Þjóðviljinn - 19.09.1987, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1987, Síða 1
Laugardagur 19. september 1987 207. tólublað 52. árgangur Grunnskólarnir Skólastjórar í NATO -ferð Átta skólastjórar úr grunnskólunum íReykjavík hafa verið í þriggja daga boði Menningarstofnunar Bandaríkjannaí höfuðstöðvumNATOíBrussel. Loðinsvöráskrifstofum skólanna. Áslaug Brynjólfsdóttir: Frœðsluskrifstofan veit ekkert. Ragnar Georgsson: í fyrra fóru sex Atta skólastjórar grunnskól- anna í Reykjavík komu í gær til landsins eftir þriggjadaga ferð tii höfuðstöðva NATO í Briissel. Ferðin var í boði Menningar- stofnunar Bandaríkjanna. Það var ámiðvikudagað skóla- stjórar Álftamýrarskóla, Austur- bæjarskóla, Breiðholtsskóla, Hólabrekkuskóla, Langholts- skóla, Laugalækjárskóla, Mela- skóla og Seljaskóla flugu með bandarískri herflugvél frá Kefla- víkurflugvelli til Briissel. í gær komu þeir svo aftur til landsins með herflugvél. Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, sagð- ist ekki hafa fengið neina tilkynn- ingu um þetta og vildi ekkert tjá sig um málið að svo komnu. Þjóðviljinn hafði samband við nokkra af skólunum og spurði um skólastjórann. „Hann er er- lendis,“ var svarið allsstaðar en þegar spurt var frekar út í það fengust ákaflega loðin svör nema á Breiðholtsskóla. „Hann er í Briissel en ég veit ekki hvort ég á að vera að gefa þessar upplýsing- ar.“ Ragnar Georgsson, forstöðu- maður kennslumáladeildar Skólaskrifstofunnar sagði það rétt að átta skólastjórar úr grunnskólunum í Reykjavík væru staddir £ höfuðstöðvum Atlants- hafsbandalagsins íBrussel. Sagði hann að þetta væri annað árið í röð sem farið væri í slíka ferð í boði Menningarstofnunar Bandaríkjanna, en í fyrra fóru sex skólastjórar. Ragnari fannst ekkert athuga- vert við þetta enda kæmust skóla- stjórarnir yfir allsherjar fróðleik í höfuðstöðvunum. Hinsvegar varð minna um svör þegar Ragn- ar var spurður hvernig þetta gagnaðist skólastjórunum við starfið sem uppfræðendur æskunnar. Ragnar sagði að Skólaskrif- stofan hefði haft milligöngu um þetta mál en fannst ekkert óeðli- legt við það að ekki hefði verið haft samband við fræðsluráð. Sólrún Jensdóttir hjá mennta- málaráðuneytinu sagði að svona mál ættu að fara fyrir fræðsluráð einsog öll mál þegar kennarar eða skólastjórar fara fram á leyfi. Sagðist hún hafa veitt skólastjór- unum þriggja daga leyfi á launum þar sem hún stóð í þeirri meiningu að fræðsluráð væri búið að afgreiða málið, en Skólaskrif- stofan er vön að koma samþykkt- um fræðsluráðs til ráðuneytisins. -Sáf 1. október hækkunin launanefnd Þorsteinn Pálssonfor- sœtisráðherra: Engar til- lögur um að stjórnin grípi inní - Við lítum svo á að ábyrgðin í þessu máli hvíliá launanefndinni. Það hafa enga tiliögur verið flutt- ar í rfldsstjórninni né um það rætt að stjórnvöld grípi þarna inní, sagði Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. - Það er þeirra sem í launa- nefndinni sitja að taka þessa ákvörðun og í sínu starfi eiga þeir að taka mið af þremur höfuðþátt- um y efnahagslífinu, vísitölu- hækkun, kaupmáttarþróun og þjóðarframleiðslu og viðskipt- akjörum. Það fer því fjarri að bara ein viðmiðun eigi að gilda, sagði Þorsteinn Pálsson. -*g- Sá árstími er kominn að farfuglarnir yfirgefa landið og halda til heitari landa. (Mynd: E.