Þjóðviljinn - 04.10.1987, Qupperneq 18
Orðsending
til maðka-
tínslumanna
Raise your Fist and yell! Svo
kveður Alice Cooper, hinn að-
laðandi ballöðusmiður með
englahárið og draumaandlitið.
Þessi brautryðjandi í and-
litsförðun karla (málið ykkur
strákar, ekkert mál...) og slöngu-
og froskaáti á sviði, sendir bráð-
lega - ef hann er þá ekki búinn að
því - kveðju til allra (beggja?)
sinna gömlu aðdáenda hérlendis
og erlendis á nýrri breiðskífu með
þessu ágæta nafni, sem ritað er
hér í upphafi þessa pistils...
Að kreista
kamarinn
Þetta, að kreista kamarinn er
nýtt orðasamband í merkingunni
að teygja lopann og/eða treina
dropann o.s.frv. Á þetta vel við
sumt fólk, s.s. eins og mig, sem
skrifa og skrifa eintómt rugl og
vitleysu til að græða sem mest. (I
þessu tilfelli er það s.s. Þjóðvilj-
inn, sem er í hlutverki kamarsins,
það er því ljóst að ekki ber að
taka líkinguna of bókstaflega...).
Þetta á einnig við um Joe Strum-
mer og félaga í Clash sálugu og
útgáfufyrirtæki þeirra - því fyrir
jól kemur út breiðplast með því
frumlega nafni Best of Clash... Já
það má lengi kreista kamarinn í
von um dropa...
Boy George til Islands?
Stjörnufans
í stórhríð?
Eins og greint er frá annars
staðar í þessari stórgóðu opnu, er
Meatloaf á leiðinni hingað til
okkar. En hann er ekki einn um
það, ef marka má ýmislegt sem
heyrst hefur hvíslað hér og þar
um bæinn. Eru það sömu aðilar
og standa að hingaðkomu flykk-
isins, sem ætla sér að koma fleiri
listamönnum á fjalimar hérlendis
áður en árið er úti. Þeir sem til
greina koma í þessum hugleiðing-
um em: Boy George, Cock Ro-
bin, WASP, Status Quo (aft-
ur...?) og einhverjir fleiri. Þrátt
fyrir takmarkaðar tilraunir, hefur
mér ekki tekist að ná í þá, sem
bera ábyrgð á þessum sögum, en
reynt verður að fá frekari fréttir
fyrir næsta Heygarðshorn...
Þetta verður stutt. Hugsaði ég.
Morrisey
Af örlögum þessa ágæta pilts er
nánar vikið annars staðar í
Heygarðshomi helgarinnar...
í upphafi
Þetta verður að vera stutt. Hugs-
aði ég. Og ákvað því að hafa það
ekki mikið lengra. Því þetta varð
að vera stutt. I þetta sinn. Þetta
verður stutt. Hugsaði ég. Sorg-
mæddur. Mér finnst nefnilega
svo gaman að... þetta verður að
vera stutt...
i þá gömlu góðu daga... George og Paul.
Paul
McCartney
George
Harrison
Það er mikið að gerast hjá Palla
gamla. Ekki færri en 3 breið-
skífur í sigtinu. Til að byrja með
verður tvöfalda safnalbúminu All
the Best skellt á markaðinn, en
auk gamalla smella stráksins er
þar að finna tvö ný lög. Þá mun
einnig koma smáskífa, og á bak-
hlið hennar er lag samið í félagi
við Elvis sjálfan. Costello vel að
merkja, Palli hefur ekkert verið á
miðilsfundi nýlega - ekki svo ég
viti til í það minnsta. Önnur
breiðskífa, með nýju efni átti að
koma út fyrir jólin, en það gæti
eitthvað dregist, því þeir
skemmtu sér svo vel félagarnir
McCartney og MacManus (Cos-
tello) þegar þeir sömdu lagið á
smáskífunni að þeir gátu ekki
hætt - og nú er upprunalegt laga-
val á skífunni í gagngerri endur-
skoðun. Útgáfa gæti því dregist
eitthvað fram á nýja árið. Uppúr
áramótum verður svo lagt upp í
langferð til að kynna efni plöt-
unnar, og til að allt fari nú fram
eins og best verður á kosið hefur
Páll fengið Johnny Marr til að sjá
um gítargutlið í túrnum... segja
óstaðfestar en nokkuð áreiðan-
legar heimildir. Vei þeim sem
lýgur að Þjóðviljanum... Kold
Kutz nefnist þriðji gripurinn úr
smiðju McCartneys sem fyrir-
sjáanlegt er að komi út á næst-
unni - þ.e. þessari löngu hæstu,
sem nær töluvert fram á vor ’88.
Þetta eru lög af bakhliðum smá-
skífa og afgangar ýmiss konar,
sem ekki hafa áður komist á
plast. Séu einhverjir einlægir að-
dáendur Palla á lífi hérlendis,
hafa þeir sumsé nægt tilhlökku-
narefiii fram á næsta sumar.
Brian Ferry
Sá gamli brilljantíntoppur (eða
ol’Snakeeyes eins og menn í út-
löndum vilja kalla hann) Brian
Ferry ætlar að leggja snörur sínar
fyrir plötukaupendur um svipað
leyti og jólasveinamir taka að tín-
ast til byggða. „Bete Noir“ heitir
skífan, uppá franskan móð, mér
er kunnugt um að „Noir“ þýðir
svart/svört/svartur, en frönsku-
kunnátta mín nær ekki mikið
lengra. En skv. orðabók einni
ágætri, sem mér tókst að stelast í,
getur „Bete“ þýtt hvort sem er
hálfviti, fífl, lítil bjalla (sbr.
padda), óþokki eða eitthvað ann-
að... Phil Manzanera kemur hér
hvergi nálægt frekar en undanfar-
ið, og í þetta sinn er það Johnny
Marr sem strýkur/plokkar/gælir
við/rífur í strengi gítarsins fyrir
ferjumanninn. Nóg að gera hjá
Johnny. Og spennandi að sjá
hvort eitthvert NÝTT lag verður
á þessari plötu....
