Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Guðrún Ágústsdóttir og
í Tjöminni
Hildigunnur Haraldsdóttir skrifa
í dag munu fulltrúar í borgar-
stjórn Reykjavíkur taka ákvörð-
un um það hvort ráðhús verður
byggt í Tjörninni.
Ohjákvæmilega vaknar sú
spurning hvort nú eigi að eyða
peningum í ráðhús á sama tíma
og ekki er hægt að fá fólk til starfa
í lífsnauðsynleg umönnunar- og
þjónustustörf vegna lágra launa
og ekki er heldur hægt að leysa úr
vanda fjölmargs gamals fólks,
sem býr við fullkomið öryggis-
leysi vegna skorts á hentugu
húsnæði.
Þeirri spurningu svaraði
stjórnarandstaðan í borgarstjórn
reyndar neitandi við gerð síðustu
fjárhagsáætlunar, þegar hún
lagði til að þeim 60 millj. kr. sem
borgarstjóri vildi setja £ ráðhús,
yrði varið til byggingar leiguí-
búða fyrir aldraða. Skoðun borg-
arstjóra varð ofan á.
Ákvörðun um að leggja 750
millj. kr. í byggingu ráðhúss hef-
ur því verið tekin og haldin hefur
verið vegleg samkeppni um hús
sem staðsett er við norðvestur-
horn Tjarnarinnar, eða á horni
Vonarstrætis og Tjarnargötu.
Mjög margar góðar tillögur
„Pað er dapurlegt til
þess að vita að svo
margir skuli hafa eytt
tímaíaðgerasam-
keppnistillögu að
ráðhúsi á svona
slœmum stað“
bárust, dómnefnd skilaði veru-
lega góðu starfi og margir eru
sammála um að besta úrlausnin
af mörgum góðum hafi fengið 1.
verðlaun. En það er dapurlegt til
þess að vita að svo margir skuli
hafa eytt tíma í að gera sam-
keppnistillögu að ráðhúsi á svona
slæmum stað.
Staðsetningin
Vart er hægt í allri Reykjavík
að finna viðkvæmari staðsetn-
ingu gagnvart þeirri umferð sem
sækja verður þjónustu til ráð-
hússins og vegna þeirrar umferð-
ar sem skapast vegna bflastæða f
kjallara, sem auk þess að draga
að sér óæskilega umferð verða
óheyrilegadýr(u.þ.b. 1 millj. kr.
hvert stæði).
Aðrir möguleikar
Á síðustu árum hafa opnast
möguleikar á mjög veglegri lóð
undir ráðhús á hafnarsvæðinu,
sem liggur í beinum tengslum við
aðalumferðaræðar borgarinnar.
Ráðhús á þeim stað myndi
blasa við öllum þeim sem koma
sjóleiðis til Reykjavíkur og þeim
sem koma akandi eftir Norður-
og Vesturlansvegi, auk þess að
vera í hjarta borgarinnar.
Þetta er einn möguleiki af
mörgum og mjög góður kostur ef
fólk vill byggja ráðhús í miðbæn-
um.
Stærð ráðhússins
Rúmmál ráðhúss, skv. verð-
launatillögunni, er 44 þúsund m3,
þar af rúmur helmingur bílag-
eymsla neðanjarðar. Hallgrím-
skirkja er hins vegar 24.230 m3 og
ættu flestir að geta gert sér í hug-
arlund út frá þessum samanburði
hversu ögrandi svona stór bygg-
ing verður á þessu litla homi við
Vonarstræti og Tjarnargötu,
enda þótt hún sé vel leyst af hendi
arkitektanna.
Ráðhús mun raska mjög þeim
heildarsvip sem þarna er, en það
er samdóma álit að Tjarnargötu-
línan sem blasir við úr ýmsum átt-
um sé ein fallegasta og heilsteypt-
asta byggð stakstæðra timbur-
húsa í allri Reykjavíkurborg og í
fallegum tengslum við Vonar-
strætishúsin.
Það er því mikið í húfi og mikil-
vægt að fólk hugsi sig vandlega
um áður en ákvörðun er tekin um
að reisa mannvirki sem kosa mun
stórfé á þessum viðkvæma stað.
Guðrún Ágústdóttir
borgarfulltrúi
Hildigunnur Haraldsdóttir
arkítekt
Á að afmá flest sláturhús?
Játvarður Jökull Júlíusson skrifar
Ekki er ofsagt, að það hreint og
beint datt ofan yfir fólk þegar rétt
ein opinbera nefndin, sláturhús-
anefndin, ungaði út óbermi sínu í
sumar. Gaf út „álit“ á 2. hundrað
blaðsíður. Pessi nefnd, sem átti
upptök í landbúnaðarráðuneyt-
inu, hafði í hótunum við fjölmörg
kaupfélög víðsvegar um land,
reyndar flesta sveitakaupmenn
líka, að ráðin yrðu tekin af þeim.
Sláturhús þeirra bönnuð. Þar
yrði ekki leyft að slátra framar.
