Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 15
ValgeirBarðason kominn einn ígegn, en missirjafnvægið eftirað sænskur vamarmaöur hafði brotið á honum.
Evrópukeppni
Dómarinn í aðalhlutverki
Hrœðileg dómgœsla íjafntefli ÍA gegn Kalmar FF. Guðbjörn fékk rauttspjald
Punktar úr
18. umferð
Þrír leikmenn enduðu keppnis-
tímabilið á því að leika sinn 100.
leik í 1. deildarkeppninni.
Pálmi Jónsson var sá eini
þeirra sem lék sinn 100. leik fyrir
eitt og sama félagið, FH. Hann
skoraði jafnframt sitt 20. mark í
1. deild þegar FH vann Þór 4-1.
. Ragnar Margeirsson lék sinn
100. leik þegar Fram og ÍBK
gerðu markalaust jafntefli. Þetta
var hans 12. leikur fyrir Fram en
áður hafði hann leikið 88 leiki
með ÍBKí 1. deild.
Ámundi Sigmundsson lék sinn
100. leik þegar Valur og Völsung-
ur gerðu markalaust jafntefli.
Hann lék 36 fyrir ÍBÍ, 35 fyrir
Víking og þetta var hans 29.
leikur fyrir Val í 1. deild.
Tveir léku sinn 50. leik í 1.
deild í lokaumferðinni. Einar
Arason með Þór gegn FH og
Gísli Grétarsson með ÍBK gegn
Fram.
Tveir voru hinsvegar að leika í
fyrsta skipti í 1. deild. Árni Vil-
hjálmsson með ÍBK gegn Fram
og Gylfi D. Aðalsteinsson með
KR gegn Víði.
Hlynur Eiríksson, FH, skoraði
sitt fyrsta 1. deildarmark í
leiknum gegn Þór.
f A hefur ekki fengið á sig mark
í 1. deildarleik gegn KA á Akur-
eyri síðan árið 1979, eða í fjórum
leikjum félaganna þar síðan.
Víðir hefur ekki tapað fyrir KR
í síðustu fimm 1. deildarleikjum
félaganna. KR vann aðeins fyrsta
leik þeirra árið 1985.
-VS
Frjálsar íþróttir
Einar
Í2. sæti
Einar Vilhjálmsson og Sigurð-
ur Einarsson náðu góðum ár-
angri í spjótkasti í gær á sterku
frjálsíþróttamóti í Sviss. Einar
hafnaði í 2. sæti. og Sigurður í 4.
sæti.
Einar kastaði spjótinu 80.18
metra, en það er með því besta
sem hann hefur kastað á móti er-
lendis í sumar. Sigurður kastaði
79.66 metra.
Það var Vestur-Þjóðverjinn
Klaus Tafelmeier sem sigraði,
kastaði 81.04 metra og Tom
Petranoff hafnaði í 3. sæti með
80.04 metra.
Framarar eiga erfiðan leik
fyrir höndum í dag gegn tékkn-
esku meisturunum, Sparta Prag.
Valsmenn eiga einnig erfiðan
leik, gegn austur-þýska liðinu
Wismuth Aue.
Leikur Fram er á Laugardals-
vellinum og hefst kl. 17.30, en
leikur Vals er í Austur-
Þýskalandi og hefst kl. 15.
Andstæðingar Framara eru
engir aukvisar. Sparta Prag er
þekktasta félag Tékkóslóvakíu
og leikur mjög vel. Liðið hefur21
sinni orðið tékkneskur meistari
Það er ekki hægt að segja annað
en að dómarinn hafi verið í aðalhlu-
tverki í leik ÍA gegn Kalmar FF í
fyrstu umferð Evrópukeppni bika-
rhafa ■ knattspyrnu. Ekki var nóg
með það að hann hafi rekið Guð-
björn Tryggvason af leikvelli í fyrri
hálfleik, heldur sleppti hann einnig
tveimur vítaspyrnum á Svíana.
Þetta réði úrslitum og þrátt fyrir að
leika ágætlega náðu 10 Skagamenn
ekki sigri gegn 11 Svíum og úrslitin
því jafntefli, 0-0 í leik sem Skaga-
menn höfðu alla burði til að sigra.
