Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Blaðsíða 10
FLOAMARKAÐURINN íbúð Herbergi til leigu Bráðvantar litla íbúð. Fyrirfram- Herbergi til leigu fyrir geymslu á greiðsla ef óskað er. Reglusemi í húsgögnum eða hreinlegri vöru. hávegum höfð. Birna Björnsdóttir Rakalaust, bjart og upphitað. Upp- sími 76847. lýsingar í síma 681455. Til sölu Lada 1200 árg. '80. Selst ódýrt. Upplýs- ingar í síma 41099 eftir kl. 18. Einstaklingsíbúð - herbergi Eldri maður óskar eftir einstaklings- íbúð eða einu herbergi og eldhúsi til leigu strax. Er að missa húsnæði vegna sölu þess. Vinsamlegast ef þið getið hjálpað þá hringið í síma 28461. Herbergi nóvember-desember Ungur líffræðingur leitar eftir her- bergi í nóvember og desember (með eða án húsagagna), helst í Voga- eða Heimahverfi. Upplýsing- ar í síma 34856. Karlmannsreiðhjól Óska efir að kaupa ódýrt en sæmi- lega gott karlmannsreiðhjól. Ef þú átt eitt slíkt sem þú vilt selja, þá vinsamlegast hringdu í síma 15785. Bíll til sölu Til sölu er Fíat 127, '85 árgerð. Bíll- inn er i toppstandi og lítur vel út, 5 gíra, vetrardekk fylgja. Möguleiki á að taka ódýrari bíl uppí. Upplýsing- ar í síma 681310 kl. 9-5. Kettlingur Lítill kettlingur fæst gefins. Sími 41481 á kvöldin. Úrvals - kartöflur Lífrænt ræktuðu kartöflunar komn- ar aftur (án arfaeyðisefna o.þ.h.) 4 tegundir. Hámarksgæði. Sama verð og í fyrra. Kr. 1.000.- 20 kg. poki. Upplýsingar í síma 10282 eftir kl. 17. Hótel- og veltinga húsaeigendur Vanar saumakonur óska eftir verk- efnum. Tökum að okkur að sauma dúka, munnþurrkur, gardínur og rúmföt. Vanar saumakonur - vönduð vinna - vægt verð. Upp- lýsingar gefa Ingiríður í síma 686122, Helga í síma 685990 og Ester í síma 83781. Húsnæði óskast Einstaklings- 2ja eða 3ja herbergja íbúð óskast til leigu stax eða frá 1. október. Er lítið heima vegna starfs- ins, er reglusamur, öruggar mánað- argreiðslur. Vinsamlegast hringið í síma 651726 e. kl. 18 eða í síma 73981. Óska eftir að kaupa litsjónvarp, einnig „fifties" Ijósa- stæði. Upplýsingar í síma 681936. Kökubasar verður haldinn sunnudaginn 4. okt- óber í gamla hjúkrunarskólanum. Verið velkomin. Silver Cross barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 30447. Fæst gefins Gömul, en fyllilega pottþétt Rafha eldavél fæst gefins. Upplýsingar í síma 12062. Rúta til sölu 15 manna nýleg rúta til sölu. Sími 91-27180. Kattavinir Við erum ungt reglusamt par barn- laus en með 2 litlar kisur (vanaðar). Okkur vantar íbúð frá og með 1. nóvember. Höfum bæði öruggar tekjur og getum borgað um 20 þús. kr. pr. mánuð. Núverandi leigusali getur veitt meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 19215 síðdegis og á kvöldin. Bragi og Sólveig. s.o.s. Getur einhver hjálpað okkur með 2-3ja herbergja íbúð strax í 1 -2 ár? Helst í Kópavogi en samt ekki skil- yrði. Mjög góðri umgengni og skil- vísum greiðslum heitið. Meðmæli ef óskað er. Vinsamlegast hafið sam- band við Nönnu í síma 84444 til kl. 5 á daginn og í síma 18249 á kvöldin. Allegro ’78 í varahluti, fjögur 13“ vetrardekk á felgum, gott bílútvarp. Datsun 120 Y'78 skoðaður '87, útvarp, vetrar- dekk, ódýr, góður bíll fyrir veturinn. Á sama stað óskast ódýr raf- magnsritvél, skrifborð, húsgögn í barnaherbergi o.fl. Upplýsingar í síma 18475. Yndislegir hamstraungar fást gefins. Upplýsingar í síma 687816. Til sölu Ættir Þingeyinga, 4 bindi, ný. Upp- lýsingar í síma 14637. Halló! Bráðvantar íbúð, litla eða stóra. Erum 2 í heimili fullorðin og barn. Góðri umgengni og skilvísum greiöslum heitið. Upplýsingar í síma 