Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 10
EPLENDAB FRÉTTIR Noregur Hagen sigurvegari Hœgri öfgamenn sigurvegarar í norsku fylkiskosningunum, kratar og Hægri tapa. Formaður Hœgri flokksins, Rolf Prestus, hœttur Carl I. Hagen. Framfaraflokkurinn orðinn þriðji stærstur í Noregi og brýst úr einangruninni. Rolf Presthus sagði í gær af sér formennsku í Hægriflokknum eftir ósigur í fylkiskosningunum norsku á mánudag. Ótvíræður sigurvegari þeirra var Framfar- aflokkurinn, keppinautur Prest- hus og félaga um hægrafylgi. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu fylkiskosningum 1983, og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Stærstu flokkarnir tveir töpuðu umtalsverðu fylgi á norskan kvarða, þarsem fylgisbreytingar eru allajafna hægar. Verka- mannaflokkurinn fékk 36,2%, Hægriflokkurinn 23,6%, hvor um sig 2,8% minna en ‘83. Bæði Miðflokkurinn og Kristi- legi þjóðarflokkurinn töpuðu fylgi. Kristilegir fengu 8% (-0,7) og norsku framsóknarmennirnir 6,8% (-0,3). Sósíalíski vinstri- flokkurinn, systurflokkur Al- þýðubandalagsins og danska SF, jók fylgi sitt eilítið, fékk 5,7% (+0,3) en tveir smáir miðflokkar, Venstre og Det nye folkeparti sem víða buðu fram sameigin- lega, töpuðu örlítið, fengu sam- tals 4,8% (-0,2). Kommúníski verkamannaflokkurinn (maóist- ar) fékk 1,3% (+0,1) og NKP (moskvukommar) fékk 0,3% (- 0,1). Sigur Framfaraflokksins þykir einhver mesta frétt í norskri pól- itík í hálfan annan áratug. Flokk- urinn minnir á stuðningsmenn Glistrups í Danmörku, berst gegn innflytjendum, fyrir óheft- um marícaðslögmálum, gegn sköttum og velferðarkerfi og fyrir hiklausum stuðningi við allar gerðir Reagans Bandaríkjafor- seta. Hann hefur verið einangraður í norskri pólitík, og borgaraflokk- arnir þrír neitað við hann allri samvinnu, en nú þykir ljóst að Hægriflokkurinn muni taka höndum saman við hann í ýmsum fylkisstjórnum. Flokkurinn hefur tekið atkvæði frá Hægri, en fyrri kjósendur Verkamannaflokksins hafa sumir söðlað um líka, og þykir það til dæmis sýnt á úrslit- um í gömlu hverfunum í Ósló, þarsem mikið er um innflytjend- ur. Framfaraflokkurinn varð upp- haflega til sem Anders Lange Parti, sem þá var kenndur við upphafsmann sinn, sem varð frægur af tryggð sinni við hunda auk glistrupskrar pólitíkur. Fékk flokkurinn fljótt viðurnefnið Hundaflokkurinn og naut lítils stuðnings. Sigur flokksins nú er ekki síst þakkaður formanninum Carl I. Hagen, sem kemur vel fyrir í sjónvarpi og stillir pólitík- inni upp í svörtu og hvítu, ekki ólíkt og hinn franski lagsbróðir hans Le Pen. Fyrir var búist við að Hægri- flokkurinn tapaði atkvæðum til Hagens, en ósigur Verkamann- aflokksins kemur á óvart. Flokk- urinn myndar nú minnihluta- stjórn undir forystu Gro Harlem Brundtlands og kemst upp með það vegna óeiningar borgara- flokkanna þriggja, sem undan- farin misseri hafa gert ýmsar til- raunir til að ná saman og velta Gróu. Úrslitin nú hafa væntanlega þau áhrif að aðrir flokkar fara að taka Framfaraflokkinnn alvar- lega og beina spjótum sínum að honum fyrir þingkosningarnar 1989. Úrslitin