Fyrrum félagi Palla (sjá hér að
ofan) George Harrison ætlar að
láta sér nægja eina plötu á næst-
unni. Nefnist hun Cloud 9 og er
hans fyrsta plata í ein 5 ár. Það
eru því margir orðnir langeygir
eftir henni þessari, við verðum
bara að vona að gripurinn sé þess
virði að bíða svona Iengi eftir
honum... Lögin á plötunni, ef
einhver hefur áhuga, nefnast
„That’s what it takes“, „Fish on
the Sand“, „Just for Today“,
„This is Love“, „When We was
Fab“, „Devil’s Radio", „Some-
place Else“, „Wreck of the Hesp-
erus“, „Breath away from Hea-
ven“, „Got my Mind set on You“
og svo titillagið „Cloud 9“. Verði
ykkur að góðu.
RR
Síðar í þessum mánuði er vænt-
anleg plata með Robbie Robert-
son, fyrrum aðalsprautu hljóm-
sveitarinnar The Band, sem allir
hippar og rokkarar á besta aldri í
nokkuð góðu starfi ættu að kann-
ast við. Ýmsir hafa orðið til að
hlaupa undir bagga með Robba
gamla við gerð þessarar plötu,
honum til ánægju og auraauka -
vonandi. Meðal hjálparkokk-
anna eru hinir geðþekku og með-
vituðu (sic) piltar í U2.
í hósœti
Purpura-
konungs
Þar (í hásætinu þ.e.a.s.) situr
nú Robert Fripp einsog stundum
áður. Ekki veit ég hvað þau eru
orðin mörg árin síðan síðasta
plata King Crimson kom út, en
þau eru allténd orðin það mörg
að fæstir áttu von á að dvalinn
tæki enda. En nú er Fripp sem
sagt í upptökum ásamt einhverj-
um sem enginn má vita hverjir
eru, og ný plata í nafni King
Crimson hittir strætin innan tíð-
ar...
Orðsending
til hús-
mœðra
Cliff hjartaknúsari Richards
mun hefja upp rödd sína á plötu
nr. 765 innan skamms. Always
Guaranteed heitir hún þessi, og
ef ég þekki kauða ætti það að
vera nokkuð rétt - svona fjár-
hagslega séð að minnsta kosti.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 4. október 1987
Vœntanlegarís-
lenskarskífurfram
að jólum
Þrátt fyrir flóðið í sumar er
ekkert sem bendir til afturkipps í
bráð hvað varðar útgáfu á ís-
lensku efni. Fjöldi hljómsveita og
einstakinga hyggur á útgáfu fyrir
jólin. Það bendir fátt til þess að
hlutur ruslsins verði minni nú í
haust en hann var í sumar, en þó
er ekki vert að dæma um það
fyrirfram, batnandi mönnum er
jú alltaf best að lifa og aldrei að
vita nema einhverjir komi manni
þægilega á óvart. En það er líka
góðmeti á leiðinni. Og til að móð-
ga engan að óþörfu, læt ég fylgja
hér lista um það helsta sem kem-
ur út næstu mánuðina, og fer
uppröðun hér engan veginn eftir
persónulegu mati undirritaðs á
því sem greint er frá. Sem sagt
hlutlaus, þurr, og hundleiðinleg
upptalning. Ég reyni svo að ná
tali af einhverjum viðkomandi
listamanna í nokkum veginn
hverri viku fram að jólum, ef ég
nenni.
Núna fyrripartinn í nóvember
kemur út platan Gaui sem er hálf-
gerð en þó ekki en samt næstum
því trúbadorplata með Guðjóni
Guðmundssyni. Kemur hún út á
geisladiski um leið. Bubbi Mort-
hens hefur lokið upptökum á
nýrri plötu og sömu sögu er að
segja af fóstbróður hans Megasi.
Báðar þessar plötur munu koma
út seinni partinn í október eða
fyrri hlutann í nóvember - lík-
lega. í lok október kemur út
fyrsta plata Grafikur eftir að
Helgi yfirgaf hópinn. Hans skarð
fyllir nú söngkonan Andrea Gylf-
adóttir, eins og flestum rokká-
hugamönnum ætti að vera kunn-
ugt, og ku hún vera liðtækur tex-
tasmiður... Þessi plata gekk
undir vinnuheitinu Á
steinsteyptum skóm, en hefur nú
hlotið nafnið Komdu og kysstu
mig... Um svipað leyti kemur út
breiðskífa með Rauðum Fiötum.
Hún heitir því frumlega(!) nafni
Minn stærsti draumur...
Um mánaðamótin næstu kem-
ur í búðirnar platan Á þjóðiegum
nótum en á henni er að finna 15
vel þekkt íslensk lög s.s. Ég berst
á fáki fráum og Nú andar suðrið
sæla... Flytjendur eru engir aðrir
en ... haldið ykkur fast... Ríó
tríó!
Bjartmar Guðlaugsson gefur
út sína þriðju plötu á sama tíma
og ku njóta sín betur en nokkru
sinni.
Um miðjan nóvember skella
sér blaðskellandi í búðir og út-
vörp landsmanna þeir fyndnu (?)