Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 3
FRETTIR Jóhann Hjartarson stórmeistari teflir fjöltefli við háskólastúdenta á morgun, föstudag, í stofu 201 í Árnagarði. Fjölteflið hefst kl. 15.00 en það er Félag laganema og Stúdenta- ráðs HÍ sem standa fyrir þessu fjöltefli. Allir Háskólastúdentar eru velkomnir á mótið. Rokk gegn kjarnorkuverinu í Dounreay verður haldið á Lækj- artorgi í dag kl. 16.00. Það eru samtök Græningja hérlendis sem standa fyrir rokkinu en þeir sem rokka eru hljómsveitirnar: Rauðir fletir, Blátt áfram og Sog- blettir. Tónleikunum verður fylgt eftir með undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að mótmæla við ríkisstjórn Bret- lands áformum um smíði kjarn- orkuvers í Dounreay. Fiskmarkaður Norðurlands í startholunum ™ ÖRFRÉTTIR Landsvirkjun hefur samþykkt að verja alls 291 miljón til framkvæmda við Blönd- uvirkjun til að tryggja gangsetn- ingu virkjunarinnar árið 1991. Einning 195 miljónum til bygging- ar nýrra stjórnstöðva í Reykjavík og á Akureyri og 44 miljónum til byggingar nýrrar aðveitustöðvar í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð og til endurbóta á aðveitustöð við Varmahlíð. Þá er áætlað að verja 8 miljónum til virkjanarannsókna á næsta ári. Ólafur Guðmundsson framkvæmdastjóri dótturfyrir- tækis SH í Grimsby hefur sagt starfi sínu lausu frá næstu ára- mótum. Hann hefur starfað fyrir sölusamtökin í 40 ár þar af 21 ár í Bretlandi. Ingólfur Skúlason rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn eftirmaður Olafs. Naglana burt segirgatnamálastjórinn í Reykja- vík sem hefur boðað til umræðu- fundar um „Nagla og götur borg- arinnar" á Hótel Sögu á morgun kl. 16. Erling Hansen yfirverk- fræðingur hjá norsku vegagerð- inni ætlar á fundinum að lýsa bar- áttu Norðmanna í baráttunni við naglana. Fundurinn er öllum op- inn. Vinningsnúmerið í Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjápar fyrir septembermánuð er 17299. etta er allt að smella saman hjá okkur þessa dagana, en við höfum ekki viljað fara af stað með starfsemina fyrr en við erum fullvissir um að allar línur virki við stöðvarnar sem eru á 10 stöð- um víðs vegar um allt Norður- land. En tölvan er í lagi, svo það er bara spurning um einn eða tvo daga þangað til við byrjum á fullu, segir Sigurður P. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Noröurlands á Ak- ureyri. Að sögn Sigurðar má búast við að frekar rólegt verði til að byrja með í starfseminni þar sem Íítið er af fiski um þessar mundir og haustvertíðin ekki farin af stað af fullum þunga. Sagði Sigurður það koma sér vel fyrir fiskmark- aðinn að byrja rólega og í litlu magni svona fyrst í byrjun, þegar Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði hækkar um 5% frá og með morgundeginum. Hækkunin reiknast á ieigu sem greidd er fyrir septembermánuð. í sárabót fyrir hækkunina geta leigjendur gengið að því vísu að októberleigan haldist óbreytt viðskiptavinirnir væru að venjast þessum nýju vinnubrögðum í sölu og kaupum á fiski. Fiskseljendur verða að vera búnir að tilkynna til fiskmarkað- arins fyrir hádegi hvern dag hvað þeir vilja selja af fiski og síðan fer sjálf salan fram frá hádegi og fram til klukkan 15. Varðandi greiðslur fyrir fiskinn hverju sinni fer það þann- ig fram að viðkomandi viðskipta- banki þess sem kaupir, setur fram ákveðna greiðsluyfirlýsingu fyrir ákveðinni upphæð, sem viðkom- andi getur keypt fyrir og frá því að kaupin fara fram og greiðsla berst er gefinn sjö virkra daga frestur. Ef enginn greiðsla berst þá fyrir þeim fiski sem keyptur var, innir viðkomandi viðskipta- banki greiðsluna af hendi. næstu tvo mánuði, - í nóvember og desember. Húsaleiguhækkunin snertir að- eins húsaleigu, sem breytist sam- kvæmt ákvæðum í lögum um húsaleigusamninga nr. 62 frá 1984. - rk - grh Leiguliðar Húsaleiga hækkar Fimmtudagur 1. október 1987 ^JÓÐVILJINN - SÍÐA 3 VMSÍ Slegist um varaformanninn Líklegtað kratar stilliJóni Karlssyni á Sauðárkróki upp sem vara formannsefni. Sigrún Clausen á Akranesi nefnd sem málsvarifiskinnslufólks röðum fiskvinnslufólks og þeirra sem staðið hafa framarlega í and- stöðu við starfshætti sambands Spáð er hörðum