Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. september 1987 204. tölublað 52. árgangur
Byggingafulltrúi
Davíð enduireisir Sandholt
Gunnar Sigurðsson: Ákvörðunborgarstjóra og borgarverkfrœðings
Hallgrímur Sandholt, verkfræð-
ingur, hóf fyrir viku síðan aft-
ur störf hjá byggingafulltrúacmb-
ættinu í Reykjavík, en honum var
vikið úr starfi í vor í kjölfar burð-
arþolsskýrslunnar. Hallgrímur
hafði hannað burðarvirkið í eitt
af þeim húsum sem skýrslan fjall-
aði um og jafnframt séð um úttekt
á byggingunni.
„Það er rétt, Hallgrímur er
kominn aftur til fyrri starfa,"
Hvalamálið
Samkomulag
I gærkvöldi var gengið frá
samkomulagi milli ríkisstjórnar
íslands og Bandaríkjastjórnar í
hvalveiðideilunni. Samkomu-
lagið felur í sér að Hvalur hf
veiðir þær 20 sandreyðar sem
ákveðið hafði verið nú í sumar og
að rannsóknaáætlunin verður
lögð fyrir vísindanefnd Alþjóða-
hvalveiðiráðsins til umsagnar á
næsta ári og framvegis.
íslendingar munu framfylgja
vísindalegum tilmælum nefndar-
innar. Auk þess felst í samkomu-
Iaginu að Bandaríkin munu vinna
með íslandi og öðrum aðalfull-
trúum hvalveiðiráðsins að endur-
skoðun á og tillögugerð um til-
högun og framkvæmd á
rannsóknarleyfum vísindanefnd-
arinnar.
Á blaðamannafundi í sjávarút-
vegsráðuneytinu klukkan níu í
gærkvöldi sagðist Halldór Ás-
grímsson vera eftir atvikum sátt-
ur við lausnina. „Ég tel að hér sé
um líf eða dauða Alþjóða hval-
veiðiráðsins að tefla.“
Halldór sagðist ekki vilja telja
að með þessu væri björninn unn-
inn, „þetta er áfangi á þeirri braut
að vinna því fylgi meðal náttúru-
verndarsinna að tilfinningasemi
ráði ekki nýtingu auðlinda.“
Með samkomulaginu er það
tryggt að Bandaríkin leggi ekki
fram staðfestingarkæru gegn rík-
isstjórn íslands og geta því Japan-
ir keypt áfram hvalaafurðir af
okkur.
Hvalveiðibátarnir fóru á
veiðar í gærkvöldi. -Sáf
Fjárlög
Skera niður,
hækka skatt
Ríkisstjórnin fundaði lengi og
vel í gærdag um fjárlög fyrir
næsta ár. Niðurstaða náðist ekki
og á að halda áfram á föstudag og
laugardag.
Bæði Jón Baldvin Hannibals-
son og Þorsteinn Pálsson hafa
gefið í skyn að vænta megi tals-
verðrar skattahækkunar í einu
eða öðru formi.
Niðurskurður hjá fagráðuneyt-
unum er á dagskrá hjá stjórninni,
en gengur treglega. Framsóknar-
menn standa fast á móti lækkuð-
um niðurgreiðslum á landbúnað-
arvörur, og virðist helst rætt um
að minnka fjárlagahallann með
aukinni tekjuöflun. -m
sagði Gunnar Sigurðsson, bygg-
ingafulltrúi í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær. „Það voru borgarstjóri
og borgarverkfræðingur sem á-
kváðu þetta og fengu svo sam-
þykki mitt, enda erfitt að fá
verkfræðinga í jafn illa launað
starf og þetta."
Rétt er að rifja upp kunningja-
tengsl Hallgríms og Þórðar Þor-
bjarnarsonar, borgarverkfræð-
ings, sem réð Hallgrím til starfa
sem deildarstjóra hjá byggingaf-
ulltrúa. Þeir voru saman í
menntaskóla á sínum tíma og
luku báðir stúdentsprófi 1957.
Þórður lauk prófi frá verkfræði-
deild Háskólans 1960 en Hall-
grímur ári seinna. Báðir fóru til
framhaldsnáms við bygginga-
verkfræði við Tækniháskólann í
Kaupmannahöfn og lauk Þórður
prófi 1963 en Hallgrímur ári
seinna. Þá skildu leiðir en lágu
aftur saman 1974 að Þórður réð
Hallgrím eftir að hafa verið í
starfi sem borgarverkfræðingur i
eitt ár.
Gunnar Sigurðsson sagði þeg-
ar Hallgrími var vikið úr starfi að
það hefði orðið trúnaðarbrestur á
milli sín og ákveðinna starfs-
manna. En hvað hefur breyst?
