Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 16
Aöalsími 681333 Kvöidsími 681348 Meigarsími 681663 þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 1. október 1987 217. tölublað 52. árgangur Sjálfstœðisflokkur Konur gégiTÞorvaldi Átök umforseta sameinaðs alþingis. Salóme eða Ragnhildurgegn orvaldur Garðar Kristjáns- son á nú í vök að verjast fyrir konunum í þingflokki Sjálfstæð- ismanna, og verður gert útum það á þingflokksfundi eftir helg- ina hver hreppir virðingar- og valdastöðu forseta sameinaðs al- þingis. Forsetinn verður Sjálfstæðis- maður samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna og á fundi landssamtaka kvenna í flokknum á Akureyri fyrir skömmu var samþykkt ályktun um að kona yrði nú í þessari stöðu. Konurnar tvær í þingliði flokksins, þær Ragnhildur Helgadóttir og Sal- óme Þorkelsdóttir, munu hafa fullan hug á að fylgja ályktuninni eftir, ekki síst vegna þess að gengið var hjá konum við skipan í ráðherrastóla. Ragnhildur er fyrrverandi ráð- herra og þar áður tvisvar forseti neðri deildar, Salóme var forseti efri deildar á síðasta kjörtímabili. Ragnhildur Helgadóttir sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hún teldi að þingflokkurinn yrði að fjalla um ályktun kvennasam- takanna en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, hvorki um áhuga á því að hún gegndi forset- astöðunni eða um stuðning við Salóme. Porvaldi Garðari Þorvaldur Garðar, forseti sam- einaðs alþingis 1983-7, mun ætla að halda uppi hörðum vömum. Hann ætlar að hætta á þingi við næstu kosningar og telur sig sjálfkjörinn til starfans þangað til. Þorvaldur sagði við Þjóðvilj- ann í gær að hann hefði ekkert um þetta að segja og vildi ekki tjá sig um málið áður en þingflokk- urinn tæki ákvörðun. -m/lg Skákþingið Margeir efstur Margeir Pétursson og Helgi Ólafs- son lögðu andstæðinga sína að velli í tólftu umferð Skákþings íslands á Ak- ureyri I gær. Ólafur Kristjánsson varð að láta í minni pokann fyrir Margeir og Hannes Hlífar Stefánsson fyrir Helga. Margeir er því enn í fyrsta sæti með ellefu vinninga, en fast á hæla honum kemur Helgi með tíu vinninga. Önnur úrslit í tólftu umferð voru þessi: Dan Hanson lagði Áskel Örn Kárason, Þröstur Þórhallsson vann Gunnar Frey Rúnarsson, Sævar Bjarnason vann Gylfa Þórhallsson, Jón G. Viðarsson vann Þröst Árna- son og Karl Þorsteins vann Davíð Ól- afsson. Eftir tólftu og næstsíðustu umferð er Hannes Hlífar í þriðja sæti með sjö og hálfan vinning. -rk Þvagprufur Jón Páll í Hæstarétt Mál Jóns Páls Sigmarssonar, kraftajötuns, og íþróttasam- bands íslands kom fyrir Hæsta- rétt í gær, en ÍSÍ áfrýjaði á sínum tíma úrskurði undirréttar í lyfja- málinu svokallaða. Upphaf þessa máls var það að Jón Páll neitaði að mæta í lyfja- próf hjá ÍSÍ. Það varð til þess að ISÍ setti Jón í keppnisbann. Jón Páll var hinsvegar félagi í Kraftlyftingasambandinu, sem er ekki aðili að ÍSÍ, og taldi því íþróttasambandið ekki geta úr- skurðað sig í keppnisbann. Undirréttur dæmdi úrskurð ÍSÍ ógildan vegna formgalla og áfrýj- aði þá íþróttasambandið málinu. Dóms Hæstaréttar er ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. -Sáf Frá Hæstarétti í gær rétt áður en málflutningur hófst í máli ÍSl gegn jóni Páli. Jón Páll bíður átekta með hnúana á lofti. Mynd E.