Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 1
Fimtntudagur 1. október 1987 217. tðkiblað 52. órgangur Listasafn íslands íþróttir Fjörugt í gærkvöldi Valur og ÍA voru nálægt því að komast I 2. umferð Evrópumót- anna í knattspyrnu í gærkvöldi, en féllu bæði út við það að fá á sig mark á lokamínútunum. Islands- mótið í handknattleik hófst í gær- kvöidi með heilli umferð i 1. deild karla og einum leik í 1. deild kvenna. Frá öllum þessum við- burðum er sagt á þremur íþrótt- asíðum í dag, bls. 7-9. -VS/Ibe Aætlanir hvellsprungnar Enn vantar tug milljóna svo endar náistsaman í haust. Kostnaðaráœtlun frá því í maístenst ekki. Fermetriaf gólfklœðninguá 6.000 krónur. Mistök við lýsingu Enn vantar um tug milljóna aukafjárveitingu í ár til að hægt sé að opna Listasafn Islands 14. nóvember einsog áformað var. í maí sl. var gerð áætlun um kostnað á árinu til þess að hægt yrði að opna safnið í haust. Þá var farið fram á tíu milljónir króna og fékkst sú fjárveiting. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að um 8-12 milljónir vantar til viðbótar til þess að endar nái saman, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans. Það er því ljóst að kostnaður verður kominn upp í 220 milljónir króna þegar safnið opn- ar og þá er eftir að ganga frá lóð- inni að hluta og kaupa innan- stokksmuni í húsið, en áformað er að gera það á næsta ári. Einsog fram hefur komið blöskrar mörgum bruðlið í kring- um húsið. Sem dæmi má nefna að á gólfið eru lagðir harðviðark- ubbar og kostar fermetrinn af gólfklæðningunni 6.000 krónur. Þá hafa ýmis mistök átt sér stað við bygginguna, t.d. átti að nota birtu frá bogadregnum gluggum á þaki til lýsingar. Þegar búið var að ganga frá gluggunum kom í ljós að lýsingin var ekki nógu góð. Þá var klætt undir gluggana og sett upp raflýsing. Til þess að gera sér einhverja grein fyrir verðinu má geta þess að tilboð ríkisins í hús Sambands- ins við Sölvhólsgötu er um 210 milljónir króna. Þar er um að ræða mun stærra hús auk þess sem lóðin við Sölvhólsgötu er á dýrasta og eftirsóttasta stað í bænum. -Sáf Póstmenn Ganga út Fjöldi póstmanna í Reykjavík og Akureyri hefur sagt upp störf- um frá og meS 3. desember vegna óánægju með kaup og kjör. - Ef laun póstmanna verða ekki lag- færð er fjóst að neyðarástand í póstútburði skapast rétt fyrir jól- avertíðina, sagði Kristín Jenný Jakobsdóttir formaður Póst- mannafélagsins. - í síðustu samningum kostuð- um við kapps að semja um leiðréttingu fýrir ófaglært póst- fólk sem skipar lægstu launastig- ana. Faglært póstfólk og þeir sem eru með lengri starfsaldur vilja leiðréttingu sinna mála, en þeir fengu minni hækkun síðast en aðrir póstmenn, sagði Jenný. Póstmenn telja að þeir þurfi 15-20.000 króna launahækkun svo uppsagnirnar verði dregnar til baka. Byrjunarlaun póst- manna eru núna um 28.000 á mánuoi, en þeir sem hafa lokið 4 ára námi í Póstmannaskólanum Ef endilega verður að reisa ráðhúsið í Kvosinni, vil ég að það sé staðsett við þá son og benti á Miðbæjarskólann, en hann vill láta flytja skólann vestur í bæ og bera mánaðarlega úr býtum götu sem Jóhannes Kjarval kallaði fegurstu götu í heimi, sagði Ómar Ragnars- reisa ráðhúsið á þeirri lóð. Mynd Sig. 35.00 krónur. -rk Ráðhúsið Vil ekki homkerlingu Borgarstjórn afgreiðir ráðhúsið í dag. Kostnaður áœtlaður 750 milljónir. Þar af250 milljónir í bílastæði. Ómar Ragnarsson: Ráðhúsið rísi á lóð Miðbœjarskólans en skólinn verði fluttur Eg er alveg á móti því að Ráð- húsið sé gert að hornkerlingu með því að