„Það kom í ljós að skýrslan var
ekki eins ískyggileg og fyrst leit út
fyrir og þurftu skýrsluhöfundar
að draga um helming gagnrýn-
innar til baka.“
Hallgrími var vikið úr starfi
fyrir að hafa hannað burðarvirki í
eitt af húsunum og séð sjálfur um
úttekt á því. Má búast við að
sömu vinnubrögð verði tíðkuð
áfram?
„Nei, það verður reynt að
koma í veg fyrir slíkt og tekið stíf-
ara en áður á slíku. Annars var
Hallgrímur opinberlega í sumar-
fríi og hafði farið fram á flutning
milli deilda.“
-Sáf
Katrín Óskarsdóttir rekur brúðarkjólaleigu: Förum upp og niður með falda, þrengjum og lögum á hverja og eina. Mynd:
Sig.
Leigumarkaður
Bisniss í
bníðariqólum
Katrín Óskarsdóttir:
Mikið um aðfólk notfœri
sér þjónustuna
,,Ég er með svona tuttugu kjóla
í gangi en á fleiri, enda ganga þeir
ört úr sér. Sumir detta út og öðr-
um þarf að breyta. Við förum
upp og niður með falda, þrengj-
um og lögum á hverja og eina,“
sagði Katrín Óskarsdóttir í spjalli
við blaðið í gær, en hún rekur
eina af þremur brúðarkjóla-
leigum sem starfræktar eru á höf-
uðborgars væðinu.
„Fólk hefur virkilega notað sér
þessa þjónustu og finnst þægilegt
að geta komið og mátað, og síðan
er kjóllinn lagaður eftir þörfum.
Þá þurfa stúlkur heldur ekki að
sitja uppi með dýra brúðarkjóla
inni í skáp sem síðan er ekkert
gert við,“ sagði Katrín.
Tvenns konar verð er á þjón-
ustunni, 3.800 og 4.200 krónur,
og eru kjólarnir í síðarnefnda
verðflokknum íburðarmeiri og
glæsilegri að sögn Katrínar. Han-
skar, hvað sem er í hár og ýmsir
aðrir fylgihlutir eru til reiðu.
Karlar fara ekki varhluta af
þjónustunni. Fyrir þá hefur brúð-
arkjólaleigan kjólföt, smókinga
og hvít jakkaföt á boðstólum, og
er verðið á bilinu 2.400 til 3.200
krónur. Að sögn Katrínar er al-
gengt að svaramenn notfæri sér
þjónustuna ekki síður en brúð-
hjónin sjálf.
„Viðhorfið til hjónabandsins
hefur breyst mjög mikið á undan-
fömum árum sem betur fer,“
sagði Katrín. „Það hlýtur að vera
ákveðnara form á hjónabandi en
óvígðri sambúð, enda verðum við
mikið vör við að fólk gifti sig sem
er búið að búa lengi saman í
óvígðri sambúð.“ HS
Sveitarfélög
Dalamenn vilja sameinast
«1 iðurstaða skoðanakönnunar- stjóri í Búðardal. ^hvort þeir væru hlynntir samein- sveitarstjóra verða sveitarfél
I innar um sameiningu TTm síðustu hell»i fór fram inou T öðm laoi varsnnrt hvernio n'Aon Inmn,
iðurstaða skoðanakönnunar
innar um sameiningu
sveitarfélaga í Dalasýslu voru þær
að 318 voru hlynntir sameiningu
og 125 á móti. 179 voru fylgjandi
sameiningu í eitt sveitarfélag, 35
vildu tvö sveitarfélög og 121 vildi
þrjú sveitarfélög. En sveitarfé-
lögin eru í dag átt talsins“, segir
Marteinn Valdimarsson sveitar-
stjóri í Búðardal.
Um síðustu helgi fór fram
skoðanakönnun í Dalasýslu með-
al íbúa átta sveitarfélaga hvort
þeir vildu sameina sveitarfélögin
í sýslunni. Hálfum mánuði áður
hafði verið dreifí kynningarbréfi
til allra atkvæðisbærra manna í
sýslunni, ásamt kjörseðli. Á hon-
um voru menn spurðir í fyrsta lagi
hvort þeir væru hlynntir samein-
ingu. I öðru lagi var spurt hvernig
sameiningu, og þar höfðu menn
fjóra valkosti: Éitt sveitarfélag,
tvö, þrjú eða annað fyrirkomu-
lag.
Kosningaþátttakan var um
75% og sá björgunarsveitin Ósk í
Búðardal um’ að safna saman
kjörseðlum. Að sögn Marteins
sveitarstjóra verða sveitarfélögin
síðan að kynna sameiningarmálið
í tvennum umræðum á sveitar-
stjórnarfundum. Eftir það verður
samstarfsnefnd sveitarfélaganna
að koma sér saman um eina til-
lögu sem síðan verður borin
undir atkvæði íbúa sveitarfélag-
anna átta.
grh