þykja sýna pólitíska deyfð í Noregi. Aðeins rúm 65% neyttu kosningaréttar, og Fram- faraflokkurinn með sínar ein- földu lausnir þykir hafa hagnast á þeim pólitísku vandræðum sem hlotist hafa af pattstöðu milli blokkanna í Stórþinginu á þessu kjörtímabili. En sú staða hefur komið Norðmönnum til að efast um þá reglu sem áður var þeirra þingræðislega stolt, að aldrei mætti rjúfa þing milli kosninga á fjögurra ára fresti. -m Sovét Magarik laus Alexei Magarik, sem talinn var síðasti fangelsaði andófsmaður- inn af gyðingaættum í Sovét, hef- ur nú vcrið látinn laus að sögn fjölskyldu hans. Magarik er væntanlegur til Moskvu í dag frá Omsk í Síberíu. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi í hittifyrra fyrir lyfjamis- notkun, sem hann sagði upp- logna. Um 180 andófsmenn hafa ver- ið látnir lausir á þessu ári í kjölfar sakaruppgjafar, og í síðustu viku komst til ísrael hópur gyðinga sem fyrir löngu hafði sótt um að fá að fara úr landi, þar á meðal Jósef Begun, einn af leiðtogum sovéskra gyðinga. -m Liverpool Lennon í brons Borgarstjórnin í Liverpool hef- ur ákveðið að þiggja boð Richard Saxby, sem er bisnessmaður frá Los Angeles, um að kosta gerð og uppsetningu styttu af bítlinum John Lennon. Ástralski listamað- urinn Brett Livingstone-Strong mun móta styttuna og verður hún hátt á flmmta metra á hæð. Þetta boð Bandaríkjamannsins er talið munu kosta hann um 4 milljónir sterlingspunda. Suður-Afríka Verkalýðshreyfingin er leiðandi afl Peter Mahlangu, fulltrúi SACTU (South African Cong- ress of Trade Unions, suður- afríska verkalýðssambandið, stofnað 1955) í Norður-Ameríku hefur aðsetur í Toronto í Kanada. Hann hefur starfað þar í sjö mán- uði, en áður var hann í Zambíu þar sem hann vann hjá olíu- og námafyrirtæki. Peter er verkamaður. Það er ekki langt síðan hann fór frá Suður-Afríku, en hann var meðal þeirra sem unnu að stofnun COS- ATU (Congress of South African Trade Unions, Samband suður- afrískra verkalýðsfélaga) árið 1985. f erindi sem hann hélt á alþjóð- legri ráðstefnu sósíalista í Norður-Ameríku, fjallaði hann um hlut verkafólks í baráttu blökkumanna í Suður-Afríku og lagði áherslu á alþjóðleg ein- kenni hennar. Eitt af því fyrsta sem Peter vék að var sú staðreynd að bæði stjórnmálasamtök og verkalýðs- samtök blökkumanna sem voru bönnuð í Suður-Afríku á sjötta áratugnum, hafa komið fram í nýrri mynd. Það eru UDF (Unit- ed Democratic Front, Sameinaða lýðræðisfylkingin, stofnuð 1983) og COSATU. Hann útskýrði hversu mikil- vægt skref COSATU væri með því að höfða til UDF sem eru samtök allra lýðræðissina. Margt vildi ekki ganga í UDF en kom til móts við COSATU. „COSATU er ungabarn,” sagði Peter. „Það þarf að gefa þvf næringu og kenna því ýmislegt. En það lærir sjálft. Það er ekki hægt að planta hugmyndum í kol- linn á því, heldur verður að tala við það, skiptast á skoðunum.” Þannig lærir verkafólkið sem kom til móts við COSATU. Peter tilkynnti að COSATU hefði ný- verið samþykkt frelsisskrána (Freedom Charter, samþykkt á Þingi alþýðunnar 1955, stefnu- skrá afríska þjóðarráðsins, ANC) sem stefnumið