50751. Til sölu handunnar, tússneskar tehettur og matróskur í miklu úrvali. Póstkröfu- þjónusta. ATH. get komið með vörurnar t.d. á vinnustaði og saumaklúbba ef óskað er. Upplýs- ingar í síma 19239. Til sölu ungbarnaföt mest í hvítu, og ung- barnastóll frá Mothercare á kr. 500. Upplýsingar í síma 641141. Til sölu Hornsófasett, 7 manna hornsófi, húsbóndastóll og pulla úr plussi, sófasett 1+2+3, frekar fyrirferðar- lítið, (sófaborð) sími 36430 á kvöld- in helst og um helgar. Sófasett til sölu selst ódýrt. Upplýsingar í síma 73687. Til sölu vegna flutninga „Candy" þvottavél í góðu lagi, einn- ig sem nýtt rúm „Sulta Fast" 105 cm breitt með sökkli. Sími 37287 eftir kl. 17. Hafnarfjörður '+r’T Víðivellir Fóstrur óskast til starfa á dagheimilið Víðivelli. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir forstöðu- kona, í símum 52004 og 53599. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Bókavörð vantar í Blindrabókasafn íslands. Þekking á bókum áskilin. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 686922. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! UMFERÐAR RÁD ERLENDAR FRÉTTIR Jassír Arafat í hópi palestínskra skæruliða. Hann vill viðræður við ísraelska áhrifamenn en margir landa hans eru andvígir slíku. y Palestínumenn Agreiningur um málamiðlun Stjórn PLO hefur frumkvœði að viðræðum við ísraelska áhrifamenn en ýmsir Palestínumenn telja slíkt algera goðgá Fyrir skömmu var prófessor nokkur af palestínsku bergi brotinn barinn til óbóta af grím- uklæddum mönnum á vestur- bakka árinnar Jórdan. Engum blandast hugur um að árásar- mennirnir hafí verið palestínskir og ástæða ofbeldisins sú að próf- essorinn hafði staðið f ley nimakki við háttsetta félaga hins hægri- sinnaða Líkúdbandalags. At- burðir þessir sýna svo ekki verð- ur um villst að djúpstæður ág- reiningur ríkir milli hinna ýmsu fylkinga Palestínumanna um markmið og leiðir í baráttu þeirra fyrir sjálfsforræði á vest- urbakkanum. Palestínskum fréttaskýranda, Daoud Kuttab að nafni, farast orð á þessa leið: „Árásin á Sari Nusseibeh hefur enn beint sjón- um manna að þeim deilum sem geysa milli staðfestumanna sem hvergi vilja hvika frá kröfunni um að Palestínuríkið verði endur- reist og látið sem ísrael hafi aldrei verið til og raunsæismanna er vilja binda endi á mannvíg og hernám vesturbakkans.“ Nusseibeh er 38 ára gamall og prófessor við Bir Zeit háskólann á vesturbakkanum. Hann var barinn á háskólalóðinni að kveldi dags fyrir skemmstu, skömmu eftir að hann hafði átt viðræður við Líkúdliðann Moshe Amirav og þeir komið sér saman um til- lögur um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdum svæðum. Áreiðanlegir heimildarmenn úr röðum Palestínumanna herma að Nusseibeh hafi ekki sjálfur átt frumkvæði að viðræðum þessum heldur hafi hann hlýtt fyrirskip- unum æðstu stjórnar Frelsissam- taka Palestínumanna, PLO. Prófessorinn kvað vera félagi í Al-Fatah samtökum Jassírs Araf- ats og handgenginn leiðtoganum. Amirav er fulltrúi í miðstjórn Herutflokks Yitzhak Shamirs forsætisráðherra. Flokkur sá er hryggjarstykkið í Líkúdfylking- unni og ákaflega þjóðernissinn- aður. Þegar tíðindi bárust af leynimakki hans og Nusseibehs varð uppi fótur og fit og gekk Shamir fram fyrir skjöldu til að afneita flokksbróður sínum. Sak- aði hann Amirav um að ganga erinda PLO sem eru hin verstu hryðjuverkasamtök að mati Her- utmanna. En ýmsir ísraelskir stjórnmála- skýrendur gruna forsætisráðherr- ann um græsku. Einn þingmanna Herutflokksins, Ehud Olmert, kvað hafa verið með Amirav í ráðum og er talið