ÓI.) Ættfrœði Laxness og faðir Reagans íMogga 1927rœddi Laxness við Cody, semsumirteljaföðurReagans Launanefndin Gagnaöflun í gangi Idesember 1927 birtist í Morg- unblaðinu viðtal með ítar- legum inngangi við Bill nokkurn Cody, sem þá var kunnur leikari í HoIIywood, eða „heimsfrægasti kúreki” eins og segir í innganginum. Bill þessi Cody mun nú vera með öllu gleymdur, og myndu sennilega fáir veita við- talinu eftirtekt nú á dögum ef ekki vildi svo til að þvi hefur verið haldið fram nýlega, að Bill Cody, sem var af íslenskum ættum, hafi verið hinn raunverulegi faðir Ronalds Reagans forseta og við- talið er eftir - Halldór Kiljan Lax- ness. Frá því var nýlega skýrt í Tím- anum að sú saga hafi lengi gengið meðal Vestur-Islendinga að Ron- ald Reagan forseti sé af íslensku bergi brotinn og hafi langafi hans verið Reykja-Jón, sem kenndur var við Reyki á Reykjaströnd. Björg dóttir Reykja-Jóns, fluttist utan frá Sauðárkróki árið 1887 og settist að í Winnipeg. Árið 1892 eignaðist hún son, sem gerðist kvikmyndaleikari í Hollywood á dögum þöglu myndanna og gekk þá undir nafninu Bill Cody. Um tvítugt eignaðist Bill Cody son í lausaleik, sem barnlaus hjón af írskum uppruna tóku í fóstur og var það Ronald Reagan. Tíminn segir að ekki sé unnt að svo stöddu að sanna þessa sögu eða afsanna, þar sem kirkjubækur þær, sem hafi að geyma allar upp- lýsingar um uppruna Bandaríkj- aforseta, séu ekki heimilar al- menningi samkvæmt fyrirmælum frá forsetaskrifstofunni. Ronald Reagan hefur jafnan lagt áherslu á það sjálfur að hann sé af írskum uppruna, en slíkt þykir mjög hag- stætt fyrir pólitískan frama þar vestra. En hvað sem öðru líður gerði Bill Cody garðinn frægan í kvik- myndagerð Bandaríkjanna á þessum árum, eins og kemur skýrt fram í viðtalinu, og það leiðir einnig í ljós að hann hafði ' komið ungur til Islands og verið þar í rúmt ár og hafði því hlýjar taugar til landsins. Ferli Codys sem kvikmyndaleikara virðist hafa lokið þegar talmyndirnar komu til sögunnar 1930, en samt virðist hann ekki hafa misst tengslin við Hollywood, og mun Ronald Reagan hafa stigið fyrstu sporin á kvikmyndaferli sínum undir handarjaðri hans. Viðtalið sem Halldór Laxness gerði í byrjun nóvember 1927 þegar hann dvaldist í Kaliforníu og hafði nokkur samskipti við frammámenn í kvikmyndagerð er birt í Sunnudagsblaði Þjóðvilj- ans, bls. 21. „Það stendur yfir gagnaöflun, en niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en upp úr miðri næstu viku í fyrsta lagi,” sagði Ásmundur Stef- ánsson forseti ASI að loknum fundi launanefndar laust fyrir há- degi í gær. „Venju samkvæmt óskum við eftir hefðbundnum upplýsingum frá ýmsum aðilum um ákveðna þætti í efnahagsmálum og launa- þróun,” sagði Þórarinn V. Þórar- insson framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins. Að sögn Þórarins er búið að ákveða næsta fundartíma nefnd- arinnar og kemur hún saman næstkomandi miðvikudag kl. 11. HS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.