Einhver slitur af tilgangi og
rökum þóttust fréttamiðlar vera
að fiska upp úr hrærigraut nefnd-
arinnar. Mörg sláturhús væru
rekin með undanþágum frá regl-
um. Fjármagn í stóru og dýru ný-
tísku sláturhúsum stærstu félag-
anna nýttist betur með langri slát-
urtíð, ef önnur félög yrðu skyld-
uð til að slátra í þeim, en ónýta sín
eigin sláturhús.
f>á er þagað yfir því, að margar
reglurnar eru byggðar á fjarstæð-
um kröfum frá Bandaríkjunum,
sem varð að uppfylla, ætti að
selja kjöt þangað, (sem lítið hef-
ur orðið úr). Þær kröfur áttu
sjálfsagt rétt á sér þar í landi, en
eru miðaðar við ýmsar aðrar að-
stæður en hér: Þarlenda sjúk-
dóma, skordýr og hitastig í
Suðurríkj unum.
Hins var að engu getið, hvernig
fjáreigendur og allur almenning-
ur yrði leikinn, sem kúgaður yrði
til að þola yfirganginn bótalaust.
Gera eignir sínar verðlausar.
Missa aðra aðalundirstöðuna
undan rekstri þeirra samvinnufé-
laga sem hlut eiga að máli. Missa
niður atvinnuna heima í héruð-
unum. Taka á sig aukinn kostnað
og mikla áhættu við að flytja slát-
urfé langar leiðir í önnur héruð.
Viðnám og mótspyrna
Margir hafa risið upp til að
andmæla þessum áformum. Sem
dæmi er rétt að nefna ummæli
Jónasar Péturssonar fyrrverandi
alþingismanns. Hann segir það
hafa tekið sig tíma að jafna sig
eftir fréttimar sem bárust af til-
lögum sláturhúsanefndarinnar.
Ekki vegna þess hve vitlausar þær
eru. Það er það skársta við þær.
„Heldur vegna þess tákns sem
þær eru um þjóðfélagsgerð. Þær
vitna um valdið í þjóðfélaginu.
Vald, sem metur aðeins fjár-
magn, skreytir sig með arðsem-
istali, - maðurinn skiptir litlu
máli! - sú lítilsvirðing, sem slátur-
húsatillögumar fela í sér, er eitt
dæmið um óhugnað stjórnarfars,
sem yfir okkur virðist skollið."
Okkur Jónasi hefur verið líkt
farið í þessu. Ég hefi velt því fyrir
mér, hvað orðið sé af félagsfrels-
inu? Hvað orðið er af rétti al-
mennings til að ákveða hvað
hann hefst að til sjálfsbjargar
með samhjálp og samstarfi Ég
spyr: Hvaðan úr ósköpunum
kemur svona aðvífandi henrum
vald til að taka fram fyrir hönd-
urnar á fólki og koma í veg yrir að
það ráði sjálft málum sínum,
eignum og vinnubrögðum?
Þarna er á ferðinni óþolandi at-
hæfi. Ekki hikað við að kúga fólk
með miðstýrðum ofstjórnartil-
þrifum framandi afla. Ekki hikað
við hreina og klára valdníðslu.
Þarna er komið upp prófmál: Eru
dagar mannréttinda taldir í sveit-
um? Eða tekst sveitafólkinu að
rísa upp samstillt og hrinda þess-
ari valdníðslu af höndum sér?
Fulltrúar á aðalfundi Stéttar-
sambands bænda gátu ekki orða
bundist, heldur mótmæltu yfir-
gangstilburðum sláturhúsanefnd-
arinnar og þar með landbúnaðar-
ráðuneytisins. Töldu „óeðlilegt
að allgóð eða löggild hús verði
lögð niður með valdboði, heldur
verði reynt að koma slíkri
breytingu á með samkomulagi
hlutaðeigandi sláturleyfishafa. “
Töldu einnig „óeðlilegt að ekki sé
gert ráð fyrir sláturhúsi í heilum
byggðarlögum, enda er ljóst, að
slíkt leiðir til stórhækkunar á
flutningskostnaði sláturfjár."
Þama er vægilega til orða tekið,
en samt vissulega sögð „fá orð í
fullri meiningu.“
Best færi á, að ráðuneytið sæi
sóma sinn í að draga málið til
baka. Eins ætti að gefa höfundum
tillagnanna framvegis frí frá
nefndastörfum, a.m.k. til næstu
„Þarna er áferðinni
óþolandi athæfi.
Ekki hikað við að
kúgafólkmeð
miðstýrðum ofstjórn-
artilþrifumframandi
afla. Ekki hikað við
hreina og klára vald-
níðslu“
aldamóta til að byrja með. Það
væri bæði til sparnaðar og þjóð -
þ rifa.
Sjaldan er ein
báran stök
Dýralæknar hjuggu í hinn
sama knérunn og þessi illræmda
nefnd. Á landsfundi á Selfossi til-
kynntu þeir alþjóð með digur-
barkalegu yfirlæti, að ekki ætti að
slátra í öðrum eða fleiri slátur-
húsum en þeim, þar sem dýra-
læknir væri viðlátinn hverja ein-
ustu stund hvem einasta dag.