sitt og var honum þá ákaft fagnað. „Baráttan í Suður-Afríku snertir allan heiminn. Bandarísk- ir námuverkamenn hafa löngum veitt okkur, námaverkamönnum í Suður-Afríku, fjárstuðning. Þegar breskir námaverkamenn voru í verkfalli sendum við þeim peninga. Sumum þykir þetta skrítið en það þykir okkur ekki. Þetta er samstaða, pólitísk að- gerð. Við verðum að vera pólit- ísk,” sagði Peter. Við báðum hann um viðtal, en þurftum að bíða og fórum tvær fýluferðir að hitta hann, því hann var umsetinn. Bandarískt náma- verkafólk var að undirbúa fundi í stéttarfélögum sínum, fulltrúi verkalýðssambandsins á Trin- idad ræddi við hann og sömu sögu var að segja um fólk hvaðanæva að úr heiminum, svo sem starfs- fólk bresku járnbrautanna sem hafði nýlega heimsótt Suður- Afríku í boði verkalýðsfélaga þar (- en á eigin kostnað). Að lokum náðum við að segja honum svolítið frá íslandi og spyrja hann í hverju starf hans væri fólgið. „Ég er fyrsti fulltrúi SACTU í Norður-Ameríku. Þörf fyrir slík- an fulltrúa skapast af því að hér getur orðið mikilsverður stuðn- ingu við okkur og einnig vegna þess hve alþjóðleg barátta okkar er. Við teljum að við þurfum á fulltrúa hér að halda til þess að ná til almennings í Norður-Ameríku og útskýra málstað okkar. Flestar fréttir sem koma frá Suður- Afríku eru litaðar af hagsmunum stjórnarinnar þar og draga dám af því hvernig fjölmiðlar í Norður- Ameríku tengjast heimsvalda- stefnunni. í fréttum frá Suður-Afríku á árunum 1984 til 1986 var oft sýnt hvernig lögregla réðist á fólk og barði það. Valdamenn töldu að það þyrfti að skrúfa fyrir svona fréttir því þær æstu fólk í Norður- Ameríku upp og yllu því áhyggj- um. í dag er afar erfitt fyrir allan almenning að átta sig á aðstæðum í Suður Afríku. Þess vegna er nauðsynlegt að opna hér skrif- stofu, til að við getum greint frá baráttu okkar og aðstæðum. Við lítum svo á að barátta beggja sé alþjóðleg og órjúfanlega tengd.” Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir skrifar Seinni grein - Við báðum Peter að greina frá baráttu verkafólks í Suður- Afríku undanfarna mánuði. „Til þess að við getum betur skilið hvað hefur verið að gerast, svona utanfrá, ætla ég að byrja á árinu 1984. Það ár gerði hin lýð- ræðislega hreyfing ásamt verka- lýðshreyfingunni harðari atlögu að valdamönnum en nokkru sinni fyrr. Þetta var eftir að UDF varð til við það að öll samtök lýðræð- issinna í Suður-Afríku skipu- lögðu sig innan vébanda þess. Upp frá því hefur verið haldið uppi stöðugum þrýstingi á valda- menn, atvinnurekendur og þau öfl sem eru andsnúin framförum. Því hefur verið haldið fram að aðgerðir okkar séu óskipulegar og bendi ekki beinlínis til að bylt- ing sé framundan í Suður- Afríku.. Ég vildi að við færum svona aftur í tímann til að geta áttað okkur á þeirri hlutlægu niður- stöðu okkar (í COSATU) að hér sé um heilsteypta, lýðræðislega og stefnufasta baráttu að ræða sem ANC er í forystu fyrir. Hreyfingin er lýðræðisleg, en innan hennar er að finna vísi að stéttarlegri baráttu.” Peter lýsti hvernig verkalýðs- hreyfingin hefur tekið skipulags- legt og