átökum á þingi V erkamann asambandsins, sem haldið verður í lok október, um kjör varaformanns sam- bandsins. Helsta von Alþýðu- flokksmanna er Jón Karlsson, formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki, en kratar telja sig eiga stöðuna, cnda hefur sambandið löngum verið þeirra helgasta vé innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með að Jón verði kjörinn næsti varaformaður í stað Karls Steinars, sem hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Ýmsir forystumenn innan sam- bandsins, sem blaðið ræddi við í gær, telja að þeir sem að undan- förnu hafa lýst yfir óánægju með starfsemi sambandsins, geti ekki fallist á Jón sem varaformann. Ýmsir gera því skóna að eigi sam- bandið ekki að klofna, verði næsti varaformaður að koma úr ins. í því sambandi er Sigrún Clausen á Akranesi nefnd. Óvíst er þó að Alþýðuflokks- menn geti sætt sig við Sigrúnu og bentu sumir viðmælendur blaðs- ins á að Hafsteinn Friðþjófsson, formaður verkalýðsfélagsins á Seyðisfirði, kunni að koma til greina af hálfu krata, en auk þess sem hann er Alþýðuflokksmaður og Austfirðingur, hafi hann unn- ið sér það til ágætis að vera ekki í slagtogi með þeim sem gengu út af kjararáðstefnu sambandsins nýlega. _ rk RUV Auglýsingabanki Auglýsingadeild Ríkisútvarps- ins opnar upplýsingabanka í dag og getur fólk hringt þangað endurgjaldslaust og fengið upp- lýsingar um hvert leita skuli að þjónustu og vörum. Að sögn Helga S. Helgasonar auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins þá er hugmyndin að þessari þjón- ustu um ársgömul. Sagði hann að allir þeir sem hefðu auglýst hjá RÚV síðan í mars sl. væru á skrá hjá bankanum. Starfsfólk auglýsingardeildar RÚV svarar fyrirspurnum sem beint er til upplýsingabankans frá 8-18 á virkum dögum og 8-12 á laugardögum. Síminn er 693060. - Sáf Háskóli íslands rekur viðamikla rannsóknaþjónustu við fyrirtæki og stofn- anir atvinnulífsins. Á kynningarfundi sem Háskólinn boðaði til í gær kom fram að stofnunin stefndi að því að efla þessa þjónustu sína til mikilla muna á næstunni, enda er þetta starf veigamikill liður í fjármögnun Háskólans og fræðilegra rannsóknaverkefna háskólamanna. Eitt þeirra verkefna sem há- skólamenn Verkfræðistofnunar hafa unnið að fyrir atvinnulífið er hönnun flugst- jórnarkerfis fyrir Flugmálastofnun. Á myndinni eru flugumferðarstjórarnir Sig- urður Sigurðsson og Hjálmar Diegó á vakt í flugturninum í Reykjavík. Mynd Sig. Kjarakröfur Samböndin bíða átekla Faggreinasamböndin innan ASÍfara sér íengu óðslega - bíða ogsjá hverju fram vindur hjá VMSÍ og Alþýðusambandi Austurlands AUt bendir tU þess að hin ýmsu faggreinasambönd verkafólks kjósi að bíða með samningu kröfugerðar að nýjum kjaras- amningum við vinnuaflskaup- endur, þar til sýnt verði hversu langt Alþýðusamband Austur- lands og Verkamannasambandið nái í sinni samningsgerð. - Við munum flýta okkur hægt, eins og einn forystumaður innan launþegahreyfmgarinnar orðaði það í samtaU við blaðið, en eins og kunnugt er eru aðeins VMSÍ og Austfírðingar búnir að ganga frá kröfum að nýjum kjarasamning- um. - Menn bíða átekta og bíða eftir því hvað komi til með að gerast hjá þeim sem þegar eru famir afstað. Verkamannasamb- andið er í viðræðum núna og hendir á lofti miklar kaupkröfur og það er rétt að bíða og sjá fram- vinduna, sagði Bjöm Þórhalls- son, formaður Landssambands verslunarfólks. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks sagði í sam- tali við Þjóðviljann, að hann byggist ekki við að hreyfing kæm- ist á málin fyrr en uppúr miðjum næsta mánuði. - Við stöndum enn í samningum um starfsald- urssamninga og ég reikna með því að við reynum að ganga frá þeim endum sem þar em enn lausir, áður en við fömm að huga að næstu kjarasamningum, sagði Guðmundur. - Ég á ekki von á því að kröfu- gerð verði sett fram næstu vik- urnar. Umræðan þarf fyrst að fara fram í félögunum. Hauststarf féiaganna er rétt að hefjast og það tekur alltaf nokkr- ar vikur að ræða þessi mál í fél- ögunum áður en þau koma inná borð til stjómar sambandsins, sagði Benedikt Davíðsson, for- maður Sambands bygginga- manna. _,-k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.