staðsetja það þarna á horni Tjarnargötu og Vonar- strætis, sagði Ómar Ragnarsson, fréttamaður, við Þjóðviljann í gær. Á borgarstjómarfundi í dag verður tekin endanleg ákvörðun um byggingu ráðhússins og virð- ist fátt geta komið í veg fýrir að Davíð hafi sitt í gegn. í grein eftir Guðrúnu Ágústs- dóttur og Hildigunni Haralds- dóttur í Þjóðviljanum í dag er viðmð sú hugmynd að staðsetja ráðhúsið niðri við höfn, þannig að ýmsir aðrir kostir eru til en að setia ráðhúsið í Tjörnina. I greininni kemur fram að áætl- Vísindi Drykkja fækkar sveinum Séu karlmenn áfram um að geta börn og kjósa fremur að eignast syni en dætur er eins gott fyrir þá að hætta að drekka brennivín og leggja niður störf ef þau valda miklu álagi á taugar. Tímarit Konunglegu bresku læknasamtakanna bar þessi tíð- indi á borð fyrir skömmu. Þetta kvað vera niðurstaða vísinda- legra athugana. Staðreyndin er sú að kráareigendur, barþjónar og aðrir vínhöldar eignast mun færri syni en aðrir feður. Þar að auki er fullyrt að flugmenn, blað- amenn og aðrir er vinna streitu- störf framleiði minna magn en aðrir af karlkynhormónnum Testosterone, og eignist því fremur dætur en syni. -ks. aður kostnaður við ráðhúsið em 750 milljónir króna, þar af fara 250 milljónir í bflageymslur undir Tjöminni. Að rúmmetratali nálgast það sem ofan jarðar er, að vera jafn stórt og Hallgríms- kirkja. Áætlaður byggingatími er tvö ár. Ýmsum blöskrar sá kostnaður sem er í kringum bflageymslurn- ar, en þar eiga að vera um 330 bílastæði á þremur hæðum undir Tjöminni. Hvert stæði kostar því nærri einni milljón króna. Ómar sagðist vilja láta flytja Miðbæjarskólann vestur á Bráð- ræðisholt, eða á óbyggða lóð við Ánanaust og reisa ráðhúsið þar sem skólinn er nú. „Þetta er gríðalega stór lóð og þarna myndi ráðhúsið sóma sér vel. Jóhannes Kjarval sagði ein- hvemtímann að Lækjargatan væri fegursta gata í heimi og eðli- legt væri því að staðsetja ráðhús- ið við Lækjargötuna. Ef þeir vilja endilega láta Tjörnina gutla við veggina má bara stækka hana upp að húsinu. Þá yrði ráðhúsið til þess að Tjörnin stækkaði í stað þess að ganga á hana einsog nú er áformað." Að sögn Ómars er margt fleira sem mælir með þvf að hafa ráð- húsið þar sem Miðbæjarskólinn er nú, við skólann er t.d. tilbúinn ráðhúsgarður auk þess sem eng- inn staður í Kvosinni sést eins víða að. „Þessi hugmynd miðast auðvit- að við að ráðhúsið sé í Kvosinni, en persónulega er ég þeirrar skoðunar að ráðhúsið eigi að vera uppi á Öskjuhlíð." Framkvæmdir við ráðhúsið hafa þegar verið undirbúnar og er búist við að hafist verði handa um leið og búið er að samþykkja hús- ið í borgarstjórn. -Sáf Sjá bls. 5 Aukafjárveitingar Fimm miljónir í alhopinn Hálfmiljón íauglýs- ingar um sölu Útvegs- bankans Meðal þeirra aukafjárveitinga sem Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaróðherra hefur veitt úr rfkissjóði frá því að hann tók við embætti sfnu í ágústbyrjun sl. eru 5 miljónir til starfshóps á vegum iðnaðarráðuneytisins sem vinnur að athugunum á hagkvæmni 200 þús. tonna álvers í Kapellu- hrauni. Alls hefur Jón Baldvin úthlut- að nær 60 miljónum fyrsta hálfan annan mánuðinn í embætti. Stærsti hlutinn af því rúm 21 milj- ón er uppgjör við embætti Skipu- lagsstjóra og 10 miljónir til bygg- ingar Listasafns íslands í gamla Glaumbæ. Af öðrum athyglisverðum aukafjárveitingum Jóns Baldvins síðustu vikur má nefna 509 þús. krónur til að greiða auglýsingar vegna sölu hlutabréfa í Utvegs- bankanum. -Ig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.