pólitískt stökk framávið undanfarið. Hann sagði frá verk- falli starfsmanna við járnbrautir og hafnir, hvernig það var byggt upp og hvernig það sigraðist á ríkisvaldinu, vinnuveitanda sín- um. Ennfremur hvernig pólitísk samstaða náðist með félagi starfs- manna í póstþjónustu, en forysta þess hafði upphaflega aðrar hug- myndir. „Verkalýðshreyfingin þróast svo hratt og tekur svo skjótum pólitískum framförum, að hún er orðin leiðandi afl í frelsisbaráttu okkar,” sagði Peter. „Aftur á móti verður fólk að átta sig á sam- henginu milli ANC og þessarar baráttu. Barátta verkalýðsstétt- arinnar verður ekki slitin úr sam- hengi við lýðræðisbaráttu þjóðar- innar sem ANC leiðir. Þeir sem halda að ANC sé eitt og verka- lýðsbaráttan annað, misskilja baráttuna í Suður-Afríku.” - Hvaða augum lítur verkafólk og aðrir innan Suður-Afríku kröfuna um efnahagsaðgerðir gegn Suður-Afríku? „Skömmu eftir 1960 óskaði Al- bert Luthuli, þáverandi forseti ANC, eftir því við aðrar þjóðir að þær einangruðu Suður-Afríku efnahagslega. Hann sagði að önnnur ríki smyrðu hjólin á að- skilnaðarstefnunni. Þetta var gert- reyndar ekki fullkomlega. í dag hvetja UDF, COSATU, ANC, SACTU og fjöldamörg önnur samtök, þ. á m. ungs fólks, til efnahagslegrar einangrunar Suður-Afríku. Þeir sem hvetja til efnahagsaðgerða skilja mætavel hvaða afleiðingar þær hafa fyrir verkafólk og daglegt líf almenn- ings í landinu. f Suður-Afríku eru 6 milljónir atvinnuleysingja. Við höfum þolað kúgun í 400 ár og erum reiðubúin að taka á okkur þyngri byrðar til að losa okkur úr viðjum aðskilnaðarsinna.” - Að lokum: Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri við verkafólk á íslandi? „Við höfum verið að tala um okkar mál í Suður-Afríku, en að baki hefur blundað sú vitneskja að þau eru nátengd baráttumál- um alþýðunnar í E1 Salvador, á Haiti, í Nicaragua, baráttumál- um PLO í Mið-Austurlöndum og margra annarra. Við ættum að líta á okkur sem hluta af þeim. Það er mikilvægt að skilja að ef við sigrum í Suður-Afríku, er það skref í rétta átt. Það er skref í þá átt að sigrast á heimsvaldastefn- unni. Verkafólk víðs vegar um heim- inn verður að skilja að því ber að styðja baráttuna í Suður-Afríku með ráðum og dáð. Það má gera með því að beita sér gegn fyrir- tækjum sem eiga hagsmuna að gæta í Suður-Afríku, neita að versla með og flytja vörur frá Suður-Afríku, eða hvetja ríkis- stjórn lands síns til að slíta öll tengsl við Suður-Afríku. Enn- fremur að senda efnahagslega að- stoð ef hægt er. Þetta held ég að vinnandi fólk og ungt fólk á íslandi ætti að gera. Það ætti að skipuleggja sig í sam- stöðu og gegn kynþáttahatri. Verkafólk á íslandi hefur vafa- laust ólíkar stjórnmálaskoðanir. En um leið og það skilur þjáning- ar verkafólks í Suður-Afríku get- ur það staðið með okkur. Við erum ekki að grátbæna fólk, heldur benda á að það er skylda vinnandi stétta að styðja barátt- una í Suður-Afríku. Ólafur Grétar Kristjánsson Sigurlaug Gunnlaugsdóttir 10 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 16. septembér 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.