilt um málamiðlanir Á sunnudag lauk í Stokkhólmifundi 300 Grœningjafrá 20 löndum Sumir Græningja telja hreyf- ingu sína verða ráðandi afl í stjórnmáium Evrópu á næstu öld svo fremi hún villist ekki af leið og fórni hugsjónum sínum fyrir vel- gengni í kosningum. Á sunnudag var fundi 300 full- trúa grænnna hreyfinga frá 20 löndum sagt slitið í Stokkhólmi. Hann tók þrjá daga og á blaða- mannafundi við lok hans ítrekaði Pehr Garhton, stofnandi og drif- fjöður sænsku hreyfingarinnar, það viðhorf sitt að „miklar líkur væru á því að Græningjar myndu bera ægishjálm yfir aðrar stjórnmálafylkingar á 21. öld- inni“. Vesturþýski þingmaðurinn Petra Kelly sagðist við sama tæki- færi vilja fordæma allar tilhneig- ingar í þá átt að leggja merk stefnumál fyrir róða til að vinna villuráfandi kjósendur á band Græningja. „Við eigum að sannfæra almenning um ágæti hugsjóna vorra en ekki fallast á málamiðlanir þegar um líf eða dauða er að tefla Fulltrúum belgískra Græningja þótti þetta nokkuð einstrengisleg afstaða og fullyrtu að ef þeir tækju upp bar- áttu fyrir úrsögn Belgíu úr NATO myndi fylgið hrynja af þeim. Fundarmenn voru á einu máli um það að kjarnslysið í Tsjernó- býl í fyrra og gífurleg mengun ár- innar Rínar hefðu verið vatn á myllu hreyfingarinnar og hvar- vetna vakið fólk til umhugsunar um umhverfis- og mengunarmál. Á fundinum var rætt um hvort rétt væri að Græningjar stofnuðu formleg alþjóðasamtök, í líkingu við annað alþjóðasamband jafn- aðarmanna, en sitt sýndist hverj- um og engin ákvörðun var tekin í því máli. Sara Parkin frá Bretlandi er andvíg hugmyndinni. Hvert land hefði sínar sértæku aðstæður og ættu hreyfingarnar að beina kröftum sínum að baráttunni á heimaslóð. Hún sagði þó ljóst vera að fundarmenn hefðu verið einhuga í öllum grundvallarat- riðum. Græningjar væru and- snúnir hverskonar vígtólabraski og hemaðarhyggju, þeir hefðu horn í síðu stórfyrirtækja og stjórnkerfis þar sem karlmenn hefðu bæði tögl og hagldir og þeir væru jafnmikið á móti kapítal- isma og sósíalískri miðstýringu hagkerfisins. „Tíminn er á þrotum. Víst er að maðurinn hefur brátt brotið Petra Kelly. Engan skriðdýrshátt gagnvart kjósendum! allar brýr að baki sér og þá verður um seinan að ætla að snúa við blaðinu og vernda umhverfið spjöllum,“ sagði Parker að end- ingu. -ks. Spánn Hass í botnvörpuna Spænskir sjómenn eru með af- brigðum fengsælir um þessar mundir. í gær drógu sjómenn á togara einum vörpuna um borð einsog lög gera ráð fyrir en því miður var ekki mikið af fiski í henni. Þeim mun meira var af forboðnum ávöxtum. Aflinn samanstóð af fáeinum marglyttum, þrem kúskeljum og 235 kflógrömmum af hassi í vatnsþéttum umbúðum. Lögreglunni var sagt allt af létta og fyrir vikið var aflinn gerð- ur upptækur um leið og skipið lagðist að bryggju. Yfirvöld áætla að þetta mikið magn af hassi kosti um tvær miljónir bandaríkjadala í undirheimum Madrid. Þetta var í annað skipti á tveim dögum að spænskir sjómenn veiða hass undan norðvestur- ströndum Spánar. Á sunnudag drógu skipverjar á öðrum togara um hálfa smálest um borð. Svo er að sjá sem einhverjir smyglarar hafi einhverntíma iðrast og látið eitrið fokka. - ks. 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.