óhugsandi að leiðtoginn hafi ekki haft grænan grun um hvað fram fór og gefið jafnvel grænt Ijós á könnunarvið- ræður. Frá því ísraelsmenn hertóku vesturbakkann í sex daga stríðinu fyrir sléttum tuttugu árum hafa ýmsir íhaldssamir fyrirmenn Pal- estínumanna á svæðinu staðið í sambandi við yfirmenn hernáms- liðs ísraelsmanna. Hafa viðræður þeirra einkum snúist um lausn hinna ýmsu hversdagslegu vand- amála. En leiðtogar PLO hafa fram að þessu ekki séð ástæðu til að eiga orðastað við óvininn og aðeins átt viðræður við vinstrisinnaða full- trúa á Knesset, ísraelsþingi, og talsmenn andzíónískra hópa gyð- inga. A þessu hefur orðið breyting. I vor áttu nokkrir yfirlýstir stuðn- ingsmenn PLO á vesturbakkan- um, þar á meðal Nusseibeh, fund með Shimoni Peres, formanni Verkamannaflokksins og utan- ríkisráðherra ísraels. Peres og flokkur hans hafa tekið þann pól- inn í hæðina að fallast á „tak- markaða sjálfstjórn“ á vestur- bakkanum og nefna stefnu sína „málamiðlun á hernumdum svæðum". Palestínumennirnir er ræddu við Peres höfðu til þess fullt umboð frá PLO því á fundi æðstu stofnunar samtakanna, Þjóðarráðs Palestínumanna, í Túnis skömmu áður hafði verið samþykkt tillaga um að hefja við- ræður við ísraelska stjórnmála- leiðtoga „sem viðurkenna tilver- urétt palestínsku þjóðarinnar”. Fyrmefndur Kuttab hefur orð- ið: „Margt fólk á vesturbakkan- um áttar sig ekki ennþá á þeim áherslubreytingum sem orðið hafa í stefnu PLO gagnvart ísra- elsríki og vill helst ekki eiga nein skipti við ísraelsmenn utan vopn- aviðskipti. Ástæða árásarinnar á Nuss- eibeh er sú að gamlir baráttu- menn eru bæði hneykslaðir og gramir yfir því að nokkur félagi PLO skuli voga sér að eiga orð- astað við meðlimi Líkúdbanda- lagsins sem þeir telja holdgerving andskotans, jafnvel þótt stjórn samtakanna sé áfram um slíkar viðræður.“ Yfirmaður stjórnmáladeildar fræðslustofnunar Palestínu- manna, Mahdi Abdul Hadi, hef- ur eftirfarandi til málanna að leggja: „Það þjónar hagsmunum beggja að viðræður fari fram. Við megum ekki láta gamlar hugsjón- ir og drauma villa okkur sýn því framtíð okkar og niðja okkar er í húfi. Við verðum að finna leið út út blindgötunni. Þeir Palestínumenn sem alger- lega eru andvígir öllum við- ræðum við erkifjandann eru flest- ir félagar í Frelsisfylkingu Palest- ínumanna (PFLP). Þótt fylking þessi séu formlega í PLO hefur oft verið grunnt á því góða með leiðtoga hennar, George Ha- bash, og Jassír Arafat. Það voru félagar PFLP sem réðu af dögum borgarastjóra vesturbakkaborgarinnar Nablus, Palestínumanninn Zafer Al- Masri, fyrr á þessu ári. Orsök vígsins var sú að hann hafði verið skipaður í embætti af hernáms- stjórn ísraelsmanna og mátti einu gilda þótt stjórn PLO hafi lagt blessun sína yfir skipun hans. Skömmu áður en ráðist var á Nusseibeh hafði verið veist harkalega að honum í málgagni PFLP fyrir að eiga skipti við óvin- inn. Þar stóð í leiðara: „Það er ekki enn tímabært að Palestínu- menn standi í viðræðum við ráða- menn í ísrael. Það er alkunn staðreynd að samskipti við fram- ámenn í ísrael...leiða aðeins til sundrungar og klofnings í röðum Palestínumanna. “ Ritstjóri vikuritsins A1 Fajr, Maher Abu Khater, telur að hin fólskulega árás á Nusseibeh muni aðeins tefja en ekki koma í veg fyrir viðræður Palestínumanna og ísraelskra ráðamanna. „Vilji beggja er enn fyrir hendi og ég er þeirrar skoðunar að viðræður hefjist á ný eftir einn eða tvo rnánuði." - ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. október 1987 AV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.