ÓI. Verðlagsráð Afram frjálst fiskverð HólmgeirJónsson, Sjómannasambandinu: Málamiðlun. Árni Benediktsson, VMSS: Kom ekki á óvart. Nœstu sex vikurnar notaðar til að finna samstarfsreglur Verðlagsráð sjávarútvegsins samþykkti á fundi sínum í gær að gefa verðlagningu áfram frjálsa á almennu fiskverði frá 1. október til og með 15. nóvember næstkomandi. Fram að þeim tíma verður leitast við að finna hentugar sam- starfsreglur við verðlagningu sjá- varafurða, eins og segir í frétt frá Verðlagsráði í gær. Að undanförnu hefur mikið verið fundað í Verðlagsráði um fiskverðið, hvort það eigi áfram að vera frj álst eða hvort ráðið eigi að koma sér saman um eitthvert lágmarksverð á fiski. Niðurstað- an er nokkurskonar málamiðlun milli þeirra sem áfram hafa viljað óbreytt ástand og að frjálsu fisk- verði verði gefinn lengri umþótt- unartími og hinna sem hafa viljað hverfa aftur að lágmarksverði. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómanna- sambands íslands er þessi sam- þykkt Verðlagsráðs skárri kost- urinn af tveimur og augljóslega um málamiðlun að ræða. Árni Benediktsson, hjá Vinn- umálasambandi Samvinnufélag- anna, segir að þessi afgreiðsla Verðlagsráðs hafi ekki komið sér á óvart, þó svo að fiskverkendur séu svotil sammála um það að framkvæmd frjáls fiskverðs hafi misheppnast í þann tíma sem það hefur verið. Sagði Ámi að fram að 15. nóvember yrði tíminn not- aður til funda í Verðlagsráði til að komast að skynsamlegum sam- starfreglum um verðlagningu sjávarafurða. — grh Kúfiskur Bamingur „Frá því að kúfiskverksmiðjan tók formlega til starfa í síðustu viku hafa verið slæmar gæftir og því höfum við lítið aflað af kú- físki. Þá afkastar verksmiðjan aðeins þremur tonnum á tímann en á að afkasta fjórum,“ segir Amór Stefánsson, framkvæmda- stjóri Bylgjunnar á Suðureyri við Súgandafjörð í gær. Að sögn Arnórs er aðeins veitt og framleitt í beitu og hefur gefist mjög vel. Sagði hann að menn væru væntalegir að sunnan mjög fljótlega frá Trausti h/f til að taka út verksmiðjuna og lagfæra það sem þarf til að hún nái fullum áfköstum. „Það má búast við einhverjum bamingi til að byrja með í þessari nýsköpun, bæði hvað varðar veiðarnar yfir háveturinn og einnig markaðsmálin og jafnvel að manna skipið og verksmiðj- una hér á Suðureyri, vegna þess að hér er fámennt og erfitt að fá staðarmenn í vinnu sem eru á lausu,“ sagði Amór. - grh Æðardúnn Japanir biðja um dún Fengu 5 kíló í fyrra, vilja 100 kíló nú Eg sendi 5 kg prufusendingu af æðardúni til Japans í fyrra og nú biðja þeir um 100 kg. Það bendir ótvírætt til þess að þeim hafi líkað varan vel. - Það er Elías Gíslason heildsali að Neðstaleiti 14 f Rcykjavík, sem svo mælir. Elías Gíslason hefur að undan- förnu selt æðardún til Þýskalands og mun halda því áfram þótt hann taki nú upp viðskipti við Japani. Japanir hafa síðan keypt eitthvað af íslenskum æðardúni frá Þýska- landi en vilja nú gjarnan versla beint við íslendinga. Þann dún, sem Elías Gíslason verslar með, hefur hann fengið hreinsaðan í Flatey á Breiðafirði. Markaðsverð á æðardúni í Þýskalandi mun nú vera um 1000 mörk pr. kg. Telur Elías að það muni a.m.k. ekki verða lægra í Japan, fremur hið gagnstæða og er bjartsýnn á þessi viðskipti. mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.