„Þetta var fáránlegt. Brotið var
eins og svo mörg sem gerast í eðli-
legum leik og kallaði alls ekki á
rautt spjald“, sagði Guðbjörn
Tryggvason f samtali við Þjóðvilj-
ann eftir leikinn. „Ég ætlaði í bolt-
ann, en var svo óheppinn að reka
mig í leikmanninn og því fór sem
fór.“
„Við hefðum átt að sigra í
leiknum og hefðum gert það hefð-
um við verið með fullt lið allan tím-
ann. Það er því lítið fyrir okkur að
gera annað en að vinna þá í síðari
leiknum. Ég verð ekki með í þeim
leik og þykir það sárt. Ég vissi þó að
ekki þýddi að mótmæla dómnum,
en mig langaði mest til að lemja
dómarann.“
Skagamenn höfðu alla burði til
að sigra í leiknum, en brottvísun
og í liðnu eru hvorki meira né
minna en 8 landsliðsmenn, auk
tveggja leikmanna í U-21 árs
landsliðinu.
Það verður því líklega
skemmtilegur leikur á Laugar-
dalsvellinum. Bæði lið leika góða
og skemmtilega knattspyrnu og
Framarar hafa leikið mjög vel að
undanförnu. Bæði liðin verða
með sitt sterkasta lið.
Leikurinn í dag er 25. Evrópu-
leikur Fram, en liðið hefur oft
náð góðum árangri í Evrópu-
keppni. -Ibe
Guðbjarnar var líklega það sem
réði úrslitum. Strax á fyrstu mínútu
fengu Skagamenn gott færi. Valg-
eir Barðason lék upp kantinn og gaf
fyrir á Harald Ingólfsson, en skalli
Haraldar fór beint í fang mar-
kvarðarins.
Eftir þetta góða færi Skaga-
manna gerðist fátt markvert. Liðin
léku mest á miðjunni, en lítið um
hættuleg færi. Skagamenn virtust
feimnir við að sækja, en áttu þó
þokkalegar sóknir annað slagið.
Furðulegur dómur
Það var ekki fyrr en á 39. mínútu
að dró til tíðinda. Svíar fengu
innkast og Guðbjörn ætlaði að
komast fyrir boltann. Hann var að-
eins of seinn og skellti Peter Nils-
son. Hinn norski dómari virtist
ekki í vafa, í eina skiptið í leiknum
og dró upp rauða spj aldið, öllum að
óvörum. Ekki er hægt að segja að
brotið hafi verið gróft, en af yfir-
lögðu ráði og því ákvörðun dóma-
rans furðuleg.
Þetta hafði að sjálfsögðu mikil
áhrif á Skagamenn, en ekki gáfust
þeir þó upp. Mikil barátta í liðinu
og heimamenn ekki á þeim buxum
að gefast upp. Þeir máttu þó þakka
fyrir að fá ekki á sig sjálfsmark.
Boltinn barst fyrir mark IA og Örn
Gunnarsson, sem lék sinn fyrsta
heila leik fyrir ÍA, ætlaði að hreinsa
frá, en skot hans fór í stöng Skaga-
manna.
Skagamenn fengu svo auka-
spyrnu á síðustu mínútu fyrri hálf-
leiks, sem Sveinbjöm Hákonarson
tók. Hann gaf fyrir markið og þar
var Sigurður Jónsson, en áður en
hann náði til boltans kom einn Sví-
inn og stökk á hann, svo Sigurður
féll við. Dómarinn sá hinsvegar
ekki ástæðu til að dæma á brotið.
Skagamenn létu undan vindi í
fyrri hálfleik og þrátt fyrir að leika á
köflum ágætlega er ekki hægt að
flokka þennan leik sem einn af
þeirra betri leikjum. Leikmenn
voru greinilega taugaveiklaðir og
náðu ekki nógu vel saman.
Kalmar fékk eitt gott færi í
leiknum og það kom á fyrstu mín-
útu síðari hálfleiks. Jan Janson lék í
gegnum vörn Skagamanna, en
Birkir varði mjög vel. Skagamenn
sóttu í sig veðrið þegar líða tók á
síðari hálfleikinn. Sveinbjörn átti
góða sendingu á Sigurð, en hann
skallaði framhjá.
Á 62. mínútu átti sér stað mjög
umdeilt atvik. Valgeir Barðason
komst innfyrir vörn Kalmar en var
greinilega hrint af varnarmanni.
Dómarinn var ekki á því að dæma
og lét leikinn ganga áfram. Valgeir
var þá kominn úr jafnvægi og skot
hans fór í varnarmann.
„Þetta var vítaspyrna og ekkert
annað. Maðurinn hrinti mér í víta-
teignum og dómarinn sá það. Hann
þorði ekki að dæma á það,“ sagði
Valgeir eftir leikinn.