Virtist liggja í augum uppi nák-
væmt og útreiknað samspil slát-
urhúsanefndarinnar og þeirra. Ef
ekki, þá væm þeir, dýralæknarn-
ir, að koma í slóð sláturhúsanefn-
darinnr líkt og hýenur í slóð hlé-
barða. Þeim þýðir ekki að reyna
að sverja tiltækið af sér.
Um dýralækna almennt er það
vitað mál, enda viðurkennt, að
þeir gegna þýðingarmiklu starfi
og em vissulega góðs maklegir.
Hitt er jafn víst og næsta brýnt,
að þeir láti svo lítið að þekkja sín
eigin takmörk og virði velsæmis-
reglur í mannlegum samskiptum.
Það gera þeir ekki, ef þeir hyggj-
ast beita einokunarvaldi á þann
veg sem þeir höfðu uppi hótanir
um á Selfossfundinum í sumar og
eftir hann. Mörgum mun finnast
alveg nóg, að þeir hafa náð eða
tekið sér einokun yfir verslun
með hverskyns búfjárlyf. Sú ein-
okun er ekki það vel séð meðal
bænda, að á han sé bætandi al-
ræðisvaldi dýralækna einna yfir
allri búfjárslátrun í ofanálag.
Þrifnaður
og heilbrigði
Við slátmn er meðal annars
tvenns krafist, sem ræður úrslit-
um. í fyrsta lagi er krafist óbrigð-
uls hreinlætis á vettvangi og kraf-
ist þrifnaðar við alla vinnu og að-
búnað. í öðm lagi að litið sé eftir
heilbrigði sláturgripanna, sláturf-
járins, að ekki sé hirt og haft til
sölu kjöt eða annar matur af öðr-
um en heilbrigðum skepnum.
Hingað til hefur lærðu og þjálf-
uðu fólki úr heilbrigðisstéttun-
um, einkum læknum, verið trúað
fyrir heilbrigðisskoðun í slátur-
húsum. Er fróðlegt að vita hvers
vegna þeir em ekki hæfir lengur.
Ein áherslan í útvarpi hjá mál-
svara dýralæknanna eftir Selfoss-
fundinn var sú, að vegna þess hve
margt ferðafólk bæri með sér
salmonellasmit frá Suður-
löndum, yrðu dýralæknar að líta
eftir heilbrigði íslenskra slátur-
lamba þegar þau kæmu úr sumar-
högum! Enn hefur mér ekki tek-
ist að skilja þessi langsóttu rök.
Hitt skilja allir, að nauðsynlegt er
að gera strangar kröfur um að
fólkið sé heilbrigt, sem vinnur við
að slátra. Fljótt á litið munu
margir álykta, að það heilbrigðis-
eftirlit sé frekar á verksviði lækna
en dýralækna.
Hvort heldur sem er að líta
eftir hreinlæti eða heilbrigði, er
hægt að framkvæma það með
meiri nákvæmni og meiri festu
þar sem lítið er um að vera og fáu
slátrað. Það er ekki sama hvort
ein manneskja þarf að standa
klár að því að líta eftir og skoða
3-400 fjár á dag, eða bera ábyrgð
á þar sem slátrað er yfir 2000 fjár
á dag, enda verða ekki fundin á
þessu sviði haldbær rök fyrir því
að afmá litlu sjálfsbjargar slátur-
húsin. Mörg hafa þau líka orð á
sér fyrir nákvæmni og hreinlæti
og örugga heilbrigðisskoðun.
Fólk sem þekkir þar til kemur ár-
lega um langan veg til að kaupa
vöru, sem það veit að það getur
treyst. Sama fólk og fleira vill
helst ekki sjá sviðin, sem eru út-
bíuð með amerísku sóðaslátr-
unaraðferðinni.
Lengri sláturtíð
Best er fyrir fjárbændur að
geta slátraó á stuttum tíma. Ekki
er lengur hægt að fara eftir þeim
frómu óskum. Greinilegt er, að
nóg nýtt kjöt þarf að koma á
markað mun fyrr en verið hefur.
Þetta útheimtir svo og svo mikla
sumarslátrun.
Vetrarslátrun sauðfjár eru
mörg takmörk sett. Jafnvel slát-
urhúsanefndin veit um hrúta-
bragðið. Svo er hæpið að þjóni
nokkrum tilgangi að draga fram á
vetur að slátra ám. Til þess þyrfti
að nota kjötið ferskt. Hitt mætti
kanna í framtíðinni, hvort fæst
nógu mikið hærra verð fyrir
ferskt lambakjöt af gimbrum,
sem slátrað væri 1. nóvember eða
í byrjun desember. Svo verður
undir aðstæðum komið, tíðarfari
og beit, vinnuafli og samgöngum,
hvort möguleikar eru á, og vinn-
ingur að því að fresta einhverri
slátrun fram á vetur.
Hitt er öruggt og víst: Hvorki
sumarslátrun né vetrarslátrun út-
heimtir að sláturhús séu lögð nið-
ur. Litlu sláturhúsin hæfa að
flestu leyti betur til þannig ígripa,
ef og þegar til þarf að taka.
Játvarður Jökull Júlíusson
Fimmtudagur 1. október 1937 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5