Skagamenn fengu svo eitt þokka-
legt færi í viðbót. Sveinbjörn Há-
konarson átti ágætt skot sem sænski
markvörðurinn varði. Hann hélt þó
ekki boltanum, en Skagamenn
voru of seinir að fylgja boltanum.
„Það var óheppni að sigra ekki í
þessum leik. Við fengum færin til
þess, en nýttum þau ekki,“ sagði
Ólafur Þórðarson, eftir leikinn.
„Þessi dómari var mjög slakur og
að reka Guðbjörn útaf var tóm vit-
leysa. En við gefumst ekki upp og
ætlum að vinna þá úti.“
Það er ekki hægt að segja annað
en að dómarinn hafi verið slakur og
annað sem var undarlegt að sjá.
Annar línuvörðurinn fylgdist lítið
með leiknum, en var þess í stað að
gantast við landa sinn sem var við
hliðarlínuna. Mikil óvirðing við
leikinn og líklega eitt lélegasta
dómaratríó sem sést hefur lengi.
Skagamenn léku ekki mjög vel í
leiknum, enda ekki við því að búast
einum færri. Þeir náðu þó upp
góðri baráttu, en hefðu mátt vera
markvissari í sóknaraðgerðum sín-
um, einkum þó í fyrri hálfleik.
Tveir leikmenn skáru sig úr annars
jöfnu liði ÍA, Heimir Guðmunds-
son og Ólafur Þórðarson, en þeir
áttu báðir mjög góðan leik.
„Þetta var skemmtilegur leikur,
en framkoma dómaranna var
„skandinavísk undirlægja“,“ sagði
Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA í
samtali við Þjóðviljann eftir
leikinn. „Þetta er í annað sinn sem
við lendum í svona ævintýri. Það
sama átti sér stað þegar við lékum
gegn Beveren í Bclgíu, en þá var
það dómari frá Luxemburg sem
dæmdi, og hann var sviptur réttind-
um sínum til að dæma f Evrópu.
Þetta er sambærilegt og það nær
ekki nokkurri átt að setja norskan
dómara á leik milli íslensks liðs og
sænsks. En það þýðir ekki að leggja
árar í bát og við ætlum að vinna þá
á útivelli.“
Kalmar má vel við þessi úrslit
una. Liðið er ekki sérlega sterkt og
á góðum degi ætti Skagaliðið að
geta sigrað. Þjálfari Svíanna var þó
ekki á sama máli.
„Við ætlum að sigra þá í Svíþjóð
og þá munum við leika betri knatt-
spyrnu, með minni hörku. Hann
var ekki hrifinn af leik í A og fannst
þeir leika fullgróft og undir það tók
fyrirliði liðsins Hákán Arvidsen.
Þeir voru einnig sammála um að
brottrekstur Guðbjarnar hafi verið
sanngjarn.
Þrátt fyrir að Skagamenn hafi að-
eins náð jafntefli á heimavelli eiga
þeir góða möguleika á að komast í
2. umferð. Á góðum degi ættu þeir
að geta sigrað Svíana.
„Við ætlum áfram og ef við verð-
um 11 inná allan tímann þá er ég
vongóður á að okkur takist það,“
sagði Guðjón Þórðarson þjálfari
ÍA eftir leikinn og eftir að hafa séð
leikinn í gær er engin ástæða til að
efast um það.
- lbe
Úrslit í Evrópukeppni í gær, fyrri
leikir:
Evrópukeppni bikarhafa:
lA (Islandi)-Kalmar FF (Svíðþjóð)....................................0-0
Beggen (Luxemburg)-Hamburg S V (V-Þýskalandi)........................0-5
Sporting Lissabonn (Portúgal)-Swarowski Tyrol (Austurríki)...........4-0
Evrópukeppni félagsliða:
Sportul Studentesc (Rúmeníu)-Katowice (Póllandi).....................1-0
Mjömdalen (Noregi)-Werder Bremen (V-Þýskalandi)......................0-5
AustríaVín (Austurriki)-BayerLeverkusen (V-Þýskalandi)...............0-0
Glasgow Celtic (Skotlandi)-Borrussia Dortmund (V-Þýskalandi).........2-1
Bohemians Dublin (Irlandi)-Aberdeen (Skotlandi)......................0-0
-Ibe
Evrópukeppni
Erfitt hjá Frömunim
Mæta Sparta Prag í dag á Laugardals-
velli. ValurgegnWismuthAue